Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 98
58 Lífið 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
ALLT ÞETTA
EXTRA
Í PÁSKAEGGINU
Félag íslenskra samtíma-
ljósmyndara stendur fyrir
sýningunni Hérna, í samstarfi
við Nordic Photographic
Center í Finnlandi. Sýningin
er sett upp í Hlöðuloftnu að
Korpúlfsstöðum og er loka-
hnykkur Ljósmyndahátíðar
Íslands 2022.
ninarichter@frettabladid.is
Sý ningarstjóri ljósmy ndasý n-
ingarinnar Hérna er Mike Watson.
Að sýningunni standa 23 íslenskir
ljósmyndarar auk f jögurra frá
Finnlandi. Að sögn ljósmyndarans
Spessa, sem er framkvæmdastjóri
Félags íslenskra samtímaljós-
myndara, sem skammstafast FÍSL,
eru Finnar gríðarlega framarlega
í samtímaljósmyndun og hafa
rekið fagfélag í á fjórða áratug. „Við
Íslendingar verðum samt fljótir að
ná þeim,“ segir Spessi og hlær.
Í fréttatilkynningu segir að sýn-
ingunni sé ætlað að sameina lista-
menn frá tveimur svipuðum en þó
mjög ólíkum löndum í samræðu um
hvað þýðir að vera til staðar, hér og
nú.
Sýningin stendur um helgina og
þá næstu og lýkur þannig þann 3.
apríl. Rýmið er opið á laugardögum
og sunnudögum milli 13 og 17. ■
Finnar og Íslendingar
leiða saman hesta sína
ser@frettabladid.is
Aprílmánuður verður í meira lagi
grænlenskur í tilviki fimm vin-
kvenna sem ætla að þvera ógnar-
stóran frera landsins á þremur
vikum, en lagt verður í hann þegar
tólf dagar eru liðnir af apríl.
Vinkonurnar eru Brynhildur
Ólafsdóttir, Hólmfríður Vala Svav-
arsdóttir, Karen Kjartansdóttir,
Sibylle Kull og Vilborg Arna Giss-
urardóttir, sem allar eru vanar
fjallakonur – og hafa raunar, í til-
viki þeirrar síðastnefndu, tekist á
við breiðu Suðurskautslandsins.
En það eru líka strákar með í för,
svo allrar sanngirni sé gætt, þeir
Aðalsteinn Árnason, Steinn Hrútur
Eiríksson og Hermann Þór Baldurs-
son.
Áttmenningarnar skipta ferðinni
í fimm áfanga, að sögn Karenar
Kjartansdóttur, eins leiðangurs-
manna sem iðar heldur betur í
skinninu, en fyrst er haldið frá
höfuðstaðnum Nuuk og þaðan upp
á jökulhvelið við Kangerlussaq og er
það erfiðasti áfanginn, „á brattann
að sækja og þetta verður víst ótta-
legt klifur og brölt,“ segir Karen, en
getur ekki beðið eftir erfiðinu.
Frá sprungnum jökulsporðinum
er svo skíðað yfir á sléttur íssins uns
komið er að yfirgefinni ratsjárstöð
frá kalda stríðinu sem er að sökkva
í jökulgarðinn. Þá er hópurinn
kominn í 1.600 metra hæð, tæpum
þúsund metrum frá hæsta kolli, en
þá verða 290 kílómetrar að baki og
annað eins fram undan. Er þá skíð-
unum stefnt að Isortoq, hábreið-
unni, með vindinn vonandi í bakið
og hallann til austurs, uns klöngrast
er niður af harðfenninu og allt til
byggða í Tarsilaq.
Alls verður þetta 21 göngudagur
„og ég get ekki beðið,“ segir Karen
Kjartansdóttir. ■
Þriggja vikna ferð á Grænlandsjökli
Verkið Sundlaugin Akureyri má finna á sýningunni sem stendur til 3. apríl. MYND/BRAGI Þ. JÓSEPSSON
Á meðal fram-
lags finnsku
ljósmyndaranna
er verkið Sisko
og Rauni
MYND/ TEIJA SOINI
Verkið Composi-
tion 1 má finna
á sýningunni.
MYND/EINAR
SEBASTIAN
Karen Kjartansdóttir, göngugarpur.