Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 4
Þetta er hrottafengið
stríð þar sem rússneski
herinn drepur fólk í
borgum, þetta ástand
minnir mjög á seinna
heimsstyrjöldina.
Gerard Pokruszyński, sendiherra
Póllands á Íslandi
45
prósent Reykjavíkinga eru hlynnt
frekari þéttingu byggðar, 35 pró-
sent eru því andvígir.
162
milljónir króna er samanlögð
bótakrafa á hendur eiganda
Bræðraborgarstígs 1.
953
almennir borgarar hafa látist
vegna innrásarinnar í Úkraínu
samkvæmt tölum SÞ.
101
almennir lögreglumenn starfa hjá
Lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu, fækkun um sex frá árinu 2015.
42
alþjóðlegar ráðstefnur verða
haldnar á Íslandi í ár, árið 2019
voru þær 34.
n Tölur vikunnar
n Þrjú í fréttum
100% RAFMÖGNUÐ
ÍTÖLSK HÖNNUN
FIAT 500e ER FYRSTI FALLEGI
RAFMAGNSSMÁBÍLLINN.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
TÍMALAUS ÍTÖLSK HÖNNUN
MEÐ ALLT AÐ 433 KM DRÆGNI.
Salvör Nordal
umboðsmaður
barna
sendi bréf
til mennta-
og barna-
málaráðherra
þar sem hún fór
fram á að hætt
yrði að leggja fyrir svokölluð píp-
test í íþróttakennslu grunnskóla.
Hún segir að mörg börn upplifi
vanlíðan og kvíða fyrir prófunum
auk þess sem mörg þeirra upplifi
niðurlægingu þegar þau detta út í
hlaupinu fyrir framan skólafélaga
sína.
Al eks and er
Mos hen sky
kjör ræðismaður
Íslands í
Hvíta-Rússlandi
var í umfjöllun
Stundarinnar
sagður vera
einn áhrifa-
mesti auðjöfur heimalands síns
og náinn bandamaður forsetans
Aleksanders Lúkasjenkó. Utan-
ríkisráðuneytið hafnar því að
hafa haldið sérstakri verndar-
hendi yfir honum þegar kom að
refsi aðgerðum. Þá sagði Vinnslu-
stöðin að hann hefði reynst vel
þegar fyrirtækið hafi misst leyfin
til inn f lutn ings til Rúss lands.
Elín María
Óladóttir
móðir nítján ára
drengs sem fæddist
með skarð í vör og
gómi
er nú í baráttu við
Sjúkratryggingar
Íslands um að
fá greiðslur til að ljúka aðgerðum
vegna meðfæddu gallanna. Sjúkra-
tryggingar hafi misst þolinmæðina
á meðferðinni. Hefur hún leitað
til ráðherra. Ráðuneytið vill ekki
veita málinu stuðning. n
Við ættum að hætta að tala
um innrás Rússa og frekar
tala um stríð, segir sendiherra
Póllands á Íslandi. Pútín sé
búinn að eyðileggja öryggið í
heiminum.
bth@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Gerard Pokruszyński,
sendiherra Póllands á Íslandi, segir
að ef Úkraínumenn gefist ekki upp
verði næsta skref Pútíns að myrða
konur og börn. Hann telur baráttu-
vilja Úkraínumanna gríðarlegan.
Ástandið minni á heimsstyrjöldina
síðari.
„Rússland hefur ráðist á sjálfstætt
ríki Úkraínu. Ef Úkraína fellur ekki
munu Rússar næst drepa konur og
börn. Við Pólverjar lýsum yfir fullri
samstöðu með Úkraínu,“ segir
sendiherra Póllands á Íslandi.
Spurður hvort Pólverjar óttist
innrás Rússa í Pólland, svarar Pok-
ruszyński að Pólverjar séu öllu
undirbúnir. „Mitt svar er þetta. Ef
þeir ráðast á okkur þá erum við til-
búnir að taka á móti.“
Hann vitnar til framkvæmda-
stjóra NATO sem ítreki að ef ráðist
verði á eitt ríki innan þess muni
allt bandalagið svara. Það sé þó
vandamál að ef Pútín ráðist inn í
Finnland, þá séu Finnar ekki aðilar
að NATO.
„Pútín hefur gjörsamlega eyðilagt
öryggi heimsins. Okkar verkefni er
að finna nýjan arkitektúr að endur-
reistu öryggi.“
Ekkert land í nágrenni Úkraínu
hefur tekið við öðrum eins fjölda
flóttamanna og Pólland. Talið er að
úkraínskir f lóttamenn í Póllandi
séu nú á þriðju milljón og hafa Pól-
verjar af miklu örlæti opnað híbýli
sín fyrir f lóttafólkinu. Hins vegar
telur sendiherrann að sú staða gæti
komið upp að fjöldi úkraínskra
flóttamanna tvöfaldist.
„Það er áætlað að nú hafi um 10
milljónir manna misst heimili sitt.
Ef Pútín ræðst líka á vesturhluta
Úkraínu má vænta þess að aðrar 10
milljónir f lóttamanna bætist við.
Evrópa og allur heimurinn þarf að
taka á móti þessu fólki,“ segir Ger-
ard Pokruszynski.
Sendiherrann segist hafa verið í
Úkraínu. Hann hafi sjálfur kynnst
hugrekki þjóðarinnar.
„Ég vissi þegar Pútín fór fram
að Úkraínumenn myndu berjast
og þeir munu berjast af enn meiri
ákefð ef þeir geta verið vissir um að
flóttafólkið, konur þeirra og börn,
séu í öruggum höndum. Það er
fjöldaverkefni okkar allra að verja
þessi líf.“
Bara í Póllandi eru nú um 700.000
f lóttabörn frá Úkraínu. Pólskt
skólakerfi, líkt og f leiri innviðir,
er undir miklu álagi en það er til
bóta að margir úkraínskir kennarar
starfa nú í Póllandi.
Varðandi þátt Íslands í mót-
töku flóttafólks lýsir sendiherrann
ánægju með að Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra hafi ákveðið að
veik börn frá Úkraínu hljóti skjól á
Íslandi.
„Sá flutningur er nú í bígerð,“ segir
Pokruszynski.
Hann segir að um 300 Úkraínu-
menn hafi búið á Íslandi fyrir stríð-
ið. Flóttinn hafi nú þegar tvöfaldast
og muni að líkindum vaxa mikið.
„Þetta er harmleikur – við getum
kallað þetta hernaðaraðgerðir eða
krísu en við ættum að kalla þetta
stríð af því að þetta er stríð. Þetta er
hrottafengið stríð þar sem rússneski
herinn drepur fólk í borgum, þetta
ástand minnir mjög á seinni heims-
styrjöldina,“ segir Pokruszynski. n
Sendiherra Póllands á Íslandi segir
ástandið minna á heimsstyrjöldina
Sendiherra
Póllands á Ís-
landi segir að
Pólverjar séu
viðbúnir innrás
Pútíns í Pólland.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
4 Fréttir 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ