Fréttablaðið - 26.03.2022, Síða 43

Fréttablaðið - 26.03.2022, Síða 43
Deildarstjóri máladeildar Menntasjóður námsmanna er félags- legur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Hjá Menntasjóði námsmanna starfa um 40 starfsmenn. Gildi sjóðsins eru: fagmennska, samstarf og framsækni. Nánari upplýsingar má finna á: www.menntasjodur.is. Menntunar- og hæfniskröfur: Menntasjóður námsmanna (MSNM) óskar eftir að ráða metnaðarfullan leiðtoga með yfirgripsmikla þekkingu og brennandi áhuga á stjórnsýslumálum. Um framtíðarstarf er að ræða og er starfshlutfall 100%. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225. • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og verkefnum deildarinnar • Undirbúningur og úrvinnsla erinda vegna endurgreiðslu- og vafamála fyrir og eftir stjórnarfundi • Umsjón með kærumálum til málskotsnefndar MSNM • Vinna við breytingar á lánareglum MSNM • Ábyrgð á gæða- og upplýsingamálum • Umsjón með bréfum til erfingja dánarbúa ábyrgðarmanna • Yfirumsjón með jöfnunarstyrk • Ýmis lögfræðileg verkefni innan sjóðsins Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Fræðagarð stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. • Kandídats- og/eða meistarapróf í lögfræði • Reynsla af stjórnun • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu • Reynsla og þekking á sviði persónuverndar og kröfuréttar er kostur • Leiðtogahæfni, jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti og góð færni í textagerð Deildarstjóri eldhúsa Grundarheimilin samanstanda af þremur hjúkrunarheimilum og tengdum fyrirtækjum. Hjúkrunarheimilin eru: Grund, við Hringbraut í Reykjavík, Mörk, við Suðurlandsbraut í Reykjavík og Dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Auk þessara heimila reka Grundar- heimilin þvottahús í Hveragerði og íbúðarfélög með húsnæði fyrir 60 ára og eldri, en íbúðirnar eru staðsettar við hlið Markar hjúkrunarheimilis. Íbúar á hjúkrunarheimilum Grundar- heimilanna eru tæplega 400 og starfa þar u.þ.b. 700 starfsmenn. Íbúðir fyrir 60 ára og eldri eru rúmlega 150 talsins. Nánari upplýsingar má finna á www.grund.is. Menntunar- og hæfniskröfur: Grundarheimilin óska eftir að ráða öfluga manneskju til að stýra nýju miðlægu framleiðslueldhúsi heimilanna sem þjónustar rúmlega 1000 íbúa og starfsfólk heimilanna. Auk þess stýrir viðkomandi starfsemi eldhúsa á hverju heimili fyrir sig, í samstarfi við verkstjóra á hverjum stað. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir áhugasaman einstakling sem mun taka virkan þátt í mótun starfsemi eldhúsanna. Starfshlutfall er 100% og er starfsstöð viðkomandi í Hveragerði. Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Dagbjört Una Helgadóttir (dagbjort@intellecta.is) í síma 511 1225. • Ábyrgð og umsjón með rekstri framleiðslueldhúss • Umsjón með framreiðslueldhúsum í Reykjavík í samstarfi við verkstjóra • Skipulagning vakta og matseðla ásamt samræmingu á framboði matar á deildum heimilanna • Skipulagning og ábyrgð á framleiðslu og afhendingu matar • Umsjón með innkaupum eldhúsa ásamt þátttöku í mótun innkaupastefnu í samstarfi við fjármálastjóra • Samningagerð við birgja, verktaka og þjónustuaðila • Leiðbeiningar og kennsla til starfsmanna um hitun og framreiðslu matar • Ábyrgð á framsetningu matar og jákvæðri upplifun á matmálstímum í samstarfi við deildir hjúkrunarheimilisins Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. • Menntun sem nýtist í starfi s.s. næringarrekstrarfræði, matreiðslupróf eða matartæknir • Reynsla af stjórnun og rekstri mötuneytis er æskileg • Þekking og/eða reynsla af næringarfræði, sérþörfum, gæðum og fjölbreytileika matar • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni • Góð almenn tölvukunnátta • Góð kunnátta í íslensku og ensku
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.