Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
1. FLOKKUR:
Katar, Brasilía, Belgía, Frakk-
land, Argentína, England, Spánn,
Portúgal.
2. FLOKKUR:
Mexíkó, Holland, Danmörk,
Þýskaland, Úrúgvæ, Sviss, Banda-
ríkin, Króatía.
3. FLOKKUR:
Senegal, Íran, Japan, Marokkó,
Serbía, Pólland, S-Kórea, Túnis.
4. FLOKKUR:
Kamerún, Kanada, Ekvador,
Sádi-Arabía, Gana, Wales/
Skotland/Úkraína, Kostaríka/
Nýja-Sjáland, Perú/Ástralía/
Furstadæmin.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eftir að Bandaríkin og Mexíkó
tryggðu sér sæti í lokakeppni
heimsmeistaramóts karla í fótbolta
í fyrrinótt eru 29 þjóðir komnar
með keppnisrétt í Katar en þar fer
mótið fram dagana 21. nóvember til
18. desember.
Þrjú síðustu sætin verða síðan út-
kljáð með umspilsleikjum í júní-
mánuði.
Wales leikur þar við Skotland eða
Úkraínu.
Kostaríka leikur við Nýja-
Sjáland.
Perú leikur við Ástralíu eða Sam-
einuðu arabísku furstadæmin.
Síðdegis í dag verður dregið í riðl-
ana átta á HM og eftir að nýr styrk-
leikalisti FIFA var birtur í gær-
morgun lá endanlega fyrir hvernig
raðað yrði í styrkleikaflokkana
fjóra.
Úr þeim verður eitt lið dregið í
hvern riðil, með þeim formerkjum
að ekki geta fleiri en tvær Evr-
ópuþjóðir verið saman í riðli og með
aðrar heimsálfur gildir að lið þeirra
dreifast á riðlana en mætast ekki
innbyrðis. Styrkleikaflokkarnir eru
þannig, gestgjafarnir eru að vanda í
þeim fyrsta:
AFP
Efstir Brasilía er komin á toppinn á
heimslista FIFA fyrir dráttinn í dag.
Dregið í riðla á HM í Katar í dag
EM 2024
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Áskorunin sem íslenska karlalands-
liðið í handbolta stendur frammi fyrir
þegar undankeppni Evrópumótsins
2024 hefst í október á þessu ári er ekki
fyrst og fremst sú að tryggja sér sæti í
lokakeppninni í Þýskalandi.
Áskorunin verður sú að standa uppi
sem sigurvegari í þriðja riðli und-
ankeppninnar, þar sem baráttan um
efsta sætið mun án efa verða á milli Ís-
lendinga og Tékka, og ná með því sem
hagstæðastri röðun áður en dregið
verður í riðla fyrir lokakeppnina
sjálfa.
Hin tvö liðin í þriðja riðli eru Ísrael
og Eistland, og með fullri virðingu fyr-
ir þeim þjóðum og handboltanum sem
þau spila þá munu þau væntanlega
fyrst og fremst slást um þriðja sæti
riðilsins, sem getur gefið keppnisrétt á
EM.
Tvö efstu liðin komast í lokakeppn-
ina í Þýskalandi, ásamt fjórum af þeim
átta liðum sem enda í þriðja sæti riðl-
anna.
Ísland mætir Ísrael heima og Eist-
landi úti 12.-16. október, Tékkum tví-
vegis í mars 2023 og loks Ísrael úti og
Eistlandi heima í lok apríl.
Riðlarnir átta eru þannig skipaðir:
1 Portúgal, Norður-Makedónía,
Tyrkland, Lúxemborg.
2 Noregur, Serbía, Slóvakía, Finn-
land.
3 Ísland, Tékkland, Ísrael, Eistland.
4 Austurríki, Úkraína, Rúmenía,
Færeyjar.
5 Króatía, Holland, Grikkland,
Belgía.
6 Ungverjaland, Sviss, Litháen,
Georgía.
7 Slóvenía, Svartfjallaland, Bosnía,
Kósóvó.
8 Frakkland, Pólland, Lettland,
Ítalía.
Rússland og Hvíta-Rússland fengu
ekki að senda lið í undankeppnina
vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Georgía og Lúxemborg komu inn í
undankeppnina í þeirra stað en höfðu
áður tapað umspilsleikjum. Þýska-
land, Svíþjóð, Spánn og Danmörk
fara beint á EM.
Tékkar voru sterkir á EM
Tékkar voru eins og Íslendingar á
meðal þátttökuliða á EM 2022 í jan-
úar og litlu munaði að þeir sendu
verðandi Evrópumeistara út úr
keppninni. Svíar og Tékkar skildu
jafnir í riðlakeppninni í Bratislava,
27:27, í hreinum úrslitaleik í loka-
umferðinni, bæði lið enduðu með þrjú
stig og Svíar komust naumlega áfram
í milliriðil á betri markatölu.
Tékkar stóðu líka vel í Spánverj-
um, silfurliði keppninnar, og töpuðu
fyrir þeim í hörkuleik, 28:26. Tékkar
unnu enn fremur Bosníu örugglega,
27:19, í riðlinum.
Miðað við þessa frammistöðu voru
Tékkar með besta liðið sem ekki
komst í tólf liða úrslitakeppnina á
Evrópumótinu.
Helstu markaskorarar Tékka á
EM voru hornamaðurinn Matej
Klíma frá Lübeck-Schwartau í þýsku
B-deildinni og skyttan Tomás Piroch
frá Créteil í Frakklandi.
Tékkar léku tvo leiki við Serba
núna í mars og töpuðu þeim fyrri
23:24 en unnu þann seinni 30:26. Sjö
leikmanna liðsins í þeim leikjum spila
í Þýskalandi, þrír þeirra í efstu deild
og einn, línumaðurinn Stepan Zeman
undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðs-
sonar hjá Gummersbach. Aðrir sjö
leika með tékkneskum liðum og hinir
þrír í Frakklandi, Hvíta-Rússlandi og
Rúmeníu.
Aftur í riðli með Ísrael
Lið Ísraels er komið í úrslit um-
spilsins fyrir HM 2023 og mætir þar
Ungverjalandi síðar í þessum mán-
uði, á sama tíma og Ísland mætir
Austurríki. Í fyrstu umferð umspils-
ins í mars unnu Ísraelsmenn nokkuð
óvænta sigra á Litháum, 28:24 og
27:25. Þeir eru þó ekki taldir eiga
mikla möguleika á að standa að ráði í
sterku liði Ungverja.
Ísraelsmenn komust í þetta umspil
með því að enda í öðru sæti í und-
anriðli sem var leikinn í Rúmeníu í
janúar. Þar töpuðu þeir 33:30 fyrir
Rúmenum en sigruðu Moldóvu 42:31.
Ísrael var með Íslandi í riðli í und-
ankeppni síðasta Evrópumóts. Ísland
vann fyrri leikinn í apríl 2021 í Tel
Aviv, 30:20 og þann seinni á Ásvöllum
fimm dögum síðar, 39:29.
Ísrael vann heimaleikinn gegn
Litháen í þeirri keppni, 34:28, en tap-
aði 28:31 í Litháen og tapaði fyrir
Portúgal í tvígang, 22:31 og 29:41.
Eistland nálægt umspilinu
Lið Eistlands var nálægt því að
komst í umspilsleiki fyrir HM gegn
Íslandi síðar í þessum mánuði en það
tapaði naumlega fyrir Austurríki,
33:35 og 24:27, í fyrstu umferð um-
spilsins núna í marsmánuði.
Eistland var í forkeppni HM og
komst áfram úr henni með því að
vinna Bretland 34:22 og Georgíu
31:27 en tapaði fyrir Finnlandi, 30:35.
Í undankeppni fyrir EM 2022
komst Eistland í gegnum forkeppni
með tveimur öruggum sigrum á Lúx-
emborg. Í riðlakeppninni tapaði Eist-
land fimm leikjum af sex en vann
heimaleik sinn við Bosníu, 24:21. Úti-
leiknum töpuðu Eistar 19:21, gegn
Þjóðverjum töpuðu þeir 23:35 og
20:35 og fyrir Austurríkismönnum
28:31 og 27:31.
Eistar þurftu ekki að fara í gegn-
um forkeppni fyrir þessa undan-
keppni.
Helsta stjarna Eista er rétthenta
skyttan Mait Patrail, leikmaður
Rhein-Neckar Löwen, sem á langan
feril að baki í efstu deild Þýskalands.
Áskorunin
er að vinna
EM-riðilinn
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Undankeppnin Guðmundur Þ. Guðmundsson og hans menn leika fyrstu tvo
leikina í október á þessu ári en lokakeppnin er í Þýskalandi í janúar 2024.
- Barátta við Tékka um efsta sætið
- Mætir einnig Ísrael og Eistlandi
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Porto – Montpellier............................. 29:29
- Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í
leikmannahóp Montpellier.
Vardar Skopje – Veszprém ................. 22:30
Þýskaland
Magdeburg – Hannover-Burgdorf.... 30:22
- Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson eitt.
- Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari
Hannover-Burgdorf.
Bergischer – Füchse Berlín ............... 23:28
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur
mörk fyrir Bergischer.
Stuttgart – Erlangen .......................... 34:29
- Viggó Kristjánsson skoraði tvö mörk
fyrir Stuttgart en Andri Már Rúnarsson
skoraði ekki.
- Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari
Erlangen.
_ Efstu lið: Magdeburg 46, Füchse Berlín
41, Kiel 40, Flensburg 37, Wetzlar 29, Mel-
sungen 27, Göppingen 27.
Sviss
Suhr Aarau – Kadetten ...................... 34:28
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten
sem er með 42 stig á toppnum en Winter-
thur er með 28 stig í öðru sæti.
E(;R&:=/D
Subway-deild karla
Njarðvík – Keflavík.............................. 98:93
Grindavík – Þór Þ. .............................. 93:105
KR – Valur ............................................ 54:72
Tindastóll – Þór Ak .............................. 99:72
Breiðablik – Stjarnan....................... 105:107
Vestri – ÍR............................................. 81:92
Lokastaðan:
Njarðvík 22 17 5 2130:1917 34
Þór Þ. 22 17 5 2157:1947 34
Valur 22 14 8 1844:1744 28
Tindastóll 22 14 8 1957:1919 28
Keflavík 22 14 8 1964:1889 28
Stjarnan 22 13 9 1991:1907 26
Grindavík 22 11 11 1873:1889 22
KR 22 10 12 1975:2018 20
Breiðablik 22 9 13 2338:2326 18
ÍR 22 8 14 1954:1951 16
Vestri 22 4 18 1774:2016 8
Þór Ak. 22 1 21 1722:2156 2
Í úrslitakeppninni mætast:
Njarðvík – KR
Þór Þ. – Grindavík
Valur – Stjarnan
Tindastóll – Keflavík
1. deild kvenna
Undanúrslit, fjórði leikur:
Hamar/Þór – Ármann.......................... 71:82
_ Ármann vann einvígið 3:1.
KR – ÍR ................................................. 86:79
_ Staðan er 2:2 og oddaleikur annað kvöld.
Rúmenía
8-liða úrslit, annar leikur:
Alexandra – Phoenix Constanta ....... 48:66
- Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 16 stig,
tók 9 fráköst og átti 3 stoðsendingar á 36
mínútum fyrir Phoenix.
_ Phoenix vann einvígið 2:0.
Spánn
B-deild:
Gipuzkoa – Oviedo .............................. 79:77
- Ægir Már Steinarsson skoraði 12 stig
fyrir Gipuzkoa og gaf eina stoðsendingu á
20 mínútum.
NBA-deildin
Cleveland – Dallas............................ 112:120
Indiana – Denver.............................. 118:125
Washington – Orlando ..................... 127:110
Boston – Miami................................... 98:106
New York – Charlotte...................... 114:125
Toronto – Minnesota ........................ 125:102
Houston – Sacramento..................... 118:121
Oklahoma City – Atlanta ................. 118:136
San Antonio – Memphis................... 111:112
Golden State – Phoenix.................... 103:107
Portland – New Orleans .................. 107:117
>73G,&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Seltjarnarnes: Grótta – Víkingur........ 19.30
Ásvellir: Haukar – KA ......................... 19.30
Garðabær: Stjarnan – HK ................... 19.30
Varmá: Afturelding – Valur ................ 19.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Austurberg: ÍR – Berserkir ................ 20.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Umspil karla, undanúrslit, fyrsti leikur:
Egilsstaðir: Höttur – Fjölnir.................... 18
Höfn: Sindri – Álftanes ........................ 19.15
BLAK
Bikarkeppni karla, undanúrslit:
Digranes: HK – Hamar........................ 17.30
Digranes: Vestri – KA............................... 20
KNATTSPYRNA
Lengjubikar kvenna, úrslitaleikur:
Garðabær: Stjarnan – Breiðablik ....... 19.15
Í KVÖLD!
_ Karlalandslið Íslands í fótbolta er í
63. sæti af 210 þjóðum á nýjum
heimslista FIFA sem gefinn var út í
gær og fellur liðið um þrjú sæti frá síð-
asta mánuði. Innan Evrópu er Ísland í
32. sæti af 55 þjóðum. Það eru Gana,
Panama og Norður-Makedónía sem
fara uppfyrir Ísland á listanum.
Belgar missa toppsæti FIFA-listans í
fyrsta sinn í fjögur ár og Brasilíumenn
setjast þar í staðinn. Frakkland, Arg-
entína, England, Ítalía, Spánn og
Portúgal eru áfram í næstu sætum og
Mexíkó er komið
upp í níunda sæt-
ið. Ísrael er í 76.
sæti og Albanía í
66. sæti en það
eru næstu mót-
herjar Íslands þeg-
ar leikið verður í
Þjóðadeild UEFA í
júnímánuði.
_ Guðmundur Ágúst Kristjánsson á
góða möguleika á að komast í gegnum
niðurskurðinn í dag á Limpopo-mótinu
í golfi sem hófst í Suður-Afríku í gær.
Guðmundur lék fyrsta hringinn á 68
höggum, fjórum undir pari, og deilir
30.-45. sæti. Haraldur Franklín Magn-
ús er hinsvegar í 95.-116. sæti eftir að
hafa leikið hringinn á einu höggi undir
pari. Mótið er liður í Áskorendamóta-
röð Evrópu.
_ Guðrún Brá Björgvinsdóttir missti
naumlega af því að komast í gegnum
niðurskurð á Investec-mótinu í Höfða-
borg í Suður-Afríku í gær en það er lið-
ur í Evrópumótaröðinni. Hún lék annan
hringinn í gær á fimm höggum yfir
pari, 77 höggum. Hún endaði þar með
á sjö höggum yfir pari, í 67.-72. sæti,
en efstu 66 konurnar halda áfram og
leika tvo síðari hringina.
_ Færeyski landsliðsmaðurinn Vil-
helm Poulsen missir af þremur síð-
ustu leikjum Framara í úrvalsdeild
karla í handknattleik vegna ökkla-
meiðsla. Hann staðfesti þetta við net-
miðilinn handbolti.is í gær en kvaðst
jafnframt bjart-
sýnn á að ná að
spila umspilsleiki
Færeyinga gegn
Þjóðverjum þeg-
ar liðin leika um
sæti á HM 2023
dagana 13. og 16.
apríl. Vilhelm er
næstmarkahæsti
leikmaður deildarinnar með 129 mörk
í 19 leikjum Framara, sem þurfa að
vinna alla leikina til að eiga von um að
komast í úrslitakeppnina.
_ Félögin í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu samþykktu í gær að
heimila fimm innáskiptingar hjá hverju
liði í leik frá og með næsta tímabili, í
stað þriggja. FIFA heimilaði fimm
Eitt
ogannað