Fréttablaðið - 26.03.2022, Qupperneq 43
Deildarstjóri máladeildar
Menntasjóður námsmanna er félags-
legur jöfnunarsjóður sem hefur það að
markmiði að tryggja námsmönnum í
lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms,
án tillits til efnahags og stöðu að öðru
leyti, með því að veita námsmönnum
fjárhagslega aðstoð í formi námslána
og styrkja.
Hjá Menntasjóði námsmanna starfa
um 40 starfsmenn.
Gildi sjóðsins eru: fagmennska,
samstarf og framsækni.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.menntasjodur.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntasjóður námsmanna (MSNM) óskar eftir að ráða metnaðarfullan leiðtoga með yfirgripsmikla
þekkingu og brennandi áhuga á stjórnsýslumálum. Um framtíðarstarf er að ræða og er starfshlutfall
100%. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)
í síma 511 1225.
• Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og verkefnum
deildarinnar
• Undirbúningur og úrvinnsla erinda vegna endurgreiðslu-
og vafamála fyrir og eftir stjórnarfundi
• Umsjón með kærumálum til málskotsnefndar MSNM
• Vinna við breytingar á lánareglum MSNM
• Ábyrgð á gæða- og upplýsingamálum
• Umsjón með bréfum til erfingja dánarbúa ábyrgðarmanna
• Yfirumsjón með jöfnunarstyrk
• Ýmis lögfræðileg verkefni innan sjóðsins
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf (hvort
tveggja á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að
sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Fræðagarð stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í sex
mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
• Kandídats- og/eða meistarapróf í lögfræði
• Reynsla af stjórnun
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
• Reynsla og þekking á sviði persónuverndar og
kröfuréttar er kostur
• Leiðtogahæfni, jákvætt viðmót og framúrskarandi
hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
• Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti og
góð færni í textagerð
Deildarstjóri eldhúsa
Grundarheimilin samanstanda af
þremur hjúkrunarheimilum og tengdum
fyrirtækjum. Hjúkrunarheimilin eru:
Grund, við Hringbraut í Reykjavík,
Mörk, við Suðurlandsbraut í Reykjavík
og Dvalarheimilið Ás í Hveragerði.
Auk þessara heimila reka Grundar-
heimilin þvottahús í Hveragerði og
íbúðarfélög með húsnæði fyrir 60 ára
og eldri, en íbúðirnar eru staðsettar við
hlið Markar hjúkrunarheimilis.
Íbúar á hjúkrunarheimilum Grundar-
heimilanna eru tæplega 400 og starfa
þar u.þ.b. 700 starfsmenn. Íbúðir fyrir
60 ára og eldri eru rúmlega 150 talsins.
Nánari upplýsingar má finna á
www.grund.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Grundarheimilin óska eftir að ráða öfluga manneskju til að stýra nýju miðlægu framleiðslueldhúsi
heimilanna sem þjónustar rúmlega 1000 íbúa og starfsfólk heimilanna. Auk þess stýrir viðkomandi
starfsemi eldhúsa á hverju heimili fyrir sig, í samstarfi við verkstjóra á hverjum stað. Um er að ræða
spennandi tækifæri fyrir áhugasaman einstakling sem mun taka virkan þátt í mótun starfsemi eldhúsanna.
Starfshlutfall er 100% og er starfsstöð viðkomandi í Hveragerði.
Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Dagbjört Una Helgadóttir (dagbjort@intellecta.is)
í síma 511 1225.
• Ábyrgð og umsjón með rekstri framleiðslueldhúss
• Umsjón með framreiðslueldhúsum í Reykjavík í samstarfi
við verkstjóra
• Skipulagning vakta og matseðla ásamt samræmingu á
framboði matar á deildum heimilanna
• Skipulagning og ábyrgð á framleiðslu og afhendingu matar
• Umsjón með innkaupum eldhúsa ásamt þátttöku í mótun
innkaupastefnu í samstarfi við fjármálastjóra
• Samningagerð við birgja, verktaka og þjónustuaðila
• Leiðbeiningar og kennsla til starfsmanna um hitun og
framreiðslu matar
• Ábyrgð á framsetningu matar og jákvæðri upplifun á
matmálstímum í samstarfi við deildir hjúkrunarheimilisins
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
• Menntun sem nýtist í starfi s.s. næringarrekstrarfræði,
matreiðslupróf eða matartæknir
• Reynsla af stjórnun og rekstri mötuneytis er æskileg
• Þekking og/eða reynsla af næringarfræði, sérþörfum,
gæðum og fjölbreytileika matar
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og
jákvætt viðmót
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
• Góð almenn tölvukunnátta
• Góð kunnátta í íslensku og ensku