Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
COSTA DEL SOL
FLUG, GISTING Í 10 NÆTUR OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN
ÚRVAL ÚTSÝN 585 4000 WWW.UU.IS INFO@UU.IS
20. - 30. APRÍL
SENATOR BANUS SPA 5*
TVÍBÝLI DELUX
VERÐ FRÁ98.900 KR
Á MANN FULLORÐNA
30. APRÍL - 10. MAÍ
HOTEL PALMASOL 4*
TVÍBÝLI MEÐ
VERÐ FRÁ95.900 KR
Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN
INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR
Í BEIN
U
FLUGI
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Arion banki hefur ákveðið að af-
nema gjaldtöku vegna greiðslna til
Úkraínu og endurgreiða gjöld sem
viðskiptavinir bankans hafa verið
rukkaðir um að undanförnu. Þessi
ákvörðun var tekin í kjölfar fyrir-
spurnar Morgunblaðsins í gær.
Morgunblaðið fékk ábendingu frá
manni sem millifærði 500 evrur til
vinafólks í Úkraínu í gegnum Arion
banka. Peningarnir nýttust móður
og börnum hennar sem eru á flótta í
Evrópu en eiginmaðurinn er enn í
þorpi norðan við Kænugarð og ver
fósturjörð sína. Maðurinn sem milli-
færði peningana þurfti hins vegar
að greiða tæplega 41 evru í kostnað,
rétt tæpar 6.000 krónur. Það gerir
um 8% af upphæðinni sem fólkinu
var ætluð.
„Í ljósi stríðsins í Úkraínu teljum
við ekki rétt að haga gjaldtöku með
þessum hætti. Það er yfirsjón af
okkar hálfu að hafa ekki afnumið
gjaldtöku vegna greiðslna til Úkra-
ínu eftir að átök brutust þar út. Við
munum því afnema þessa gjaldtöku
og endurgreiða gjöld sem greidd
hafa verið bankanum vegna milli-
færslna til Úkraínu,“ segir í svari
Arion banka við fyrirspurn Morgun-
blaðsins.
Í svari bankans segir jafnframt
að almennt séu innheimtar 895
krónur vegna greiðslna til útlanda.
Ef greiðandi velji sérstaklega að
tryggja að upphæðin skili sér að
fullu til móttakanda innheimti bank-
inn aukalega 5.000 krónur til að
greiða gjöld sem móttökubankinn
innheimti. Gjaldtaka Arion banka í
þessum tilvikum sé aðeins hugsuð
til að standa straum af slíkri trygg-
ingu.
Arion endurgreiðir
og játar „yfirsjón“
- Afnema gjöld á greiðslur til Úkraínu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Arion Bankinn endurskoðaði gjald-
töku eftir fyrirspurn blaðsins í gær.
Slitlag á vegum og götum er víða
mjög illa farið eftir erfiðan og snjó-
þungan vetur. Víða eru holurnar vel
sjáanlegar og sumar þeirra djúpar
og hættulegar. Holurnar hafa valdið
verulegu tjóni á fjölda ökutækja og
hefur Félag íslenskra bifreiðaeig-
enda, FÍB, ákveðið að grípa sjálft
til aðgerða.
,,Það er óþolandi að vegfarendum
sé boðið upp á þetta laskaða vega-
kerfi enn eitt árið,“ segir Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB,
við Morgunblaðið, en félagið hyggst
bjóða nýja þjónustu við að fylla í
holurnar.
Efni blandað á staðnum
FÍB Aðstoð er nú komið með sér-
útbúinn bíl með tækjum og búnaði
af nýjustu gerð til að fylla í holu-
skemmdir. Um er að ræða tæki sem
blandar á staðnum saman sérvöld-
um steinefnum og svonefndum fjöl-
liðu epoxy-fyllingarefnum, sem
fengin eru frá systursamtökum FÍB
á Norðurlöndunum. Viðgerðarefnið
hefur þá sérstöðu að það er sólgult
á lit sem Runólfur segir auka enn á
öryggi vegfarenda þar sem vegbót-
in veki ökumenn enn frekar til vit-
undar um að aka með gát og vera
viðbúnir hugsanlegum skemmdum í
slitlaginu.
„Það er ánægjulegt að félagið
geti boðið upp á þessa tækni, sem
mun vonandi bæta úr því ófremdar-
ástandi sem mætir vegfarendum á
vegum landsins. Úrbóta er þörf
strax og með þessu inngripi vilja
samtök vegfarenda vekja yfirvöld af
værum blundi,“ segir Runólfur enn-
fremur, en nánar er fjallað um
þessa þjónustu á vef félagsins,
fib.is.
FÍB verður með kynningu á þess-
ari nýju tækni við skrifstofur fé-
lagsins við Skúlagötu 19 í Reykjavík
frá kl. 9-10, þar sem hægt verður að
sjá hvernig þetta efni virkar í raun.
Í kjölfarið fer það í notkun þar sem
eftir því verður óskað. bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Ný tækni Starfsmaður FÍB prófaði nýja holufyllingarefnið í gær.
FÍB berst gegn
holuplágunni
- Félagið kynnir nýja þjónustu í dag
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Verðbólgan sem braust fram með
Covid-faraldrinum er áminning um
þýðingu alþjóðavæðingar fyrir lífs-
kjör okkar, þegar hinar fjölþjóðlegu
framleiðslukeðjur urðu fyrir truflun-
um. Atburðir síðustu vikna, þegar
Rússlandi hefur verið kippt út úr
heimshagkerfinu með þvingunarað-
gerðum, munu hafa sömu áhrif.
Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri á ársfundi Seðlabanka
Íslands, sem haldinn var í Hörpu í
gær.
Benti hann einnig á að sú stefnu-
breyting sem orðið hefur hjá Vestur-
löndum, að líta á alþjóðaviðskipti
sem pólitískt vopn, muni „draga dilk
á eftir sér“.
Þá sagði hann vaxtahækkanir
Seðlabanka Íslands í fyrra hafa verið
„óumflýjanlegar“ og að líklega verði
nauðsynlegt að hækka vexti enn
frekar svo hægt verði að hemja verð-
bólgu.
„Seðlabankinn ber hag heimilanna
fyrir brjósti. Bankinn getur ekki
leyft verðbólgu að grafa aftur um sig
í íslensku samfélagi. Því fyrr og þeim
mun ákveðnar sem við göngum til
verks, þeim mun minni kostnaður
hlýst af því að viðhalda stöðugleika
sem kemur öllum til góða.“
Það sé svo „deginum ljósara“ að
Íslendingar geti ekki svarað þeirri
verðbólgu, sem nú komi að utan, með
hækkun launa, að sögn Ásgeirs.
„Við þurfum að taka henni sem
hverju öðru hundsbiti. Ella hverfum
við til áranna eftir 1973.“
Líklega nauðsynlegt að
hækka vexti enn frekar
- Seðlabankastjóri segir aukna verðbólgu „óumflýjanlega“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ásgeir Ársfundur Seðlabankans
var haldinn í Hörpu síðdegis í gær.
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skrifuðu
í gær undir samning um smíði nýs hafrannsóknaskips, ásamt fulltrúa
skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armón, en skipið verður smíðað í stöð-
inni í Vigo á Spáni. Skipinu er ætlað að koma í stað rannsóknaskipsins
Bjarna Sæmundssonar.
Skrifuðu undir samninginn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Karlmaður á fertugsaldri lést eftir
fall á vinnusvæði í Urriðaholti í
Garðabæ eftir hádegi í gær. Fram
kemur í tilkynningu frá lögreglu að
tilkynnt hafi verið um slysið á
þriðja tímanum og lögregla og
sjúkraflutningamenn haldið þegar
á staðinn, en maðurinn var úr-
skurðaður látinn á vettvangi.
Ekki hefur verið greint frá nafni
hins látna, en maðurinn var erlend-
ur ríkisborgari.
Banaslys á vinnu-
svæði í Garðabæ
Íslendingur var í hópi þeirra sem
slösuðust í snjóflóði í Lyngen í
Troms í Noregi síðdegis í gær. Einn
fórst og fjórir slösuðust þegar tvö
flóð féllu á svæðinu.
Sveinn H. Guðmarsson, upplýs-
ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins,
staðfesti við mbl.is í gær að Íslend-
ingur hefði slasast. Málið væri á
borði borgaraþjónustu utanríkis-
ráðuneytisins.
Slasaðist í Noregi