Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 32
Heimagerðar pitsur verða oft fyrir valinu á heimilum landsmanna um helgar. Það er skemmtilegt að gefa hefðbundnu hráefni frí og prófa eitthvað frumlegt og spennandi, hvort sem það er sósan, áleggið, ostur, eða eitthvað krassandi sem fer ofan á. Hér eru þrjár spenn- andi pitsur sem gaman er að prófa yfir helgina. starri@frettabladid.is Kartöflupitsa með rósmaríni 3 bollar volgt vatn 3 tsk. salt 6-700 g kartöflur 2 msk. olía Svartur pipar ½ lítill laukur, saxaður smátt 1 msk. ferskt rósmarín, saxað smátt 1 tilbúið pitsudeig 3 msk. rifinn Parmigiano-Reggi- ano ostur (má sleppa) Blandið vatni og salti saman í stórri skál. Skerið kartöflur í mjög þunnar sneiðar með mand- ólíni og leggið í bleyti í 30-60 mínútur. Hitið ofn í 260 gráður. Þerrið kartöflurnar mjög vel með viskustykki eða eldhúsþurrkum. Setjið þær í skál ásamt olíunni, lauknum, smá svörtum pipar, salti og rósmaríni. Blandið öllu vel saman. Fletjið deigið út og leggið á bökunar- pappír. Raðið þunnum kartöflu- skífunum á pitsubotninn og stráið smá salti og pipar yfir. Bakið í 10-15 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru aðeins farnar að brúnast. Takið út og stráið olíu yfir ásamt smá salti og rósmarín laufum. Ef Parmigiano-Reggiano ostur er notaður er honum einnig stráð yfir hér. Berið fram. Pitsur með súrum gúrkum og beikoni 2 msk. olía 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. ítalskt krydd 1 pitsudeig, tilbúið eða heima- gert 1-½ bolli mozzarella eða pitsu- ostur ¼ bolli rifinn Parmesan ostur 3/4 bolli súrar gúrkur í sneiðum 4 beikonsneiðar, steiktar og skornar í smáa bita 1 tsk. ferskt dill ½ tsk. chili-flögur Hitið ofninn í 200 gráður. Blandið saman í skál olíu, hvítlauksdufti og ítölsku kryddi. Fletjið deigið út og berið olíublönduna á það. Stráið ostinum yfir pitsuna og bakið í 15 mínútur. Takið út, stráið súrum gúrkum og beikoni yfir og bakið í aðrar 5 mínútur. Stráið chili-f lögum og dilli yfir áður en borið er fram. Pitsa með þistilhjörtum, sperglum og pestói 1 tilbúið pitsudeig 1 krukka niðursoðin þistilhjörtu 3 stórir sveppir, skornir í þunnar sneiðar 4-5 stk. ferskir sperglar (aspas), skornir þversum í sneiðar 45 g grænt pestó 60 g rifinn mozzarella ostur Chili-flögur (má sleppa) Salt og pipar Hitið ofninn í 230 gráður. Fletjið deigið út og smyrjið pestóinu ofan á. Stráið rúmlega helmingi af ostinum ofan á. Næst fara sveppir, sperglar og þistilhjörtu. Stráið afgangi af osti yfir ásamt chili- flögum, salti og pipar. Bakið í um 14-16 mínútur. ■Kartöflur gera pitsuna öðruvísi. Þistilhjörtu, sperglar og pestó er bragðgóð nýjung. Súrar gúrkur eru skemmtilegt álegg. Frumlegar og bragðgóðar pitsur Óvenjulegar pitsur hjá nokkrum matgæðingum Hrefna Sætran matreiðslumeistari Ég elska heimagerða hot sauce úr heimaræktuðu chili á pitsu. Súrar gúrkur eru oft mjög gómsætar ef þær eru stökkar og svo er ég stundum í stuði fyrir kokteilsósu á pitsu, eins og tíðkaðist einu sinni, en þá verður að vera pepperoni. Jóhann Issi Hallgrímsson, eigandi Issi Fish & Chips Allir afgangsostar eru kærkomnir á pitsuna mína. Fiskurinn minn, frá Issi Fish & Chips, er geggjaður á pitsuna og gott er að bæta ólífum og sólþurrk- uðum tómötum í partíið og í blálokin að dýfa sneiðinni í sósuna mína. Þetta steinliggur. Helga María frá Veganistur.is Undanfarið hef ég gert hvíta pitsu þar sem ég nota vegan sýrðan rjóma sem ég blanda við hvítlauk, salt og pipar. Strái yfir rifnum vegan osti og þunnt skornum kartöflum, þunnt skornum lauk sem ég hef steikt og rósmarín. Toppað með sítrónuberki, klettasalati, salti og pipar og hvítlauksolíu. Jóhanna Laufdal Friðriks- dóttir byrjaði að taka inn Protis® kollagen fyrir um ári, eftir að hafa lesið sér til um góð áhrif þess á líkam- ann, liði, hár, neglur, húð og fleira. Kollagen hefur margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina. Kollagen er eins og lím í líkamanum sem hefur áhrif á liði, hrukkumyndun, hárið og margt fleira. Þegar við eldumst byrjar líkaminn að framleiða sífellt minna magn af þessu mikil- væga efni. Þá er ekki úr vegi að taka kollagenið inn sem bætiefni. „Undanfarið hef ég verið að kynna mér hvað kollagen getur gert fyrir líkamann. Það vakti sérstaklega áhuga minn þegar ég las um áhrif þess á liðina. Ég er 43 ára gömul og byrjaði að finna fyrst fyrir liðaverkjum um 35 ára aldurinn. Aðallega hef ég fundið fyrir liðaverkjum í tám og fingrum. Þetta er ættgengt í fjöl- skyldunni minni. Langamma mín var svona, amma líka og mamma og líka systur mömmu. Þetta kemur þá helst fram í fingrum og tám. Stundum eru þær svo slæmar að þær festast í liðunum,“ segir Jóhanna. Hætt að finna fyrir pirringi í liðum „Þegar maður er kominn á ákveðinn aldur er gott að huga að því hvað maður getur gert til að njóta lífsins lengur. Hvort sem það er að styrkja liðina, bæta ónæmiskerfið eða hægja á öldrun, til dæmis hrukku- myndun. Ég byrjaði að taka inn kollagen frá Protis fyrir ári síðan til að fyrirbyggja frekari liða- vandamál. Ég var farin að finna fyrir miklum pirringi í tánum sérstaklega. Ég veit ekki hversu lengi ég hafði tekið kollagenið inn, en á ákveðn- um tímapunkti fann ég að ég var orðin miklu betri af liðaverkj- unum, sem versna alla jafna þegar það tekur að kólna. Þrátt fyrir að veturinn sé hafinn þá finn ég ekki lengur fyrir þessum ofsapirringi í tánum og ég er orðin mun betri í liðunum í fingrum.“ Húðin ljómar „Annað sem ég hef tekið eftir er að hár og neglur vaxa ótrúlega hratt á mér. Húðin hefur líka verið ein- staklega góð og fín. Það er eins og hún ljómi. Ég myndi ekki segja að bólur hafi verið veigamikið vanda- mál hjá mér, en ég hef varla fengið eina einustu bólu síðan ég byrjaði að taka inn kollagen frá Protis. Ég hef prófað að taka kollagenið inn í duftformi en það hentar mér ekki þar sem mér finnst bragðið ekki gott. Margir blanda því út í kaffi, en sjálf drekk ég ekki kaffi. Það hentar mér því mjög vel að kollagenið frá Protis fæst í töfluformi. Ég get bara gleypt töfluna og þarf ekki að finna neitt bragð. Ég er líka rosalega léleg í að muna eftir að taka inn bætiefni, því ég borða ekki morgunmat. Til að sporna við því að ég gleymi að taka inn kollagenið hef ég dolluna á skrifborðinu mínu í vinnunni. Þá man ég eftir að taka það inn að minnsta kosti á virkum dögum. Svo á ég aukaskammt heima fyrir helgarnar.“ Íslensk framleiðsla „Það skiptir mig máli að vita hvaðan bætiefnin koma sem ég bæti inn í mitt mataræði. Kollagen- ið frá Protis er unnið úr íslenskum hráefnum og inniheldur kollagen úr íslensku fiskroði. Mér finnst gott að vita til þess að framleiðslan fari fram hér heima, enda treysti ég íslenskri framleiðslu og vil styrkja hana eftir fremsta megni,“ segir Jóhanna að lokum. Um Protis® Kollagen Kollagen er náttúrulegt prótín og eitt helsta byggingarefni líkamans. Gott að vita um Protis® Kollagen: ■ Ekkert gelatín eða sykur. ■ Meira magn virkra efna en hjá flestum samkeppnisaðilum. ■ Engin aukaefni. ■ Sýnilegur árangur á 30 dögum. ■ Íslenskt hugvit og framleiðsla. Protis® Kollagen er framleitt úr íslensku fiskroði hjá PROTIS. Varan er einstök blanda af bestu innihaldsefnum sem öll styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. Kollagen úr fiski er áhrifaríkara en kollagen úr landdýrum, þar sem upptaka úr meltingarvegi er betri. Helstu innihaldsefni: ■ SeaCol® er blanda af vatns- rofnu kollageni úr íslensku fisk- roði og vatnsrofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski. SeaCol® tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjan- leika. ■ C-vítamín tekur þátt í myndun kollagens í líkamanum. ■ Hýalúron-sýra er eitt mest rakagefandi efni náttúrunnar og viðheldur meðal annars raka húðarinnar. ■ Kóensím Q10 er að finna í nær öllum frumum líkamans. Það er mikilvægt fyrir endurnýjun fruma eins og húðfruma. ■ B2- og B3-vítamín, sink, kopar og bíótín fyrir hárvöxt, endur- nýjun húðar og vöxt nagla. ■ Protis® Kollagen fæst í næsta apóteki, heilsuvöruverslun og stórvöruverslun. Liðaverkir ekki lengur vandamál Jóhanna Laufdal kynntist mætti kollagens fyrir um ári og hefur það hjálpað henni mjög í baráttunni við liðaverki í höndum og tám. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 4 kynningarblað A L LT 12. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.