Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 8

Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 8
Það hafa aldrei komið upp mál sem eru þess eðlis að ég efist um að samstarfið gangi upp. Aldey Unnar Trausta- dóttir, forseti bæjarstjórnar Norðurþings Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur Styrkumsóknir 2022 Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og Öryrkjabandalag Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkir eru veittir til: · Öryrkja vegna hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. · Einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. Sótt er um rafrænt á heimasíðu ÖBÍ, obi.is · Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÖBÍ og fá eyðublað sent í pósti. Umsóknarfrestur er til 18. apríl nk. Upplýsingar um styrkúthlutun liggja fyrir eigi síðar en 16. maí nk. Allar nánari upplýsingar gefa Kristín Margrét Bjarnadóttir, kristin@obi.is eða starfsmenn móttöku ÖBÍ, mottaka@obi.is og í síma 530-6700. NÝSKÖPUNARMÓT ÁLKLASANS í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 30. mars kl. 14–16 Dagskrá Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands Ágúst Valfells, deildarforseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík Snjallar lausnir í álframleiðslu María Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar og upplýsingatækni hjá Alcoa Steinunn Dögg Steinsen, yrmaður umhvers- og öryggismála álvera hjá Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls Áliðnaðurinn í átt til kolefnishlutleysis Bjarni Már Gylfason, leiðtogi samfélagsmála og samskipta hjá Ísal Örerindi Aðstaða til tæknirannsókna fyrir orkuiðnað Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, klasastjóri Álklasans og framkvæmdastjóri Tækniseturs Endurvinnsla kerbrota Sunna Ólafsdóttir Wallevik – Gerosion Loftslagsvæn kolefnislaus álframleiðsla Jón Hjaltalín Magnússon – Arctus Aluminium Nýr umhversvænn kragasalli og arftaki koltjörubiks Kristján Friðrik Alexandersson – Álvit Nýsköpunarmolar í HR Guðrún Sævarsdóttir, dósent í Háskólanum í Reykjavík Evrópusamstarf í áltengdum þróunarverkefnum Guðmundur Gunnarsson – Tæknisetur Afhending nemendaviðurkenninga og kynning á nemendaverkefnum. Verið velkomin á Nýsköpunarmót Álklasans. Dagskrá er ölbreytt að vanda þar sem gen verður innsýn í spennandi þróunarverkefni hjá iðnaðinum, sprotafyrirtækjum og rannsóknarsamfélaginu. Skráning á si.is Oddviti Vinstri grænna í Norðurþingi hafnar því að það hrikti í stoðum meiri- hlutans þrátt fyrir að sífellt bætist við deilumálin. Stutt er síðan flokkurinn lýsti yfir áhyggjum af gangi mála í sveitarstjórninni. kristinnhaukur@frettabladid.is NORÐURLAND Kaup á ný ju m slökkviliðsbíl eru nýjasta málið sem valdið hefur ósætti innan meirihluta bæjarstjórnar Norður- þings. Aldey Unnar Traustadóttir, forseti bæjarstjórnar og oddviti Vinstri grænna, hefur mótmælt kaupunum á tveimur síðustu byggða rráðsfundum. Um er að ræða þátttöku Norður- þings í útboði Ríkiskaupa sem upp- runalega áttu að vera 75 milljónir króna. Aldey bendir á að þessi tala hafi hækkað upp í 92 milljónir. Nú þegar hafi 300 milljóna króna uppbygging slökkviliðshúss skert fjárfestingargetu sveitarfélagsins og hafi meðal annars komið niður á skólastarfi. Brýnt sé að endur- nýja tölvu og tæknibúnað grunn- skólans sem og framkvæmdir á lóð og f leira. Ekki eru nema tveir mánuðir síðan Vinstri græn létu bóka að f lokkurinn hefði áhyggjur af gangi mála í sveitarstjórninni. Gerðar voru athugasemdir við verkstjórn sveitarstjórans, Kristjáns Þórs Magnússonar, og að mikil starfs- orka hefði farið í eftirfylgni þeirra mála sem f lokkurinn stæði fyrir. En Vinstri græn eru í meirihluta- samstarfi við Sjálfstæðisf lokkinn og Samfylkinguna. Aldey hafnar því að mál slökkvi- liðsins sé erfitt mál fyrir meiri- hlutann. „Þetta er alls ekki erfitt og samstarfið gengur mjög vel,“ segir Aldey. „En við erum ósammála um forgangsröðunina á fjármunum. Fólk er ekkert alltaf sammála og það er í lagi.“ Ýmis mál hafa komið upp á undanförnum árum. Meðal annars lögðust Vinstri græn gegn uppsetn- ingu könnunarmasturs fyrir vind- orkuver árið 2020. Þáverandi odd- viti, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, sagði sveitarfélagið og atvinnulífið fá lítið sem ekkert fyrir sinn snúð en mastrið yrði lýti á útivistar- svæðinu. Aðspurð útilokar Aldey ekki að meirihlutaf lokkarnir geti áfram unnið saman eftir sveitarstjórnar- kosningarnar, sem fram fara 14. maí næstkomandi. „Ég sé fyrir mér alls konar möguleika eftir kosning- ar. Þess vegna að allir f lokkar ynnu saman. Það er að minnsta kosti mín upplifun af þeim tíma sem ég hef setið í bæjarstjórn,“ segir Aldey. „Það hafa aldrei komið upp mál sem eru þess eðlis að ég efist um að samstarfið gangi upp.“ Kristján Þór hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna áfram og hættir í stjórnmálum. Listi Vinstri grænna liggur ekki fyrir en Aldey segist vilja leiða hann áfram. n Slökkviliðsbíllinn nýjasta deilumálið í Norðurþingi Gustað hefur um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Norðurþingi á kjörtímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Tvær sameiningar- kosningar fara fram í dag, laugar- dag. Annars vegar er kosið um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Hins vegar um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Á Snæfellsnesi er kosið í Grunn- skólanum í Stykkishólmi og Félags- heimilinu Skildi. Á kosningunum á Norðurlandi er kosið á þremur stöðum, félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn, skólahúsnæðinu á Bakka- firði og í Svalbarðsskóla. Kjörfundur hefst klukkan 10 og lýkur klukkan 18 í báðum kosning- um. Niðurstöðurnar munu liggja fyrir í kvöld. Verði sameiningarnar samþykktar ganga þær í gegn við næstu sveitarstjórnarkosningar. n Kosið á tveimur stöðum í dag Bátar við höfnina í Þórshöfn. 8 Fréttir 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.