Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
✝
Ingibjörg Pét-
ursdóttir fædd-
ist í Reykjavík 21.
september 1948.
Hún lést á líknar-
deild Landspít-
alans 18. mars
2022.
Foreldrar Ingi-
bjargar voru hjón-
in Pétur Guð-
mundsson skip-
stjóri, f. 18.12.
1917, d. 21.5. 1984, og Kristjana
Margrét Sigurðardóttir, hús-
freyja og verslunarkona, f.
15.6. 1916, d. 23.9. 2007. Bræð-
ur Ingibjargar eru: Guðmund-
ur, f. 1946, og Sigurður, f. 1957.
Ingibjörg giftist hinn 20.5.
1983 Einari Gylfa Jónssyni sál-
fræðingi, f. 1.9. 1950. Hann er
sonur hjónanna Jóns Ó. Kjart-
anssonar, fv. formanns Verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja, f.
10.7. 1930, d. 13.12. 2016, og
Sigríðar Angantýsdóttur, hús-
móður og verkakonu, f. 1.4.
1932, d. 18.12. 1983.
Börn Ingibjargar og Einars
Gylfa eru: 1) Pétur f. 16.7. 1984,
kvæntur Höllu Þórarinsdóttur,
f. 20.9. 1983. Börn þeirra eru
Ingibjörg Birna, f. 2019, og
Þórarinn Örn, f. 2020. 2) Sigríð-
Sóldís, f. 2007, og Axel Hrafn, f.
2010.
Ingibjörg ólst upp í Vest-
urbæ Reykjavíkur, fyrst á Sól-
vallagötu og síðar í Granaskjóli.
Hún gekk í Melaskóla og Haga-
skóla. Hún varð stúdent frá
Verslunarskólanum 1969. Eftir
tveggja ára dvöl í Þýskalandi
stundaði hún nám í iðjuþjálfun
við Árósaháskóla 1973-76.
Starfaði sem iðjuþjálfi í Dan-
mörku til 1980, er hún flutti
heim og hóf störf á Reykja-
lundi, þar sem hún starfaði sem
yfiriðjuþjálfi til 1994. Eftir það
starfaði hún í hlutastörfum í
Hlíðabæ, Fríðuhúsi og Landa-
koti. Ingibjörg var brautryðj-
andi á sviði minningavinnu og
lífssögugerðar með fólki með
heilabilun, hélt hún fjölda er-
inda um land allt því tengt, sem
og um heilunarmátt húmors.
Hún útbjó ásamt Maríu Björk
Viðarsdóttur spilið „Geymt en
ekki gleymt“, sem er ætlað
eldra fólki með skert minni.
Ingibjörg byrjaði að syngja
með Léttsveitinni árið 1995 og
var gerð að fyrsta heiðursfé-
laga kórsins 2008.
Árið 1994 greindist Ingibjörg
með parkinsonsjúkdóminn.
Hetjuleg og skapandi glíma
hennar við þann sjúkdóm litaði
líf hennar upp frá því.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Hallgrímskirkju í dag, 1.
apríl 2022, klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
ur Margrét, f. 9.11.
1987, gift Aroni
Steini Ásbjarn-
arsyni, f. 3.5. 1988.
Synir þeirra eru
Jón Kári, f. 2014,
og Pétur Steinn, f.
2018.
Stjúpbörn Ingi-
bjargar, börn Ein-
ars Gylfa frá fyrri
samböndum: 1)
Anna Bentína Her-
mansen, f. 18.9. 1969, gift Grét-
ari Erni Hostert, f. 24.10. 1966.
Börn þeirra eru a) Róbert Ar-
on, f. 1991. Dóttir hans er
Ronja, f. 2021. b) Rakel Sess-
elja, f. 1992. Maki hennar er Ás-
geir Andri Guðmundsson, f.
1992. Dóttir þeirra er Elísa
Anna, f. 2019. 2) Ástríður Hösk-
uldsdóttir, f. 11.2. 1970. Sonur
hennar er Tyler Elías Jones, f.
1991. Maki hans er Sigurður
Sveinsson, f. 1993. 3) Atli
Freyr, f. 17.8. 1975, giftur
Önnu Svandísi Gísladóttur, f.
1.6. 1975. Börn þeirra eru Sig-
rún Ásta, f. 2004, Gísli Már, f.
2007, og Sóley Inga, f. 2010. 4)
Hjalti Már, f. 29.9. 1978, giftur
Lindu Ósk Þorleifsdóttur, f.
20.11. 1978. Börn þeirra eru
Nína Sigurrós, f. 2004, Edda
Elsku mamma mín.
Nú er stundin komin sem ég
óttaðist oft. Kveðjustundin, sem
var stundum svo nærri okkur en
þú náðir alltaf að sigrast á bak-
slögunum og komst hinum meg-
in út. Svo var ekki í þetta skipt-
ið. Eftir sitjum við sem
elskuðum þig og rifjum upp
hversu stórkostleg manneskja
þú varst og hvað þú hefur gefið
okkur mikið.
Þú gast kannski ekki gert allt
það sama og margar aðrar
mömmur gátu, en þú gafst það
svo margfalt til baka á öðrum
sviðum. Mér fannst ég alltaf
eiga allra bestu mömmuna og
bestu vinkonuna. Aðrar
mömmur áttu einfaldlega ekki
roð í þig.
Þú varst nefnilega ekki bara
mamma mín, heldur mín allra
kærasta vinkona. Ég gat alltaf
sagt þér allt og leitað til þín með
ótrúlegustu hluti. Þú sýndir mér
alltaf skilning og hlýju og gafst
af þér eins og enginn annar. Ef
mér leið illa var alltaf best að
leita til þín.
Þú varst líka svo veraldarvön
og hafðir gert svo margt fram-
andi og spennandi. Ég elskaði
þegar þú sagðir mér sögur af
þér sem ungum hippa og af öll-
um ferðalögunum þínum um
heiminn. Sumar sögurnar
hljómuðu næstum því eins og
lygasögur. En þannig varst þú
bara elsku mamma, besti sögu-
maður sem fyrir finnst og sög-
urnar hljómuðu svo ævintýra-
legar og brjálæðislega fyndnar
að enginn gæti haft þær eftir
þér.
Þegar ég var sex ára greind-
ist þú með parkinson. Það var
mikið áfall fyrir þig og okkur öll
og hefur litað líf okkar síðan. Það
hefur líka kennt okkur öllum
margt og þú hefur sýnt okkur
fólkinu þínu hvað þú ert mögnuð.
Hvernig þú nálgast mótlæti og
erfiðleika er aðdáunarvert. Þú
varst aldrei bitur og reið. Þú
varðst stundum döpur yfir sjúk-
dómnum og öllu því sem hann
tók frá þér. En þú tókst svo fal-
lega á við það. T.d. með því að
rifja þeim mun meira upp gamlar
skemmtilegar sögur, skoða
gamlar myndir, lesa gömul bréf
og dagbækur og horfa á upptök-
ur frá því við systkinin vorum lít-
il. Að sjá hvað það gaf þér mikið
gerði það að verkum að við eydd-
um ófáum stundum í að fara í
gegnum fortíðina og rifja upp
gamla góða tíma.
Það er heldur ekki hægt að
sleppa að minnast á þig og
pabba. Það ótrúlega fallega og
sterka teymi. Vináttan, virðing-
in, ástin og hvernig þið tókust á
við erfiðleikana gerði það að
verkum að við fjölskyldan áttum
mjög gott líf og góðar stundir öll
saman fram á síðustu stundu.
Það er ómetanlegt fyrir okkur
börnin ykkar að eiga fyrirmyndir
eins og ykkur.
Þú talaðir oft um það að þú
saknaðir þess að geta sungið,
haldið ræður og eldað. Þó ég
sakni þín meira en orð fá lýst,
hugga ég mig við það að núna
syngur þú, segir skemmtisögur,
dansar við suðræna tónlist, eldar
góða matinn þinn, lætur þig
fljóta í sjónum, drekkur baileys
með klökum, ferð í berjamó og
ert laus úr fjötrum sjúkdómsins í
sumarlandinu.
Að lokum læt ég fylgja texta
úr uppáhalds laginu okkar sem
við sungum þegar ég var lítil og
minnir mig alltaf á þig, elsku
mamma mín.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa)
Elska þig mamma
Þín
Sigríður Margrét
Einarsdóttir.
Til Bimbu
Fjarvera þín er myrkur
nú sefur þú rótt.
Minninganna styrkur
mun lýsa upp hverja nótt.
(Anna Bentína)
Ég hef ítrekað sest niður í þeim
sára tilgangi að kveðja þig með
orðum. En þau renna af blaðinu yf-
irstrikuð, máttlaus og lífvana. Inni-
hald þeirra lýsir skorti, vegna þess
að ekkert orð og engar setningar
ná að fanga það sem þú varst mér
og svo ótalmörgum sem nutu
þeirra forréttinda að þekkja þig.
Sorgin er djúp því líf þitt markaði
djúp spor í líf okkar. Fjarvera þín
hefur myrkvað tilveruna og dag-
arnir eru ansi dökkir en í gegnum
þá lýsa minningar um hárkollur og
gervigóma og marengskökur með
miklum rjóma.
Lífsgleðinni deildir þú af örlæti
sem lýsir upp svartnættið sem við
mætum nú. Dagarnir einkennast
af tárum sem ýmist koma vegna
sorgar eða gleði. Slíka töfra getur
aðeins Bimba framkallað og ég sé
nú svo skýrt hversu mikil gjöf það
er sem þú gafst okkur að geta grip-
ið til gleðinnar og húmorsins í jafn
erfiðum aðstæðum. Fárveik gastu
reytt af þér brandara og með því
dróst þú tennurnar úr öllum veik-
indum svo þau bitu ekki eins fast
og aðstandendur þínir gátu mætt
þeim af sömu festu. Það gerðir þú í
gegnum ólæknandi sjúkdóms-
greiningar, heilaaðgerð, hjartaað-
gerð og heilablóðfall. Þar sem sjúk-
dómar rændu þig mættinum og
málinu en aldrei húmornum. Ég
veit að þú gerðir þetta ekki síst fyr-
ir okkur sem elskuðum þig og dýr-
mæti þessarar gjafar sem þú gafst
okkur staðfestist áþreifanlega nú.
Ég kynntist þér áður en þú
veiktist, fékk hlutdeild í lífi þínu
og óbilandi lífsgleði. Með þér og
pabba fór ég í fyrsta sinn utan, á
tónleika, í leikhús, berjamó og
fjölskylduferðir með heitu kakói
og sumarsamlokum. Í fullri vinnu
sem iðjuþjálfi varstu brautryðj-
andi í minnisvinnu fyrir heilabil-
aða. Jafnframt fórstu á kaf í fé-
lagsstörf með tvö ung börn á
heimilinu og fjögur stjúpbörn
sem þú sinntir af alúð.
Þú varst mér ómetanleg stoð í
gegnum lífið. Þú varst heilbrigða
móðir mín sem ég gat alltaf leitað
til. Þú tókst mér opnum örmum
frá fyrstu stundu og hafðir faðm-
inn útbreiddan allan okkar sam-
ferðatíma. Hjá þér átti ég alltaf
skjól. Þú kallaðir mig dóttur þína
og það var stærsta gjöf sem þú
gafst mér; að leyfa mér að til-
heyra þér.
Elsku pabbi, systkini mín og
tengdabörn, barnabörn og barna-
barnabörn Bimbu. Minningarnar
sem hún skilur eftir getur enginn
tekið frá okkur. Hún lifir áfram í
okkur, lífskraftinum sem þvarr
aldrei og nú er hún frjáls úr fjötr-
um líkama sem hélt henni fang-
inni. Hún er eflaust búin að stofna
englakór sem syngur yfir okkur í
sorginni.
Sof, ástríka auga,
sof, yndisrödd þýð,
hvíl, hlýjasta hjarta,
hvíl, höndin svo blíð!
Það hverfur ei héðan,
sem helgast oss var:
vor brjóst eiga bústað,
- þú býrð alltaf þar.
Hið mjúka milda vor
sín blóm á þig breiði
og blessi þín spor.
(Jóhannes úr Kötlum)
Bimba mín! Nú sefur þú rótt,
mitt hlýjasta hjarta. Ég lofa þér
að halda í lífskraftinn sem þú
smitaðir mig af og passa pabba og
systkini mín. Takk fyrir allt. Þú
varst mér ómetanleg.
Elska þig endalaust. Þín dóttir
Anna Bentína.
Elsku Bimba. Á svona stund-
um er erfitt að vera búsett langt
frá fjölskyldunni en hvar sem
maður er í heiminum eru minn-
ingarnar alltaf nálægar og minn-
ingarnar um þig eru svo góðar
og fá mig til að brosa og vera
þakklát fyrir að hafa haft þig í
lífi mínu.
Þú varst svo mikill gleðigjafi
og húmoristi. Ég minnist þess
oft þegar þú hélst ræðu í brúð-
kaupi okkar Atla. Þegar ég leit
yfir veislusalinn lágu allir veislu-
gestirnir grátandi úr hlátri og
var í raun eins og þeir væru
staddir á uppistandi en ekki í
brúðkaupi.
Þú varst mjög góð amma og
krakkarnir okkar eru mjög
heppin að hafa átt þig sem
ömmu. Þú varst alltaf tilbúin að
hlusta á þau og leika við þau og
það var ósjaldan sem þú sast á
gólfinu með þeim að teikna, spila
eða í einhverju leikriti með þeim.
Það eru dýrmætar minningar
sem við munum varðveita í
hjörtum okkar.
Þú varst mjög vinmörg og alls
staðar þar sem þú fórst þekktirðu
einhvern. Stutt bæjarferð með
þér var yfirleitt þannig að við
stoppuðum á nokkurra metra
fresti til að tala við vini og kunn-
ingja sem við mættum.
Ég er svo þakklát fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Sérstaklega göngutúrana okkar
sem gáfu okkur báðum mikið. Í
þessum göngutúrum ræddum við
hin ýmsu mál og er ég mjög þakk-
lát fyrir það traust og þann trún-
að sem þú veittir mér. Oft og tíð-
um ræddum við um þín veikindi
og þegar kæmi að kveðjustund-
inni. Þú sagðist ekki kvíða þeirri
stund en vildir óska þess að þegar
að því kæmi þá væru börnin þín á
góðum stað í lífinu og þú gætir
farið sátt inn í sumarlandið. Þér
hefur svo sannarlega orðið að ósk
þinni elsku Bimba.
Takk fyrir að hafa verið ynd-
isleg tengdamóðir.
Megir þú hvíla í friði.
Anna Svandís.
Ég man þegar hún kom í heim-
inn í kjallaranum á Sólvallagötu
5a og síðan höfum við verið sam-
ferða í lífinu.
Hún lét strax vel í sér heyra og
þannig átti það eftir að vera
lengst af. Hún var miklu
ákveðnari og stjórnsamari en
stóri bróðir.
Fyrsta setningin sem ég man
eftir hjá henni var „ég skal“ og
það var þegar mamma ætlaði að
hjálpa henni við eitthvað, t.d. hella
í glas, opna dyr, ná í sykurkar og
flestir voru ánægðir með að fá
hjálp, en ekki Bimba. Hún vildi
gera þetta sjálf og það fór oft illa.
Hellti mjólkinni niður, klemmdi
sig á hurðinni og hvolfdi úr syk-
urkarinu, en mamma bara brosti
og sagði: „Hún er svo sjálfstæð.“
Hún var hávaxin, en drengur-
inn var frekar nettur, og fátt
leiddist okkur meir sem börn en
þegar gamlar frænkur voru í
heimsókn og við sýnd og frænk-
urnar sögðu: „Ósköp er stelpan
stór og strákurinn lítill!“
Stóra stelpan varð síðar glæsi-
leg kona og það tognaði úr strákn-
um.
Við uxum úr grasi og fórum
svipaðar leiðir, tímakennsla á
Hringbrautinni, Mela- og Haga-
skóli og síðan Versló, en þá skildi
leiðir.
Strákurinn var jarðbundinn og
fór í lögfræði í HÍ, en Bimba svo-
lítið sprækari var ákveðin í að fara
til útlanda.
Hún fór til Þýskalands með El-
ínu vinkonu eftir stúdentsprófið.
Erfitt var að komast í þýska há-
skóla svo hún setti stefnuna á Ár-
ósa og fór þar í iðjuþjálfun og út-
skrifaðist 1976.
Heim kom hún 1980 og þá má
segja að seinni hálfleikur í okkar
sambandi hafi hafist og síðan hef-
ur þráðurinn ekki slitnað.
Hamingjurík ár fóru í hönd.
Hún giftist Gylfa sínum og þau
eignuðust tvö glæsileg börn. Hún
hlaut frama og virðingu í lífi og
starfi. Allt var í blóma, en þá kom
fyrsta höggið. Hún greinist með
parkinson 1994.
Einhvers staðar segir Drottinn
gaf og Drottinn tók.
Það hefur verið sagan hennar
systur minnar.
Hún fékk í vöggugjöf góða for-
eldra, glæsileika, gáfur, skemmti-
legheit og fallega söngrödd.
En eftir að parkinson barði að
dyrum varð hún að þola hvert
heilsufarsáfallið af öðru, sem
smátt og smátt tíndu af henni
þessa eiginleika sem voru henni
svo mikilvægir og veittu mikla
ánægju og lífshamingju.
Fyrst fór hreyfigetan, svo
söngurinn og loks urðu öll tjá-
skipti henni mjög erfið.
Uppgjöf þekkti hún ekki og var
alltaf til í að fara af bæ, hitta fólk
og blanda geði þó að það væri
henni mjög erfitt.
Þar sem endranær var Gylfi
kletturinn sem aldrei brást og
hefur hann í stríði Bimbu sýnt
ótrúlega þrautseigju, dugnað og
ást til að gera henni lífið bæri-
legra.
Seinustu árin hafa þó fært
henni mikla gleði þótt heilsan
væri farin.
Sigríður Margrét og Pétur
hafa bæði gengið í hjónabönd sem
borið hafa ávöxt og barnabörnin
veitt henni ánægju sem hún hefði
ekki viljað missa af.
Vinkonurnar af Sólvallagötu,
Versló, frá Danmörku, úr
vinnunni, Reykjasystur og kór-
félagarnir hafa sýnt henni
ómælda tryggð og væntumþykju.
Fyrir mína hönd, Þórunnar og
dætra þakka ég forsjóninni fyrir
að hafa átt hana sem systur og
vin.
Takk fyrir allt elsku Bimba.
Tilvera þín gerði heiminn betri.
Mummi bróðir,
Guðmundur Pétursson.
Nú þegar loks hillir undir vorið
og maður hugsar sem svo að bráð-
um komi betri tíð er Ingibjörg
Pétursdóttir (Bimba) öll og er nú
frjáls ferða sinna. Þrátt fyrir að
dauðinn sé í raun það eina sem er
öruggt í þessu lífi þá kemur hann
manni alltaf í opna skjöldu.
Að minnast Bimbu frænku er
eins og að upplifa hluta æsku
minnar á ný. Fyrirferðarmest í
minningunni eru skemmtilegar
samverustundir á Miklubrautinni
og síðan Hverfisgötunni þar sem
hún eyddi ófáum stundum í að
dressa barnunga frænku sína upp
í alls kyns múnderingar og endaði
svo gjarnan á að skella á kollinn
einhverri af öllum þeim hár-
kollum sem hún átti. Bimba
kenndi mér að baka og leyfði mér
að leika lausum hala í eldhúsinu
og aldrei sagði hún múkk þótt allt
væri á hvolfi. Hún gaf sér tíma til
að hendast með mig á kaffihús en
á þeim tíma var ekki algengt að
börn sætu á kaffihúsum. Gæða-
stundirnar með Bimbu voru
ómetanlegar og fyrir þær er
þakkað hér.
Bimba var ákveðin og hrein-
skilin og kom til dyranna eins og
hún var klædd. Hún var mikill
húmoristi og með skemmtilegri
manneskjum og frásagnarhæfi-
leikar hennar voru einstakir, oft
hefur maður velst um af hlátri
þegar hún sagði frá. Sennilega
hefur húmorinn hjálpað henni
mikið þegar heilsan brást. Síðustu
árin voru henni erfið heilsufars-
lega en hún átti góða að, fjöl-
skyldu og vini sem studdu hana en
Einar Gylfi, eiginmaður hennar,
var sá klettur sem mest braut á.
Þín augu mild mér brosa
á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt.
(Ingibjörg Haraldsdóttir)
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum þá er mér efst í huga þakk-
læti fyrir góða og skemmtilega
frænku. Ég og mitt fólk vottum
Einari Gylfa, Pétri, Siggu Möggu,
bræðrum Bimbu og fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúð, blessuð
sé minning Bimbu.
Þórdís Guðmundsdóttir
(Dísa).
Við Bimba urðum vinkonur níu
ára í Melaskólanum, og héldum
þeirri vináttu alltaf síðan.
Hún var alltaf svo hreinskilin
og traust. Með dásamlega sýn á
almenna skynsemi, ásamt mann-
legu innsæi. Húmorinn hennar
var dásamlegur, fann skemmti-
legar hliðar á ýmsum málum.
Hún var alltaf til staðar í mínu
lífi. Svo allt í einu núna er hún
ekki.
Bimba lætur eftir sig arf:
Bjartsýni, húmor, gleði og kær-
leik. Til vina sinna, eiginmanns,
barna sinna, tengdabarna og
barnabarna sem hún elskaði svo
mikið.
Takk fyrir allt elsku vinkona.
Dóra Thoroddsen.
Elsku hjartans vinkona.
Það er erfitt að kveðja en það
er líka gott að eiga góðar minn-
ingar og myndir og mikið af þeim.
Minningar sem eru fullar af söng,
gleði, hlátri og óborganlegum æv-
intýrum.
Bimba, glæsileg ævintýrakona,
frumkvöðull og uppistandari af
guðs náð sem smitaði frá sér kát-
ínu hvar sem hún kom, hún var
ekki bara falleg og fyndin, hún var
líka einstaklega góð manneskja.
Bimba var mikill safnari og sank-
aði að sér upplifunum, skemmti-
legum hlutum, óborganlegum
sögum og góðu fólki. Það er ekki
að ástæðulausu sem vinahópurinn
er stór og margir minnast hennar
með þakklæti fyrir gleðina, með
bros á vör og er hlýtt í hjartanu.
Bimba var skemmtilegasta kona
sem ég hef kynnst og ég veit að
fleiri taka undir það. Hlátrasköll,
vein, magakrampar, táraflóð og
bakföll fylgdu þegar hún sagði
sögur og brandara og fór með vís-
ur sem hún samdi sjálf. Hún söng
á uppákomum, skrautleg í meira
Ingibjörg
Pétursdóttir
Elsku mamma mín, amma og langamma,
SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
til heimilis að Birkimel 6 í Reykjavík,
lést á Landakotsspítala föstudaginn
25. mars. Útförin fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 8. apríl klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Örninn, minningar- og styrktarsjóð.
Lilja Ósk Úlfarsdóttir
Benjamín Stacey
Camilla Stacey Þórir Fannar Þórisson
og barnabarnabörn