Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 32

Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 32
Ég held að einhvers staðar á Íslandi, mögulega á einhverju dvalar- heimili fyrir aldr- aða, sitji kona eða maður sem getur hjálpað okkur. Ebbe Holmboe Danskur áhugamaður um ættfræði biðlar til Íslendinga um hjálp við að leysa rúm- lega hundrað ára ráðgátu sem tengist franska konsúlnum í Höfða og danskri vinnukonu. Um miðjan marsmánuð barst Fréttablaðinu nokkuð sérstakt bréf frá Ebbe Holmboe, 75 ára dönskum eftir- launaþega og fyrrum safnstjóra danska Þjóðminjasafnsins. Með bréfinu fylgdi frásögn þýdd á íslensku sem bar titilinn „Örlög Signe Sundby“ og hófst svo: „Á Íslandi þekkja allir stóra fal- lega húsið Höfða í Reykjavík. Stað- urinn er víðfrægur síðan forsetar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna þeir Gorbachev og Reagan héldu þar fund árið 1986 þar sem samið var um í lok kalda stríðsins.“ Frásögnin fjallar hins vegar ekki um sjálft húsið, heldur danska konu frá eyjunni Mön sem hét Signe Sundby og var vinnukona í Höfða í byrjun 20. aldar fyrir franska kon- súlinn Jean-Paul Brillouin, sem Höfði var byggður fyrir 1909. Und- anfarin sex ár hefur Ebbe hjálpað af komendum Signe Sundby að reyna að komast að afdrifum þess- arar dularfullu konu sem enginn veit hvað varð um eftir 1913. Ebbe segir leitina vera hluta af víðtækri ættfræðirannsókn á fjöl- skyldu hans sem hefur staðið yfir í nærri þrjátíu ár: „Þegar meðlimur fjölskyldunnar er ættleiddur er það alltaf heillandi að komast að því hverjir voru líf- fræðilegu foreldrarnir. Einn með- limur fjölskyldunnar bað mig um að hjálpa sér að komast að því hver líffræðilegur afi hennar og amma voru og ég komst að raun um það,“ segir Ebbe. Send út til að eiga barnið Umrædd afi og amma voru Jean- Paul Brillouin og Signe Sundby, sem eignaðist barn konsúlsins í lausaleik árið 1912. Signe var send utan til að eiga barnið og fæddi heil- brigt stúlkubarn á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í júlí 1912. Signe samþykkti að gefa barnið til ættleið- ingar og fram kemur í skjölum að það hafi verið ættleitt af dönskum heldri borgurum. Grípum inn í frá- sögn Ebbe: „Þótt undarlegt sé kom Signe til baka til Reykjavíkur og byrjaði sín fyrri störf hjá fjölskyldunni í Höfða. Eftir einhvern tíma sá hún sárlega eftir því að hafa gefið dóttur sína og Jean-Pauls til ættleiðingar og skrif- aði í júní 1913 yfirvöldum í Kaup- mannahöfn bréf og vildi ógilda ættleiðinguna.“ Umrætt bréf er varðveitt í ríkis- skjalasafni Danmerkur og dagsett 12. júní 1913 í Reykjavík. Þar biðlar Signe til borgaryfirvalda um að fá barnið sitt aftur en að sögn hennar var ættleiðingin leynileg svo hún hafði í raun ekki hugmynd um hvaða fólk fékk barnið hennar. „Nú biðla ég til herra amtmanns hvort ég geti dregið orð mín til baka. Hef ég ekki rétt á að fá barnið mitt aftur!“ skrifar Signe. Allt kom þó fyrir ekki og yfirvöld neituðu að ógilda ættleiðinguna í ljósi þess að Signe hefði undirritað samkomulagið um ættleiðinguna af fúsum og frjálsum vilja í viðurvist votta. Signe fékk bréf þess efnis sent í ágúst 1913 á meðan hún bjó enn í Höfða, sem hefur án efa verið henni reiðarslag. Embættismaður í ævintýrahug Víkjum sögunni að konsúlnum. Jean-Paul Brillouin (1875-1946) var Örlög Signe Sundby Engar myndir hafa fundist af Signe Sundby en á þessari mynd frá 1911 má sjá Brillouin fjöl- skylduna spóka sig í Reykja- víkurhöfn. Frá vinstri: Jean- Paul, óþekktur maður, Ragna Alice Elodie, Martha Gudrun og Ragna Emilie Grønstad. MYND/ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ebbe Holmboe hefur reynt að púsla saman fjölskyldu- sögunni undan- farin þrjátíu ár en örlög Signe Sundby eru stærsta ráð- gátan hingað til. MYND/AÐSEND Bréf Signe Sundby til borgaryfir- valda Kaupmannahafnar er varð- veitt í ríkisskjalasafni Danmerkur. MYND/EBBE HOLMBOE Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is stórhuga maður sem gekk misvel í sínu starfi. Hann flutti til Reykja- víkur árið 1908 og í tímaritinu Ísa- fold þann 18. júlí sama ár er þess getið að hann hafi siglt til Íslands með gufuskipi frá Kaupmanna- höfn, hvar hann gegndi áður stöðu aðstoðarkonsúls í franska sendi- ráðinu. Fjölskylda Jean-Pauls fylgdi honum eftir einhverju síðar. Seinni eiginkona hans, Martha Gudrun (f. 1885), dóttir þeirra, Ragna Alice Elodie (f. 1907), tengdamóðirin Ragna Emalie Grönstad (1853) og svo auðvitað þjónustustúlkan, Signe Sundby (f. 1885), sem vann fyrir fjöl- skylduna í Kaupmannahöfn. Ferill Jean-Pauls á Íslandi varð ekki ýkja langur því áramótin 1911- 12 var hann leystur frá störfum vegna ágreinings við franska utan- ríkisráðuneytið og annar konsúll ráðinn í hans stað. Það vakti athygli að hann fékk að búa áfram í Höfða ásamt fjölskyldu sinni og þjónustu- liði eftir að hafa látið af störfum. Í kjölfar þess reyndi Jean-Paul fyrir sér með ýmsum viðskiptaævin- týrum á borð við það byggja höfn í Þorlákshöfn og gúanóverksmiðju í Vestmannaeyjum, en ekkert varð úr þeim hugmyndum. Ebbe Holmboe fór til Parísar og náði að púsla saman ævi Jean-Pauls með hjálp skjalasafns franska utan- ríkisráðuneytisins og hefur hún þetta að segja um konsúlinn: „Hann átti ekkert stórkostlegan feril og ég held að hann hafi glímt við margar hindranir í sínu starfi. Ég er ekki viss um að hann hafi verið auðveldur í samskiptum, en ég veit það ekki.“ Jean-Paul f lutti aftur til Frakk- lands ásamt fjölskyldu sinni haustið 1913 og var þá kominn í mikil fjár- hagsvandræði eftir mislukkuð við- skiptaævintýri árin áður. Hann var ráðinn aðstoðarkonsúll í Santiago de Cuba á Kúbu en var kallaður í franska herinn þegar fyrri heims- styrjöldin braust út. Eftir að hafa gegnt herþjónustu í eitt ár dvaldi Jean-Paul í stuttan tíma í Kristian- sand í Noregi en f lutti loks með fjölskylduna til Kúbu 1918 þar sem hann endaði ferilinn og lést árið 1946, 71 árs að aldri. Slóðin hverfur á Íslandi Í gegnum rannsóknir sínar hefur Ebbe tekist að varpa nokkuð skýru ljósi á ævi Jean-Pauls Brillouin sem og dóttur hans og Signe. Afkomend- urnir vilja enn sem komið er halda nafni hennar leyndu en vitað er að dóttirin lifði löngu og farsælu lífi í Danmörku og eignaðist fjölskyldu sem úr varð sá leggur er Ebbe þekkir til. Dóttir Signe og Jean-Pauls lést árið 2001, 89 ára að aldri og þótt hún hafi vitað hverjir líffræðilegir for- eldrar hennar voru reyndi hún ekki sjálf að komast að afdrifum þeirra. Slóð Signe Sundby hverfur á Íslandi árið 1913, um það leyti er barnsfaðir hennar f lytur aftur til Frakklands. Ebbe hefur undanfarin ár leitað upplýsinga um Signe bæði í dönskum og frönskum skjala- söfnum án nokkurs árangurs. „Það furðulega er að ég get ekki fundið neitt um hana hér í Kaup- mannahöfn. Mér hefur oft lánast að finna upplýsingar um látið fólk í Kaupmannahöfn en ég get ekki fundið hana. Og það sem er ekki síður furðulegt er að ég ræddi við barnabarn einnar systur hennar sem hafði ekki einu sinni heyrt minnst á hana. Hún hafði heyrt sögur af hinum systrum ömmu sinnar en ekki Signe.“ Líklegasta atburðarásin er sú að Signe hafi snúið aftur til Dan- merkur eftir að Jean-Paul f lutti til Frakklands en ómögulegt er að sannreyna það því farþegalistarnir frá skipaferðum Eimskips á þessum tíma brunnu í eldsvoða. Ebbe segist þó vera með fjórar tilgátur um örlög Signe: „Hún gæti hafa snúið aftur til Danmerkur. Það er skrýtið að ég skuli ekki geta fundið hana. Það er auðvitað sennilegasta skýringin en ég er ekki viss. Hún gæti hafa tekið sitt eigið líf vegna vonbrigða. Þá gæti hún hafa gifst á Íslandi, einhvers staðar annars staðar en í Reykjavík. Lokatilgátan er sú að hún gæti hafa f lust með Íslendingum til Kanada eða Bandaríkjanna í vesturferð- unum.“ Lykillinn að ráðgátunni er hér Ekkert bendir til þess að Signe hafi flust með Brillouin fjölskyldunni til Kúbu enda sýna farþegalistar skip- anna sem þau sigldu með einungis nöfn Jean-Pauls, Mörtu Gudrunar og Rögnu Alice. Þá kemur hvorki fram í þeim íslensku kirkjubókum sem Ebbe hefur skoðað að Signe hafi gifst né látist í Reykjavík, þótt það útiloki vissulega ekki að hún hafi gert það annars staðar á landinu. Þannig að það er næstum eins og Signe hafi horfið af yfirborði jarðar eftir 1913? „Já, nákvæmlega. Ég vona að ein- hvers staðar á Íslandi sé manneskja sem viti eitthvað um málið. Ég var í sambandi við ungan Íslending sem sagði mér að hann hefði heyrt þessa sögu frá ömmu sinni. Það var til umræðu í Reykjavík á sínum tíma að konsúllinn hefði eignast barn með þjónustustúlku sinni og þótti nokkurt hneyksli.“ Ebbe bindur einna helst vonir við að afkomendur íslenska vinnu- fólksins sem vann með Signe í Höfða á þessum tíma viti eitthvað en þau hétu Sigríður Magnúsdóttir (1889- 1951) og Sigurður Guðmundsson (1889-1920). „Ég held að einhvers staðar á Íslandi, mögulega á einhverju dval- arheimili fyrir aldraða, sitji kona eða maður sem getur hjálpað okkur. Ég er viss um það. Ekki síst vegna áhuga Íslendinga á ættfræði,“ segir Ebbe að lokum. Þeim sem telja sig geta varpað ein- hverju ljósi á örlög Signe Sundby er bent á að hafa samband við blaða- mann á tsh@frettabladid.is. n 32 Helgin 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.