Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 18
FRAMKVÆMDASÝSLAN - RÍKISEIGNIR
vinnur að öflun skammtímahúsnæðis
fyrir fólk sem flúið hefur Úkraínu vegna
árásarstríðs Rússlands á hendur þjóðinni.
Leitað er að húsnæði sem verður heimili
flóttafólks fyrstu vikur dvalar þess á Íslandi.
Að því loknu mun fólkið flytja í sveitarfélög
sem samið hafa við stjórnvöld um móttöku
flóttafólks.
Gististaðirnir þurfa að hafa fleiri en
20 herbergi og vandaða aðstöðu fyrir
fólk í viðkvæmri stöðu.
Aðilar sem telja sig geta boðið húsnæði,
hvort sem er ókeypis eða gegn gjaldi geta
skráð eign sína á skráningarsíðu fsre.is.
Athugið að hér er um að ræða markaðskönnun,
ekki er um formlegt útboðsferli að ræða.
HÚSNÆÐI
FYRIR
FÓLK Á
Hugmynd Eyjólfs hlaut styrk frá Minjastofnun Íslands úr húsafriðunarsjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Aðalstræti 16
Fyrst byggt 1764
Upphaflega stóð eitt af húsum
Innréttinganna svokölluðu á
lóðinni. En um síðustu aldamót
var lagður grunnur að uppbygg-
ingu hótels á lóðunum við Aðal-
stræti og Túngötu. Við hönnun
nýbygginga umhverfis hið gamla
friðlýsta hús var tekið tillit til um-
hverfisins í Grjótaþorpi. Stærðir
og hlutföll tóku mið af því og
gafl hins fornfræga Fjalakattar
var reistur til stuðnings götu-
myndinni.
Endurbygging Aðalstrætis 16
miðaðist við seinasta byggingar-
stig þess rúmri öld fyrr sem og
litavalið sem prýðir húsið, gráir,
mosagrænir ljósir tónar.
Litasamsetningar eru vand-
meðfarið mál þegar falleg hús
eru annars vegar. Strandi fólk
í fagurfræðinni er hægt að
styðjast við litaspjald Eyjólfs
Pálssonar til að fá hugmyndir.
elinhirst@frettabladid.is
BYGGINGARLIST „Ég geng mikið um
bæinn og eitt sinn kviknaði sú hug-
mynd hjá mér að búa til litaspjald
til að auðvelda fólki að velja liti sem
pössuðu fyrir eldri hús og umhverfi
þeirra,“ segir Eyjólfur Pálsson hönn-
uður, oftast kenndur við verslunina
Epal.
„Mig langaði mikið til að þessi
hugmynd mín yrði að veruleika
og við vorum svo heppin að Minja-
stofnun Íslands veitti styrk úr
húsafriðunarsjóði til að þróa lita-
spjaldið og síðan varð til starfs-
hópur um verkefnið. Þar var saman
kominn valinkunnur hópur fólks
sem hefur séð um endurgerð húsa
um árabil,“ segir Eyjólfur.
„Niðurstaðan varð lítið leiðbein-
ingarit þar sem eru ljósmyndir af 28
eldri húsum frá mismunandi tíma-
skeiðum sem þykja til fyrirmyndar
hvað litaval snertir,“ segir hann.
Eyjólfur segir Íslendinga alveg
óhrædda við breytingar og það
sjáist vel á því hvernig við málum
húsin okkar. Sumir velji skæra liti
sem kalli á augað eða setji saman
mjög ólíka liti.
Nú þegar sumar er í lofti fara
örugglega margir að að huga að því
að mála húsin sín. Þeir sem vilja
skoða betur uppáhaldsliti Eyjólfs
í Epal á gömlum húsum geta farið
inn á vef Borgarsögusafnsins eða
fengið bæklinginn ókeypis í versl-
unum Epal. n
Eyjólfur í Epal og
uppáhaldslitirnir
Gröndalshús í Grjótaþorpi
Byggt árið 1882
Árið 1881 rak á fjörur í Höfnum á Suðurnesjum
seglskipið Jamestown, sem var fulllestað timbri.
Á næstu árum voru mörg hús byggð úr timbri úr
skipinu þar á meðal svokallað Gröndalshús.
Benedikt Gröndal skáld eignaðist húsið 1888 og
bjó þar til dauðadags árið 1907.
Aðallitur hússins er dökkrauður, gluggaum-
gjarðir hvítar.
Aðalstræti 4, Akureyri
Byggt árið 1859
Jóhann Pétur Thorarensen lyfsali lét reisa þetta
stóra og glæsilega hús fyrir fjölskyldu sína og
lyfjaverslunina á Akureyri árið 1859.
Aðallitur hússins er dökkgulur, þakið er grátt og
tréverkið í brúnum litatóni.
Laufásvegur 31
Nú á Árbæjarsafni, byggt árið 1902
Þetta hús þykir einstaklega glæsilegt dæmi um
svokallaðan sveitser-stíl, sem var mikið í tísku í
Reykjavík í byrjun síðustu aldar. Stíllinn er ættaður
frá svissneskum og suðurþýskum bóndabæjum
og er með miklu skrauti og útskurði. Aðallitur
hússins er ljósmosagrænn, en gluggaumgjarðir
ásamt hornsúlum, vindskeiðum og sperruendum
eru í dökkmosagrænum lit til áherslu. Gluggar eru
í hvitum lit til mótvægis við grænu litina og einnig
til að draga fram einkenni stílsins í gluggunum.
Skálholtsstígur 7
Byggt árið 1903
Magnús Stephensen landshöfðingi lét reisa þetta
hús fyrir sig og og fjölskyldu sína árið 1903. Húsið
er skrautlegt með með austurlenskum áhrifum
sem sjá má á hinum einkennandi turni þess.
Vegglitur er ljósmosagrænn og aðalþak og
turnspíra eru rauð. Gluggar og tréskraut eru hvít.
Síðan er notaður mosagrænn litur auk þess sem
kjallarinn er málaður í dökkgráu.
18 Fréttir 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ