Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 76

Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 76
Í tólf klukkustundir biðu Olha og vinkona hennar ásamt börnum þeirra þremur með hátt í níutíu manns í rútu sem venjulega rúmar fjörutíu manns. Á meðan stóð eigin- maður Olhu fyrir utan rútuna allt þar til þau fóru af stað. Börnin enn hrædd Aðspurð segir Olha krakkana ekki enn skilja að pabbi þeirra hafi orðið að verða eftir. „Á hverju kvöldi þegar sú stutta vaknar kallar hún á pabba sinn líkt og venjulega. Sá eldri kíkir út um gluggann og spyr hvenær pabbi hennar komi heim. Þau skilja þetta ekki,“ segir Olha og grætur. Að sögn Olhu eru börnin enn hrædd, sér í lagi þegar þau verða vör við flugvélar og þyrlur. „Þau sáu þyrlu og sá eldri varð hræddur og spurði hvort þetta væri okkar þyrla eða þeirra.“ Olha segir loftvarnaflautur sífellt í gangi í Kænugarði þar sem fjöl- skylda hennar dvelur og að bygg- ingar í nágrenni heimilis fjölskyld- unnar séu allar orðnar gluggalausar eftir sprengingar. Eyðileggingin sé gríðarleg. Þá hafi fjölskylda hennar verið án ljóss, hita og vatns í nokkra daga eftir árásir Rússa. Úkraínski herinn hafi þó náð að laga skemmdirnar en aðrar borgir búi ekki jafn vel og hafi verið án alls í f leiri vikur. Matur skammtaður Aðspurð hvort fjölskylda hennar hafi aðgang að mat segir Olha svo vera. Þau geti keypt mat, nóg til að seðja hungrið en að búðirnar séu hálftómar og langar biðraðir myndist daglega. Fólki sé skammt- aður matur til að nóg sé til fyrir alla. Olha segir fjölskyldu sína ekki hafa neinn stað til að fara á, aðspurð hvort þau hafi íhugað að flýja. Hún hafi beðið þau að koma til Íslands en segir að móðir hennar muni ekki yfirgefa syni sína sem nú eru gengnir í herinn. „Þau vilja ekki vera annars staðar en í Úkraínu. Ég vil hvergi annars staðar vera heldur, mig langar að fara heim,“ segir Olha en bætir við að hún verði hér á meðan stríðið stendur yfir. Að sögn Olhu er Kænugarður nú undir stöðugum árásum. Hættulegt sé að reyna að flýja þar sem Rússar virðast nú skjóta á allt og alla sem verða á vegi þeirra. Á kvíðastillandi lyfjum Olha saknar augljóslega eiginmanns síns og fjölskyldu og tekur samtalið gríðarlega á hana. Hún segist vera í daglegum samskiptum við þau en viti þó ekki hvort þau séu örugg miðað við ástandið sem nú ríkir í borginni. Tilhugsunin um að eiginmaður hennar verði sendur í herinn sé átakanleg, hún segist ekki geta hugsað um það. „Ég vona að hann fari ekki í herinn. Mér finnst nóg að herinn sé nú þegar með tvo úr minni fjölskyldu. Börn þurfa föður sinn.“ Sorgin er yfirþyrmandi. Olha hefur átt gríðarlega erfitt fyrir og eftir komuna til landsins. Með hjálp kvíðastillandi lyfja hefur hún náð að hvílast aðeins. Rútínan mikilvægust María segir að þrátt fyrir að fjöl- skylda hennar vilji ekki hugsa um veruna á Íslandi til langs tíma sé mikilvægt að taka á móti f lótta- fólki með því hugarfari. Börn þurfi að komast í leikskóla og skóla og mikilvægt sé að þau geti haldið rútínu. Þá eigi alls ekki að hafa þau sér og kenna þeim á eigin tungumáli heldur sé betra fyrir þau að aðlagast strax hér á landi. „Þau geta auðveldlega pikkað upp, þau eiga ekki að vera einangruð í einhverju samfélagi, þetta er svo lítið land,“ segir María að lokum. n María í miðjunni ásamt Olhu mágkonu sinni til vinstri og vinkonu hennar, Olhu, til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI María knúsar Olhu innilega við komuna á Keflavíkurflugvöll fyrir rúmum þremur vikum eftir vikulangt ferðalag þeirrar síðarnefndu frá Kænugarði til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Systkinin Tíma og Stefanía við komuna til Íslands. Að sögn Olhu eru þau enn hrædd, sér í lagi þegar þau verða vör við flugvélar og þyrlur. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Þau sáu þyrlu og sá eldri varð hræddur og spurði hvort þetta væri okkar þyrla eða þeirra. Olha Vyhovska  36 Helgin 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.