Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 10
Ef maður
er bólu-
settur eru
allir mjög
slakir, það
er frekar
verið að
einblína á
þá óbólu-
settu í
sambandi
við tak-
markanir.
Halldór
Arnarsson
Fjöldi Covid-tilfella í Evrópu
eykst hratt. Svæðisstjóri
Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar í Evrópu telur
ástæðuna hratt afnám sam-
komutakmarkana en er þó
bjartsýnn á að faraldurinn sé
að líða undir lok.
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin (WHO) segir að fjöldi Covid-
19 tilfella sé að aukast hratt hjá um
þriðjungi Evrópuþjóða eftir að sam-
komutakmarkanir, grímuskylda
og sóttvarnareglur hafi víða verið
felldar úr gildi.
Lönd sem stofnunin nefnir sér-
staklega og segir þurfa að hafa
áhyggjur eru Kýpur, Þýskaland,
Grikkland, Frakkland, Bretland,
Ítalía og Írland.
Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar í
Evrópu, telur þær þjóðir sem eigi
það sameiginlegt að sjá mestu aukn-
ingu Covid-tilfella einnig eiga það
sameiginlegt að hafa nýlega farið
úr því að búa við miklar samkomu-
takmarkanir og harðar sóttvarna-
reglur í það búa við nánast engar
takmarkanir.
Í síðustu viku fjölgaði staðfestum
tilfellum Covid í Evrópu afar hratt
og voru þá orðin 5,4 milljónir talsins
samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni, í lok febrúar voru þau
4,9 milljónir. Í síðustu viku létust
yfir tólf þúsund manns af völdum
Covid-19 í Evrópu.
Þrátt fyrir þessar háu tölur seg-
Covid-tilfellum fer ört fjölgandi innan Evrópu
© GRAPHIC NEWS
*staðfest tilfelli í Evrópu
síðustu sjö daga
Heimild: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Bloomberg, Our World in Data
Daglegur öldi staðfestra tilfella
(á hverja milljón íbúa, meðaltal síðustu sjö daga þann 22. mars)
Kýpur
Þýskaland
Grikkland
Frakkland
Bretland
Ítalía
Írland
Evrópa
Bandaríkin
4,342,61
2,257,45
2,121,01
1,467,42
1,252,34
1,189,79
1,085,71
979,27
93,38
Lönd sem
WHO nefnir
sérstaklega
% af fullbólusettum
íbúum
Til
samanburðar
Ný
tilfelli*
5,4 m
Úr
4,9 m
í lok feb.
00
72
75
73
78
72798065
65
Um þriðjungur Evrópulanda sér mikla ölgun í tilfellum
Covid-19 eir að takmörkunum var aétt hratt.
Covid-tilfellum ölgar í Evrópu
ist Kluge bjartsýnn. Þar spili inn
í hjarðónæmi, sem sé að byggjast
upp með bólusetningum, vetur sé
að enda og sumar á næsta leiti ásamt
því að Omíkron-afbrigði veirunnar
sé vægara en fyrri afbrigði.
Í Grikklandi var meðaltal dag-
legra nýrra Covid-tilfella þann 22.
mars um 2.100 á dag. Þar hafa um 73
prósent verið fullbólusett.
Halldór Arnarsson býr í Grikk-
landi þar sem hann stundar nám.
Hann segir aukinn fjölda smita ekki
hafa áhrif á hans daglega líf, enn séu
í gildi sömu takmarkanir og þegar
hann f lutti til landsins, í byrjun
október. Á mánudaginn tilkynntu
yfirvöld í Grikklandi framlengingu
núgildandi takmarkana til 4. apríl.
„Bólusetningarvottorðið þarf
maður að sýna nánast alls staðar
ég þarf að sýna það til að komast í
skólann og líka til að fara á kaffihús
og bari þó maður ætli að sitja úti,“
segir Halldór og bætir við: „Ef maður
er bólusettur eru allir mjög slakir,
það er frekar verið að einblína á þá
óbólusettu í sambandi við takmark-
anir.“
Í Þýskalandi þar sem meðalfjöldi
daglegra tilfella er enn hærra en í
Grikklandi er sagan önnur. Á föstu-
daginn fyrir viku voru samþykkt ný
lög sem heimila niðurfellingu nán-
ast allra sóttvarnaaðgerða í landinu.
Yfirvöld í Þýskalandi hafa þó
gefið út að enn verði grímuskylda
í almenningssamgöngum og á
sjúkrahúsum og hjúkrunarheim-
ilum. Grímuskylda er ekki lengur
við lýði í verslunum eða á veitinga-
stöðum. ■
Forgangssvið 2022 eru:
Efla samstarf fræðsluaðila í þróun stafrænnar hæfni í kennslu, óháð búsetu.
Gerð er krafa um samstarf minnst þriggja fræðsluaðila.
Gerð og þróun rafrænna námsgagna, með áherslu á talað mál og menningu,
í íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Sérstök áhersla á neðri þrep evrópska
tungumálarammans (A1, A2, B1).
Hæfnigreiningar og starfaprófíllar í samstarfi atvinnulífs og fræðsluaðila eða
Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvernig þær falla að markmiðum 2. greinar laga
nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu, faglega þekkingu og reynslu umsækjanda af að vinna
verkefni sem sótt er um styrk til.
Að auki þurfa umsóknir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Vera vandaðar og skýrt fram settar.
Skýr tenging við markhóp laga um framhaldsfræðslu.
Mæti sýnilegri þörf fyrir úrræði í framhaldsfræðslu.
Hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn.
Hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun.
Skili hagnýtri afurð og verði vel kynnt.
Verkefnin skulu vera opin öllum fræðsluaðilum, mega ekki gera kröfu um umtalsverðan eða
íþyngjandi kostnað, eða flókna sérfræðiþekkingu fyrir þá sem nýta sér afurðina.
Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknareyðublað, lög um framhaldsfræðslu
nr. 27/2010 og nánari upplýsingar um vinnuferli og viðmið vegna styrkumsóknar er að finna
á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is
Umsóknarfrestur er frá 28. mars og til 1. maí.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði
til nýsköpunar- og þróunarverkefna.
Styrkir
Þórólfur
Guðnason, sótt-
varnalæknir
helenaros@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir segist svolítið
smeykur við umfang inflúensunnar,
útbreiðsluna og alvarleikann, sem
gæti orðið meiri en áður. „Vegna
þess að því að við höfum ekki verið
með inflúensuna í gangi síðastliðin
tvö ár. Það er alveg mögulegt en það
er kannski of snemmt að segja til
um það,“ segir hann.
Nú þegar er búið að staðfesta til-
felli inflúensu hjá hátt í 300 manns
að sögn Þórólfs, sem telur inflúens-
una koma bratt inn.
Aðspurður hvort möguleiki sé á
að ónæmi fólks sé lélegra gagnvart
inflúensu nú frekar en áður vegna
tveggja ára pásu svarar Þórólfur
játandi.
„Jú, það er ástæða fyrir því að
menn óttast að útbreiðslan geti
orðið meiri og alvarleikinn kannski
meiri því að við höfum ekki verið
með neina inflúensu síðastliðin tvö
ár, þannig gæti ónæmi verið lakara
núna af því að svona reglubundnar
sýkingar efla ónæmið í samfélaginu
og efla þannig viðnámsþróttinn.“
Þórólfur segir ákveðna möguleika
á því að útbreiðsla inflúensunnar
verði meiri og þá sé einnig möguleiki
á því að veikindin gætu orðið verri.
„Við þurfum bara að vera við því
búin. Við höfum verið að hvetja til
bólusetningar og það er búið að
bólusetja mjög marga, eitthvað um
85 þúsund manns, og enn þá eru
til um tíu þúsund skammtar í sam-
félaginu og aldrei verið bólusett eins
mikið og núna.“ ■
Þórólfur er smeykur við inflúensuna
kristinnhaukur@frettabladid.is
VESTMANNAEYJAR Próf kjör Sjálf-
stæðisflokksins í Vestmannaeyjum
fer fram í dag. Flokkurinn klofnaði
í Eyjum árið 2018 vegna óánægju
hluta flokksmanna með ákvörðun
um uppstillingu. Hrapaði flokkur-
inn úr rúmlega 73 prósenta fylgi í 45
og hefur verið í minnihluta á kjör-
tímabilinu.
Þeir sem vildu próf kjör komu
að stofnun bæjarmálafélagsins
Fyrir Heimaey undir forystu Írisar
Róbertsdóttur. Listinn fékk rúm-
lega 34 prósent og leiðir meirihluta
með Eyjalistanum. Klofningurinn
olli miklum sárindum og hörð orð
voru látin falla. Að sögn heimildar-
manna sem til þekkja eimir enn
eftir af þessum erfiðleikum milli
meiri- og minnihluta í bæjarstjórn.
Að þessu sinni gefa tvö kost á sér
til að leiða listann. Annars vegar
Hildur Sólveig Sigurðardóttir,
sjúkraþjálfari og núverandi oddviti.
Hins vegar Eyþór Harðarson, útgerð-
arstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja.
Tveir aðrir frambjóðendur tilgreina
ekki það sæti sem þeir sækjast eftir
en alls gefa 15 kost á sér. ■
Prófkjör á nýjan leik eftir klofning
Elliða Vignissyni bæjarstjóra var
stillt upp í 5. sætið en hann náði ekki
kjöri. MYND/SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
10 Fréttir 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ