Fréttablaðið - 26.03.2022, Síða 74

Fréttablaðið - 26.03.2022, Síða 74
Ég kýs að vera reið frekar en hjálpar- laus. Hjálpar- leysi getur eyðilagt mann- eskjur. María Vygovska María Vygovska starfar sem læknir hér á landi en er frá Úkraínu. Nánasta fjölskylda Maríu flúði stríðið og er komin í öruggt skjól hér nema bróðir hennar sem varð eftir vegna herkvaðningar. Olha Vyhovska, mágkona Maríu, segir tilhugsunina um að eiginmaðurinn verði sendur í herinn átakanlega, börnin þurfi á föður sínum að halda. Í litlu fallegu einbýli í Laugar- dalnum hefur María komið sér fyrir ásamt fjölskyldu sinni. Heill krakkaskari tók á móti blaðamanni þegar hann bar að garði. Þetta voru þó ekki allt börn Maríu en sjálf á hún einn son, hinn fimm ára gamla Alexander Emil, hin þrjú börnin koma frá Úkraínu og f lúðu innrás Rússa í landið, sem hófst aðfaranótt 24. febrúar síðastliðins, ásamt mæðrum sínum tveimur og dvelja nú með Maríu og fjölskyldu hennar og hafa gert í rúmar þrjár vikur. Önnur úkraínsku mæðranna er Olha, mágkona Maríu, og börnin hennar tvö, Tíma fjögurra ára og Stefanía tveggja ára. Bróðir Maríu, eiginmaður Olhu og faðir Tíma og Stefaníu, varð eftir í Úkraínu vegna herkvaðningar þar í landi. „Venjulega erum við þrjú hér í húsinu en núna erum við tíu,“ segir María og bætir við að undir venju- legum kringumstæðum ætti hún erfitt með þetta, nú sé það alls ekki raunin. „Ég hef grátið alla daga frá upp- hafi innrásarinnar. Ég eyddi nótt- unum í að skoða fréttir og ég talaði við fjölskylduna mína stanslaust og var alltaf hrædd,“ segir María. Hún segist mun rólegri núna eftir að hafa tekið á móti fjölskyldu sinni til landsins en ásamt mág- konu hennar og börnum dvelja for- eldrar hennar hjá henni, vinkona mágkonu hennar og átta ára sonur hennar. Utanaðkomandi aðstoð María segist byrja alla daga á að skoða nýjustu fregnir frá Úkraínu ásamt því að heyra í vinum og kunningjum sem dvelja enn þar. „Ég vildi að ég gæti gert eitthvað meira. Ég vildi óska þess að ég gæti bjargað fólki en ég get það ekki,“ segir María og brestur í grát. „Við getum bara setið hér og talað og vonað að stríðið hafi áhrif á annað fólk og að hjálp berist. Úkraína getur ekki klárað þetta án utanaðkomandi aðstoðar. Rúss- land er stærsta land veraldar með risastóran her samanborið við her Úkraínu,“ segir María. Að sögn Maríu hafa Rússar undir- búið innrásina hægt og rólega síð- ustu ár með ýmsum minni háttar aðgerðum sem þeir þó hafi fríað sig ábyrgð á. „Fólk hélt að þeir myndu ekki gera neitt en síðan ráðast þeir inn. Auðvitað héldu þeir að þetta yrði auðveldara, þeir áttu ekki von á þessu,“ segir María og vísar til hetju- legrar baráttu Úkraínumanna. „Úkraínumenn eru bara að reyna að lifa af, það vill enginn þetta stríð,“ segir María og bendir á að íbúar Úkraínu séu friðsælir. Hún segist reið vegna stríðsins, „ég kýs að vera reið frekar en hjálparlaus. Hjálparleysi getur eyðilagt mann- eskjur.“ Átti soninn á Íslandi María er sjálf fædd og uppalin í höfuðborg Úkraínu, Kænugarði, ásamt foreldrum sínum og bróður. Eftir að hafa stundað háskólanám í viðskiptafræði í heimalandi sínu skráði María sig í læknisfræði í Ung- verjalandi, þá 25 ára gömul. Hún varð ólétt á lokametrum námsins en ákvað að eiga son sinn á Íslandi þar sem barnsfaðir hennar sem er íslenskur starfaði hér. María eignaðist soninn fyrir rúmum fimm árum en sneri aftur til Ungverjalands til að klára námið. Ári síðar, fyrir fjórum og hálfu ári, Sannfærði fjölskylduna um að flýja til Íslands flutti hún til Íslands, kláraði kandí- datsárið og hóf sérnám sitt í læknis- fræði á Landspítalanum. Fyrst í lyf- lækningum en síðar í meinafræði og starfar hún sem sérnámslæknir í meinafræði hjá Landspítala í dag. Íslenska ekki einföld Fyrir flutninginn hafði María vanið komur sínar til Íslands um það bil tvisvar á ári til að læra íslensku. „Íslenska er ekki einfalt tungumál,“ segir hún og bætir við að hún þurfi að nota íslensku í starfi sínu á spítal- anum. Aðspurð segir María Íslendinga hafa tekið sér mjög vel. „Fólk var alltaf að hrósa mér fyrir íslensku- kunnáttuna, sem ég trúði ekki. Ég hélt að allir væru að grínast,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég held að það sé gott fyrir Ísland að fá lækna og sérfræðinga frá öðrum löndum,“ segir María og bendir á að mikill skortur hafi verið á þeim hér. María segir lífið í Úkraínu og á Íslandi afar frábrugðið. „Ég elska Ísland – það tók tíma að venjast veðrinu og hversu dimmt það er á veturna en ég elska það. Það er fullt af góðum hlutum á Íslandi og núna er ég þúsund sinnum þakklátari fyrir að vera hér vegna öryggisins. Ég held að ég elski vonda veðrið meira stundum, þegar ég vil hafa það huggulegt inni, þá hækka ég bara hitann. Í Úkraínu getur þú ekki valið hitann, þér er gefinn hiti. Það er almennt hitakerfi,“ segir María og bætir við að í lok hausts í Úkraínu sé oft kalt og fólk bíði í örvæntingu eftir að loks sé kveikt á kerfinu. Ættingjar og vinir enn úti Undanfarnar vikur hafa verið átak- anlegar fyrir Maríu og fjölskyldu hennar. Öll nánasta f jölskylda Maríu hefur nú flúið Úkraínu fyrir utan bróður hennar sem varð eftir vegna herkvaðningar. Þá eru margir ættingjar og vinir hennar enn úti. Að sögn Maríu hefur bróðir henn- ar ekki enn verið kallaður í herinn. Áhersla hafi verið lögð á fólk með bakgrunn og reynslu af herstörfum og þá sem koma sjálfviljugir. Hann dvelji nú á heimili kunningja nálægt landamærum Póllands og sinni ýmsum sjálf boðaliðastörfum líkt og að reisa spítala á vettvangi átaka ásamt læknum sem hafa komið hvaðanæva til að aðstoða við að meðhöndla særða. María er í daglegum samskiptum við hann símleiðis. „Af hverju ætti ég ekki að elska Ísland? Daginn eftir innrásina tilkynnti símafyrir- tækið að öll símtöl til Úkraínu yrðu ókeypis. Ég hef nýtt mér það – það er miklu betra en að reyna að tala í gegnum netið þar sem tengingin er ekki góð,“ segir María og bætir við að fyrstu daga innrásarinnar hafi hafi hún reynt að vera í samskiptum við fjölskyldu sína í gegnum netið og að tengingin hafi ekki verið góð. Það hafi valdið miklu óöryggi og stressi um að eitthvað hefði komið fyrir þau. Tilfinningaþrungin stund Sem fyrr segir tók María á móti Olhu, mágkonu sinni, börnum hennar og vinkonu ásamt syni hennar á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmum þremur vikum. Það var til- finningaþrungin stund þegar þær gengu um hliðið í Kef lavík eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði til Íslands og var ljósmyndari Frétta- blaðsins viðstaddur. Þá komu foreldrar Maríu til landsins fyrir tæpum tveimur vikum. Foreldrar Maríu hafa verið duglegir að heimsækja hana hingað til lands undanfarin ár og til stóð að þau kæmu hingað í apríl, á allt öðrum forsendum en nú. Aðspurð hvort henni þyki líklegt að foreldrar hennar fari aftur út að stríði loknu segir María þau langa heim. „Þau tala um það alla daga og gera ráð fyrir því að stríðið standi stutt yfir.“ María segist hafa þurft að sann- færa þau um að koma til Íslands. Þau hafi ætlað að dvelja áfram úti. Það sama eigi við um mágkonu hennar, Olhu, og vinkonu hennar. Þær þrái að komast aftur heim til eiginmanna sinna og fjölskyldna. Sorgin áþreifanleg Fjölskylda Olhu dvelur enn í Úkra- ínu, nálægt Kænugarði. Móðir hennar, systir og þrír bræður, en tveir þeirra hafa nú þegar skráð sig í herinn til næstu þriggja ára, segir María og bendir á að það hafi verið þeirra val en ákvörðunin hafi tekið verulega á Olhu. Olha kemur til okkar og sest niður með okkur. Sorgin er áþreif- anleg og hún er uppgefin. Aðspurð um ferðalagið segir hún þau hafa vaknað eldsnemma aðfaranótt 24. febrúar vegna sprenginga. Olha segir þau hafa ákveðið að fara frá heimili sínu í Kænugarði samdægurs þegar þau urðu vör við f ljúgandi f lugskeyti út um gluggann, eftir að hafa komið krökkunum í rúmið til að fá sér lúr um daginn. Olha segir þau hjónin hafa pakk- að í f lýti, það hafi tekið í mesta lagi þrjátíu mínútur að klæða alla og koma þeim út. Planið hafi þó aldrei verið að f lýja land heldur hafi þau ætlað í sumarhús foreldra Maríu og bróður hennar þar sem þau dvöldu. Erfitt ferðalag „Við tókum ekkert í rauninni, bara það sem þurfti fyrir sumarhúsið,“ segir Olha og bætir við að þau hafi ekki tekið neina nauðsynlega papp- íra með sér líkt og fæðingarvottorð barnanna. Á leiðinni í sumarhúsið skiptu Olha og eiginmaður hennar um skoðun eftir að hafa séð ástandið. Margir hafi verið á f lótta frá Kænu- garði og segir Olha ferðalagið út úr Kænugarði hafa verið erfitt, algjört umferðaröngþveiti á vegum og miklar tafir. Víða hafi bílslys orðið og neyðarástand hafi skapast á göt- unum. Fólk hafi verið hrætt. Olha og fjölskylda gistu eina nótt í húsi kunningja nálægt Póllandi þar sem eiginmaður hennar hefur dvalið undanfarið. Ferðalagið frá Kænugarði til Póllands tók viku en þau fóru akandi alla leið. Löng röð beið þeirra við komuna að landamærum Póllands. Olha segir eiginmann sinn hafa náð að troða þeim inn í fyrstu rútuna af tólf sem allar voru fullar af fólki og við tók löng bið. Frá vinstri: Oleh, Stefania, María, Alexander Emil, Nina, Olha, Tíma, Olha og Nikita. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI. Helena Rós Sturludóttir helenaros @frettabladid.is  34 Helgin 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.