Fréttablaðið - 26.03.2022, Qupperneq 28
Þær Þórunn Högnadóttir, Dís-
ella Lárusdóttir, Þórunn Erna
Clausen, Berglind Ólafsdóttir
og Christina Gregers eiga það
sameiginlegt að hafa eignast
barn eftir fertugt og allar
segjast þær meðvitaðri í dag
um hversu hratt tíminn líði.
Velmegun síðustu ára-
tuga hefur bæði birst í
hækkandi dánartíðni
þjóðarinnar sem og
hækkandi aldri mæðra.
En bæði eru konur farnar að fresta
barneignum lengur auk þess sem
þróun virðist í þá átt að dreifa þeim
yfir lengra tímabil, jafnvel halda
þeim áfram lengur.
Við hugsum betur um okkur og
lifum lengur, skiptum um starfs-
frama og jafnvel maka og því ekki
að bæta við barni á seinni hlut-
anum? Auðvitað eru ýmsir kostir
og gallar við að eignast barn upp úr
tvítugu rétt eins og upp úr fertugu
og ólíku saman að jafna. Mjóbakið
er klárlega betra upp úr tvítugu en
foreldrar upp úr fertugu eru líklegri
til að vera búnir að koma sér vel
fyrir og geta gefið barninu óskipta
athygli án þess að lífsgæðakapp-
hlaupið trufli um of.
Náttúran segir okkur að eignast
börn fyrr enda bæði líkur á þungun
og kvillalítilli meðgöngu meiri
þegar konur eru yngri. Hætta á fóst-
urgöllum eykst með hækkandi aldri
og svo er auðvitað líklega meira eftir
af ævinni þegar þú eignast barn um
tvítugt heldur en um fertugt, en
auðvitað er ekki á vísan að róa með
nokkuð slíkt.
Ef við þó horfum á ytri aðstæður,
búsetuform, atvinnu og fjárhag, þá
erum við augljóslega betur í stakk
búin til að taka á móti nýjum ein-
Meðvitaðar um að gera sem mest úr tímanum
staklingi þegar aldurinn færist yfir.
Partístandið og prófgráðurnar eru
að mestu að baki og fókusinn meira
inn á við eða á fjölskylduna. Flestir
hafa minni fjárhagsáhyggjur og eru
almennt öruggari í eigin skinni. Ef
markmiðið er að koma þaki yfir
höfuðið og klára að mennta sig áður
en barneignir eru teknar föstum
tökum eru allar líkur á að þær frest-
ist allavega fram yfir þrítugt.
Blaðamaður, sem sjálf bætti við
örverpi eftir fertugt, settist niður
með fimm konum sem allar eiga það
sameiginlegt að hafa eignast barn
eftir fertugt. Sögur þeirra eru ólíkar
eins og gefur að skilja, sum börn
plönuð, önnur voru óvæntur glaðn-
ingur á meðan enn öðrum þurfti að
berjast fyrir. Allar eru mæðurnar
þó sammála um að aukinn þroski
hafi gert ferlið ánægjulegra, og allar
nema ein hafa þær samanburðinn
af því að eignast börn á yngri árum.
Aldurinn …
Berglind Ólafsdóttir heldur á frum-
burði sínum, Ísey Von sem er sex
mánaða gömul. Hún er í mömmu-
hóp með öðrum konum yfir fertugu
og segist þar heyra að þær upplifi
annað viðhorf en hún sem eignaðist
sitt fyrsta barn 44 ára gömul.
„Þær hafa margar rekist á það við-
horf hversu gamlar þær séu á meðan
ég fæ meira að heyra að það sé æðis-
legt að ég hafi loks eignast barn.“
Þórunn Högnadóttir eignaðist
dótturina Leuh Mist, sitt fjórða
barn, 44 ára gömul: „Þegar ég eign-
aðist mitt fyrsta barn var ég að læra
á bíl. Það eru 28 ár á milli elsta og
yngsta hjá mér. Tengingin á milli
þeirra tveggja er ótrúleg. Elsti sonur
minn á líka tvö börn og þau eru bara
eins og systkini Leuh,“ segir Þórunn
um ömmubörnin sem eru orðin tvö.
Þórunn Clausen: „Ég var að verða
45 ára á árinu sem Hrefna Margrét
fæddist en fyrir átti ég tvo syni og
fjögur stjúpbörn svo þetta er svona
Von Trapp-fjölskylda.“
Dísella Lárusdóttir eignaðist
þriðja barnið, dótturina Snædísi
Lind, þegar hún var 43 ára: „Ég upp-
lifi helst að ég sé yfirleitt elst af leik-
skólaforeldrunum og finnst það
voða skrítið. En það er þó enginn
að benda mér á það.“
Christina Gregers var fertug þegar
örverpið, dóttirin Arnhildur, kom í
heiminn en fyrir átti hún tvo syni
og einn stjúpson: „Ég upplifði þetta
með aldurinn meira á meðgöng-
unni og var þá mun meðvitaðri um
það hvað mömmurnar í mömmu-
hópnum og meðgöngusundinu
væru ungar. Hins vegar fattaði ég
hvaða árgerð ég er þegar dóttir mín
byrjaði í leikskólanum og ein yndis-
leg mamma sagðist kannast við mig
því ég þekki mömmu hennar,“ segir
hún og hlær.
Þórunn Clausen: „Ég upplifi mig
ekkert gamla – tengi bara ekki við
það að vera gömul mamma.“
Berglind: „Nei, maður er alltaf
bara maður sjálfur.“
Christina: „Ég man þegar ég labb-
aði inn í 20 vikna sónarinn, hversu
ungir foreldrarnir sem biðu voru. Ég
leit á manninn minn og sagði: „Shit,
hvað við erum gömul!“ en hann
svaraði á móti: „Hvað eru svona ung
börn að eignast börn?“ Það er miklu
betra viðhorf.“
Berglind: „Við fundum fyrir þessu
þegar við fórum í para-meðgöngu-
jóga. Þar voru flestallir um tvítugt
– þrítugt og við vorum samtals 99
ára,“ segir hún og hlær.
Þórunn Clausen: „Ég er líklega
eitthvað veruleikafirrt og held
greinilega að ég sé yngri en ég er.“
Þungunin og meðgangan …
Berglind: „Ég var búin að bíða svo
lengi eftir henni að ég var yfirfull af
ást sem var farin að flæða yfir börn
vinkvenna minna,“ segir hún um
litlu dótturina. „Ég var svo tilbúin
og held að það sé ekki hægt að elska
meira.“
Berglind, sem kynntist mannin-
um sínum fyrir nokkrum árum, var
alltaf ákveðin í að vilja verða móðir.
Það gekk þó ekki hratt fyrir sig og fór
hún í alls níu tæknifrjóvganir.
„Hún er sú níunda,“ segir Berglind
og horfir hugfangin á dótturina í
fanginu.
„Ég missti ítrekað en fór að lokum
í aðgerð í Grikklandi sem líklegast
hjálpaði því að verða ófrísk og
klára meðgöngu. Ég var alltaf alveg
ákveðin í að halda áfram og gefast
ekki upp, sérstaklega eftir að ég
kynntist einni konu sem fór í tólf
skipti, hún var mér hvatning um að
halda áfram. Ég gerði þetta bara að
vinnunni minni. Ég var orðin nógu
þroskuð og búin að ganga í gegnum
það margt í lífinu til að takast á við
þetta.“
Þórunn Högna : „Það var allt
annað en þungun sem kom upp í
huga minn. En ég hafði verið svo
slöpp og rosalega f lökurt. Ég gat
hvorki drukkið kaffi né borðað
margar tegundir matar. Ég var búin
að taka próf sem var neikvætt og
ég var farin að halda að það væri
eitthvað alvarlegt að mér. En svo
tók ég annað próf sem var jákvætt.
Ég hringdi þá í manninn minn
sem var himinlifandi en ég sagði á
móti: „Ertu að grínast?““ segir hún
og hlær. „Ég var ekki eins ánægð
og hann þarna fyrst. Hann var svo
fljótlega til í annað, en ég bað hann
þá að panta tíma og láta klippa á,“
segir hún og hlær.
Berglind Ólafsdóttir átti dótturina Íseyju Von 44 ára en fyrir átti maðurinn hennar þrjú börn. Christina Gregers við hlið hennar eignaðist dóttur sína Arnhildi fertug en fyrir átti hún tvo syni og einn
stjúpson. Þórunn Högna, í miðið, átti Leuh Mist 44 ára gömul en fyrir átti hún þrjú börn. Dísella Lárusdóttir eignaðist dóttur sína Snædísi Lind 43 ára en fyrir átti hún tvö börn og Þórunn Erna Clausen,
lengst til hægri, eignaðist dótturina Hrefnu Margréti, í fangi hennar, þegar hún var 44 ára en fyrir átti hún tvo syni og fjögur stjúpbörn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Ég var ekki
eins ánægð
og hann
þarna fyrst.
Hann var
svo fljót-
lega til í
annað, en
ég bað
hann þá að
panta tíma
og láta
klippa á.
Þórunn Högna
28 Helgin 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ