Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 98
58 Lífið 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ ALLT ÞETTA EXTRA Í PÁSKAEGGINU Félag íslenskra samtíma- ljósmyndara stendur fyrir sýningunni Hérna, í samstarfi við Nordic Photographic Center í Finnlandi. Sýningin er sett upp í Hlöðuloftnu að Korpúlfsstöðum og er loka- hnykkur Ljósmyndahátíðar Íslands 2022. ninarichter@frettabladid.is Sý ningarstjóri ljósmy ndasý n- ingarinnar Hérna er Mike Watson. Að sýningunni standa 23 íslenskir ljósmyndarar auk f jögurra frá Finnlandi. Að sögn ljósmyndarans Spessa, sem er framkvæmdastjóri Félags íslenskra samtímaljós- myndara, sem skammstafast FÍSL, eru Finnar gríðarlega framarlega í samtímaljósmyndun og hafa rekið fagfélag í á fjórða áratug. „Við Íslendingar verðum samt fljótir að ná þeim,“ segir Spessi og hlær. Í fréttatilkynningu segir að sýn- ingunni sé ætlað að sameina lista- menn frá tveimur svipuðum en þó mjög ólíkum löndum í samræðu um hvað þýðir að vera til staðar, hér og nú. Sýningin stendur um helgina og þá næstu og lýkur þannig þann 3. apríl. Rýmið er opið á laugardögum og sunnudögum milli 13 og 17. ■ Finnar og Íslendingar leiða saman hesta sína ser@frettabladid.is Aprílmánuður verður í meira lagi grænlenskur í tilviki fimm vin- kvenna sem ætla að þvera ógnar- stóran frera landsins á þremur vikum, en lagt verður í hann þegar tólf dagar eru liðnir af apríl. Vinkonurnar eru Brynhildur Ólafsdóttir, Hólmfríður Vala Svav- arsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Sibylle Kull og Vilborg Arna Giss- urardóttir, sem allar eru vanar fjallakonur – og hafa raunar, í til- viki þeirrar síðastnefndu, tekist á við breiðu Suðurskautslandsins. En það eru líka strákar með í för, svo allrar sanngirni sé gætt, þeir Aðalsteinn Árnason, Steinn Hrútur Eiríksson og Hermann Þór Baldurs- son. Áttmenningarnar skipta ferðinni í fimm áfanga, að sögn Karenar Kjartansdóttur, eins leiðangurs- manna sem iðar heldur betur í skinninu, en fyrst er haldið frá höfuðstaðnum Nuuk og þaðan upp á jökulhvelið við Kangerlussaq og er það erfiðasti áfanginn, „á brattann að sækja og þetta verður víst ótta- legt klifur og brölt,“ segir Karen, en getur ekki beðið eftir erfiðinu. Frá sprungnum jökulsporðinum er svo skíðað yfir á sléttur íssins uns komið er að yfirgefinni ratsjárstöð frá kalda stríðinu sem er að sökkva í jökulgarðinn. Þá er hópurinn kominn í 1.600 metra hæð, tæpum þúsund metrum frá hæsta kolli, en þá verða 290 kílómetrar að baki og annað eins fram undan. Er þá skíð- unum stefnt að Isortoq, hábreið- unni, með vindinn vonandi í bakið og hallann til austurs, uns klöngrast er niður af harðfenninu og allt til byggða í Tarsilaq. Alls verður þetta 21 göngudagur „og ég get ekki beðið,“ segir Karen Kjartansdóttir. ■ Þriggja vikna ferð á Grænlandsjökli Verkið Sundlaugin Akureyri má finna á sýningunni sem stendur til 3. apríl. MYND/BRAGI Þ. JÓSEPSSON Á meðal fram- lags finnsku ljósmyndaranna er verkið Sisko og Rauni MYND/ TEIJA SOINI Verkið Composi- tion 1 má finna á sýningunni. MYND/EINAR SEBASTIAN Karen Kjartansdóttir, göngugarpur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.