Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 28
✝
Egill Guð-
mundsson
fæddist 10. júní
1927. Hann lést 23.
mars 2022.
Foreldrar hans
voru Ágústa Jón-
asdóttir, f. 1904, d.
1981, og Guð-
mundur Katarínus
Gíslason, f. 1902, d.
1986.
Systkini: Anna, d.
1935, Guðbjörg Gíslína, d. 1996,
Jónas Ellert, d. 2015, Jón, d.
2016, Anna, d. 1993, Gústaf Geir,
d. 1961, Gísli Finnbogi, d. 2018.
Eftirlifandi eru Guðmundur Ant-
on og Stefanía Ragnhildur.
Egill giftist Guðlaugu Sveins-
dóttur hinn 31.12. 1953, Guðlaug
lést 15.9. 2018. Börn þeirra eru:
Elísabet Eygló, f. 16.1. 1951,
heimili í Ólafsvík árið 1951, fyrst
í Móabæ, þaðan flutti fjölskyldan
í Heklu en lengst af bjuggu þau í
Vallholti 9. Árið 1997 tóku þau
þá ákvörðun að flytja til Spánar
og keyptu sér fasteign þar. Á
Spáni bjuggu þau í Las Mimosas
næstu 11 árin. Árið 2008 keyptu
Egill og Lauga húsnæði í Lækj-
arbrún í Hveragerði en héldu
áfram að fara til Spánar yfir
kaldasta tímann allt til ársins
2012.
Eftir andlát Laugu flutti Egill
á dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík
þar sem hann undi hag sínum vel,
naut vináttu samferðamanna og
umönnunar starfsfólks á Jaðri og
átti góða ævidaga. Afkomendur
Egils og Laugu eru orðnir 130
talsins.
Útför Egils fer fram frá Ólafs-
víkurkirkju í dag, 1. apríl 2022,
klukkan 13. Jarðsett verður á
Kotströnd.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat/.
Sveinn, f. 29.6. 1952,
Elín Þuríður, f. 18.9.
1953, Guðmundur
Gísli, f. 14.5. 1955,
Sigurður, f. 15.5.
1956, Guðbjörg, f.
14.12. 1957, Gústaf
Geir, f. 4.11. 1960,
Hólmar, f. 7.2. 1962,
Sigurlaug, f. 2.12.
1963, og Agla, f. 2.9.
1965. Fyrir átti Eg-
ill soninn Jónas, f.
3.9. 1946.
Egill ólst upp í Ólafsvík. Hann
vann ýmis verkamannastörf og
stundaði sjómennsku, bæði á eig-
in trillu og öðrum bátum. Þá var
hann bílstjóri hjá Steypustöðinni
í Ólafsvík, Bakka fiskverkun og
Valafelli en þar starfaði hann síð-
ustu starfsárin.
Egill og Lauga bjuggu sér
Í dag skilur leiðir um sinn elsku
pabbi minn, tengdapabbi og kæri
vinur, margs er að minnast og um
hugann fara minningabrot á leift-
urhraða, minningar sem ylja. Þú
varst sterkur karakter það var
engin lognmolla í kringum skoðan-
ir þínar á mönnum og málefnum.
En á bak við við harða skrápinn
var mjúkur maður sem mátti ekk-
ert aumt sjá, ávallt opinn hlýr
faðmur, enginn kom eða fór án
þess að fá faðmlag og koss.
Þín ævi hefur ekki alltaf verið
auðveld, ungur að árum þurftir þú
að takast á við sáran missi tveggja
systkina, það hafði djúpstæð áhrif
á þig. En þau eru mörg afrekin þín
á langri ævigöngu, það hefur ekki
verið létt verk að koma ellefu börn-
um til manns, mörg hafa verið
verkefnin sem þú hefur tekið að
þér til að sjá fjölskyldunni far-
borða. Þú náðir tæplega níutíu og
fimm ára aldri, sem er ótrúlegt af-
rek, heyrn og sjón voru þér fjötur
um fót síðustu árin en heilsu-
hraustur varstu og tókst þína
morgungöngu allt til loka síðasta
árs.
Þið mamma skiljið eftir ykkur
130 afkomendur og enn fjölgar í
hópnum.
Þú sagðir að þinn happafengur í
lífinu hafi verið Lauga sem enda-
laust dró þig út úr þægindaramma
þínum hin síðari ár búskapar ykk-
ar. Það var ekki létt verk þegar
hún taldi þig á hugmyndina um að
flytjast búferlum til Spánar eftir að
þið komust á heldri manna aldur,
þú tíndir allt til sem gæti gert
ákvörðunina ómögulega, ferðirnar
þínar niður á bryggju, briddsinn í
Valafelli, en að endingu léstu til
leiðast.
Þessi ákvörðun var ykkur mikið
gæfuspor í lífinu, þið nutuð ykkar
vel í Las Mimosas á Spáni, strönd-
in heillaði, göngutúrarnir, ferða-
lögin, samveran með vinum og fjöl-
skyldu urðu gæðastundir.
Það var mikil gleði fyrir okkur
þegar þið tókuð þá ákvörðun að
flytja í Hveragerði eftir dvölina á
Spáni. Margt var skrafað, brallað
og mikið hlegið, ykkur leið vel í
samfélaginu í Lækjarbrúninni. Þú
varst afar duglegur í morgungöng-
um þar líka, hvern morgun var far-
ið og Fréttablaðið sótt en það var
ekki bara blaðið fyrir ykkur, þú
fórst líka með blaðið í bréfalúgu
næstu nágranna ykkar. Eftir
blaðaútburðinn var sest út í bíl og
hlustað á fréttir dagsins, heyrninni
var farið að hraka og ekki vildir þú
stilla útvarpið hátt inni í húsi með-
an Lauga var enn sofandi, um-
hyggja þín fyrir henni var alltaf til
staðar. Eflaust var þetta dýrasta
útvarp landsins því þú varst á þess-
um tíma hættur að keyra bílinn.
Elsku pabbi minn og kæri vinur,
það var líka undurfallegt að fylgj-
ast með þér huga að sumarblóm-
unum sem við ræktuðum og gáfum
ykkur öll árin ykkar hér, þú hugs-
aðir ávallt svo vel um þau, vökvaðir
og nærðir af umhyggju og kær-
leika. Þín blóm voru alltaf blómleg-
ust og fallegust og lifðu langt inn í
haustið.
Faðmur þinn var stór og rúmaði
allt og alla, hlýjan þín, kærleikur
og ást umvafði okkur, dætur okkar
og barnabörn nutu umhyggju
þinnar. Fyrir þessar stundir og
samveru þökkum við öll. Nú við
leiðarlok þökkum við þér, elsku
pabbi og kæri vinur, fyrir dásam-
lega samfylgd, megi góður guð og
guðs englar geyma þig að eilífu,
bestu þakkir fyrir allt.
Þinn sonur og tengdadóttir,
Sigurður og Herdís.
Fyrstu kynni mín af Agli Guð-
mundssyni voru þegar við Silla
vorum farin að hittast og ég hafði
mannað mig í að hringja í dóttur
hans og spyrja eftir Sillu. Egill
svaraði: „Það býr engin Silla hér!“
og skellti á. Ég hélt ég hefði hringt
í vitlaust númer og hringdi aftur en
fékk sama svarið: „Það býr engin
Silla hér.“ Í þriðja skiptið fékk ég
svo svarið: „Það býr engin Silla
hér, hún heitir Sigurlaug!“
Þannig hófst samband okkar
tengdapabba sem stóð allt fram á
andlát hans. Þegar ég var farinn að
venja komur mína á heimili Egils
og Laugu þá sá maður að Egill,
þessi grófi og stundum orðljóti og
harði kall horfði á Húsið á Slétt-
unni með vasaklút því hann grét
yfir þessum þáttum. Þá áttaði ég
mig á að undir hörðum skráp var
ljúf og viðkvæm sál sem ekki mátti
neitt aumt sjá.
Helstu minningar mínar um
Egil eru tengdar veiðiferðum.
Hann fór með mig í mína fyrstu
veiðiferð í Haukadalsá ásamt bróð-
ur sínum, Jónasi. Þar kynnist ég
því að veiða lax og hefur það verið
ólæknandi della alla tíð síðan.
Helst man ég þó eftir þeim bræðr-
um í kvöldmatnum þar sem þeir
höfðu samið við kokkinn um að
sjóða laxahausa fyrir sig, sem þeir
átu svo með mikilli ánægju og
ákefð. Svipurinn á Svisslendingun-
um sem þarna voru gleymist aldr-
ei.
Margar veiðiferðinar áttum við
eftir að fara saman og endalaust til
af skemmtisögum um þær. En Eg-
ill var veiðimaður af gamla skól-
anum, kappið í honum var mikið og
stóð hann alltaf manna lengst og
gafst aldrei upp. Allt fram til síð-
ustu veiðiferðar, sem átti að vera
þegar hann var níræður, stóð hann
manna lengst úti í á og veiddi sína
fiska. En eins og í bíómyndunum
varð framhald og Allra síðustu
veiðiferðina fórum við 2019. Þær
verða víst ekki fleiri hérna megin
alla vega, og vonandi ertu,
Egill minn, kominn til fundar
við eiginkonuna og til endalausra
veiðilenda með nóg af sumri og fal-
legum fiskum.
Ingólfur Gauti Ingvarsson.
Elsku stóri, sterki, mjúki, ljúfi
afi minn og langafi barnanna
minna.
Minningar um þig og tímann
okkar saman eru mér dýrmætar.
Að fá að alast upp í litlu bæjar-
félagi umkringd fjölskyldu voru al-
gjör forréttindi en það er þér og
ömmu að þakka. Í Vallholtinu búa
margar minningar, þar mótaðir þú
okkur og sé ég mikið af þér í
frændfólkinu mínu.
Minningar um kitlið í maganum,
að vita að þú ert að labba inn og við
sitjum í stólnum þínum að horfa á
sjónvarpið. Kitlið sem magnast
með hverju skrefi … hvað segir
afi… „Hvað eruð þið að gera?“
rymur í þér og við hlaupum í burtu
tístandi. Þeir sem þekkja þig kann-
ast við þessa hlið á þér en ekki allir
vita af brosinu sem læðist svo fram
þegar enginn sér. Þú elskaðir að
hrekkja smá og hefur það erfst
áfram. Ég sé kitlið magnast í mag-
anum á Gabríel syni mínum þegar
Gústi sonur þinn mætir inn í her-
bergi og þá hugsa ég til þín.
Ég er þakklát fyrir seinustu
Egill Guðmundsson heimsóknina mína þótt hún hafi
verið erfið, ég strauk þér um hárið
og þú hallaðir þér að mér. Ég fann
fyrir styrk þínum og þrjósku og ég
sagði þér að fara að hvíla þig. Ég
kvaddi þig og næstu dagar urðu
þínir seinustu. Það er erfiður raun-
veruleiki að geta ekki komið í
heimsókn en ég hugsa um fallegu
tímana, skemmtilegu samtölin og
ástina sem ég, maki og börn feng-
um frá ykkur.
Elska þig, elsku besti afi, knús-
aðu ömmu frá okkur.
Erla Rún Ingólfsdóttir.
Elsku afi.
Takk fyrir að hafa verið afi
minn, þín verður saknað en í minn-
ingum okkar muntu lifa. Ég man
svo vel eftir heimsóknum til ykkar í
Ólafsvík á sumrin sem og seinna
meir í Hveragerði. Alltaf tókuð þið
á móti okkur með opnum örmum
og glitri í augum sem var engu líkt.
Ég mun sakna góðu lyktarinnar
þegar ég knúsaði ykkur, það var
alltaf einhver lykt sem vakti hjá
mér ró og öryggi. Það var líf og fjör
í kringum ykkur en jiii stríðnin og
lætin voru stundum svo mikil að
stundum hélt ég að allir væru að
rífast, en það lá ansi grunnt og
stutt í hlátur.
Mér er mjög minnisstæður einn
dagur þegar við vorum einar hjá
þér í Ólafsvík þegar við vorum litl-
ar. Amma var eitthvað upptekin
þennan daginn og þú ákvaðst að
dekra við okkur. Við fengum egg
og beikon í morgunmat og nauta-
kjöt í hádeginu, þú lést eins og við
værum að stelast því svona matur
væri alveg spari. Þú náðir að gera
eitthvað jafn ómerkilegt og morg-
unmat og hádegismat að minningu
um eitthvað einstakt sem við upp-
lifðum saman, bara við saman að
stelast.
Það var líka gaman að fara með
þér út að borða, eitt sinn þegar ég
var örugglega ekki orðin tíu ára,
fórum við öll á föstudeginum langa
fínt út að borða. Í minningu minni
var þetta leeeengsti föstudagurinn
langi sem ég hafði upplifað. Ég
man að ég og Auður vorum alveg
frekar erfiðar því erfitt var að fá
barnamáltíð sem okkur líkaði og
okkur fannst nú ekkert varið í
þennan fullorðinsmat sem átti að
vera á boðstólum. Mamma og
pabbi voru orðin ansi pirruð á okk-
ur, en loks náðist eitthvert sam-
komulag um matarpöntun. Þá kom
að löngu biðinni … þú reyndir að
halda okkur glöðum á meðan við
biðum í marga daga eftir matnum
(eða mínútur, klukkustundir hver
veit…). Þú sparaðir ekki að lýsa yf-
ir hungri þínu og löngum af-
greiðslutíma og studdir okkur Auði
í að þetta pjatt væri nú óþarft. Ég
var svo ánægð með þig og stuðn-
inginn og að þegar þú loks fékkst
matinn fussaðirðu og sveiaðir yfir
matnum og sagðir að þetta væri
ekki nóg upp í nösina á ketti og
bentir á kjötið og baunirnar þrjár á
fallega skreytta diskinum. Mér
fannst þú þarna hafa tekið upp
hanskann fyrir mig og Auði og
staðið með skjátunum þínum í
þessu óréttlæti lífsins að þurfa að
fara út að borða á fínan veitinga-
stað. Það var ljúft að eiga þig að
elsku afi.
Hvíldu í friði elsku afi minn,
sjáumst síðar í sumarlandinu.
Ásta Heiða.
Ef einhver var hrjúfur að utan
og mjúkur að innan var það afi
okkar. Mýkstur – væri öllu heldur
betra orð. Afi gat skotið á mann allt
að því hart, en svo sást í góðlátlegt
glottið og ástúðina sem skein frá
honum. Það gat verið stressandi
verkefni að hella upp á kaffi fyrir
hann því það mátti alls ekki misfar-
ast.
Við áttum dýrmætar stundir
saman með ömmu og afa í Hvera-
gerði, þegar nálægðin gerði það
auðveldara að heimsækja þau.
Hvítvín úti á palli, egg, beikon og
kaffi inni í eldhúsi, lúrar í sófan-
um, rökræður um hvort mætti
láta hurðina standa smá opna eða
hvort það myndi hleypa músunum
inn. Afi elskaði þegar við heim-
sóttum þau og bað okkur um að
koma oftar og staldra lengur við –
að hans sögn því ömmu þætti svo
gaman að tala við okkur en afa
leiddist nú ekki að hafa fé-
lagsskap í húsinu.
Það var stutt í að afi hefði getað
haldið upp á 95 ára afmæli. Hann
átti langt og fallegt líf – amma tal-
aði sjálf mikið um hvað þau hefði
verið heppin. Hann augljóslega
elskaði ömmu ótrúlega heitt og
eiga þau yfir 100 afkomendur –
geri aðrir betur. Lífið var því fullt
af ást og samveru, börnum og
knúsum, kökum og kaffi. Takk
fyrir allt, afi, þú varst manna best-
ur og þín verður sárt saknað.
Sigurbjörg Elín Hólm-
arsdóttir, Bjarni Viðar Hólm-
arsson, Steinar Bjarki Hólm-
arsson og Guttormur Einar
Hólmarsson.
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
✝
Agnar Jónsson
fæddist í
Reykjavík 17. júní
1939. Hann lést 14.
febrúar 2022.
Agnar var sonur
hjónanna Jóns
Þórðarsonar
endurskoðanda, f.
7.1. 1915, d. 23.5.
1973, og Sig-
urveigar Þóru
Kristmannsdóttur
húsfreyju, f. 7.1. 1921, d. 13.4.
1997.
Agnar eignaðist fimm börn.
Elstur er Róbert Birgir, móðir
hans var Helga Loftsdóttir.
Eiginkona Róberts er Anna
hennar er Hans Óli Rafnsson
og eiga þau tvö börn. Agnar
átti 21 langafabarn. Agnar og
Hanna Greta skildu.
Agnar ólst upp í Reykjavík,
hann lauk námi í vélvirkjun frá
Iðnskólanum í Reykjavík og
starfaði lengst af við viðgerðir
og viðhald véla bæði til sjós og
lands. Síðustu starfsárin starf-
aði hann sem hafnarvörður.
Hann flutti til Fáskrúðsfjarðar
árið 1970 og bjó þar allar göt-
ur síðan utan síðasta ár er
hann bjó á Egilsstöðum.
Eftirlifandi sambýliskona
Agnars er Jóna Gunnarsdóttir.
Minningarathöfn verður
haldin í Fossvogskirkju í dag,
1. apríl 2022, klukkan 10.
Útförin fer fram frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju 23. apríl
2022 klukkan 14.
Björnsdóttir og
eiga þau þrjú börn.
Agnar kvæntist
Hönnu Gretu Hall-
dórsdóttur og
eignuðust þau
fjögur börn: Sig-
urveig Rósa, eig-
inmaður hennar er
Þorgrímur Sverr-
isson og eiga þau
þrjár dætur. Ævar
Ingi, eiginkona
hans er Rakel Gunnþórsdóttir
og eiga þau þrjár dætur. Jó-
hanna María, eiginmaður
hennar er Unnsteinn Kárason
og eiga þau tvær dætur og
Berglind Ósk, eiginmaður
Faðir minn er látinn. Það eru
örlög okkar allra. Hefði samt viljað
að hann hefði verið með okkur að-
eins lengur, því hann var mikill
vinur minn og öllum gleðigjafi.
Ég kynntist föður mínum ekki
að neinu ráði fyrr en ég var 25 ára
og fluttur með fjölskyldunni í Mý-
vatnssveit. Mánuði eftir komu okk-
ar þangað, lagði lítil fjölskylda land
undir fót og ók sem leið lá úr sveit-
inni fögru til Fáskrúðsfjarðar. Erf-
iða vetrarferð. En vetur breyttist í
sumar við að heimsækja föður
minn og fjölskyldu austur þar. Eft-
ir það urðu samskiptin meiri og
gáfu mér og minni fjölskyldu mik-
ið.
Faðir minn hafði átt við alls
kyns veikindi í mörg hin seinni ár.
En alltaf reyndi hann að leyna líð-
an sinni og aðspurður var hann
alltaf ágætur, þó líðanin væri ekki
góð. Hann vildi ekki vera byrði á
neinum. Bara að gefa af sér til
samferðamanna sinna. Hann átti
góða konu, hana Jónu, sem elskaði
hann og studdi með ráð og dáð í
gegnum súrt og sætt. Jóna var svo
sannarlega hans gæfa í lífinu síð-
ustu áratugina.
Börnin mín og barnabörn elsk-
uðu föður minn mikið. Hann gaf
sér allan tímann í heiminum til að
tala við þau og skemmta þeim,
þegar hann hitti þau. Þau muna
svo sannarlega eftir honum afa
sínum og langafa.
Faðir minn var gefinn fyrir tón-
list, spilaði á hljóðfæri og söng.
Stærstan hlut ævinnar bjó hann og
starfaði á Fáskrúðsfirði og var
mikill Austfirðingur, þó hann væri
fæddur og uppalinn í Reykjavík.
Það átti vel við hann að búa í fá-
menninu, þar sem fólk er meira
manneskjur en kennitölur. Í fá-
menninu eru í raun fleiri tækifæri
til að kynnast alls kyns menning-
ar- og félagsstarfi, því þar verða
menn að vera þátttakendur, ekki
aðeins áhorfendur. Faðir minn var
svo sannarlega þátttakandi.
Eiginkona mín, börn, barna-
börn og tengdabörn minnast
elskulegs föður, tengdaföður, afa
og langafa af mikilli hlýju. Við
munum öll sakna góðu samveru-
stundanna.
Nú þögn er yfir þinni önd
og þrotinn lífsins kraftur
í samvistum á sæluströnd
við sjáumst bráðum aftur.
(Ingvar N. Pálsson)
Farðu í friði.
Róbert Birgir Agnarsson.
Minningarnar hrannast upp nú
þegar komið er að leiðarlokum.
Efst er í huga mér þakklæti. Lífið
hefur ekki alltaf verið auðvelt en
alltaf hefur minn kæri pabbi lent á
fótunum.
Ef ég ætti að lýsa pabba með
einu orði þá yrði það lífsgleði. Það
var aldrei leiðinlegt að eiga stundir
með pabba. Margar æskuminning-
ar á ég þar sem mikið var sungið
og hlegið við eldhúsborðið heima á
Hlíðargötu eða í lautarferðum inní
sveit með nesti, svo ég tali nú ekki
um allar svaðilfarirnar sem við
lentum í þegar verið var að ferðast
á gamla skodanum sem bilaði alla
vega einu sinni í hverju ferðalagi.
Það flotta við það var að pabbi gat
alltaf reddað okkur aftur af stað.
Hann var alveg einstaklega fjöl-
hæfur maður og sem barn taldi ég
að það væri bara ekkert í veröld-
inni sem pabbi minn gæti ekki
gert. Pabbi fékk alveg sinn skerf af
veikindum á seinni árum en með
einstakri umönnun Jónu sambýlis-
konu hans þá hefur hann staðið af
sér hvert veikinda áfallið á fætur
öðru. Þegar kom að leiðarlokum þá
fékk pabbi að fara eins og hann
vildi, á snarpan hátt, var að búa sig
undir ferðalag heim þegar ákvörð-
unarstaðurinn skyndilega breytt-
ist.
Með þakklæti og ástúð kveð ég
elsku pabba minn.
Jóhanna María.
Með Agnari Jónssyni er geng-
inn vænn maður. Við kynnumst
honum fyrir rúmum 30 árum þeg-
ar hann og Jóna Gunnarsdóttir
fóru að búa saman á Borgarstíg 1 á
Fáskrúðsfirði. Það var alltaf gott
og gefandi að hitta þau og gestrisni
þeirra viðbrugðið. Það var margt
hægt að spjalla við Agnar enda var
hann viðræðugóður, víðsýnn og
inni í mörgum málum. Það var allt-
af stutt í húmorinn hjá Agnari og
hann lagði sig fram um að hafa
léttleika í öllum okkar samskipt-
um. Barnabörnin okkar fóru ekki á
mis við glettnina og hann gaf sig
sérstaklega að þeim, tilbúinn að
leika og spjalla.
Við fylgdumst með honum í
starfi með eldri borgurum á Fá-
skrúðsfirði. Hann kom að því starfi
á ýmsan hátt, t.d. las hann og söng
um árabil fyrir heimilisfólkið á
Uppsölum. Í gegnum árin naut
Sigurbjörg móðir mín góðs af
hjálpsemi Agnars, hann aðstoðaði
hana hvenær sem hún þurfti á því
að halda og hann lét sér mjög annt
um líðan hennar og velferð. Fyrir
það færum við honum sérstakar
þakkir.
Agnar var einstaklega handlag-
inn maður og má segja að allt hafi
leikið í höndunum á honum. Hann
var útsjónarsamur og snyrtilegur í
allri vinnu. Það var sama hvort
hann var að gera við bíla, smíða og
gera við heima hjá sér enda lögðu
þau alúð í allt viðhald, bæði innan-
dyra og utan.
Í gegnum mörg ár fylgdumst
við með Agnari glíma við erfið og
margs konar veikindi. Oft fannst
manni tæpt standa en hann tók
erfiðum veikindum sínum af æðru-
leysi og allt fram til þess síðasta
tókst honum á undraverðan hátt
að ná bata og halda áfram. Ekki
má gleyma aðkomu Jónu, hún var
hans stoð og stytta í gegnum öll
hans veikindi, vakin og sofin yfir
velferð hans. En nú í febrúar tókst
Agnari ekki að vinna bug á veik-
indum sínum. Nú hefur Agnar
fengið hvíldina en minningin um
vænan mann mun lifa í hjörtum
okkar.
Við þökkum Agnari fyrir marg-
ar góðar og gefandi samveru-
stundir og við munum ávallt minn-
ast hans með hlýhug.
Elsku Jóna og fjölskylda, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Agnars Jónssonar.
Hörður Gunnarsson og
Fanný Gunnarsdóttir.
Nú þegar við kveðjum góðan
vin okkar koma upp í hugann góðu
Agnar Jónsson