Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2022, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 26.03.2022, Qupperneq 80
Hún kaup- ir stóran poka af hvítlauk frá bónda, tekur hýðið af og malar hann með mortéli, svo þurrk- ar hún hvítlauk- inn í sól- inni og malar hann svo aftur. Mig langaði að gera eitthvað annað en að sitja allan daginn við tölvu að forrita. Safa Jemai er hugbúnaðar­ verkfræðingur frá Túnis sem lætur verkin sannarlega tala en meðfram framkvæmda­ stjórastöðu í hugbúnaðar­ geiranum hefur hún stofnað fyrirtækið Mabruka í kringum heimagerð krydd frá heimalandi sínu. Safa Jemai vissi það strax í barnæsku að hún vildi fara óhefðbundnar leiðir í líf­ inu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún afrekað ótrúlega margt og er hvergi nærri hætt. Safa er fædd í Túnis, nyrsta landi Afríku. Hún hefur allt frá barnsaldri verið metnaðarfullur námsmaður, haft gaman af náminu og sett sér mark­ mið um góðan námsárangur. Sama má segja um önnur markmið sem hún setur sér, hún lætur verkin tala. Safa er menntuð sem hugbún­ aðarverkfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri hjá hugbún­ aðarfyrirtækinu Vikonnekt sem tók meðal annars þátt í Gullegg­ inu með Treatably­appinu, sem er hugsað fyrir einstaklinga sem glíma við króníska skjaldkirtilssjúkdóma. Safa er á 28. aldursári, búsett á Íslandi og á íslenskan kærasta. Nýj­ asta verkefnið sem Safa hefur tekið sér fyrir hendur er að stofna eigið fyrirtæki, Mabruka, sem flytur inn heimagerð krydd frá Túnis og hafa þau slegið í gegn. „Ég lærði hugbúnaðarverkfræði í háskólanum í Túnis sem var bæði erfitt og krefjandi,“ segir Safa sem á einn bróður og tvær systur í Túnis og hefur alltaf verið mjög náin bróð­ ur sínum. „Síðan ég var barn langaði mig til að gera eitthvað öðruvísi, að búa til eitthvað sérstakt, því að mig langaði að gera foreldra mína stolta af mér. Ég hef líka verið heppin með fjölskylduna sem hefur stutt við bakið á mér, líka þegar ég ákvað að flytja að heiman.“ Vann fyrst í gróðurhúsi Safa er dolfallin yfir fegurð Íslands og hefur eignast marga góða vini á þeim tíma sem hún hefur búið hér. En hvers vegna lá leið hennar til Íslands? „Ég var 22 ára gömul þegar ég sá myndir af Íslandi í fyrsta sinn á fés­ bókarsíðu. Ég var alveg heilluð af þessu fallega og einstaka landi. Á þessum tíma var námið erfitt og ég var orðin þreytt á því. Mig langaði að gera eitthvað annað en að sitja allan daginn við tölvu að forrita. Ég sá að Aiesec var að auglýsa eftir fólki í sjálfboðaliðastarf sem vildi koma til Íslands og vinna í gróðurhúsi. Ég sótti um, fékk starfið og kom fyrst til Íslands í júní árið 2017 og var í Hvera­ gerði í þrjá mánuði þar sem ég vann sem „Camp leader“ við að aðstoða sjálfboðaliða og vinna í gróðurhúsi. Þetta var ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið í lífinu. Þetta var gullið tækifæri til að læra um annan menningarheim og öðruvísi bak­ grunn fólks. Ég fór heim til Túnis eftir þessa dvöl og það var erfitt að kveðja vini mína sem ég kynntist hér á Íslandi á þessum tíma. Mig langaði að kynnast landinu betur. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að tala við mömmu og sagði: Mig langar að fara aftur til Íslands og prófa eitt­ hvað nýtt. Ég sótti um nám á Íslandi og kom aftur í ágúst 2018. Nýtt ævin­ týri hófst.“ Besta leiðin til að læra íslensku „Mér var tjáð að ég þyrfti fyrst að læra íslenskuna áður en ég héldi áfram að læra hugbúnaðarverk­ fræði, sem ég gerði. Ég vissi ekkert hvað beið mín, fyrir mér var þetta spennandi, ég var 23 ára og tilbúin í allt. Ég átti mér eitt markmið sem var að skilja vel íslenska menningu og eignast fleiri vini. Ég vissi að ef ég vildi ná þessu markmiði þyrfti ég fyrst að læra tungumálið og það hef ég gert en fyrir talaði ég arabísku, frönsku, ensku og smá þýsku.“ Safa tók eitt ár í íslenskunámi í HÍ en þar lærði hún málfræði og beyg­ Verkefnið sprottið af ást Safa er fædd í Túnis sem er nyrsta landið í Afríku og hefur allt frá barnsaldri verið metnaðarfullur námsmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nýjasta verkefnið sem Safa hefur tekið sér fyrir hendur er að stofna eigið fyrirtæki, Mabruka, sem flytur inn heimagerð krydd frá Túnis. Mamma Söfu, Mabruka, hefur tekið fullan þátt í þessu með henni ásamt bróður hennar Yosri. MYND/AÐSEND ingu orða. „Þetta var besta leiðin til að læra íslenskuna almennilega. Árið 2019 starfaði ég jafnframt við liðveislu og aðstoðaði fatlaðan ein­ stakling og náði mjög góðum tökum á íslenskunni enda samskiptin náin. Eftir átta mánuði var ég orðin mjög fær í íslenskunni.“ Heimagerð krydd frá Túnis „Þegar ég f lutti til Íslands tók ég góðan tíma til að upplifa íslenska menningu. Það liðu tvö ár áður en ég heimsótti fjölskyldu mína til Túnis og það var magnað. Þegar þú býrð í 20 ár á sama stað hættirðu stundum að sjá hlutina í kringum þig. Mamma eins og flestar mömmur elskar að elda góðan mat fyrir börnin sín. Í þessari heimsókn fann ég hvað mat­ urinn hennar var bragðgóður, hún malaði ferskan chilli og setti það út í kúskús, fékk hvítlauk frá nágranna sem ræktar hvítlauk heima hjá sér og notaði. Mömmu finnst mikilvægt að fá ávallt bestu hráefnin og búa til sín eigin krydd. Ég var úti í tíu daga og kom til baka til Íslands með margar tegundir af kryddi sem mamma gaf mér. Ég byrjaði strax að prófa kryddin með íslensku hráefni, eins og bleikju, þorski, kjöti og íslensku grænmeti. Útkoman var frábær og ég fór að deila kryddinu með kærastanum mínum og vinkonum. Allir voru alsælir að fá að prófa ný og spenn­ andi brögð. Við kölluðum þetta „Game changer“. Í framhaldi langaði mig að leyfa fleirum að smakka kryddin að heim­ an, sannfærð um að ef Íslendingar fengju að smakka kryddin frá Túnis myndu þeir finna ný brögð og nýja matarupplifun. Eftir að hafa ígrund­ að þetta mjög vel ákvað ég að hefja innflutning á kryddum frá Túnis. Þráinn Freyr Sigfússon, eigandi Óx og Sumac, hvatti mig líka áfram þegar ég nefndi þetta við hann og var strax spenntur fyrir vörunni. Í framhaldi hóf ég að skoða að stofna fyrirtæki sem er risavaxið verkefni. Ég var heppin að fá bróður minn til að aðstoða mig og leita ráðgjafar, hjálp hans hefur verið ómetanleg. Þetta verkefni er sprottið af ást beint frá hjartanu.“ Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Mabruka eftir móður Söfu Móðir Söfu gerir kryddin frá grunni og aldagamlar hefðir eru í for­ grunni. „Hún vill alltaf gera hluti eins og í gamla daga og vill ekki breyta neinu. Til dæmis kaupir hún stóran poka af hvítlauk frá bónda, tekur hýðið af og malar hann með mortéli, svo þurrkar hún hvít­ laukinn í sólinni og malar hann svo aftur. Allt sem hún gerir er gert með höndunum.“ Safa segir það ekki hafa verið auðvelt að finna nafn á fyrirtækið. „Þetta var ekki einfalt verkefni. Fólk í kringum mig sagði að það væri best að nefna það eftir mömmu, hún heitir Mabrúka (Mabrouka á arab­ ísku). Mér fannst það skrítið vegna þess að nafnið hennar mömmu er of persónulegt og ég prófaði margt annað, en það var ekkert sem pass­ aði vel nema Mabrúka svo það var niðurstaðan að lokum og ég er alsæl.“ Safa lagði mikla áherslu á að hafa umbúðirnar umhverfisvænar. „Við erum mjög lánsöm með hönnuðinn okkar, Hönnu, sem er virkilega hug­ myndarík og frábær samstarfsaðili. Saman tókst okkur að hanna flott vörumerki og lógó. Eitt af erfiðustu verkefnunum var að finna umhverf­ isvænar og flottar umbúðir. Flestir eru að nota plast eða gler. Okkur langaði ekki að nota plast og eftir langa leit og vangaveltur kom hug­ myndin um að nota viðarstauka. Við fundum aðila sem er að fram­ leiða viðarstauka úr ólífutrjám. Hugmyndin var að við myndum nota viðarstauka og áfyllingu í pappírspokum. Viðskiptavinir kaupa því bara einu sinni viðar­ stauk eftir tegund og svo áfyllingu í pappírspoka. Þetta er umhverfis­ væn og sjálfbær aðferð.“ ■ 40 Helgin 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.