Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 35
skiptingar eftir að kórónuveirufarald-
urinn fór af stað og farið hefur verið
eftir því víðast hvar, nema í ensku úr-
valsdeildinni þar sem ákveðið var að
snúa aftur til fyrra horfs fyrir yfir-
standandi tímabil.
_ Kristján Örn Kristjánsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, leikur
áfram með franska liðinu Aix næstu
tvö árin. Kristján, sem er 24 ára, er að
ljúka sínu öðru tímabili hjá félaginu en
hann hefur skrifað undir nýjan samn-
ing sem gildir til sumarsins 2024.
_ Vonir standa til þess að Trent Alex-
ander-Arnold, bakvörður enska knatt-
spyrnufélagsins Liverpool, verði klár í
slaginn á nýjan leik þegar Liverpool
heimsækir Manchester City í stórleik
ensku úrvals-
deildarinnar
hinn 10. apríl.
Bakvörðurinn,
sem er 23 ára
gamall, þurfti að
draga sig úr
enska landsliðs-
hópnum í mars-
mánuði vegna
meiðsla aftan í læri. Liverpool og City
heyja harða baráttu á toppi ensku úr-
valsdeildarinnar en City er með 70 stig
í efsta sætinu á meðan Liverpool er
með 69 stig í öðru sætinu þegar níu
umferðir eru eftir af tímabilinu.
_ Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur sent
frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um
framtíð þjóðarleikvanga fyrir landslið
Íslands. Ekki er gert ráð fyrir þjóðar-
leikvöngum í íþróttum í nýrri fjármála-
áætlun ríkisstjórnarinnar sem var
opinberuð í vikunni. Þá kemur einnig
fram í áætluninni að enn sem komið er
séu þessi áform á byrjunarstigi og að
endanlegt umfang framkvæmdanna
liggi ekki fyrir. „Framkvæmdastjórn ÍSÍ
telur það algerlega óásættanlegt ef
ekki verður unnt að hefja á þessu ári
undirbúning að byggingu þjóðarleik-
vanga og leggja þannig af stað í þá
vegferð sem nauðsynleg er til að
tryggja að íslensk landslið geti keppt á
löglegum heimavöllum á Íslandi á allra
næstu árum,“ segir meðal annars í
yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni
á mbl.is/sport.
_ Ármann leikur til úrslita um sæti í
efstu deild eftir
öruggan sigur
gegn Hamri-Þór í
fjórða leik liðanna
í undanúrslitum 1.
deildar kvenna í
körfuknattleik í
Hveragerði í gær.
Leiknum lauk með
82:71-sigri Ár-
manns en Sandjah Bimpa átti stórleik
fyrir Ármann, skoraði 40 stig og tók 21
frákast. Helga María Janusdóttir var
stigahæst í liði Hamars-Þórs með 18
stig og fimm fráköst. Ármann vann
einvígið 3:1 og mætir annaðhvort ÍR
eða KR í úrslitaeinvígi um sæti í efstu
deild en ÍR og KR mætast í oddaleik
um sæti í úrslitum í TM-hellinum í
Breiðholti á morgun.
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
Það var áhugavert að fylgjast
með vináttulandsleik Spánar og
Íslands í La Coruna á Spáni á síð-
asta þriðjudag.
Íslenska liðið átti aldrei
möguleika gegn sterku liði Spán-
verja og voru yfirburðir spænska
liðsins vægast sagt skuggalegir.
Spánverjar voru 80% með bolt-
ann í leiknum og áttu fimmtán
marktilraunir gegn einni mark-
tilraun Íslands.
Þá áttu Spánverjar 888 send-
ingar í leiknum á meðan Ísland
átti 169 sendingar en íslenska
liðið var í vandræðum með að
tengja tvær til þrjár sendingar á
milli manna allan leikinn.
Maður getur ekki annað en
velt því fyrir sér hver tilgang-
urinn sé með því að spila gegn
svona sterku og vel spilandi liði
eins og Spánverjum. Íslenska lið-
ið er að ganga í gegnum mikla
endurnýjun og allt það. Þjálf-
arinn er að reyna að koma sinni
hugmyndafræði að með unga og
reynslulitla leikmenn í liðinu.
Það voru margir jákvæðir
punktar hjá íslenska liðinu í
leiknum gegn Finnlandi í Murcia
á laugardaginn síðasta. Íslenska
liðið skoraði frábært mark eftir
mjög góðan spilkafla og það var
klárt mál að leikmenn og þjálf-
arar gátu tekið margt mjög já-
kvætt með sér úr þeim leik.
Það sama verður ekki sagt
um Spánverjaleikinn sem var
jafnframt síðasti leikur liðsins
fyrir átökin í Þjóðadeildinni sem
hefst í júní. Það verður því
áhugavert að sjá hvernig leik-
menn mæta stemmdir í komandi
landsleikjaverkefni eftir hálf-
gerða niðurlægingu gegn Spáni.
Kannski hefði mátt spila
gegn talsvert lakari andstæðingi
en Spánverjum í þessum síðasta
landsleik fyrir júnígluggann, með
það fyrir augum að fá leikmenn
inn í næsta verkefni með sjálfs-
traustið á góðum stað.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Lindbom var stigahæstur Vestur-
bæinga með 17 stig og níu fráköst.
Þrátt fyrir tapið tókst KR að
tryggja sér sæti í úrslitakeppninni
en liðið endaði í áttunda sætinu með
20 stig.
_ Taiwo Badmus var stigahæstur
Tindastóls þegar liðið vann 99:72-
sigur gegn Þór frá Akureyri í Síkinu
á Sauðárkróki.
Javon Bess skoraði 22 stig og tók
sex fráköst fyrir Tindastól en Baldur
Örn Jóhannesson var atkvæðamest-
ur í liði Þórsara með 15 stig og ellefu
fráköst.
Með sigrinum tryggði Tindastóll
sér fjórða sæti deildarinnar og jafn-
framt heimavallarréttinn í úrslita-
keppninni en Þórsarar voru fallnir
úr deildinni fyrir leik gærdagsins.
_ Robert Turner átti stórleik fyrir
Stjörnuna þegar liðið vann nauman
sigur gegn Breiðabliki í Smáranum í
Kópavogi.
Leiknum lauk með 107:105-sigri
Stjörnunnar en Turner skoraði 27
stig og tók tíu fráköst fyrir Garðbæ-
inga.
Shawn Hopkins skoraði 21 stig og
tók átta fráköst fyrir Stjörnuna en
Hilmar Pétursson fór mikinn fyrir
Breiðablik og skoraði 35 stig í leikn-
um, ásamt því að taka fimm fráköst.
Stjarnan endaði í sjötta sætinu
með 26 stig en Breiðablik, sem þurfti
að vinna til þess að tryggja sér sæti í
úrslitakeppninni, endaði í níunda
sætinu með 18 stig.
_ Jordan Semple skoraði 21 stig
og tók átta fráköst fyrir ÍR þegar
liðið vann 92:81-sigur gegn föllnu liði
Vestra á Ísafirði.
Triston Simpson skoraði 15 stig
fyrir ÍR og gaf átta stoðsendingar en
Rubiera Alejandro var stigahæstur
Vestramanna með 20 stig, sjö frá-
köst og átta stoðsendingar.
Hvorugt lið hafði að miklu að
keppa fyrir leik gærdagsins en ÍR
endaði í tíunda sætinu með 16 stig.
_ Úrslitakeppni Íslandsmótsins
hefst þriðjudaginn 5. apríl en í 8-liða
úrslitum mætast Njarðvík og KR,
Þór frá Þorlákshöfn og Grindavík,
Valur og Stjarnan og loks Tindastóll
og Keflavík.
Njarðvík, Þór, Valur og Tindastóll
eru með heimavallarréttinn í úrslita-
keppninni þar sem liðin enduðu í
efstu fjórum sætum deildarinnar en
vinna þarf þrjá leiki til þess að
tryggja sér sæti í undanúrslitum Ís-
landsmótsins.
Njarðvík deildarmeistari
- Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn þurftu að sætta sig við annað sætið
- Valur tryggði sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni með sigri gegn KR
Morgunblaðið/Skúli B. Sig.
Fyrirliðar Ólafur Helgi Jónsson og Logi Gunnarsson hefja deildarmeistarabikarinn á loft í Ljónagryfjunni í gær.
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Njarðvík er deildarmeistari karla í
körfuknattleik eftir fimm stiga sigur
gegn Keflavík í lokaumferð úrvals-
deildarinnar, Subway-deildarinnar, í
Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær.
Njarðvík endaði með 34 stig í efsta
sæti deildarinnar, líkt og Þór frá
Þorlákshöfn, en Njarðvík var með
betri innbyrðis viðureign á Þórsara
og stóð því uppi sem deildarmeistari.
Dedrick Basile átti stórleik fyrir
Njarðvík, skoraði 25 stig, tók sjö frá-
köst og gaf átta stoðsendingar en
leiknum lauk með 98:93-sigri Njarð-
víkinga.
Fotios Lampopoulos skoraði 23
stig fyrir Njarðvík og tók níu frá-
köst. Jaka Brodnik skoraði 24 stig
fyrir Keflavík sem endaði í fimmta
sæti deildarinnar með 28 stig.
_ Davíð Arnar Ágústsson var
stigahæstur Þórs frá Þorlákshöfn
þegar liðið vann þægilegan sigur
gegn Grindavík í HS Orku-höllinni í
Grindavík.
Leiknum lauk með 105:93-sigri
Þórsara en Davíð Arnar skoraði 23
stig í leiknum og tók þrjú fráköst.
Ronaldas Rutkauskas skoraði 17
stig fyrir Þórsara og tók fimm frá-
köst en Ólafur Ólafsson var at-
kvæðamestur Grindvíkinga með 29
stig, fjögur fráköst og fimm stoð-
sendingar.
Þórsarar ljúka deildarkeppninni
með 34 stig í öðru sætinu en Grinda-
vík endaði í sjöunda sætinu með 22
stig.
_ Valur tryggði sér þriðja sæti
deildarinnar með öruggum sigri
gegn KR á Meistaravöllum í Vest-
urbæ þar sem Pablo Cesar var stiga-
hæstur Valsmanna með 18 stig og
fimm fráköst.
Callum Lawson skoraði 17 stig og
tók sex fráköst fyrir Valsmenn sem
fögnuðu 72:54-sigri en Carl Allan
Meistaradeild kvenna
8-liða úrslit, seinni leikir:
Wolfsburg – Arsenal ............................... 2:0
- Sveindís Jane Jónsdóttir lék fyrstu 79
mínúturnar með Wolfsburg og lagði upp
tvö mörk.
_ Wolfsburg í undanúrslit, 3:1 samanlagt,
og mætir Barcelona.
Lyon – Juventus....................................... 3:1
- Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á sem
varamaður hjá Lyon á 87. mínútu.
_ Lyon í undanúrslit, 4:3 samanlagt, og
mætir París SG.
Danmörk
B-deild, fallkeppnin:
Esbjerg – Hobro....................................... 2:2
- Ísak Óli Ólafsson lék ekki með Esbjerg
vegna meiðsla.
Undankeppni HM karla
Úrslitakeppni N/M-Ameríku:
Kostaríka – Bandaríkin ........................... 2:0
Mexíkó – El Salvador............................... 2:0
Jamaíka – Hondúras ................................ 2:1
Panama – Kanada..................................... 1:0
_ Lokastaðan: Kanada 28, Mexíkó 28,
Bandaríkin 25, Kostaríka 25, Panama 21,
Jamaíka 11, El Salvador 10, Hondúras 4.
_ Kanada, Mexíkó og Bandaríkin fara á
HM í Katar.
_ Kostaríka mætir Nýja-Sjálandi í úrslita-
leik um sæti á HM í Katar.
Bandaríkin
Deildabikar NWSL:
Orlando Pride – Gotham ........................ 0:1
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn með Orlando Pride sem er með eitt
stig eftir þrjá leiki.
B-deild:
New Mexico – Oakland Roots ................ 2:2
- Óttar Magnús Karlsson lék fyrstu 54
mínúturnar með Oakland Roots.
4.$--3795.$
Sveindís Jane Jónsdóttir átti stór-
leik fyrir Wolfsburg þegar liðið
tryggði sér sæti í undanúrslitum
Meistaradeildar kvenna í knatt-
spyrnu með sigri gegn Arsenal í
síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum
keppninnar í Wolfsburg í gær.
Sveindís lagði upp bæði mörk
þýska liðsins í leiknum, á 9. mínútu
og 72. mínútu, en Wolfsburg vann
einvígið samanlagt 3:1. Þýska liðið
mætir Evrópumeisturum Barce-
lona í undanúrslitum en einvígið fer
fram í apríl.
Þá er Lyon komið áfram í undan-
úrslit eftir 3:1-sigur gegn Juventus
í síðari leik liðanna í Lyon. Ada He-
gerberg, Melvine Malard og Cat-
arina Macario skoruðu mörk Lyon í
leiknum en Sara Björk Gunnars-
dóttir kom inn á sem varamaður
hjá franska liðinu á 87. mínútu.
Lyon mætir Frakklandsmeisturum
París SG í undanúrslitum en Lyon
hefur unnið Meistaradeildina sjö
sinnum og oftast allra liða, síðast
árið 2020 eftir sigur gegn Wolfs-
burg í San Sebastián á Spáni.
AFP/Ronny Hartmann
Öflug Sveindís Jane Jónsdóttir, til hægri, í baráttunni við Leah Williamson,
varnarmann Arsenal, í leik Wolfsburg og Arsenal í Meistaradeildinni í gær.
Tvö Íslendingalið
í undanúrslitum