Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Starfsmenn Vodafone áforma næst-
komandi mánudag, 4. apríl, að af-
tengja Hítardal á Mýrum fastlínum
símkerfisins, en því til viðbótar nær
geisli GSM-síma ekki að bænum,
sem stendur afskekkt inn til fjalla.
Einasta fjarskiptatenging staðarins
við umheiminn verður því um slitr-
ótt örbylgjusamband með tengingu
við netið. „Ef ekki tekst að fresta
aðgerðum dettur staðurinn úr sam-
bandi og við slíkt er ekki hægt að
búa. Að óbreyttu færast allar að-
stæður hér marga áratugi aftur í
tímann. Þó er svona nokkuð ekkert
einsdæmi úti á landsbyggðinni,“
segir Finnbogi Leifsson, bóndi í
Hítardal, í samtali við Morgun-
blaðið.
Þar sem skriðan féll
Hítardalur er vestarlega á Mýr-
unum og er inni í dal, þaðan sem
eru 13 kílómetrar fram á þjóðveg.
Staðurinn er umlukinn háum fjöll-
um sem skyggja á endurvarp og út-
sendingar á öldum ljósvakans.
Þannig þarf Hítardalsfólk að fara
fjóra kílómetra suður fyrir bæinn til
að komast inn í geisla farsíma-
kerfisins og ná sambandi. Að öðru
leyti gildir gildir fastlínusambandið
sem væntanlega verður aftengt eft-
ir helgina.
„Þetta er bagalegt ástand og mál
sem skoða þarf og leysa með tilliti
til öryggismála,“ segir Finnbogi. Í
því sambandi bendir hann á að í
landi Hítardals féll mikil skriða úr
Fagraskógarfjalli sumarið 2018 sem
segja má að tekið hafi hálft fjallið
niður. Milljónir rúmmetra af jarð-
vegi runnu úr fjallshlíðinni niður á
láglendi svo Hítará fann sér nýjan
farveg.
„Þegar skriðan féll voru lög-
reglumenn fljótir hingað á svæðið,
en við náðum ekki sambandi við þá
enda hér frammi á dal á punkti þar
sem sími næst ekki. Með tilliti til al-
mannaöryggis þurfa svona mál auð-
vitað að vera í lagi, sérstaklega ef
horft er til þeirra hamfara sem hér
urðu. Líf í nútímanum byggist líka
mikið á því að öll fjarskiptakerfi
virki og snjalltæki eru aðgengi að
mörgu,“ segir Finnbogi.
Markaðurinn ráði ekki einn
Áformað er að leggja ljósleiðara
að Hítardal í sumar og tenging gæti
þá verið komin í haust. Þá bið telur
Finnbogi ekki vera boðlega, eins og
hann lýsti í erindi til Borgar-
byggðar. Þar var málið rætt í síð-
astliðinni viku. Segir í bókun
byggðarráðs að mikilvægt sé að
tryggja áfram öruggt símasamband
úti í dreifbýlinu. Þar geti markað-
urinn ekki einn ráðið, heldur þurfi
einnig að horfa til samfélagslegra
þátta.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í síðustu viku hefur Neyð-
arlínunni verið falið að veita síma-
og netþjónustu til þeirra sem missa
samband við lokun gamalla stöðva
Símans. Reynt verður að leysa
þessi mál með farsímalausnum, þar
sem slíkt er mögulegt og svo ljós-
leiðaralögnum sem komnar eru víða
í dreifbýlinu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vesturland Hítardalur er vestarlega á Mýrum og umlukinn háum fjöllum svo staðurinn er ekki í farsímasambandi. Bóndinn vill með tilliti til öryggis að lokun landlínusambands verði frestað.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samband Farsíminn er þarfaþing
þegar Finnbogi bregður sér af bæ.
Hítardalur
Borgarnes
SNÆFELLSNES
MÝRAR
BO
RG
AR
-
FJ
Ö
RÐ
U
R
Hítardalur á Mýrum
Loftmyndir ehf.
1
35
Færumst marga áratugi aftur í tímann
- Hítardalur á Mýrum úr símasambandi - Landlínan aftengd og utan geisla GSM - Ekki einsdæmi
á landsbyggð - Skapar hættu og náttúruvá í nágrenni - Lokun verði frestað - Ljósleiðari er lausn
Finnbogi Leifsson í Hítardal er
nú á útleið úr sveitarstjórnar-
málum, sem hann hefur sinnt
lengur en flestir aðrir. Hann tók
1984 sæti í hreppsnefnd Hraun-
hrepps á Mýrum, sem síðar varð
hluti af Borgarbyggð en nær nú
yfir nánast allt Borgarfjarðar-
hérað. Frá 1994 að einu ári frá-
töldu hefur Finnbogi setið í
sveitarstjórn Borgarbyggðar –
sem fulltrúi Framsóknarflokks.
„Í sveitarstjórn hef ég lagt
mig eftir hagsmunum dreif-
býlisins. Þar eru skólamálin of-
arlega á baugi og svo samgöng-
urnar hvort heldur eru vegir eða
fjarskipti. Aðstæður breytast
hratt og alltaf koma ný við-
fangsefni til að leysa úr,“ segir
Finnbogi í Hítardal að síðustu.
Alltaf eru ný
viðfangsefni
HÆTTIR Í SVEITARSTJÓRN
Vegfarendur í miðborg Reykjavík-
ur um helgina ættu að verða varir
við tökur á stórmyndinni Heart of
Stone sem Netflix framleiðir. Vert
er að gæta þess að götum verður
lokað og umferð takmörkuð um
tíma. Á laugardag og sunnudag
verður umferð um Sæbraut tak-
mörkuð frá Snorrabraut að Hörpu
þegar tekið verður hasaratriði við
Hörpu. Á sama tíma verður tak-
mörkuð umferð frá Kalkofnsvegi
að Geirsgötu. Aðgangur að plani
fyrir framan Hörpu verður að hluta
til takmarkaður en opið verður fyr-
ir aðgengi gesta að Hörpu. Hjáleið-
ir verða vel merktar hjáleiðir og
allir gestir eiga að komast leiðar
sinnar og geta sótt viðburði þar.
Á mánudaginn fara svo fram tök-
ur á Skólavörðuholti. Af þeim sök-
um verður umferð takmörkuð á
holtinu og um göturnar þar í kring.
Göturnar eru Frakkastígur, Kára-
stígur, Bergþórugata (Vitastíg að
Frakkastíg), Grettisgata (Vitastíg
að Frakkastíg) og Njálsgata (Bjarn-
arstíg að Frakkastíg).
Sæbraut lokuð til vesturs frá
Kirkjusandi til Katrínartúns
Laugardag 2. apríl
kl. 12:00-17:00
Sæbraut lokuð til beggja átta,
milli Snorrabrautar og Geirsgötu
Laugardag 2. apríl kl. 7:00-13:00
Sunnudag 3. apríl kl. 7:00-15:00
Aðgangur að plani fyrir framan Hörpu verður að hluta til takmarkaður en opið verður
fyrir aðgengi gesta að Hörpu. Þess verður gætt að greið leið verði að Hörpu í gegnum
vel merktar hjáleiðir og allir gestir komist leiðar sinnar og geti sótt viðburði þar.
Takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi
götum í kringum Hallgrímskirkju.Mánudag 4. apríl: Göturnar
eru Kárastígur, Bergþórugata, Grettisgata og Njálsgata.
Sæbraut
Sæbraut
K
atrínartún
Sn
or
ra
br
au
t
Kirkjusandur
Geirsgata
Lokanir ímiðbæReykjavíkur umhelgina
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Götum lokað vegna
kvikmyndatöku
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt