Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
E60
Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960
Mikið úrval lita bæði á
áklæði og grind.
Sérsmíðum allt eftir
pöntunum.
Stóll E60 orginal kr. 44.100
Retro borð 90 cm kr. 163.300
(eins og á mynd)
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Örn Arnarson ritaði meðal ann-
ars um umræðuþætti Ríkis-
útvarpsins í fjölmiðlarýni sinni í
Viðskiptablaðinu í gær. Þar nefndi
hann tvö dæmi frá liðinni helgi þar
sem málefni voru til umræðu en
einungis fulltrúar annarrar hlið-
arinnar á staðn-
um.
- - -
Á Rás 1 var í
Vikulok-
unum rætt um að-
ild Íslands að Evr-
ópusambandinu „en nánast allur
þátturinn snerist um af hverju þau
mál öll sömul væru ekki nú þegar
til lykta leidd. Sigríður Dögg Auð-
unsdóttir, þáttastjórnandi og for-
maður Blaðamannafélagsins, fékk
til sín þrjá yfirlýsta stuðningsmenn
Evrópusambandsaðildar til að ræða
málið í þættinum. Þetta voru þau
Guðmundur Hálfdánarson, prófess-
or í sagnfræði við Háskóla Íslands,
Jón Steindór Valdimarsson, fyrr-
verandi þingmaður Viðreisnar og
stjórnarformaður í samtökunum Já
Ísland sem hafa barist fyrir aðild að
ESB, og svo Rósa Björk Brynjólfs-
dóttir, fyrrverandi þingmaður
Samfylkingarinnar.“
- - -
Örn rakti umræðurnar stuttlega
og með ólíkindum er að lesa
lýsingar hans á einhliða og und-
arlegum umræðum í þættinum.
Óhætt er að mæla með að lesendur
kynni sér þau skrif í Viðskipta-
blaðinu.
- - -
Ríkisútvarpið er rekið fyrir
skattfé, auk auglýsinga, og
skattinn greiða bæði stuðnings-
menn og andstæðingar aðildar að
ESB hvort sem þeim líkar betur eða
verr. Og Ríkisútvarpinu ber sam-
kvæmt lögum að gæta hlutleysis í
umfjöllun. Því miður eru þrátt fyrir
það fjölmörg dæmi til um einhliða
áróður Rúv. og enginn vilji virðist
vera innan stofnunarinnar til að
laga það. Nema síður sé.
Misnotkun
ríkismiðils
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hulda Guðrún Filipp-
usdóttir lést á líknar-
deild Landspítala í
Kópavogi 29. mars 2022
á 98. aldursári.
Hulda fæddist á
Þórsgötu 19 í Reykja-
vík 29. júní árið 1924 og
var hún dóttir þeirra
Kristínar Jóhannes-
dóttur og Filippusar
Guðmundssonar múr-
arameistara.
Hulda gekk í Austur-
bæjarskólann og vann
ýmis verslunarstörf á
yngri árum. Fjöl-
skyldan átti sumarbústað á Sel-
ásbletti 3 við Elliðaár og byggði síð-
an stórhýsi þar árið 1941.
Hulda giftist Árna Kjartanssyni
kjötkaupmanni (f. 1922, d. 2019) árið
1956. Þau byggðu sér hús að Hlaðbæ
18 árið 1971 og bjó Hulda því við El-
liðaárnar til dánardags.
Hulda eignaðist tvíburadæturnar
Guðrúnu og Kristínu (f. 1946) með
Birni Þorbjarnarsyni (f. 1921, d.
2019). Þau Hulda og Árni eignuðust
Guðbjörgu (f. 1958) og Árna Þór (f.
1961). Barnabörn Huldu eru tólf
talsins. Eitt þeirra er Andri Snær
Magnason sem segir frá ömmu sinni
í bókinni Um tímann og vatnið.
Hulda var alla tíð
mikil útivistarkona og
áhugakona um flug á
sínum unglingsárum.
Hún varð fyrsta ís-
lenska konan til að
ljúka C-prófi á svif-
flugu. Hulda kynntist
Árna á fundi Fjalla-
manna Guðmundar í
Miðdal og brúðkaups-
ferð þeirra var þriggja
vikna vorferð á Vatna-
jökul með Jöklarann-
sóknarfélagi Íslands.
Þau hjón voru heið-
ursfélagar í Jöklarann-
sóknarfélaginu. Hulda var einnig í
kvennadeild Flugbjörgunarsveit-
arinnar í Reykjavík og heiðursfélagi
í skíðadeild Ármanns. Garður þeirra
hjóna var margverðlaunaður. Þau
voru félagar í Dalíuklúbbnum og
heiðursfélagar Garðyrkjufélags
Reykjavíkur.
Hulda og Árni opnuðu verslunina
Vogaver við Gnoðarvog 1961, ásamt
Gunnari Snorrasyni. Þau ráku Voga-
ver í aldarfjórðung. Síðar var Hulda
matráðskona í Hlíðaskóla í Reykja-
vík til starfsloka.
Hulda verður jarðsungin frá Ár-
bæjarkirkju 7. apríl og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Andlát
Hulda Guðrún
Filippusdóttir
Hugmyndir eru nú uppi um að reisa
áburðarverksmiðju hér á landi. HS
Orka, Fóðurblandan og Kaupfélag
Skagfirðinga vinna að undirbúnings-
rannsókn á hagkvæmni slíkrar verk-
smiðju, en innanlandsmarkaður fyrir
tilbúinn áburð er um 45-50 þúsund
tonn á ári. Framleiddur yrði svokall-
aður „kjarni“, með innlendri, grænni
orku til þess að uppfylla innanlands-
þarfir fyrir tilbúinn áburð í föstu
formi, segir í tilkynningu.
Markmiðið er að styrkja innviða-
uppbyggingu í landinu, auka öryggi ís-
lenskrar matvælaframleiðslu, kanna
útflutningsmöguleika og á sama tíma
styrkja grunnstarfsemi aðila. „Þetta
gefur okkur möguleika á að framleiða
áburð með grænni orku og minnka
með því kolefnisspor í íslenskum land-
búnaði. Við erum háð óviðráðanlegum
aðstæðum í löndunum í kringum okk-
ur og þurfum því að auka sjálfstæði
okkar í áburðarframleiðslu,“ segir
Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri Fóður-
blöndunnar. Tómas Már Sigurðsson,
forstjóri HS Orku, segir mikilvægt að
nýta notkunarmöguleika aukaafurða
svo verkefnið styðji bæði við innlenda
hráefnisnotkun og við hringrásar-
hagkerfi svæðisins.
Niðurstöður úr matinu ættu að vera
ljósar í september og þá verða næstu
skref ákveðin. Með Eyjólfi og Tómasi
á myndinni er Sigurjón Rafnsson frá
KS.
Áburðarverksmiðja í burðarliðnum
- HS Orka, Fóðurblandan og KS gera hagkvæmnisrannsókn á framleiðslu áburðar
Samstarf Fóðurblandan, HS Orka
og KS undirbúa áburðarverksmiðju.