Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 15

Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 Öryggissveitir Ísraela felldu í gær tvo Palestínumenn og særðu 15 í borginni Jenín á Vesturbakkanum, en aðgerðir þeirra voru svar við þremur nýlegum árásum á Ísrael. Ellefu Ísraelar hafa nú fallið í árásum Palestínumanna frá 22. mars. Á þriðjudaginn hóf Palest- ínumaður skothríð í borginni Bnei Brak með M-16-riffli, og drap hann tvo Ísraelsmenn, tvo Úkraínumenn og ísraelskan lögreglumann af arabaættum. Lögreglumaðurinn, hinn 32 ára gamli Amir Khoury, var borinn til grafar í gær, og var fjöl- menni við útför hans. Tvær af árás- unum þremur eru sagðar hafa verið raktar til hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. 31 var handtekinn í aðgerðum Ísraelsmanna í gærmorgun, þar af þrír í þorpinu Yabad, en árásarmað- urinn í Bnei Brak var ættaður það- an. Þeir sem féllu reyndu hins vegar að komast undan handtöku og hófu skothríð að öryggissveitum Ísr- aelsmanna, sem svöruðu henni með þeim afleiðingum að mennirnir létu lífið. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu sagði að mennirnir tveir hefðu verið hinn 17 ára gamli Sanad Abu Attia og Yazid Al-Saadi, sem var 23 ára. Fylgdi hópur Palestínumanna líkum þeirra um Jenín og skutu af hríð- skotarifflum í loftið. Þriðji Palestínumaðurinn var svo felldur skammt sunnan Betlehem eftir að hann stakk Ísraelsmann með skrúfjárni í strætisvagni. Skaut óbreyttur borgari í vagninum mann- inn til bana. Fórnarlamb hans var flutt á Shaare Zedek-sjúkrahúsið í Jerúsalem, og var hann sagður í al- varlegu en stöðugu ástandi. AFP Útför Lögreglukona fellir tár við út- för lögreglumannsins Amir Khoury, sem féll í árásinni á þriðjudag. Hrina ofbeldis á Vesturbakkanum - Þrír Palestínumenn felldir í gær Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að þau myndu ekki láta „kúga“ sig eftir að Vladimír Pútín Rúss- landsforseti tilkynnti að „óvinveitt ríki“ þyrftu frá og með deginum í dag að greiða fyrir jarðgas frá Rúss- landi í rúblum. „Þau verða að opna rúblu-reikn- inga í rússneskum bönkum,“ sagði Pútín á ríkisstjórnarfundi, sem sýndur var í beinni sjónvarpsútsend- ingu, og bætti við að allar greiðslur fyrir jarðgassendingar Rússa yrðu að koma frá þeim reikningum. „Ef ekki er greitt þannig munum við líta á það sem samningsbrot af hálfu viðskiptavina okkar með öllum meðfylgjandi afleiðingum,“ sagði Pútín. „Enginn selur okkur neitt ókeypis og við munum ekki stunda góðgerðarstörf,“ sagði Pútín og bætti við að það þýddi að núgildandi samningar yrðu stöðvaðir. Samkvæmt tilskipun, sem Pútín undirritaði í gær, verða allar greiðslur að fara í gegnum Gazprom- banka, sem er dótturfélag rússneska ríkisorkufyrirtækisins Gazprom. Búa sig undir orkuskort Olaf Scholz Þýskalandskanslari sagði í gær að Þjóðverjar hygðust áfram greiða fyrir jarðgasið í evrum, líkt og samningar kvæðu á um, en Scholz greindi Pútín frá þeirri af- stöðu Þjóðverja símleiðis á miðviku- daginn. Þá sagði Bruno Le Maire, efna- hagsráðherra Frakklands, að Frakkar og Þjóðverjar væru nú að undirbúa sig fyrir þann möguleika að Rússar muni stöðva sendingar á jarðgasi til Evrópu. „Sú staða gæti komið upp [í dag] þar sem ekkert rússneskt gas er í boði. Við verðum að undirbúa okkur fyrir þessar sviðsmyndir,“ sagði Le Maire, en hann fundaði í Berlín í gær með Robert Habeck, efnahagsráð- herra Þýskalands. Bretar lýstu einnig yfir að þeir hygðust virða hótanir Pútíns að vett- ugi, en rússneskt jarðgas uppfyllir einungis um 4% af orkuþörf Breta. Sagði Boris Johnson, forsætisráð- herra Breta, að það yrði ekki einu sinni rætt að Bretar myndu greiða fyrir gasið í rúblum. Þjóðverjar og Austurríkismenn tilkynntu í fyrradag að þeir hefðu virkjað neyðarstig um orkuskort, en í því felst að stjórnvöld ríkjanna tveggja munu fylgjast náið með birgðastöðu sinni. Neyðaráætlun Þýskalands er í þremur stigum, en á efsta stigi hefur ríkisstjórnin heimild til að hefja skömmtun á raforku. Hefði ríkis- stjórnin þá jafnframt heimild til að setja sjúkrahús og heimili í forgang. Samkeppnisyfirvöld Evrópusam- bandsins létu gera húsleit á skrif- stofum Gazprom í Þýskalandi í gær, en grunur leikur á að fyrirtækið hafi beitt markaðsmisnotkun til þess að ýta upp orkuverði í Evrópu fyrr í vetur. Sagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að húsleit hefði verið gerð í nokkrum fyrirtækjum í Þýskalandi sem séð hefðu um flutn- ing, geymslu og sölu jarðgass. Úkra- ínumenn sendu í desember síðast- liðnum formlega kvörtun til sambandsins vegna Gazprom, og sögðu þá aðgerðir fyrirtækisins hafa neikvæð áhrif á alla Evrópu. Gazprom sér nú um u.þ.b. 40% af orkuþörf aðildarríkja Evrópusam- bandsins. Flytja sig frá Tsérnóbyl Úkraínska kjarnorkufyrirtækið Energoatom sagði í gær að rúss- neskir hermenn hefðu hafið brott- flutning frá Tsérnóbyl-kjarnorku- verinu, sem þeir hertóku á fyrsta degi innrásarinnar. Fóru hermenn Rússa í tveimur röðum og gengu í átt að landamærum Úkraínu og Hvíta- Rússlands, og var einungis lítill varðflokkur eftir í verinu. Þá voru einnig teikn á lofti um að hermenn sem sátu um bæinn Slavu- tits væru að draga sig í hlé, en þar búa þeir starfsmenn orkuversins, sem þurfa að huga að því að fyllsta öryggis sé gætt. Rússar hafa lýst því yfir að þeir ætli að draga úr hernaðaraðgerðum sínum í norðurhluta landsins, en tal- ið er að þeir muni nú leggja mestan þunga á að hertaka Donbass-héruðin tvö, Donetsk og Luhansk. Gagn- sóknir Úkraínumanna í nágrenni Kænugarðs hafa þótt ganga vel, og er talið mögulegt að brottflutning- urinn tengist því, auk þess sem Rússar eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli í innrásinni til þessa. Rússum hefur hins vegar gengið betur í suðurhluta landsins, og sagði bæjarstjóri Maríupol að hersveitir þeirra væru nú mjög nærri miðbæ borgarinnar. Rússar lýstu því yfir í gærmorgun að þeir myndu virða vopnahlé í ná- grenni borgarinnar og ákváðu stjórnvöld í Kænugarði að senda 45 rútur til borgarinnar til að freista þess að flytja á brott óbreytta borg- ara frá Maríupol. Úkraínumenn sök- uðu hins vegar Rússa í gærkvöldi um að hafa gert árás á fimm af rútunum sem voru á leiðinni til Maríupol, með þeim afleiðingum að einn lést og fimm særðust. Sagðist Rauði krossinn í yfirlýs- ingu vera reiðubúinn til þess að stýra brottflutningi frá Maríupol í dag ef Rússar og Úkraínumenn gætu kom- ið sér saman um leiðina og lengd vopnahlésins. Nýr hvati í varnarmálum Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að innrás Rússa hefði skapað nýjan hvata hjá bandalags- ríkjunum til þess að verja meiru til varnarmála. Stoltenberg kynnti í gær árs- skýrslu NATO fyrir síðasta ár, en þar kom fram að einungis átta af bandalagsríkjunum 30 hefðu varið að minnsta kosti 2% af þjóðarfram- leiðslu sinni til varnarmála, en ríkin hafa skuldbundið sig til þess að ná því takmarki fyrir árið 2024. Hafði þeim ríkjum þá fækkað úr ellefu frá árinu 2020. Stoltenberg sagði hins vegar að innrásin hefði skapað „nýjan veru- leika í varnarmálum“ og að banda- lagsríkin myndu nú mæta þeim áskorunum sem honum fylgdu. Þjóðverjar hafa til dæmis lýst því yfir að þeir muni verja 100 milljörð- um evra til varnarmála vegna inn- rásarinnar, eða sem nemur um 14.200 milljörðum íslenskra króna. Mun sú fjárhæð duga til að Þjóðverj- ar nái 2% markinu, en þeir hafa lengi þótt draga lappirnar í varnarmálum. Stoltenberg benti einnig á að Dan- ir, Pólverjar og Rúmenar hefðu heit- ið því að ná markmiðinu á þessu ári. „Þegar þetta er tekið saman, skiptir þetta heilmiklu máli,“ sagði Stolten- berg. Bætti hann við að öll banda- lagsríkin áttuðu sig nú á þörfinni á að sinna varnarmálum. Hafna kröfu um greiðslu í rúblum - Pútín hótar að stöðva sendingar á jarðgasi til „óvinveittra ríkja“ nema þau greiði í rúblum - Frakkar og Þjóðverjar búa sig undir orkuskort - Freista brottflutnings óbreyttra borgara frá Maríupol í dag AFP/Fadel Senna Úr skotgröfunum Úkraínskur hermaður stígur upp úr skotgröf í nágrenni Karkív í austurhluta Úkraínu. Ræstingar og tengd þjónusta er okkar sérgrein Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 solarehf.is | solarehf@solarehf.is Hafðu samband og við gerum fyrir þig þarfagreiningu og tilboð án allra skuldbindinga. Allt á einum stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.