Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 4

Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði reiðufé. „Ég skrifaði ávísanir til rit- launaþega og sendi í pósti. Svo var þetta tölvuvætt og tölvuvæðingin er enn að aukast,“ sagði Hjördís. – En hvað tekur við? „Ég ætla að fara að æfa golf og verða betri í því og leggja svo meiri stund á briddsið þegar fer að hausta. Svo er ég orðin langamma. Ég á dóttur, fimm barnabörn og eitt barnabarnabarn. Svo á ég líka þrjú stjúpbörn og fjögur stjúpbarnabörn, svo ég hef nóg að gera,“ segir Hjördís. Hún hefur löngum verið keppnismanneskja, var handboltakempa með KR á ár- um áður, hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra bridskvenna og fær nú meiri tíma fyrir golfið. „Þetta hefur allt haft sinn sjarma. Það var gaman að byrja í Aðalstrætinu, mikið líf í miðbænum og stutt að fara í Dairy Queen- ísbúðina við hliðina á okkur. Mér fannst Kringlan líka ósköp fín og gott að vera þar. Hádegismóarnir eru mjög vel staðsettir fyrir mig og fljótlegt að fara í og úr vinnu,“ seg- ir Hjördís. „Morgunblaðsandinn var alltaf mjög sterkur og yndis- legt að vinna hérna. Manni leið eins og maður ætti þetta fyrirtæki. Vinnufélagarnir hafa allir verið fín- ir.“ Vinnan við bókhaldið hefur mikið breyst frá því Hjördís byrjaði. Í byrjun var mikil handavinna, prentaðar ávísanir og greitt í Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Mig langar að njóta efri áranna til fulls og ákvað því að hætta að vinna. Ég er mjög ánægð með að njóta góðrar heilsu og vona að ég haldi henni áfram,“ segir Hjördís Sigurjónsdóttir. Hún lét í gær af störfum við bókhaldið hjá Árvakri hf., útgefanda Morgunblaðsins, eft- ir rúmlega 32 ára starf. Þegar Hjördís hóf störf í bók- haldinu hjá Árvakri þann 2. janúar 1990 var blaðið til húsa í Morgun- blaðshöllinni í Aðalstræti. Vinnu- staðurinn flutti síðan í Kringluna og var þar um árabil og síðan á nú- verandi stað í Hádegismóum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kveðjustund Hjördís með blóm sem Elín Þórðardóttir, fjármálastjóri Árvakurs, afhenti henni í kveðjukaffi í gær. Morgunblaðsandinn var alltaf sterkur - Hjördís Sigurjónsdóttir vann í 32 ár hjá Árvakri hf. Anton Guðjónsson anton@mbl.is Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands var haldið á Hótel Natura í gær. Var þetta í fyrsta sinn í 60 ár sem þingið var haldið á öðrum stað en í Súlnasal í Bændahöllinni við Hagatorg. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Guðni Th. Jóhann- esson forseti ávörpuðu öll þingið en meðal þess sem var til umræðu á fundinu var mikilvægi fæðuöryggis í ljósi stríðsins sem stendur nú yfir í Úkraínu. Í ávarpi sínu minntist Sigurður Ingi á mikilvægi gam- alla gilda í baráttunni við hlýnun jarðar, þ.e. ræktun nytjaplantna, skóga og landgræðslu, og sagði fæðuöryggi snúast um sjálfstæði. „Næstu skref verða ekki stigin með fleiri fundum, held- ur verða þau stigin með aðgerðum,“ sagði hann um orku- skiptin fram undan og benti á að landbúnaðurinn væri mikilvægur hluti af lausninni við loftslagsvandanum. Svandís tók í sama streng og sagði ekkert ógna fæðu- öryggi á Íslandi og um heim allan eins mikið og loftslags- breytingar. „Á tímum sem þessum er landbúnaðurinn miðlægur í að takast á við breyttar aðstæður og horfa til framtíðar,“ sagði hún og spurði um leið hvað væri hægt að gera meira. „Landbúnaðurinn er of mikilvægur til að vera í vörn. Hann verður að vera í sókn og hefur til þess alla burði. Til þess að meira verði framleitt þarf að vera efnahagslegur grundvöllur. Það verður að vera hægt að lifa með reisn á því að framleiða mat.“ Á þinginu veitti Svandís einnig þremur verkefnum landbúnaðarverðlaun en verðlaunin hlutu Borghildur Að- ils og Ragnar Ingi Bjarnason á Bollastöðum í Blöndudal, Kristján Oddsson og Dóra Ruf hjá Biobúi og Karolína El- ísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð. Hefð er fyrir því að landbúnaðarráðherra veiti verð- launin en nú falla málefni landbúnaðar undir matvæla- ráðuneytið. Mikilvægt að tryggja fæðuöryggi í stríðinu - Landbúnaðurinn hluti af lausninni við loftslagsvandanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Búnaðarþing Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðni Th. Jó- hannesson og Svandís Svavarsdóttir á þinginu í gær. Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra veitti þremur verkefnum landbúnaðarverðlaun á Búnaðar- þingi Bændasamtaka Íslands sem fór fram í gær. Borghildur Aðils og Ragnar Ingi Bjarnason, þátttakendur í verkefn- inu Loftslagsvænn landbúnaður, hlutu verðlaun fyrir að innleiða nýj- ar aðferðir sem bæta nýtingu í rekstri og skila minna loftslags- fótspori á Bollastöðum í Blöndudal. Kristján Oddsson og Dóra Ruf hjá Biobúi hlutu verðlaun fyrir líf- ræna mjólkurframleiðslu sína á Neðra-Hálsi. Karolína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hlaut verðlaun fyrir rannsóknir á lausn- um við riðuveiki, sem gefa góða von um að hægt verði að útrýma sjúk- dómnum í framtíðinni. Hefð er fyrir því að landbúnaðar- ráðherra veiti verðlaunin en nú falla málefni landbúnaðar undir matvælaráðuneytið. Ljósmynd/Erla Hjördís Gunnarsdóttir Verðlaunahafar Elínborg, móðir Borghildar Aðils, fyrir hönd Bollastaða, Karólína Elísabetardóttir bóndi og Kristján Oddsson frá Biobúi. Landbúnaðarverðlaun veitt á Búnaðarþinginu „Vörurnar ruku út og hillurnar nán- ast tæmdust. Búðin var hér troðfull og margir komu til að kveðja búðina í síðasta skiptið,“ segir Guðrún I. Bjarnadóttir, dóttir Bjarna heitins Haraldssonar, kaupmanns á Sauð- árkróki, en búðinni hans var lokað í gær. Afgreiddi hún í búðinni ásamt systur sinni, Helgu, og systursynir Bjarna, þeir Einar K. og Haraldur Guðfinnssynir, náðu að aðstoða við afgreiðsluna síðustu tímana í gær. Þau eru á meðfylgjandi mynd og af- greiðslukonan Kirsten lengst til vinstri. Þær systur og Einar og Har- aldur áttu fund með fulltrúum Sveit- arfélagsins Skagafjarðar í gær þar sem rætt var um framtíð hússins, en verslunin hafði verið starfandi í 103 ár. Guðrún segir fundinn hafa verið mjög góðan og fjölskyldan sé bjart- sýn á að farsæl lausn fáist á því hvernig saga verslunarinnar verður varðveitt. Morgunblaðið/Björn Björnsson Hillur tæmdust á síðasta degi í búð Bjarna Har.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.