Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 26

Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 26
Í dag, laugardag, er frumsýnd í Borgarleikhúsinu íslensk/ færeyska leiksýningin Þoka en sýningin, sem ætluð er börnum, leikur á mörkum vísinda og þjóðsagna. bjork@frettabladid.is Sýningin fjallar um nátt- úrufyrirbrigðið þoku sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, lítið annað en sveim- ur örsmárra vatnsdropa, ský sem liggur við jörðu. Þokuvísindafólkið Hulda og Karlsson eru komin á vettvang með mælitæki sín til að leita ofur- sjaldgæfrar þoku. Verkefni þeirra reynist þó allt annað en einfalt því margt býr í þokunni og í bland við fræðslu um þetta magnaða veður- fyrirbæri opnast ævintýra- og þjóð- sagnaheimur á sviðinu. Þórshafnarþokan innblástur Aðalbjörg Árnadóttir leikstýrir verkinu og er jafnframt einn höf- unda en hugmyndin kom upp fyrir nokkrum árum þegar hún tók þátt í samnorrænu verkefni í Þórshöfn, Færeyjum. „Einn daginn fór ég út að labba í svartaþoku. Skyndilega heyrðust skringileg hljóð og glitta sást í eitthvað rautt sem hreyfðist upp og niður. Þegar ég kom nær sá ég að þetta voru börn að hoppa og þau kipptu sér ekkert upp við kol- niðamyrkrið. Mér fannst þetta svo áhugavert. Sömu sjón sá ég svo aftur um sumarmorgun á Patreksfirði þar sem börn á leikskólalóð kipptu sér ekkert upp við kalda, daglega morguninnlögnina. Í kjölfarið fór ég að grúska í gömlum færeyskum þokunöfnum og varð alveg heilluð.“ Aðalbjörg á sjálf dóttur á fimmta ári og langaði að búa til leikhús fyrir hana. „Hún vill að ég komi því á framfæri að þetta eru hennar hendur sem halda á krukkunni á kynningarmyndinni,“ segir Aðal- björg í léttum tón. Ein besta leikkona í heimi Í Færeyjum eignaðist Aðalbjörg góða vini og upphaf lega ætlaði færeysk vinkona hennar að leika í verkinu, en það gekk ekki upp. „Þá voru góð ráð dýr, ég var komin af stað í framleiðsluferli og búin að missa færeysku leikkonuna mína. Hvernig reddar maður sér færeyskri leikkonu?“ spyr hún sjálfa sig. „Ég vissi alveg af Gunnvá,“ segir hún og á þá við Gunnvá Zacharia- sen sem leikur í sýningunni á móti Hilmari Jenssyni. „En ég bara þorði ekki að biðja hana að vera með. Ég hafði leikið með henni eitt kvöld í Kaupmannahöfn og Margrét Vil- hjálmsdóttir leikkona hefur talað um hana sem eina bestu leikkonu í heimi,“ segir Aðalbjörg sem þó byggði upp kjark og þær áttu að hennar sögn frábæran fyrsta síma- fund þar sem Aðalbjörg var uppi á Melrakkasléttu og Gunnvá út í Suðurey. Kóngsdóttir í álögum Sýningin er bæði á íslensku og fær- eysku en Aðalbjörg segir að stund- um hafi þurft að grípa í ensku eða dönsku í æfingaferlingu. „Í verkinu búum við líka til okkar eigið tungu- mál, orð eins þokuposafella eða þokupokagildra.“ Í verkinu mæta vísindin ævin- týrum og safnaði Aðalbjörg sögum og vísum tengdum þokunni. „Eina hafði ég aldrei heyrt, en það er sagan um að þokan sé kóngsdóttir í álög- um. Austfirðingar kannast margir við þessa sögu, en ég hef hana frá tengdamömmu minn sem er frá Borgarfirði eystra,“ segir Aðalbjörg. „Svo skoðuðum við sögur um krumma og hunda sem hjálpa fólki gegnum þoku og um Nykurinn sem er stórt þjóðsagnaminni bæði hér og í Færeyjum,“ segir hún og tekur fram að hún hefði ekki viljað vera án ljósameistarans Ólafs Ágústs Stefánssonar. „Og það sama má auðvitað segja um alla hina,“ segir hún og bætir við: „Þetta er okkar þoka. Ofursjaldsöm íslensk/færeysk þoka,“ slettir Aðalbjörg í lokin en sjaldsöm þýðir auðvitað sjaldgæf. n Íslensk/færeysk þoka á svið Aðalbjörg Árnadóttir fékk hug- myndina að verkinu í svartaþoku í Þórshöfn, Færeyjum. MYND/AÐSEND Þokuvísindafólkið Hulda og Karlsson mæta á vettvang með mælitæki sín að leita sjaldgæfrar þoku. MYND/AÐSEND n Í vikulokin Ólafur Arnarson Allt þetta kjörtímabil og lengur hafa Sjálfstæðismenn og fleiri hamrað á því að fjármál Reykjavíkurborgar stefni í óefni, skuldir séu ósjálfbær- ar og fjármálastjórn borgarinnar ábyrgðarlaus. Nú hefur verið sýnt fram á að slíkt tal um fjárhagsstöðu Reykja- víkur stenst ekki skoðun. Í vikunni birtist í Kjarnanum grein eftir Þor- varð Hjaltason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra sunnlenskra sveitar- félaga, þar sem hann hrekur hvert orð slíks málflutnings. Hann notar tölur sem Samband íslenskra sveitarfélaga tekur saman úr ársreikningum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til saman- burðar á stöðu A-hluta þeirra 2016- 2020 sem er eini raunhæfi mæli- kvarðinn á rekstur sveitarfélaga. Þorvarður skoðar þrjár lykiltölur, skuldahlutfall, skuldir á hvern íbúa og loks veltuhlutfall. Í ljós kemur að skuldahlutfall Reykjavíkur er lægst, 96 prósent, og langt undir viðmiðum. Hæst er það í Hafnarfirði, 160 prósent. Skuldir á hvern íbúa eru lægstar í Reykjavík, 930 þúsund, en hæstar í Hafnarfirði, 1.558 þúsund. Veltuhlutfallið er hæst í Reykja- vík, 1,3. Veltuhlutfall yfir 1,0 um áramót þýðir að nægt laust fé og útistandandi skuldir á gjalddaga á árinu er til að greiða allar lausa- skuldir og afborganir á komandi ári. Reykjavík er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu með veltu- hlutfall yfir 1,0. Lægst er það í Mos- fellsbæ, 0,6, og athygli vekur að frá 2016 hefur veltuhlutfall Seltjarnar- Reykjavíkurborg stendur traustum fótum fjárhagslega ness hrunið úr 3,7 í 0,7 og fjármála- stjórnin þar virðist í molum. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við stjórnvölinn frá upphafi og margt hefur breyst til hins verra eftir að Sigurgeir Sigurðsson lét af starfi bæjarstjóra laust eftir alda- mót. Sýnir þetta svart á hvítu að mál- flutningur Eyþórs Arnalds, Kjartans Magnússonar, Vigdísar Hauksdótt- ur og annarra dómsdagsspámanna um fjárhagslega framtíð Reykja- víkur er ómerkilegt lýðskrum. n Skulda- hlutfall Reykjavík- ur er lægst á höfuð- borgar- svæðinu. Pitsu og brauðstöngum BakaBaka Pitsurnar á BakaBaka í Bankastræti eru virkilega ljúffengar og pitsu- botninn er sérlega „flöffí“ og góður. Við mælum sérstaklega með hvítu pitsunni með mascarpone, kart- öflum og rósmaríni en hún bráðnar í munni. Einnig eru Langos brauð- stangirnar með hvítlauksdýfu ein- staklega ljúffengar, hvort sem er sem meðlæti eða forréttur. Á BakaBaka má einnig finna mikið úrval nátt- úruvína. n Við mælum með BJORK@FRETTABLADID.IS Fleiri eiga börn eftir fertugt Almennt hefur aldur mæðra hækkað og þróunin virðist vera sú að fleiri eignist börn eftir fertugt. Bætt um betur á Stöð 2 Þríeykið Inga Lind, Kári Sverriss og Ragnar Sigurðsson halda fram- kvæmdaglöðum fagurkerum límd- um við skjáinn í þáttunum Breytt og bætt á Stöð 2. Þeir félagar Kári og Ragnar eru auðvitað endalaus upp- spretta dýrðlegra hugmynda og lausna og umturna hverju rýminu á eftir öðru í eitthvað sem sómað gæti sér á forsíðu Bo Bedre. Að fá Ingu Lind aftur á skjáinn er svo bara dísætt kirsuberið á toppinn! Aðra seríu, takk! n Mæðurnar fimm sem prýða for- síðu þessa tölublaðs eiga það sameiginlegt að hafa eignast barn eftir fertugt. Það er kannski ekkert tiltökumál að koma með nýtt barn á fimmtugsaldri eða þótti það alla vega ekki árið 1853 þegar 115 börn komu í heiminn hjá mæðrum á aldrinum 40 til 44 ára og var talan svipuð lengi vel. Árið 1966 kemur getnaðarvarnarpillan hingað til lands. Það ár fæddust 31,8 börn mæðrum á þessum aldri en tíðni fæðinga í þessum aldurs- hóp sem öðrum fór lækkandi og árið 1974 fædd- ist mæðrum á aldrinum 40 til 44 ára 12,8 börn. Áratuginn 1980 til 1990 er fjöldi fæddra barna hjá mæðrum á aldrinum 40 til 44 ára 8,75 börn. En 2008 til 2020 eru þau orðin 14,3. Almennt hefur aldur mæðra hækkað og þróunin virðist vera sú að fleiri eignist börn eftir fertugt. Við lifum lengur, skiptum um starfsframa og jafnvel maka og sífellt fleiri virðast tilbúnir að bæta við barni á seinni hluta ævinnar. Það er þó langt í frá sjálfgefið að það sé hægt. Það vita þær allar, mæðurnar sem ræða barneignir eftir fertugt í þessu tölublaði og verður tíðrætt um þakklætið og meðvitundina um hversu hratt tíminn líður. n 26 Helgin 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 26. mars 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.