Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 23

Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 23
lagi, íklædd glimmerkjólum, í net- sokkabuxum, á háum hælum, oft í rauðu uppáhaldsskónum sínum, með skraut og glingur, hárkollu og oftar en ekki með einn af sínum frægu gómum, þá var nú gaman. Hún Bimba gerði lífið svo miklu miklu skemmtilegra. En lífið var aldeilis ekki bara hlátur og hamingja hjá vinkonu minni sem fékk sannarlega sinn skammt af risastórum verkefnum til að fást við og leysa. Listinn yfir áföllin í lífinu og aðgerðirnar er orðinn langur, en alltaf reis okkar kona upp og það var húmorinn sem fleytti henni yfir flest. Ég sé hana fyrir mér og heyri ráma röddina þegar hún hringdi af spít- alanum eftir hjartastopp og sagði, ég dó í dag. Það lýsir henni líka vel að biðja um Bítlalög þegar borað var í gegnum höfuðkúpuna í einni aðgerðinni, hún þurfti jú að vera vakandi og það skyldi alla vega vera almennileg músík. Ferðalögin urðu fyrirhafnar- meiri þegar sá sjúkdómur sem fylgdi henni og þyngdi róðurinn ágerðist en ferðalögin voru farin og upprifjun og minningar yfir- farnar þegar ekki var lengur ferðafært. Nú er Bimba mín farin í sína síðustu ferð og við sem horf- um á eftir henni full af söknuði eigum minningar um glæsilega konu sem gaf af sér gleði og kát- ínu hvar sem hún kom. Ég á eftir að sakna en hef áfram sögurnar okkar, trúnótalið og ævintýrin til að rifja upp. Ég skoða lífssögubókina sem er ómetanleg, sest niður og horfi á Kórinn, auðvitað með pínu púrt í penu glasi. Takk elsku Bimba mín fyrir að vera sá áhrifavaldur, sú vinkona og sá gleðigjafi sem þú hefur verið. Góða ferð elsku vin- kona. Elsku Gylfi, kletturinn hennar Bimbu, börnin og fjölskyldan öll, þið eruð ómetanleg, ég sé Bimbu í ykkur og þið berið áfram það besta í henni. Knús á litlu krakk- ana sem voru ljósin í lífinu henn- ar. Freyja. Ingibjörg Pétursdóttir, Bimba frænka, var uppáhaldsfrænka mín af öllum í veröldinni. Það sem ég var montin af því að vera nafna hennar. Hún var fyrirmyndin mín í góðum siðum og ung stúlka dreymdi mig um að ferðast til ókunnra landa og fjarlægra heimsálfa og vera eins og Bimba frænka. Bimba var svo óendanlega fyndin og skemmtileg. Í hvert sinn sem hún stóð upp í veislum og hélt ræðu (sem var nánast allt- af) þá loksins þagnaði ég og hlust- aði af andakt, veltist svo um af hlátri og hugsaði: þennan brand- ara verð ég að muna í næstu veislu. Ingibjargirnar, Bimba og Böggý (móðir mín), voru ekki bara frænkur heldur líka einstak- lega góðar vinkonur. Bimba skrif- aði nöfnu sinni á ferðalögum og engin bréf voru jafn spennandi og bréfin hennar. Samband þeirra tveggja var einstakt alla tíð og allt til síðustu stundar. Þegar á bjátaði hjá annarri hvorri þeirra fór hin í heimsókn og veitti stuðning. Oftar en ekki fékk ég að fljóta með. Minnisstæð er mér heimsókn til Bimbu á Grensásdeildina og var það í fyrsta sinn sem varð vitni að því að Bimba væri sorgmædd yfir þeim spilum sem henni voru gefin. Hún hafði gengið í gegnum svo ótal margt, fékk parkinsonsjúk- dóminn ung kona, og í hennar anda hélt hún upp á endurfæð- ingu sína eftir heilaaðgerð þar sem hún hlustaði á Bítlana meðan krukkað var í hana. Aðgerðin sú veitti henni skammvinnt frelsi en svo sló henni aftur niður. Heila- blóðfall varð síðar til þess að auk þess að eiga erfitt með alla hreyf- ingu var málið tekið frá henni. „Ég skil ekki, Böggý, hvers vegna Guð er svona vondur við mig,“ sagði hún við mömmu í þessari heimsókn okkar á Grensás. En Bimba lét ekki veikindi sín aftra sér frá því að líta til með mömmu á hennar síðustu mán- uðum. Eitt sinn sótti ég Bimbu og fór með hana í heimsókn til mömmu á Vífilsstaði. Myndirnar sem ég tók af þeim frænkum, skálandi í sérríi og hlæjandi úr sér lungun, eru dýrmætar minn- ingar. Og síðasta símtal sem móðir mín átti var einmitt við Bimbu, fimm dögum áður en mamma dó. Bimba vissi að hverju stefndi og vildi fá að kveðja frænku sína, en þá var mamma orðin of veikburða til að taka á móti gestum svo símtal varð að duga. Nú hafa þær frænkur hist á ný í annarri vídd, sjálfsagt eru þær búnar að draga fram sérríflösku og kveikja sér í sígó. Bimba er búin að stinga gervitönnum upp í sig og segir brandara á meðan mamma pissar í sig af hlátri. Um leið og ég votta Einari, börnum þeirra öllum, tengda- börnum og barnabörnum mína dýpstu samúð langar mig að senda Bimbu þessa kveðju sem ég orti til hennar 2014: Bimba er algjört bjútíkvín enda er hún frænka mín. Hennar húmor kætir mann hundrað skrítlur konan kann. Hún risa hjarta í brjósti ber hamingjan með henni fer. Hún er fegurst allra meyja aldrei hefur lært að þegja. Þú ert myndin fyrir mín alltaf lít ég upp til þín. En núna fer ég fljótt í bingó farvel kæra – kveðja Ingó. Ingibjörg Hinriksdóttir. Bimba var höfuð og hjarta í frænknahópnum Reykjasystr- um, eins og við átta bræðradætur frá Suður-Reykjum nefndum okkar áralanga félagsskap. Bimba stóð fyrir því að við hitt- umst, hún samdi texta við vinsæl lög sem við æfðum og fluttum stundum fyrir públikum, aðal- lega okkur sjálfum til ánægju. Hún var ótrúlega lunkin að semja texta og þeir eru gersemar sem við varðveitum. Ættrækin, vinamörg, fjöl- skyldumanneskja, fagmanneskja – í öllum samskiptum var Bimba í forystuhlutverki, og ekki síst í sínu fagi, iðjuþjálfun. Hún starf- aði um árabil á Reykjalundi þar sem hún eignaðist marga vini, jafnt meðal starfsfólks sem dval- argesta. Síðar starfaði hún á Landakoti og vann þar algert brautryðjendastarf við að koma á fót minningastofu sem nefndist Betri stofan. Þar raðaði hún upp munum af ýmsu tagi sem aldr- aðir þess tíma þekktu og þar gátu þeir minnst liðins tíma og haldið tengslum við tilveruna. Bimba hefur örugglega hrint í fram- kvæmd fleiru sem okkur Reykja- systrum er ekki kunnugt um. Fagfólk sem fylgdist með hennar starfi kann betur að segja frá því. Í hópi Reykjasystra og frænd- fólks var hún aðalsprautan í öll- um undirbúningi ættarmóta og annarra uppákoma. Samdi ræður og texta og flutti – og fékk okkur til að flytja og syngja með sér. Alls staðar var Bimba hrókur alls fagnaðar og miðpunkturinn. Minnisstætt er þegar við vorum fjórar Reykjasystur saman á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði og Bimba stóð þar fyrir skemmtanahaldi á kvöldvökum. Hún samdi hælisbrag sem var sunginn í allmörg ár á Heilsu- stofnun, hún sagði óviðjafnan- lega brandara, hún fékk okkur feimnu frænkur sínar til að klæð- ast tjullpilsum og setja upp hár- kollur og troða upp fyrir fullum sal. Bimba sjarmeraði auðvitað alla dvalargesti, og þegar hún kvaddi sér hljóðs í matsalnum til að kveðja fólkið þá stóð hver ein- asti maður á fætur og myndaði biðröð til að geta kvatt hana per- sónulega. Bimba var elsta stelpan í af- komendahópi afa okkar og ömmu á Reykjum, Guðmundar Jóns- sonar og Ingibjargar Pétursdótt- ur, og bar nafn ömmu með mikl- um sóma. Hún var sjálfkjörinn foringi; falleg, glæsileg, skemmtileg, fyndin, klár, áræðin, úrræðagóð, hvetjandi og alltum- lykjandi. Það var þó ekki fyrr en við bræðradætur vorum orðnar full- orðnar að samskiptin urðu náin. Bimba bar hag okkar fyrir brjósti og hrósaði okkur, en vílaði ekki fyrir sér að gagnrýna ef henni þótti eitthvað athugavert við okkar framkomu. Allt gert í góðum tilgangi og til að vísa okk- ur réttari veg. Margt höfum við brallað sam- an í gegnum tíðina, stundum fá- ar, stundum allar. Afmælisveisl- ur, ferðalög innanlands og utan, ættarmót, frænknaboð og önnur samvera. Alltaf sama fjörið; gam- ansögur, grín, söngur og hlátur. Og endalaus væntumþykja. Parkinson og slæmir kvillar drógu úr þreki Bimbu hin síðari ár, en andinn var ætíð reiðubú- inn. Skarð Bimbu verður aldrei fyllt, enda ekki ástæða til. Minn- ingarnar eru margar og góðar. Við eigum eftir að minnast, hlæja og gráta þar til yfir lýkur. Við frænkur erum þakklátar fyrir samfylgdina. Guðbjörg Erla, Helga og Sólveig Ólöf. Við byrjuðum að syngja með Bimbu í Léttsveitinni fyrir 27 ár- um. Hún var eftirherma allra tíma og brandarabúnt, söng og dansaði, lék og margfór yfir alla sína ævisögu og alla þá kima og króka sem hún þræddi á yngri árum. Hún var uppistandari af guðs náð. Hún var mjög mikið fyrir míkrófóna og sleppti þeim helst ekki úr lúkunum á ferðum okkar. Lifandi frásagnir og óborganleg gamanmál og lífskúnstneraspak- mæli og útlistanir á fólki sem ent- ust klukkutímum saman, – til dæmis einu sinni stanslaust milli Lundar í Svíþjóð og Vallekilde á Sjálandi fram og til baka og rútan grenjaði úr hlátri alla leið. Við ferðuðumst með henni um heiminn dálítið, í Ásbyrgi, á Sléttuna, í Biskupstungur, Arn- arstapa, í Bjarnanes, á Salt- fiskhátíð á Ísafirði via Flatey á Breiðafirði og á kóramót til Kúbu í Karíbahafinu. Síðasta kórferða- lagið með henni var til Spánar 2012. Hún var heiðursfélagi kórs- ins og dyggur stuðningsmaður. Bimba var mjög hugrökk og glanni á köflum og tæknin var ekki alltaf með henni. Margt var henni mótdrægt í heilsufarsmál- um, þar er langur listi sem hægt væri að rekja, en engu að síður var efniviðurinn í henni sterkur eins og stál, – hún kveinkaði sér sjaldan og hugprýði hennar var einstök. Hún lét sér fátt fyrir brjósti brenna og fór alltaf á leið- arenda þangað sem hún vildi. Húmorinn hennar var svo fjöl- breyttur: bæði flippaður og hefð- bundinn. Hún skipulagði linnu- lausar uppákomur og samkomur, tónleika og flutning skemmtiefn- is, – kórinn á í fórum sínum myndir og upptökur af alveg hell- ingi af efni sem hún töfraði fram af minnsta tilefni, á árshátíðum, afmælum og skemmtunum. Bimba var yndisleg og vin- mörg og átti vísan stuðning alls staðar, það urðu allir vinir henn- ar á augabragði og sáu ekki sól- ina fyrir henni. Hún var líka flug- greind, fór ekki í manngreinarálit og vinirnir áttu hennar trúnað. En það varð líka að vera gaman! Á Sléttuvegi, hennar síðasta heimili, skipulagði hún Sléttuvisjón sem var henni eigin tónlistarspurningakeppni, og tónlistarfólk og kórfélagar komu og sungu hennar uppá- haldslög. Hún var veisluljón, gúrme- kokkur og hafði mikla þörf fyrir sætmeti og gúmmelaði. Hún hafði ekki einfaldan smekk, og bara á morgunverðarborðinu urðu að vera nokkrar sultur og kæfur og ostar, og danskt rúg- brauð og aðskiljanleg kex og djúsar. Bimba var glæsileg kona sem bar af hvar sem hún drap niður fæti, svo geislandi og hlý, og var frumkvöðull í sínu fagi. Fjöl- skyldan var hennar farteski alla daga, bæði forfeður og afkomend- ur. Hennar vináttu og tryggð metum við mest og munum aldrei gleyma. Guðmunda Steingrímsdóttir, Guðný Helgadóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Margrét Þorvaldsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, Védís Skarphéðinsdóttir, Þórkatla Aðalsteinsdóttir. Í dag kveðjum við okkar ynd- islegu æskuvinkonu Bimbu, Ingibjörgu Pétursdóttur. Það er margs að minnast eftir nær 70 ára vináttu. Í stuttu máli þá höfum við þekkst alla ævi. Þegar við vorum litlar voru öll börn úti að leika sér og komu bara inn í mat og kaffi enda allar mömmur heimavinnandi og hvorki þekktust leikskólar né önnur barnapössun. Leikvöllur- inn var gatan og garðarnir og ekki var verið innandyra nema í verulega vondu veðri. Húsin voru fjölskylduhús og þar bjuggu gjarnan afar og ömmur og frændur og frænkur saman í hverju húsi, þannig að auðvelt var að leita hjálpar ef á bjátaði. Í minningunni var alltaf gaman og nóg að gera. Við vorum fjórar vinkonur sem bundumst vináttuböndum sem aldrei hafa rofnað. Þótt við dveldumst erlendis í lengri eða skemmri tíma við nám eða störf hélst vináttan alltaf, bæði heima og heiman. Við vinkonurnar ákváðum að stofna klúbb. Við settum okkur reglur um formann, fundar- stjóra og ritara og ortum síðan lítinn söng, sem við fórum með í upphafi hvers fundar. Árin liðu og við héldum áfram að hittast á ólíkum stöðum í framandi löndum en alltaf var það eins og við hefðum hist í gær. Við gátum endalaust setið fram á nótt og þá gjarnan með hvítvínsglas og rætt um lífið og tilveruna. Bimba var einstök mann- eskja, mikill húmoristi, frábær penni (það sanna bunkar af bréf- um), vinur vina sinna, mikill gestgjafi og frábær kokkur. Það var alltaf líf og fjör í kringum Bimbu. Hún var pott- urinn og pannan í öllum uppá- komum og hafði einstakt lag á að laða fólk að sér. Það brást ekki að ef Bimba var einhvers staðar var kominn hópur af fólki í kringum hana áður en við varð litið. En fyrst og fremst var hún svo góð manneskja og okkar leiðarljós og fyrirmynd. Það var ekki hægt annað en að þykja vænt um Bimbu. Fallega brosið hennar og hlýju góðu augun. Hún var falleg bæði að utan og innan. Bimba greindist með parkin- sonsjúkdóm 47 ára gömul. Húm- orinn hjálpaði Bimbu að takast á við sjúkdóminn og fleiri áföll. Bimba hitti svo ástina sína hann Einar Gylfa árið 1981. Þau giftu sig og eignuðust tvö börn. Einnig átti Einar Gylfi fjögur börn þegar þau kynntust. Bimba og Einar Gylfi hafa alla tíð verið samtaka um að halda vel utan um hópinn. Okkur hefur þótt mjög vænt um að fá að fylgjast með Pétri og Sigríði Margréti vaxa úr grasi og fullorðnast. Síðustu tvö árin dvaldist hún á hjúkrunarheimili. Einar Gylfi stóð eins og klettur við hlið hennar. Elsku Einar Gylfi, Pétur og Sigríður Margrét og öll fjöl- skylda Bimbu, við og fjölskyldur okkar vottum ykkur okkar inni- legustu samúð. Nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum elsku Bimbu. Elín og Kristjana (Lilla). Bimba, skólasystir og kær vin- kona til næstum 60 ára, er látin. Dýrmætar og skemmtilegar minn- ingar streyma fram. Við hófum nám í Verzlunarskóla Íslands haustið 1963 og útskrifuðumst 39 þaðan með stúdentspróf vorið 1969. Það var gaman í skólanum og skemmtilegt félagslíf sem höfðaði sérstaklega til Bimbu enda fé- lagslynd með afbrigðum. Það var aldrei lognmolla þar sem hún var. Árin eftir skólann einkenndust af annríki, framhaldsnámi, barn- eignum og öðru og fórum við í ýmsar áttir. Bimba fór í fram- haldsnám til Danmerkur en hélt alltaf sambandi þegar hún kom heim í stuttum fríum. Eftir því sem árin liðu fundum við hve dýr- mætt það er að eiga vináttuna sem myndast á unglingsárunum og fórum við að hittast oftar. Þeg- ar við hófum að undirbúa útskrift- arafmælin var gott að hafa Bimbu með í liði. Hún hafði einstakt lag á því að sjá spaugilegu hliðarnar á kringumstæðum og atburðum og gerði endalaust grín – ekki síst að sjálfri sér. Hún var svo hug- myndarík og ófeimin að taka þátt í alls konar sprelli og því urðu hennar hugmyndir oftast ofan á. Tjullpils og hárkollur, söngur og dans, hún var æringi af guðs náð. Öllu stjórnaði hún með hressileg- um gleðiblæ. Hún var góð sagna- manneskja og öðluðust frásagnir léttleika og nýtt líf í hennar með- förum. Undirbúningur útskrift- arafmælanna varð svo að reglu- legum samverustundum sem gott er að minnast nú. Já, Bimba var sannkallaður gleðigjafi og verður hennar sárt saknað. Síðustu árin urðu henni erfið, hún glímdi við parkinson- sjúkdóminn áratugum saman auk annarra áfalla. Hún mætti samt meðan stætt var. Við vottum Einari Gylfa, börn- um þeirra og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. F.h. skólasystra úr stúdenta- árgangi, Kristín, Margrét, Hrönn og Jónína. Ég var í strætó í Árósum haustið 1973 að spjalla við sam- landa minn. Allt í einu svífur á okkur hávaxin dökkhærð stúlka og hreinlega kæfir okkur í orða- flaumi, gjörsamlega yfir sig hrif- in að heyra ástkæra ylhýra móð- urmálið. Þarna var komin Ingibjörg Pétursdóttir, Bimba, nýkomin frá Þýskalandi, var að byrja í iðjuþjálfun og hélt að hún væri eini Íslendingurinn í skólanum. Ég gat huggað hana með því að ég hefði verið að byrja í sjúkra- þjálfun við þennan sama skóla. Þegar ég fór úr strætisvagnin- um og ætlaði að hjóla restina heim til mín gat ég ekki hjólað vegna sífelldra hláturskasta við að rifja upp allt sem hún hafði sagt. Upp frá því urðum við óað- skiljanlegar og nokkrum mánuð- um síðar bættist maðurinn minn í hópinn. Minningarnar frá þessari nær fimmtíu ára vináttu eru fjársjóð- ur. Ef lýsa á Bimbu kemur fyrst upp í hugann: Hún var hrókur alls fagnaðar. Skilgreining í orðabók Árna- stofnunar á því að vera hrókur alls fagnaðar er meðal annars að vera: miðpunktur gleðinnar, söngvin, spaugsöm, félagslynd, skemmtileg, í stuði, skapgóð, brosmild, hafa frá mörgu að segja, njóta lífsins, slá í gegn, segja sögur og skemmta öðrum. Allt þetta og miklu meira lýsti þessari góðu vinkonu sem okkur þótti óendanlega vænt um. Við vottum Einari Gylfa og fjölskyldu, öðrum ættingjum og vinum djúpa samúð. Sara og Þórólfur. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar, fengið upplýsingar úr þjónustu-skrá auk þess að fá greiðari aðgang að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum. Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum. www.mbl.is/andlát Minningar- greinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein og æviágrip. Þjónustu- skrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlát ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendur við fráfall ástvina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.