Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 12
Sársauki, brostið hjarta, léttir. Fríar forskoðanir fyrir laseraðgerðir út apríl Tímapantanir 414 7000 /Augljos GRINDAVÍK, VÍKURHÓP 57 Opið fyrir umsóknir vegna nýrra leiguíbúða Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir umsóknir vegna nýrra leiguíbúða í Grindavík. Umsóknir og nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.bjargibudafelag.is Gangur stríðsins í Úkraínu er ekki eins og Pútín forseti eða flestir aðrir reiknuðu með. Sér- fræðingur í málefnum Rúss- lands telur mannlega þáttinn stærri en ástand hergagna. kristinnhaukur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Stríðið í Úkraínu hefur nú geisað í rúman mánuð og víg- línurnar hreyfast lítið. Enn hafa Rússar aðeins náð einni stórri borg á sitt vald, Kerson, en á allra síðustu dögum hafa Úkraínumenn náð nokkru svæði til baka, þar á meðal tveimur bæjum austan við höfuð- borgina. „Við gætum séð lítið breytt ástand í töluverðan tíma. Þar sem Rússar og Úkraínumenn vinna sitt á hvað lítið landsvæði,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sér- fræðingur í málefnum Rússlands. Þar sem nokkuð af yfirgefnum her- gögnum hafi fundist séu miklar sögusagnir um liðhlaup í rússneska hernum. Samkvæmt opinberum tölum Kremlar hafa 1.355 hermenn fallið, sem er umtalsvert meira en Rússar hafa áður viðurkennt. Talan er að öllum líkindum mun hærri. Því hefur verið velt upp hvort örvænt- ing færist yfir stjórnvöld í Moskvu ef herinn fer halloka. Gætu Rússar þá farið að beita meira of beldi og jafnvel hættulegri vopnum. Jón segist enn hvorki sjá merki um neitt hrun í rússneska hernum né heldur umtalsverðar endur- heimtur Úkraínumanna á landi. Umræðu um lélegan og úreltan búnað Rússa segir Jón ofaukna. Rússar hafi eytt miklu í hergagna- uppbyggingu á undanförnum árum og til að mynda lagt áherslu á f lóknar eldflaugar. „Búnaður rússneska hersins er ekki jafn slæmur og margir vilja láta. Rússar eiga í mun meiri erfið- leikum með mannlega þáttinn. Þeir eru að verða fyrir mannfalli og átta sig á að raunveruleikinn er ekki sá sem þeir áttu von á,“ segir hann. Upp á yfirborðið sé að koma í ljós að í æðstu lögum hersins voru miklar efasemdir um innrásina. Altalað sé að liðsandinn sé slæmur í rússneska hernum. Það sama eigi við um stöðuna heima fyrir. „Það er greinilegt að spennan er að magnast í Moskvu. Bæði meðal almennings og inni í kerfinu,“ segir Jón og nefnir harkalega löggjöf og heftingu skoðanafrelsis. „Fólk er ekki aðeins handtekið fyrir mót- mæli heldur einnig fyrir að tjá skoðanir sínar. Það skapar svaka- lega eitrað andrúmsloft.“ Ekki séu enn þá teikn á lofti um að stöðu Vladímírs Pútín Rússlands- forseta sé verulega ógnað. Staðan sé þó flókin. „Það er erfitt að sjá Pútin geta lifað af pólitískt séð ef hann tapar stríðinu. Hann þarf því að koma sér í ákveðna stöðu áður en friður verður saminn til að geta lýst yfir sigri,“ segir Jón. n Spennan magnast í Moskvu Fólk hefur líkt óförum rússneska hersins við þess sovéska í vetrarstríðinu í Finnlandi árið 1940. Jón segir mannlega þáttinn stóran. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY bth@frettabladid.is ÚKRAÍNA Breski leigubílstjórinn Matt Westfall, sem alla jafna ekur bíl sínum í London, ákvað fyrir nokkru að leggja Úkraínu lið. Hann fór fyrir bílalest nokkurra leigubíla og eins sendibíls sem fluttu úkra- ínska flóttamenn frá landamærum Úkraínu og Póllands til borga í Evr- ópu þar sem flóttafólkið fær hæli. Matt safnaði 11.000 evrum á net- inu til að standa straum af kostnaði við ferðirnar. Hann ók frá London austur að landamærum Póllands og Úkraínu. Segir í frétt BBC að kynni hans af flóttafólkinu og akstur því til bjargar hafi breytt lífi hans um aldur og ævi. Skapað nýtt sjónarhorn á heiminn. „Sársauki, brostið hjarta, léttir,“ voru þau orð sem Matt segir að helst lýsi upplifuninni að ferð lokinni. Saga Matts er enn eitt dæmið um mannúð og hjartagæsku einstakl- inga víða um heim vegna mesta f lóttamannavanda sem skapast hefur frá seinni heimsstyrjöld.n Ók á leigubíl frá London til Úkraínu arib@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það eru rúmlega 28 þúsund börn á aldrinum 12 til 18 ára hér á landi. Um fjögur þúsund þeirra eru í fikti eða neyslu á vímu- efnum,“ segir Berglind Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri For- eldrahúss. „Þetta er nánast jafn stór hópur og í hverjum árgangi.“ Tölurnar koma frá barnaverndum sveitarfélaga og rannsóknamið- stöðinni Rannsóknir og greining. Í fyrra voru alls 13.264 tilkynningar. Á árunum 2019 til 2020 fjölgaði samanlögðum fjölda tilkynninga um eitt þúsund. Berglind telur þó að alls ekki öll tilvik séu tilkynnt og það sama eigi við um ofbeldi, það er mikið og lík- legt að það sé algengara en tölur gefa til kynna. „Ofbeldi gegn börnum er áhættuþáttur fyrir of beldi seinna meir, því hef ég miklar áhyggjur af fjölda tilkynninga um of beldi gegn börnum, en þær voru 3.827 árið 2021,“ segir hún. „Of beldi er áfall sem getur leitt til vímuefna- notkunar sem að sama skapi getur leitt til siðrofs og of beldis. Þetta er hringur sem þarf að rjúfa, til þess þarf að ráðast að rót vandans sem getur verið misbrestur í uppeldi.“ Andleg líðan ungmenna versnaði í kórónaveirufaraldrinum og þung- lyndiseinkenni jukust. Slíkt eykur líkur á neyslu vímuefna. Nú er Spice orðið algengt meðal unglinga sem eiga auðveldara en áður með að fela neysluna. Bæði vegna þess að for- eldrar þekkja ekki þetta vímuefni auk þess sem það er lyktarlaust. Berglind óttast að hér verði fjöl- skyldur þar sem margar kynslóðir glími við sama vandann. „Ég hef verið með marga unga foreldra í viðtölum hjá mér, margir hafa eignast barn í von um að hætta í neyslu. Fíknin er enn til staðar, sumir foreldrar geta athafnað sig tiltölulega eðlilega í þjóðfélaginu og verið samt í neyslu, en þetta getur auðveldlega leitt til alvarlegra trufl- ana á uppeldi og bitnar þá á börnun- um, framtíðinni okkar,“ segir hún. „Á sama tíma var tilkynnt um 5.614 börn sem höfðu orðið fyrir vanrækslu.“ Vanræksla er vítt hug- tak sem nær yfir bæði að skilja börn lengi eftir eftirlitslaus og að tryggja ekki að þau hafi réttan búnað í skóla. Berglind segir margt gott á dag- skrá stjórnvalda en það vanti alltaf meira fjármagn. „Ég er orðin dálítið pirruð á skilningsleysi og skorti á fjármunum fyrir þennan mála- flokk. Við erum sífellt að sjá fólk fara í gegnum dómstólana og eða undir læknishendur vegna geðrænna kvilla sem rekja má beint til neyslu, sem hefði verið hægt að grípa.“ n Stór hópur barna í fikti eða neyslu Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Foreldra- húss Vímuefnið Spice er orðið algengt meðal unglinga sem eiga auðveldara en áður með að fela neysluna. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI 12 Fréttir 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.