Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 26.03.2022, Qupperneq 18
FRAMKVÆMDASÝSLAN - RÍKISEIGNIR vinnur að öflun skammtímahúsnæðis fyrir fólk sem flúið hefur Úkraínu vegna árásarstríðs Rússlands á hendur þjóðinni. Leitað er að húsnæði sem verður heimili flóttafólks fyrstu vikur dvalar þess á Íslandi. Að því loknu mun fólkið flytja í sveitarfélög sem samið hafa við stjórnvöld um móttöku flóttafólks. Gististaðirnir þurfa að hafa fleiri en 20 herbergi og vandaða aðstöðu fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. Aðilar sem telja sig geta boðið húsnæði, hvort sem er ókeypis eða gegn gjaldi geta skráð eign sína á skráningarsíðu fsre.is. Athugið að hér er um að ræða markaðskönnun, ekki er um formlegt útboðsferli að ræða. HÚSNÆÐI FYRIR FÓLK Á Hugmynd Eyjólfs hlaut styrk frá Minjastofnun Íslands úr húsafriðunarsjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aðalstræti 16 Fyrst byggt 1764 Upphaflega stóð eitt af húsum Innréttinganna svokölluðu á lóðinni. En um síðustu aldamót var lagður grunnur að uppbygg- ingu hótels á lóðunum við Aðal- stræti og Túngötu. Við hönnun nýbygginga umhverfis hið gamla friðlýsta hús var tekið tillit til um- hverfisins í Grjótaþorpi. Stærðir og hlutföll tóku mið af því og gafl hins fornfræga Fjalakattar var reistur til stuðnings götu- myndinni. Endurbygging Aðalstrætis 16 miðaðist við seinasta byggingar- stig þess rúmri öld fyrr sem og litavalið sem prýðir húsið, gráir, mosagrænir ljósir tónar. Litasamsetningar eru vand- meðfarið mál þegar falleg hús eru annars vegar. Strandi fólk í fagurfræðinni er hægt að styðjast við litaspjald Eyjólfs Pálssonar til að fá hugmyndir. elinhirst@frettabladid.is BYGGINGARLIST „Ég geng mikið um bæinn og eitt sinn kviknaði sú hug- mynd hjá mér að búa til litaspjald til að auðvelda fólki að velja liti sem pössuðu fyrir eldri hús og umhverfi þeirra,“ segir Eyjólfur Pálsson hönn- uður, oftast kenndur við verslunina Epal. „Mig langaði mikið til að þessi hugmynd mín yrði að veruleika og við vorum svo heppin að Minja- stofnun Íslands veitti styrk úr húsafriðunarsjóði til að þróa lita- spjaldið og síðan varð til starfs- hópur um verkefnið. Þar var saman kominn valinkunnur hópur fólks sem hefur séð um endurgerð húsa um árabil,“ segir Eyjólfur. „Niðurstaðan varð lítið leiðbein- ingarit þar sem eru ljósmyndir af 28 eldri húsum frá mismunandi tíma- skeiðum sem þykja til fyrirmyndar hvað litaval snertir,“ segir hann. Eyjólfur segir Íslendinga alveg óhrædda við breytingar og það sjáist vel á því hvernig við málum húsin okkar. Sumir velji skæra liti sem kalli á augað eða setji saman mjög ólíka liti. Nú þegar sumar er í lofti fara örugglega margir að að huga að því að mála húsin sín. Þeir sem vilja skoða betur uppáhaldsliti Eyjólfs í Epal á gömlum húsum geta farið inn á vef Borgarsögusafnsins eða fengið bæklinginn ókeypis í versl- unum Epal. n Eyjólfur í Epal og uppáhaldslitirnir Gröndalshús í Grjótaþorpi Byggt árið 1882 Árið 1881 rak á fjörur í Höfnum á Suðurnesjum seglskipið Jamestown, sem var fulllestað timbri. Á næstu árum voru mörg hús byggð úr timbri úr skipinu þar á meðal svokallað Gröndalshús. Benedikt Gröndal skáld eignaðist húsið 1888 og bjó þar til dauðadags árið 1907. Aðallitur hússins er dökkrauður, gluggaum- gjarðir hvítar. Aðalstræti 4, Akureyri Byggt árið 1859 Jóhann Pétur Thorarensen lyfsali lét reisa þetta stóra og glæsilega hús fyrir fjölskyldu sína og lyfjaverslunina á Akureyri árið 1859. Aðallitur hússins er dökkgulur, þakið er grátt og tréverkið í brúnum litatóni. Laufásvegur 31 Nú á Árbæjarsafni, byggt árið 1902 Þetta hús þykir einstaklega glæsilegt dæmi um svokallaðan sveitser-stíl, sem var mikið í tísku í Reykjavík í byrjun síðustu aldar. Stíllinn er ættaður frá svissneskum og suðurþýskum bóndabæjum og er með miklu skrauti og útskurði. Aðallitur hússins er ljósmosagrænn, en gluggaumgjarðir ásamt hornsúlum, vindskeiðum og sperruendum eru í dökkmosagrænum lit til áherslu. Gluggar eru í hvitum lit til mótvægis við grænu litina og einnig til að draga fram einkenni stílsins í gluggunum. Skálholtsstígur 7 Byggt árið 1903 Magnús Stephensen landshöfðingi lét reisa þetta hús fyrir sig og og fjölskyldu sína árið 1903. Húsið er skrautlegt með með austurlenskum áhrifum sem sjá má á hinum einkennandi turni þess. Vegglitur er ljósmosagrænn og aðalþak og turnspíra eru rauð. Gluggar og tréskraut eru hvít. Síðan er notaður mosagrænn litur auk þess sem kjallarinn er málaður í dökkgráu. 18 Fréttir 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.