Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 92

Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 92
Bókin er mjög aðgengileg og varpar ljósi á sögu og tíðar­ anda íslenskrar listpóli­ tíkur. Að finna listinni samastað – Þættir úr sögu Félags íslenskra myndlistarmanna, er ný bók eftir Kristínu G. Guðnadóttur. Bókin er gefin út af FÍM í til- efni 80 ára afmælis félagsins. kolbrunb@frettabladid.is Guðbjörg Lind Jónsdóttir er for- maður Félags íslenskra myndlistar- manna. „Það er þó nokkuð síðan stjórnin fékk umboð félagsmanna til að láta skrá sögu félagsins og var þá ákveðið að miða útgáfuna við áttræðisafmæli félagsins sem var í fyrra, en við höldum upp á það núna með afmælis- og útgáfuhófi á Kjar- valsstöðum 1. apríl næstkomandi,“ segir hún. Guðbjörg segir að nafn Kristínar G. Guðnadóttur listfræðings hafi f ljótlega komið til tals varðandi skráningu sögu FÍM. „Hún á að baki langan og glæstan rannsókna- feril á íslenskri myndlist og hefur skrifað margar bækur. Bókin er mjög aðgengileg og varpar ljósi á sögu og tíðaranda íslenskrar list- pólitíkur og um leið samfélagsins þessi 80 ár sem sagan spannar. Jafn- framt getur bókin nýst til heim- ildavinnu og kennslu til dæmis í íslenskri listasögu en hún er líka mjög fallega hönnuð og gaman að f letta henni.“ Fjölbreytt efni Í bókinni er varpað ljósi á stöðu myndlistar hérlendis allt frá aðdrag- anda og stofnun FÍM. Saga félagsins er rakin og sagt frá byggingu Lista- mannaskálans, og afskiptum stjórn- valda af vali listamanna á Rómar- sýninguna árið 1955. Hlutur FÍM í byggingu Kjarvalsstaða er rakinn sem og listrænn ágreiningur borgar- ráðs og félagsins. Stofnun Sambands íslenskra myndlistarmanna eru gerð góð skil. Í bókinni er lögð áhersla á að gera þátt kvenna í FÍM sýnilegan og má þar nefna birtingu viðtals við Kristínu Jónsdóttur frá Munka- þverá. Sagt er frá sýningum á vegum Bók sem er hin stóra sýning Guðbjörg Lind Jónsdóttir er formaður Félags íslenskra mynd- listarmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Bókin er bæði fróðleg og skemmtileg. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is félagsins meðal annars á Listahátíð í Reykjavík og haustsýningum þess. Efni bókarinnar er fjölbreytt og hún er sneisafull af myndum. Fróðleg og skemmtileg Félag íslenskra myndlistarmanna var stofnað árið 1941. „Eftir stofnun félagsins, sem hafði áður starfað sem deild innan Bandalags íslenskra listamanna, fóru hlutirnir fyrst að gerast. Með byggingu Listamanna- skálans höfðu myndlistarmenn sjálfir tekið frumkvæðið í því mikil- væga verkefni að skapa viðunandi rými fyrir listsýningar í Reykja- vík,“ segir Guðbörg. „Félagið sá um undirbúning og val á listamönnum á sýningar erlendis og hélt einnig uppi reglulegu sýningahaldi félags- manna lengi vel. En haustsýningar FÍM áttu æ erfiðara uppdráttar og lögðust loks af með þeirri síðustu árið 1989. Stór hluti sýningastarfs félagsins fólst í að setja upp vand- aðar sýningar á verkum einstakra listamanna sem unnið höfðu stað- fastlega að listsköpun sinni en söfn- in ekki haft bolmagn eða áhuga á að sinna. Árið 2000 hélt félagið sýninguna List í orkustöðvum þar sem list var unnin inn í hrátt umhverfi orku- stöðva og ári seinna var sýningin Í skugga trjánna haldin í Hallorms- staðaskógi þar sem félagsmenn spreyttu sig á að vinna verk inni í skóginn. FÍM er enn starfandi en sýningahaldið hefur legið í dvala síðustu árin. Nú er þessi bók komin út og hún er okkar stóra sýning. Ég veit að mörgum mun þykja hún fróð- leg og skemmtileg,“ segir Guðbjörg að lokum. n kolbrunb@frettabladid.is Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Nóbelsverðlauna hafann Olgu Tokarczuk er í fyrsta sæti á met- sölulista Eymundsson. Páll Valsson útgáfustjóri Bjarts, sem gefur bókina út, segist halda að þetta sé í fyrsta sinn sem Nóbels verðlaunahöfundur sjái bók sína verma efsta sæti á met- sölulista á Íslandi. Hann hefur þegar sent fréttirnar til rithöfundarins og umboðsmanns hennar. Aðalpersóna skáldsögunnar er hin magnaða Janina sem er mikill dýravinur og áhugamanneskja um stjörnuspeki. Einn daginn finnst nágranni hennar látinn og hinum látnu fjölgar síðan. Þetta er djúp, meinfyndin og frábærlega vel skrifuð saga, full af vangaveltum um samband manna og dýra og stöðu mannsins í veröldinni. n Olga á toppnum Olga Tokarczuk slær í gegn. MYND/WIKIPEDIA 52 Menning 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 26. mars 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.