Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 12.02.2022, Blaðsíða 96
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Óttars Guðmundssonar n Bakþankar Með aldrinum breytast áherslur lífsins. Fæstir hafa lengur metnað til að hlaupa maraþon eða komast uppá Hvannadalshnúk. Smám saman er markið sett lægra og lægra. Reglulegar hægðir og vand- ræðalaus þvaglát verða viðmið skemmtilegs lífs. Eftirspurn eftir ellilífeyrisþegum er lítil sem engin. Eina fólkið sem sýnir þeim alvöru áhuga eru fasteignasalar sem vilja selja sérhæðina eða húsið í skiptum fyrir rándýra íbúð í elliblokk með lyftu og neyðarhnöppum. Ferða- skrifstofueigendur selja staðl- aðar eldri borgara ferðir þar sem harmónikkuleikari og hjúkrunar- fræðingur fylgja með í kaupunum. Lífið er orðið að biðsal eftir engu. „Mér leiðist,“ sagði gamall kunn- ingi minn úr Lauganesskólanum á dögunum. „Ég byrjaði að skrifa ævisögu mína en enginn útgefandi hafði áhuga á handritinu. Enginn flokkur hringdi í mig á kosninga- daginn. Ekkert podkast vill tala við mig. Tilbreytingarleysið er algjört. Ég hef heldur aldrei lent í neinum hneykslanlegum ástarævintýrum. Reyndar keypti ég mér einu sinni gleðikonu í Hamborg. En hún er sennilega löngu dáin eða komin á hjúkrunarheimili svo ekki verður hún til frásagnar. Það gerist svo fátt í mínu lífi að það er tilhlökkunar- efni að endurnýja ökuskírteinið. Ég er líka einn af sárafáum sem tengi engan veginn við Verbúðina.“ Hann stundi þungan. „Ég er hættur að lesa neitt í blöðunum nema fréttir sem eru mér að skapi og minningargreinar. Eina leiðin til að öðlast tilgang í tilveruna er að fá einhvern sjaldgæfan sjúkdóm. Þá gæti ég bloggað frá sjúkrabeðnum sem mundi kannski vekja ein- hverja athygli á mér! Hann hvarf útí snjófjúkið og leit ekki um öxl. n Raunir eldri borgarans STREYMISVEITA 3.990 kr./mán. BYRJAÐU AÐ HORFA! Tryggðu þér áskrift á stod2plus.is Takk, kolefnisjafnarar Orkunnar As tri d Lin dg re n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.