Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 66

Fréttablaðið - 12.02.2022, Side 66
 Þessi kaka varð til sökum þess að ný Batman- mynd verður frumsýnd 4. mars og af því tilefni er komið Oreo & Batman- kex í takmörk- uðu magni. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Berglind Hreiðars, einn ástsælasti matarbloggari landsins, er ótrúlega klár í því að gera þemakökur. Berglind er ávallt með putt- ann á púlsinum þegar kemur að nýjungum og getur töfrað fram hinar glæsilegustu kökur sem gleðja bæði augu og munn. Hér hefur hún töfrað fram geggj- aða Batman-köku sem á pottþétt eftir að verða efst á óskalistanum í mörgum afmælum á næstunni. Þetta gæti orðið vinsælasta þema- kakan í ár. „Það er alltaf gaman að gera þemakökur, hvort sem það er fyrir afmæli eða eitthvað allt annað. Þessi kaka varð til sökum þess að ný Batman-mynd verður frumsýnd 4. mars og í tilefni þess er komin út sérútgáfa af Oreo Original- kexinu, sem hefur verið framleitt í takmörkuðu magni sem Oreo & Batman-kex með andlitsmynd af Leðurblökumanninum. Batman er svo að sjálfsögðu fígúra sem hefur lifað með okkur lengi, svo þetta er sannarlega einföld lausn á slíkri þemaköku fyrir aðdáendur,“ segir Berglind, sem einnig er snillingur í að halda afmælisveislur þar sem hún tekur þemað alla leið. Berglind deilir hér uppskriftinni að geggjuðu Batman-kökunni sem á eftir að slá í gegn. Litirnir og form kökunnar eru æðisleg. Hægt er að fylgjast með Berg- lindi á síðunni hennar: gotteri.is. Tryllingslega flott Batman-kaka Berglind Hreið- ars kann svo sannarlega á þvi tökin að baka gómsætar kökur og skreyta þær svo fallega að undrun sætir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Oreo & Batman-kakan er augnayndi og gleður Batman-aðdáendur. KÖKUMYNDIR/BERGLIND HREIÐARS Batman-Oreokaka Súkkulaðibotnar 240 g hveiti 350 g sykur 60 g Cadbury’s bökunarkakó 30 g mulið Batman & Oreo-kex (duft) 2 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 4 egg 250 ml súrmjólk 150 ml matarolía 1 tsk. vanilludropar 150 ml heitt kaffi 100 ml heitt vatn PAM-matarolíusprey Hitið ofninn í 170 °C. Hrærið saman öllum þurrefnum í eina skál og leggið til hliðar. Pískið eggin og blandið súrmjólk, olíu og vanilludropum saman við. Hellið vökvanum varlega saman við þurrefnin og einnig heitu kaffi og vatni og hrærið rólega á meðan. Skafið niður á milli og blandið vel (deigið er þunnt og á að vera þann- ig). Takið til 4 x 15 cm smelluform, setjið bökunarpappír í botninn og spreyið vel með matarolíu- spreyi. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna (um 370 g í hvert) og bakið í um 30-35 mínútur, eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi. Kælið alveg og skerið svo ofan af botnunum svo þeir verði alveg sléttir áður en þið skreytið. Smjörkrem og skreyting 250 g smjör við stofuhita 150 g Philadelphia-rjómaostur við stofuhita 900 g flórsykur 30 ml rjómi 2 tsk. vanillusykur Kökuskraut (til að skreyta með neðst) Gulur matarlitur Þeytið smjör og rjómaost saman í nokkrar mínútur, skafið niður á milli. Bætið flórsykri, rjóma og vanillusykri saman við í nokkrum skömmtum og skafið vel niður, bætið matarlit saman við og blandið áfram vel. Smyrjið um 1 cm þykku lagi á milli botna og grunnhjúpið kökuna fyrst með örþunnu lagi af kremi allan hring- inn (til að binda kökumylsnu) og setjið í kæli í um 15 mínútur. Setjið þá næsta lag af kremi sem má vera aðeins þykkara (um ½ cm) og sléttið hliðar og topp eftir fremsta megni. Setjið kökuskraut í lófann og klappið neðst upp með hliðunum áður en kremið tekur sig (storknar). Gott að hafa ofnskúffu undir til að grípa það kökuskraut sem hrynur af og endurnýta það síðar. Kælið kökuna aftur í um 15 mínútur áður en þið setjið „ganaché“ á toppinn. „Ganaché“ og lokaskreyting 100 g svart hjúpsúkkulaði (fæst t.d. í Allt í köku) 60 ml rjómi 8 x Batman & Oreo-kexkökur Smjörkrem (restin frá því áðan) Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Pískið saman þar til allt súkkulaðið er bráðið, hrærið þar til byrjar aðeins að þykkna og hellið óreglulega yfir toppinn í nokkrum skömmtum, ýtið örlitlu magni fram af brúninni allan hringinn með kökuspaða, kælið í um 15 mínútur áður en þið klárið að skreyta. Sprautið smjörkrems- toppa, til dæmis með stút 2D frá Wilton, og fyllið upp í bilið á milli kremtoppanna með kexinu. ■ Valentínusardagurinn 60% afsláttur af nokkrum af okkar vinsælustu vörum 6 kynningarblað A L LT 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.