Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 51
Skóla- og frístundasvið
Fjármálasérfræðingur - Skóla- og frístundasvið
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf fjármálasérfræðings laust til umsóknar.
Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fjármála- og rekstrarþjónustu skóla- og frístundasviðs.
Næsti yfirmaður fjármálasérfræðings er fjármálastjóri sviðsins og helstu verkefni tengjast fjármálaþjónustu, reikningsskil og
gerð fjárhagsáætlunar fyrir starfsstaði sviðsins. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístunda-
miðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Jafnframt greiðir sviðið framlög til
sjálfstætt starfandi dagforeldra, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla og hefur eftirlit með starfsemi þeirra.
Skóla- og frístundasvið þjónustar yfir 20 þúsund börn og fjölskyldur þeirra.
Útgjöld sviðsins eru u.þ.b. 60 milljarðar kr. á ári í tæplega 200 rekstrareiningum.
Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Um laun og starfskjör fer samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 19.apríl 2022.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veita Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri og Guðmundur Guðbjörnsson, deildastjóri í síma 411-1111
Netföng: kristjan.gunnarsson@reykjavik.is , gudmundur.gudbjornsson@reykjavik.is
Helstu verkefni og ábyrgð
• Fjárhagslíkan frístundastarfs
• Gerð fjárhagsáætlana.
• Mánaðarleg uppgjör og frávikagreining.
• Fjárhagslegt eftirlit til að tryggja að útgjöld séu innan
fjárheimilda.
• Greiningarvinna og fjárhagseftirlit.
• Innkaup á tækjabúnaði fyrir skólamötuneyti og skrifstofu-
búnaði fyrir skóla.
• Ráðgjöf við gerð rammasamninga vegna innkaupa á hráefni
og tækjabúnaði fyrir mötuneyta.
• Gerð útboðslýsinga á búnaði v.nýframkvæmda og viðhalds.
• Fjarhagsupplýsingagjöf til stjórnenda.
Hæfniskröfur
• Háskólagráða í viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun
sem nýtist í starfi
• Mastersgráða er kostur.
• Reynsla af vinnu við uppgjör og áætlanagerð æskileg.
• Reynsla af lykiltalnagreiningu æskileg.
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Þekking á rekstri grunnskóla er kostur.
• Góð íslenskukunnátta ásamt færni til að tjá sig í ræðu
og riti.
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð.
• Lipurð í samskiptum.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Sérfræðingur í sjálfbærni
Við leitum að áhugasömum aðila með reynslu og þekkingu á verkefnum sem snúa að sjálfbærni-
málum og upplýsingamiðlun. Viðkomandi mun tilheyra einingunni samskipti og sjálfbærni sem
er hluti af skrifstofu bankastjóra.
Arion banki ásamt dótturfélögunum Stefni og Verði veita íslensku samfélagi alhliða fjármála-
þjónustu. Arion banki býður snjallar og traustar fjármálalausnir sem skapa viðskiptavinum,
hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar. Bankinn leggur ríka áherslu á um-
hverfis- og félagsþætti í sinni starfsemi og góða og vandaða stjórnarhætti.
Ítarlegri upplýsingar um starfið og hæfniskröfur má finna á vef Arion banka www.arionbanki.is/starf
• Þátttaka í verkefnum sem snúa
að sjálfbærnivegferð bankans
• Greining áhættu- og áhrifaþátta á sviði
sjálfbærni og samfélagsábyrgðar
• Útreikningar í tengslum við fjárhagslega
áhættu- og áhrifaþætti
• Upplýsingamiðlun í tengslum við sjálfbærni
og græn fjármál
• Tilfallandi verkefni og upplýsingamiðlun
sem fellur undir samskipta- og sjálfbærnisvið
Arion banki er skráður á aðallista Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.
Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál. Arion banki er
jafnlaunavottaður en það felur í sér formlega staðfestingu á því að fagleg
vinnubrögð séu til staðar við ákvörðun launa og að starfsfólki í
jafnverðmætum störfum sé ekki mismunað.
arionbanki.is Arion banki atvinna
Helstu verkefni
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.a.m
á sviði fjármála, raunvísinda eða verkfræði
• Haldgóð þekking og reynsla af sjálfbærni
og samfélagsábyrgð fyrirtækja
• Góð greiningarfærni
• Hæfni í ritaðri og talaðri íslensku og ensku
• Góðir samskiptahæfileikar
• Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
• Góð þekking á fjármálum
Hæfniskröfur
Erum við
að leita
að þér?