Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 21
✝
Ásta Kristjáns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1. sept-
ember 1931. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Grund 15.
mars 2022. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigríður
Einarsdóttir hús-
móðir og veit-
ingakona, f. 12.
desember 1899 í
Reykjavík, d. 10. júlí 1970, og
Kristján Ebenezerson beykir, f.
27. apríl 1893 í Þernuvík, Ög-
urhreppi, d. 23. júlí 1972. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Systkini Ástu eru Guð-
mundur Magnús, f. 22. mars
1918, d. 1. desember 1996,
Ebenezer Valur, f. 25. janúar
1921, d. 1. febrúar 2009, Einar
Matthías, f. 2. október 1926, d.
4. febrúar 1997 og Valgerður, f.
21. júní 1944.
Ásta giftist 1. nóvember 1952
Einari Ólafs Stefánssyni hús-
Synir þeirra eru a) Kristján Eld-
járn, f. 20. september 1978,
kvæntur Rósu Sif Jónsdóttur, f.
2. júní 1977. Sonur þeirra er
Þorgeir, f. 16. nóvember 2010.
b) Einar, f. 27. maí 1982, kvænt-
ur Steinunni Erlu Kolbeins-
dóttur, f. 30. desember 1984.
Dætur þeirra eru Brynja Dögg,
f. 27. ágúst 2012, og Hildur Rut,
f. 5. nóvember 2015. Dóttir Ein-
ars Ólafs Stefánssonar er Guð-
rún Berglind, f. 9. júlí 1949.
Ásta ólst upp í Skerjafirði og
síðar við Hringbraut í Reykja-
vík. Hún fór ung með foreldrum
sínum á sumrin norður á Siglu-
fjörð og Skagaströnd þar sem
þau störfuðu í síldarvinnslu. Á
unglingsárum starfaði Ásta við
barnagæslu á Kolviðarhóli og
síðar við skrifstofustörf hjá Við-
skiptanefnd. Veturinn 1950 –
1951 var hún við húsmæðraskól-
ann Ósk á Ísafirði. Ásta starfaði
síðan við skrifstofustörf á fast-
eignasölu Sigurðar Pálssonar,
hjá Sjóvátryggingafélagi Ís-
lands og hjá Hlutafélagaskrá.
Útförin verður gerð frá Ás-
kirkju í dag, 1. apríl 2022,
klukkan 15.
gagnabólstara, f.
22. september 1925
í Hafnarfirði, d. 23.
júlí 2011. Foreldrar
hans voru Kristín
Sigurðardóttir hús-
móðir, f. 28. ágúst
1893 í Miðhúsum
Stórólfshvolssókn,
d. 21. mars 1962 og
Stefán Jóhann Jó-
hannsson bifreiða-
kennari og –sali, f.
22. júní 1896 á Gunnsteins-
stöðum í Langadal, d. 27. júlí
1963. Þau bjuggu í Reykjavík.
Börn Ástu og Einars eru: 1)
Stefán, f. 7. apríl 1953 kvæntur
Ingu Þórsdóttur, f. 25. desem-
ber 1955. Börn þeirra eru a)
Ásta, f. 20. nóvember 1978, d. 8.
júní 2014. b) Þór f. 3. september
1992 og c) Kolbeinn, f. 3. mars
1994. Unnusta hans er Kristín
Steinunn Helga Þórarinsdóttir,
f. 30. júlí 1993. 2) Sigríður, f. 4.
júní 1956 gift Þorgeiri Krist-
jánssyni, f. 23. desember 1952.
Sögur tengdamömmu minnar
frá barnsárum hennar í Skerja-
firði og unglingsárum á Hring-
braut lifa með okkur. Þetta voru
sögur af birtu og skemmtun, pí-
anóæfingum og barnapössun,
mömmu hennar og pabba,
bræðrunum hennar þremur og
Valgerði litlu systur. Það var
mikil væntumþykja í þessum
sögum af öllu fólki Ástu, ekki
síst í sögunum af litlu systurinni
en það tók mig nokkur ár að
skilja eftir að ég kynntist fjöl-
skyldu mannsins míns að Val-
gerður, Agga og Vala ýmist syst-
ir eða frænka, móðursystir eða
mágkona var ein og sama mann-
eskjan. Agga er nú ein eftir
þeirra systkina sem áttu móð-
urfjölskyldu á Blómsturvöllum
við Bræðraborgarstíg í Reykja-
vík og föðurfjölskyldu að vestan
þar sem átti að borða skötu á
Þorláksmessu. Kristján pabbi
þeirra var beykir. Sigríður
mamma þeirra rak veitingasölu í
Skerjafirði um tíma jafnhliða
húsmóðurstörfunum. Ásta fór
með pabba sínum og mömmu í
síld á sumrin, á Skagaströnd og
Siglufjörð, áður en stríðið braust
út 1939. Þarna fyrir norðan var
líka gott fólk, krakkar sem léku
við hana, Reykjavíkurstelpuna,
og veðrið yndislegt. Eins og
sjálfsagt þótti var tengda-
mamma byrjuð að vinna ung að
árum, en þó gafst tími til æv-
intýra eins og að fara með tog-
ara frænda síns í siglingu til
Grimsby og einn vetur á Hús-
mæðraskólann Ósk vestur á Ísa-
firði þaðan sem hún átti dásam-
legar minningar.
Ástin kom inn í líf tengda-
mömmu þegar hún var 17 ára en
í þá daga þótti ekki slæmt að
reyna aðeins á ástina og vera
svolítið í sundur jafnvel þótt fólk
væri saman. Þannig æxlaðist það
að hann fór og vann í Svíþjóð um
tíma og hún fór til náms á Ísa-
firði. Eftir að þau Einar tengda-
pabbi giftu sig haustið 1952
bjuggu þau fyrst á Njálsgötu,
síðan Skúlagötu, þá Stigahlíð, og
síðustu ár þeirra saman í Sól-
heimum. Þau voru einstaklega
samhent, hlý og skemmtileg
hjón. Þau nutu þess að ferðast til
suðrænna landa og kynnast bæði
ströndum og borgum í Evrópu,
dvelja í sumarbústað og rækta
garðinn sinn þar og heima í
Reykjavík. Ekki má gleyma
gönguferðum um Ísland með
gönguklúbbnum Afturgöngunum
sem var uppspretta mikillar
skemmtunar.
Elsku tengdamamma mín var
einstaklega músíkölsk og spilaði
undurvel á píanó. Þær áttu pí-
anónám bernskunnar sameigin-
lega hún og mamma mín þegar
þær tvær litlar hnátur fengu að
læra hjá Jórunni Viðar löngu
fyrir miðja síðustu öld. Færn-
innar nutu svo öll börnin mín
löngu síðar. Ásta dóttir mín
lærði hjá ömmum sínum og þá
ekki síður hjá Ástu nöfnu sinni.
Það var okkur öllum harmur að
missa Ástu yngri á sumardegi
úti í íslenskri náttúru 2014. Við
reyndum þó margt saman því líf-
ið er meðal annars til þess að
hugga hvert annað. Saman fór-
um við reglulega á sinfóníutón-
leika og það lýsir tengdamömmu
að jafnvel þegar gleymskan var
að miklum hluta búin að taka af
henni völdin þá naut hún tónlist-
arinnar og hvíslaði að mér þegar
ég var að skýra henni frá dag-
skránni, „já Beethoven, hann var
alltaf svo mikill vinur minn“.
Þá er ekkert eftir nema að
þakka fyrir styrkinn, blíðuna og
væntumþykjuna. Sögurnar og
minningin munu lifa um ókomna
tíð.
Inga Þórsdóttir.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju Ástu ömmu sem féll frá
15. mars sl. á 91. aldursári.
Margs er að minnast þegar
einstaklingur kveður þessa jarð-
vist, ekki síst þegar amma
manns á í hlut.
Fyrstu minningar um ömmu,
sem við eigum, eru frá því í
Stigahlíð 6 í Reykjavík. Það var
fastur punktur þegar farið var til
Reykjavíkur að koma við hjá
ömmu og afa áður en haldið var
aftur heim á Selfoss. Amma
passaði þá upp á að ömmustrák-
arnir hennar fengju velgjörðir
áður en haldið var austur yfir
Hellisheiði. Og var það æ síðan
þannig að ekki var hægt að fara
frá ömmu öðruvísi en að hafa
þegið einhverjar veitingar og var
glas af vatni ekki tekið gilt, kaffi-
bolli var lágmarkið, enda var
amma af þeirri kynslóð sem alin
var upp við að gera vel við fólk
sem kom um lengri eða skemmri
veg. Amma hafði gaman af
ferðalögum og fóru hún og afi í
margar góðar ferðir, bæði innan
lands og utan, bæði með fjöl-
skyldu eða góðum vinum. Einnig
áttu amma og afi sumarbústað í
Fljótshlíðinni og voru þau dug-
leg að nota hann á meðan heilsa
þeirra leyfði. Þau komu oft við
hjá okkur á Selfossi þegar þau
voru á leið í Fljótshlíðina, og það
kom fyrir að við strákarnir fór-
um með þeim og eigum við góðar
og skemmtilegar minningar það-
an, t.d. þegar amma „opnaði
sjoppulúguna“, sem var lítill
gluggi á eldhúskróknum á bú-
staðnum, og þaðan afgreiddi hún
út nammi og annað góðgæti fyrir
okkur strákana og afi fékk líka,
ef hann var „þægur“ sagði
amma.
Amma var alltaf vel til höfð og
passaði upp á útlitið, átti falleg
föt og hafði auga fyrir því að
kaupa smekkleg föt. Minnist
annar okkar bræðra þess að hafa
mátað 15 buxur, áður en amma
var sátt. Hún og afi ætluðu að
gefa drengnum buxur og þetta
varð að vera almennilegt. Amma
var fagurkeri og gaf góðar og
fallegar gjafir, hvort sem var á
jólum eða afmælum.
Seinni árin, þ.e. eftir að við
bræður eignuðumst fjölskyldu,
reyndum við að heimsækja
ömmu og afa, á meðan hann var
á lífi eins oft og færi gafst en
hann lést 2011. Eftir að amma
varð ein þá fannst henni gaman
að fá okkur fjölskyldurnar í
heimsókn og naut sérstaklega
langömmubarnanna. Amma
hafði gaman af að segja frá upp-
vexti sínum í Skerjafirðinum og
hefði maður viljað hafa sett
snjallsímann sinn á upptöku til
að eiga þessa frásögn um gamla
tíma í Reykjavík og hvernig
mannlífið var þá á árunum fyrir
stríð og um stríðsárin.
Seinustu árin dvaldi amma,
við gott atlæti, á hjúkrunarheim-
ilinu Grund við Hringbraut og sá
þá hluta af æskustöðvunum út
um gluggann, þ.e. Hringbraut-
ina, en þangað flutti hún með
foreldrum sínum úr Skerjafirð-
inum. Það er skrýtið að hafa
ekki fengið að njóta samvista við
ömmu sl. tvö ár vegna alheims-
faraldurs Covid-19 en í stað þess
vissi maður að hún hafði það
gott, miðað við aðstæður.
Hvíldu í friði elsku amma. Við
vitum að móttökurnar sem þú
hefur fengið hjá afa og Ástu,
nöfnu þinni, hafa verið höfðing-
legar, þegar þú gekkst inn í
sumarlandið og að afi hefur verið
búinn að fara í bakaríið og kaupa
bakkelsi með kaffinu.
Kristján Eldjárn og Einar
Þorgeirssynir og fjöl-
skyldur.
Glæsileg gömul kona lagði aft-
ur augun í síðasta sinn þetta
jarðlíf að morgni dags um miðj-
an mars. Af Ástu Kristjánsdótt-
ur stafaði góðvild og hlýja, hún
var umhyggjusöm og skemmti-
leg að auki. Ekki amaleg blanda
þess sem best prýðir mannfólkið.
Ásta bar með sér þann þokka
sem fylgir smekkvísi og reynslu,
hún var hávaxin og spengileg,
vel á sig komin líkamlega, liðug
og hraust fram eftir öllum aldri.
Enda fóru þau hjónin, hún og
Einar Ó. Stefánsson, húsgagna-
bólstrari í Reykjavík, í morgun-
sund í Laugardalslauginni árum
saman. Þau nutu þess líka oft-
sinnis að stytta veturinn með
sólarferð og fara austur í bústað-
inn sinn þegar hér birti – kunnu
yfirhöfuð svo vel að vera til.
Einar lést fyrir nær ellefu ár-
um, en hafði lengst af starfs-
ævinni vinnustofu við Laugar-
nesveg, fagmaður fram í
fingurgóma, vandvirkur og nat-
inn. Hæverska og kurteisi ein-
kenndu hann, rólyndan hagleiks-
mann í tilverunni yfirleitt. Ásta
vann við skrifstofustörf og sam-
an ólu þau upp börnin sín, Sig-
ríði og Stefán og áttu ríkan þátt í
uppeldi þeirra afkomenda auk
þess að sinna vinum og vanda-
mönnum af áhuga og alúð. Heim
til þeirra Ástu og Einars í Stiga-
hlíð 6 vorum við í fjölskyldu Ingu
tengdadóttur ætíð velkomin.
Ung mágtengd stúlka leit til
dæmis oft inn eftir skóla í spjall,
kex og mjólk. Umræðuefnin
hverju sinni hafa gleymst með
tímanum en vinalegt andrúms-
loftið er auðvelt að muna.
Úr Stigahlíð fluttu þau hjón í
stóra blokk við Sólheima, þar
var okkur jafnan tekið af gest-
risni eins og húsráðenda var von
og vísa. Í Sólheimum bjó Ásta
áfram eftir Einars dag, uns
minnið tók að dofna svo ekki
varð lengur alveg óhætt að vera
einsömul heima. Þá flutti hún á
Dvalarheimilið Grund við Hring-
braut og mun í fyrstu hafa furð-
að sig á því að eiga ekki að
greiða fyrir velgjörðir á því
ágæta gistiheimili. Hún fór lengi
haganlega með þessar hugar-
gloppur, af sömu vinsemd og
kurteisi og henni var tamt. Þær
gátu því að einhverju leyti dulist
þeim sem ekki stóðu allra næst-
ir. Það hlýtur að valda vissu óör-
yggi að þekkja ekki lengur þá
sem kíkja í heimsókn, en á
Grund bjó Ásta í fallegu her-
bergi við prýðilegt atlæti.
Með von um að nú hittist þau
vönduðu hjón, Ásta og Einar,
undir heiðum himni, á grænu
engi ef til vill með litlum bláum
blómum. Þannig orðaði Stebbi
mágur einhverju sinni smá hug-
mynd um eilífðina eða framvindu
lífsins, við ungling sem spáði í
þau mál á sumarkvöldi í Svíþjóð.
Á þessu fallega engi gæti Ásta
eldri, sem nú verður kvödd í bili,
líka átt fagnaðarfundi við nöfnu
sína og sonardóttur, en Ásta
okkar Stefánsdóttir, lögfræðing-
ur, lést fyrir aldur fram af slys-
förum í Fljótshlíð sumarið 2014.
Hún var hjartfólgin þeim mörgu
sem hana þekktu, við söknum
hennar.
Við systkini Ingu sendum
okkar bestu óskir til Siggu og
Þorgeirs og þeirra fólks, til syst-
ur okkar og Stefáns og strák-
anna þeirra, Þórs og Kolbeins,
og Kristínar Steinunnar. Minn-
ingar um bros í augum Ástu
ömmu lifa með okkur.
Þórunn Þórsdóttir, Kristín
Þórsdóttir.
Ásta Kristjánsdóttir hefur
verið samferðamaður okkar
hjóna í meira en fjörutíu ár. Ég
kynntist henni þegar Stefán son-
ur hennar kom inn í tengdafjöl-
skyldu mína þegar þau Inga
mágkona mín voru að draga sig
saman. Strax og við kynntumst
Stefáni sáum við að að honum
stæði gott fólk, hann var og er
þeirrar gerðar. Ásta og Einar,
og Sigga systir Stefáns, urðu
fljótlega kunningjar okkar allra
og vinir.
Börn Ástu og Einars voru
nær uppkomin þegar við kynnt-
umst. Þau hjón létu sig varða um
allt sitt fólk og við vorum svo
heppin að teljast þar með. Með
þeirra fulltingi fluttum við inn í
íbúð í sama stigagangi og þau í
Stigahlíð þegar við vorum bráð-
ung og bjuggum þar í eitt ár. Við
vorum hæfilega kærulaus um
húshald og meðferð bíla, en það
varð nú ekki sagt um þau hjónin.
Í minningunni var sambúðin í
Stigahlíð yndisleg, og var okkur
oft boðið á fallega tandurhreina
heimilið þeirra. Þar var gott að
koma, Ásta svo umhyggjusöm og
vandvirk, kímna blikið í augum
Einars alltaf hlýlegt.
Brátt fjölgaði í hópnum
þeirra. Barnabörnin fæddust eitt
af öðru, Ásta, Þór og Kolbeinn
hjá Ingu og Stefáni, Einar og
Kristján hjá Siggu og Þorgeiri á
Selfossi. Og svo tók tíminn á rás
og allt í einu voru börnin orðin
fullorðin, elskulegar og hlýjar
manneskjur sem rabba við okk-
ur í fjölskylduboðum með kímn-
ina hans afa síns í augunum.
Ár eftir ár hittumst við í stór-
boði á gamlárskvöld. Margar
myndir frá þeim kvöldum koma
upp í hugann nú. Einar og
tengdafaðir minn að spjalla, báð-
ir svo dæmalaust skemmtilegir
selskapsmenn. Tengdamóðir mín
að passa upp á að allir nytu sín
með því að ræða við hvern og
einn um hugðarefni viðkomandi
og Ásta amma, eins og við köll-
uðum hana flest, með fallega
brosið sitt svo augun pírðust dá-
lítið að sýna okkur að við værum
nú aldeilis skemmtileg. Stöku
sinnum settist hún við píanóið og
spilaði fyrir okkur eitthvað und-
urfallegt en samt létt svo við
urðum öll dálítið hátíðleg inni í
okkur eins og viðeigandi var. Nú
eru þau öll, Ásta og Einar og
Þór og Ragnhildur, dáin, þetta
yndislega fólk sem umvafði okk-
ur með elsku sinni.
Fráfall Einars og seinna
nöfnu hennar og barnabarns
voru Ástu ömmu afar þungbær.
Skömmu síðar fór að bera á
minnisglöpum hjá henni og síð-
ustu árin naut hún góðrar
umönnunar á Grund. Það var
lýsandi fyrir það hvernig Ásta
var, að eitt sinn sem oftar þegar
Stefán og Inga fóru með hana á
sinfóníutónleika, sem hún naut
mjög, áttaði hún sig ekki alveg á
því hvar hún var. Þar sem þau
stóðu í stórum hóp við lyftuna og
horfðu á tilkomumikinn gler-
hjúpinn í Hörpu sagði Ásta með
sinni eðlislægu ljúfmennsku og
fallega brosi: „Mikið er
skemmtilegt hvernig er búið að
opna hérna upp núna.“ Og allur
hópurinn samþykkti þetta með
brosi á móti og Inga og Stebbi
eru viss um að langflestir hafi
eitt augnablik trúað því að nýbú-
ið væri að breyta húsinu.
Við Helgi þökkum Ástu Krist-
jánsdóttur fyrir samfylgdina og
biðjum afkomendum þeirra Ein-
ars Guðs blessunar.
Guðrún Eyjólfsdóttir.
Ásta Kristjánsdóttir
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
Elsku amma
mín, nú hefur þú
fengið að kveðja
þessa jarðvist.
Innst inni veit ég
að núna líður þér talsvert betur,
en eftir sitjum við og söknum
þeirrar manneskju sem þú
varst.
Elsku amma mín, takk fyrir
allt.
Takk fyrir húsaskjólið sem
þú leyfðir mér að hafa þessi tvö
sumur í Skagafirði áður en þú
fluttist upp á dvalarheimilið á
Sauðárkróki þegar þú þurftir
meiri umönnun vegna þess
hryllilega sjúkdóms sem þú
barðist við.
Takk fyrir alla hugulsemina
og allan matinn sem þú eldaðir
fyrir okkur.
Takk fyrir að taka alltaf vel á
móti okkur og láta okkur alltaf
líða eins og við værum velkom-
in.
Takk fyrir að vera einstök
manneskja sem vildi alltaf allt
fyrir okkur gera.
Takk fyrir allar stundirnar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur
(Úr Hávamálum)
Eyþór Ernir Oddsson.
Kæra systir, hugur minn leit-
ar til ársins 1966 þegar faðir
Erna Guðrún
Geirmundsdóttir
✝
Erna Guðrún
Geirmunds-
dóttir fæddist 23.
júlí 1939. Hún lést
14. mars 2022.
Útför Ernu fór
fram 24. mars 2022.
okkar tók við stöðu
bankastjóra Sam-
vinnubankans sem
þá var á Sauðár-
króki. Ég flutti
ásamt fjölskyldu
minni á Sauðár-
krók, en það veitt-
ist mér mjög erfitt
að fara frá Hofsósi
og hvað þá á Sauð-
árkrók. Þú varðst
eftir á Hofsósi
enda búin að stofna þína fjöl-
skyldu með Einari þínum og
eignast með honum Svein,
Hólmgeir og Orra.
Alltaf leitaði hugur minn í
Hofsós, og reyndi ég að komast
þangað við öll tækifæri. Þá
reyndist þú mér sem besta
móðir, og var ég alltaf velkom-
inn á heimili ykkar Einars. Fé-
lagar mínir og skólabræður
voru í Hofsósi, þeir Svenni þinn,
Snorri Pálu, Halli og Kristján
Óla, og sóttist ég eftir að vera
með þeim, og gerðir þú mér það
kleift fyrstu árin mín á Krókn-
um. Eftir að ég eignaðist skelli-
nöðruna Hondu SS-50 brunaði
ég í páskafríinu í Hofsós, ekki
þótti það gáfulegt en ég komst
heill „heim“. Þið Einar tókuð
vel á móti mér og ég var alsæll
að geta eytt páskafríinu hjá
ykkur í Hofsósi.
Erna mín, þú gerðir litla
bróður þínum það mögulegt að
aðlagast nýjum stað; ég gat ver-
ið hálfur Hofsósingur og hálfur
Króksari og fannst mér ég eiga
tvö heimili, annað hjá mömmu
og pabba og svo hjá þér og Ein-
ari. Nú eruð þið sameinuð í
sumarlandinu og ég veit að ykk-
ur líður vel.
Elsku Svenni, Hólmgeir, Orri
og Sigurlaug, ég votta ykkur og
fjölskyldum ykkar mína samúð.
Þinn bróðir,
Jón.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
EINAR Þ. HJALTALÍN ÁRNASON,
Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést mánudaginn 28. mars.
Útför hans mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Eini og Grenihlíð fyrir hlýja
og góða umönnun.
Ásgerður Ingibjörg Jónsd. Kjartan Hauksson
Jóhanna Rósa Jónsdóttir Ríkarður Guðjónsson
Þórlaug Einarsdóttir
Jón S. Hjaltalín Einarsson Lorena N. Hjaltalín Zamfir
afa- og langafabörn