Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 12
12 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900
CONVOTHERM
VANDAÐIR OFNAR
Convotherm 4 easyDial eru frábærir ofnar með 7 eða 11 skúffum.
Þægilegt viðmót og auðveldir í notkun.
Í vikunni var dr. Hólmfríður Sveins-
dóttir skipuð rektor Háskólans á
Hólum til fimm ára frá og með 1.
júní næstkomandi. Skipan Áslaugar
Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í
embættið er samkvæmt einróma
ákvörðun háskólaráðs frá 25. mars
síðastliðnum.
Hólmfríður er með meistara-
gráðu í næringarfræði frá Háskól-
anum í Giessen í Þýskalandi og hef-
ur jafnframt doktorsgráðu í
matvælafræði frá Háskóla Íslands.
Hólmfríður leiddi rannsóknarstarf
hjá FISK Seafood á Sauðárkróki um
árabil og stýrði fyrir þess hönd með-
al annars samstarfsverkefni með
Skaganum 3X sem miðaði að því að
breyta kælingu á afla á millidekki.
Hólmfríður stýrði einnig uppbygg-
ingu á Iceprotein og Protis sem var
fyrsta íslenska fyrirtækið til að
framleiða fiskprótín og kollagen og
setja á markað sem fæðubótarefni.
Í dag starfar Hólmfríður í eigin
fyrirtæki sem heitir Mergur – ráð-
gjöf og er verkefnastjóri í fjölmörg-
um nýsköpunarverkefnum út um
land. Háskólinn á Hólum er í Hjalta-
dal í Skagafirði og eru áherslusvið
hans eru þrjú; það er hrossarækt og
hestamennska, ferðaþjónusta og
fiskeldi. sbs@mbl.is
Hólaskóli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra og rektorinn nýi, Hólm-
fríður Sveinsdóttir, sem tekur við starfinu 1. júní næstkomandi.
Hólmfríður skipuð
rektor í Hólaskóla
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fréttalestri er lokið! Þetta er jafnan
niðurlag hádegisfrétta Ríkisútvarps-
ins nema hvað nú hafa þessi orð tvö-
falda merkingu. Í dag eru þau tíma-
mót að Broddi Broddason les fréttir
RÚV í síðasta sinn og lætur af störf-
um eftir um 35 ár í fréttamennsku.
Þetta er dagsatt en gæti vissulega
verið skröksaga, samanber að 1. apríl
leyfist að gabba fólk með saklausum
lygasögum. En staðreyndin liggur
fyrir: Broddi er að hætta.
Úr sögukennslu í útvarp
„Síðustu daga hef ég hér út um
gluggann á fréttastofunni fylgst með
skógarþröstunum á flötinni við Út-
varpshúsið gogga í mosann og leita
sér að ormum og æti. Finnst alltaf
gaman að fylgjast með gangi náttúr-
unnar og þá gott að hætta inn í vorið
og snúa sér að öðru,“ sagði Broddi
þegar Morgunblaðið hitti hann í
Efstaleiti í gær.
Stefið ómar og Broddi hefur lest-
urinn með ábúðarfullri röddu sem Ís-
lendingar bæði þekkja og treysta eft-
ir langa samfylgd. Um 40 ár eru síðan
þeir Gísli Ágúst Gunnlaugsson, sem
nú er látinn, voru með útvarpsþætti
um söguleg efni sem voru í loftinu um
nokkurt skeið. Seinna var Broddi, þá
sögukennari við Menntaskólann í
Reykjavík, þulur í sumarafleysingum
og var í kjölfar þess boðið fast starf
hjá Ríkisútvarpinu.
Aðalþulur hádegisfrétta
„Ég byrjaði hér hér á fréttastof-
unni snemma árs 1987 og var fyrst
með dægurmálaþáttinn Hringiðuna á
Rás 2 – en varð óbreyttur fréttamað-
ur. Var þá með fréttir af náttúru
landsins, kjaramálum og lögreglu- og
dómsmálum sem sérsvið. Var fljót-
lega gerður að vaktstjóra og fengin
ýmis afmörkuð innanhússverkefni,“
segir Broddi sem hefur verið vara-
fréttastjóri frá 2004. Um svipað leyti
varð Boddi aðalþulur hádegisfrétta
útvarpsins sem fara í loftið kl. 12:20.
Segja má að í því hlutverki hafi hann
orðið að rödd fréttastofunnar.
„Nei, í sjálfu sér er enginn sér-
stakur galdur að segja fréttir þannig
að fólk leggi við hlustir,“ segir
Broddi. „Ég segi stundum við ungt
fólk sem er að hefja sinn frétta-
mannsferil að feimni við hljóðnemann
sé ástæðulaus. Hvorki eigi að tala
hægt eða lágt, heldur setja þunga í
framsetninguna svo hlustendur fái á
tilfinninguna að eitthvað merkilegt sé
til frásagnar.“
Rétt og staðfest
„Stundum koma þeir tímar í as-
anum hér að varla hefur verið tími til
að skrifa fréttir. Í einstaka tilvikum
hefur ekki verið annað tiltækt en
smámiðadrasl til að setja saman heil-
an fréttatíma sem þarf bókstaflega að
spinna af fingrum fram. Þetta gerðist
til dæmis þegar snjóflóðin féllu á
Súðavík og Flateyri árið 1995, sem
sennilega eru erfiðustu dagarnir á
löngum ferli hér. Þá vorum við hér í
löngum beinum útsendingum sem
stóðu klukkustundum saman, rétt
eins og í Suðurlandsskjálftum, eld-
gosi á Reykjanesi og slíkum fleiri at-
burðum,“ segir Broddi sem öðrum
fréttamönnum fremur hefur verið í
loftinu þegar vá steðjar að.
„Nákvæmt öryggishlutverk er
sennilega teygjanlegt, en við sem hér
störfum höfum gert hvað við getum.
Streymi upplýsinga í dag er hratt og
fjölmiðlarnir margir, en eigi að síður
hvílir traust landsmanna í svona að-
stæðum á Ríkisútvarpinu; að koma
með réttar og staðfestar upplýsingar,
enda erum við í góðu sambandi við al-
mannavarnir, vísindamenn og aðra.
Einnig erum við mikilvægur tengilið-
ur við fólkið sem upplifir atburði og
þegar fréttastofan er í loftinu finnur
fólk vonandi að það sé ekki eitt í
heiminum,“ segir Broddi sem að-
spurður útilokar ekki að upplifun sé
bundin útvarpsrödd sinni.
„Jú, slíkt má vel vera, en þetta á
ekki að vera svo,“ segir okkar maður
og brosir.
Fer í Skagafjörðinn
Broddi Broddason verður sjötugur
í haust, en ákvað fyrir nokkru að
hætta með fyrra fallinu. Hafi raunar
verið kominn á fremsta hlunn með að
hætta fyrir nokkrum árum, enda sé
álagið sem fylgi starfinu mikið. „En
núna set ég punktinn og hverf úr
vinnu sem ég mun ábyggilega sakna,
rétt eins og frábærra vinnufélaga.
Reyndar er slíkt ekkert nýtt. Mann-
skapurinn hér á fréttastofunni hefur
endurnýjast tvisvar frá grunni á mín-
um árum hér og mikill fjöldi frábærra
samstarfsmanna hefur farið hér í
gegn. En nú er skemmtilegum kafla
að ljúka og ég er fullur tilhlökkunar
gagnvart næstu verkefnum svo sem
að fara í skógarhögg og skítmokstur
norður í Skagafirði þar sem ég á ræt-
ur.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fréttamaður Í einstaka tilvikum hefur ekki verið annað tiltækt en smámiðadrasl til að setja saman heilan frétta-
tíma sem þarf að spinna af fingrum fram, segir Broddi hér í hljóðveri fréttastofunnar sem hann yfirgefur nú.
Síðasti fréttatími Brodda er í dag
- Hættir eftir 35 ár á fréttastofu Ríkisútvarpsins - Röddin sem þjóðin treysti - Feimni við hljóð-
nemann er ástæðulaus - Snjóflóðin á Vestfjörðum erfiðust - Fer í skógarhögg og skítmokstur
Morgunblaðið/Eggert
Útvarpshúsið Hingað í Efstaleiti var starfsemi Ríkisútvarpsins flutt árið
1987, sama ár og Broddi kom þangað til starfa, eða fyrir alls 35 árum.