Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 18
Orkustofnun hefur sent frá sér
rauntölur raforkunotkunar árið 2021
fyrir allt landið og er hún sýnd á
myndinni ásamt sambærilegum töl-
um fyrir árin 2018-20.
Samdrátt milli 2018 og 2019 má að
mestu leyti skýra út frá óvissu í milli-
bilsástandi hjá stóriðjuverum. Árið
2020 hófst svo Covid-19-farsóttin og
atvinnulífið hægði duglega á sér, en er
greinilega farið að rétta sig af árið
2021. Farsóttin geisaði ennþá það ár,
en nú fóru hækkanir á álverði á heims-
markaði að segja til sín. Í ársbyrjun
2021 var álverð 2.000 USD/tonn sem
hækkaði síðan stöðugt í
3.000 USD/tonn í lok
ársins. Bæði álverin og
aðrar málmbræðslur
skrúfuðu smám saman
upp framleiðslu sína. Ál-
verð hefur síðan enn
haldið áfram að hækka
og stendur í sögulegu
hámarki þegar þetta er
skrifað eða í 3.500 USD/
tonn.
Lárétta bláa línan á
myndinni sýnir skil-
greinda orkugetu
landskerfisins, sem var
reyndar útskýrð í Morgunblaðsgrein
greinarhöfundar 2.1. 2021 og má
einnig sjá hér: https://2veldi.-
files.wordpress.com/
2021/03/orkugeta-og-breytileiki-
vatnsfalla-2.pdf
(stytt slóð: http://mbl.is/go/9eyxs)
Rekstrarlíkön
Við hermun á yfir 50 vatnsárum
kom mismunandi orkugeta út fyrir
hvert vatnsár fyrir sig en orkugeta
erfiðasta vatnsársins
reyndist vera 2.350
GWh/ári lægri en skil-
greind orkugeta og er
þessi lækkun sýnd á
myndinni með gul-
brúnni láréttri brota-
línu.
Við skoðun á nið-
urstöðum fyrir raf-
orkukerfið á yfirstand-
andi rekstrarári hefur
komið í ljós að rekst-
urinn er keimlíkur erf-
iðasta árinu í reiknilík-
aninu og hef ég þess vegna leyft mér
að leggja þau að jöfnu.
Þetta er stakur atburður í tilvilj-
anakenndum niðurstöðum í reiknilík-
ani þar sem yfir 50 mismunandi
vatnsár koma við sögu. Við því er að
búast að árið 2023 verði mun betra en
núverandi ár ef að líkum lætur, en
hver veit? Þess vegna væri ekki ráð-
legt að þjóta upp til handa og fóta
vegna slæmrar stöðu í augnablikinu,
en fylgjast með komandi sumri og
hvernig muni takast að fylla miðl-
anirnar að hausti.
Lækkun í orkugetu upp á 2.350
GWh/ári er töluverð og jafngildir
orkugetu liðlega þriggja Hvamms-
virkjana, sem hefur verið til umræðu
upp á síðkastið.
Ályktanir
Út frá meðfylgjandi mynd mætti
álykta eftirfarandi:
1. Almennt séð var staða raf-
orkukerfisins nokkuð góð 2021, en
skilgreind orkugeta var 21.175 –
19.614 = 1557 GWh/ári hærri en raf-
orkumarkaðurinn.
2. Hins vegar hefur yfirstandandi
vatnsár verið mjög lakt og komið hef-
ur í ljós að orkugetan núna er mun
minni en markaðurinn og þess vegna
eru uppi miklir erfiðleikar í vatnsafls-
kerfinu sem kunnugt er.
3. Það sem veldur mestum áhyggj-
um er slæm staða Þórisvatns. Lands-
virkjun tjáði sig um það fyrr í vetur að
ástæða slæmrar stöðu væri lítið að-
rennsli, sem þyrfti þá að útskýra nán-
ar. Manni hefur dottið í hug aukinn
ófyrirséður leki í vatninu og heyrst
hafa vangaveltur um að kannski hafi
hlýnandi veðurfar breytt upplandinu
með bráðnun jökla og þess háttar.
Þetta þarf vissulega að skoða nánar
áður en hlaupið verður til að taka
ákvarðanir um að gangsetja byggingu
nýrra virkjana. Þórisvatn er lífæð allra
virkjana á Þjórsársvæðinu.
4. Byggingu nýrra virkjana skal
réttlæta með nýjum mörkuðum en
ekki með slæmri stöðu á núverandi
vatnsorkukerfi. Að réttlæta nýjar
virkjanir með orkuskiptum í sam-
göngum, þar sem tæknilega lausnin
er enn ófundin, er galið.
Eftir Skúla Jóhannsson
» Staða raforkukerf-
isins var nokkuð góð
2021, en hins vegar hef-
ur yfirstandandi vatnsár
verið mjög lakt og við
það bætist slæm staða
Þórisvatns.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Raforkunotkun og nýjar virkjanir
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
29 8123 19018 29957 37613 48611 58041 70594
48 8340 19065 30457 38248 48719 58224 70705
279 8413 19066 31108 38589 48724 58462 70984
800 9000 19169 31212 39086 48754 59321 71188
971 9063 19272 31247 39216 49314 59978 71360
1110 9079 19386 31830 39425 49577 60518 71921
1256 9337 19429 31987 39743 49582 60741 72077
1478 9667 19496 32064 39925 49705 60923 72352
1513 10038 20429 32490 40069 50246 62458 72379
1724 10387 20609 32566 40091 50318 62644 72646
1759 10636 20776 32576 40452 50457 62652 72916
1950 11174 20978 32957 40571 51034 62669 73211
2149 11919 22504 33049 40658 51131 62727 73641
2450 12172 22833 33164 40794 51255 63134 73714
2492 12245 23306 33187 41018 51763 63362 74326
2993 12809 23494 33424 41315 51769 63496 74496
3045 14019 23628 33558 41972 52115 63559 74744
3143 14214 23961 33811 42000 52194 63799 74770
3159 14431 24090 34223 42097 52537 64085 74838
3636 14677 24184 34274 42133 52812 64161 74932
3950 14875 24308 34497 42225 52832 64231 75031
4108 15094 24334 34645 42813 52959 65224 75114
4375 15174 24704 34847 42929 52976 65266 75703
4402 15428 24715 34905 43019 53006 65405 75799
4955 15598 25152 34908 43525 53163 65865 75875
5178 15663 25837 34992 43731 53345 66283 75956
5217 15685 25928 35005 43745 53732 66699 76065
5295 15811 26119 35250 43951 53759 66703 76204
5423 15889 26405 35470 44606 53844 67248 76508
5715 16126 27177 35748 44865 54213 67748 77083
5842 16148 27223 35796 45352 54252 68266 77191
5919 16514 27258 35841 45711 54331 68272 77454
6080 16801 27513 35996 46839 54374 68294 77581
6489 16834 27752 36058 47161 54977 68632 78783
6525 17313 28527 36257 47206 55336 68703 78816
7230 17620 28583 36688 47473 55593 68873 79037
7346 18068 28778 36883 47480 56492 69244 79143
7900 18075 28894 36947 48141 56779 69338 79150
8060 18652 29041 37293 48273 57068 69436 79668
8090 18784 29806 37345 48309 57918 70413 79702
2100 16008 26726 37479 47308 58662 65207 73908
6385 16433 27150 37717 48565 58885 65971 74359
6490 16783 27621 38174 49118 59569 66531 75773
6606 17092 30512 41458 49486 59680 67550 75808
7213 18037 31934 41757 49585 59925 67618 76734
7508 20457 33341 42100 50808 60525 67663 78563
9839 20783 33826 42388 51318 61559 68065 78852
10658 22890 34623 43337 53497 62053 68395 79067
11213 23388 35867 44310 53796 62464 68414 79804
12334 23797 36134 44493 54422 62466 68680
13280 24433 36811 44566 54794 62543 70787
13315 24559 37172 45986 55252 63133 71949
15751 25324 37401 46213 55684 64774 72024
Næstu útdrættir fara fram 7., 13., 22. & 28. apríl 2022
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
10306 31186 40772 42303 59479
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1661 22243 34979 44721 57268 72671
12445 28757 36808 47388 62075 75845
13560 30678 41070 52063 68567 77086
18570 33178 41714 57105 69962 79389
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
5 3 8 5 0
48. útdráttur 31. mars 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Það er sem heim-
urinn varpi léttar önd
við hverri fregn af frið-
arvon í blóðugri árás
Rússa á friðsaman ná-
granna. Samstaða við
Úkraínu er sögulega
einstök. Við hljótum að
styðja allar friðsam-
legar aðgerðir eins og
viðskipta- og efnahags-
legar þvinganir, til að
þrýsta á um skjóta friðarsamninga.
En hvað tekur við í að halda frjálsum
samskiptum svo heimur allur nýtur?
Þar er ekkert sjálfgefið, eins og við
höfum átt að venjast í því neti samn-
inga um frjálsræði sem upptök sín
eiga eftir 1945 með Sameinuðu þjóð-
unum og dótturstofnunum þess, Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum, Alþjóða-
bankanum o.fl. Fljótlega er einnig um
að ræða svæðisbundið samstarf, ESB,
NATO og fleiri. En getur slík ný
heimsskipan orðið fyrir
tilverknað Bandaríkj-
anna og vestrænna
bandamanna, eins og
var við lok seinni heims-
styrjaldarinnar þá er
þau fögnuðu allsherj-
arsigri? En síðan 1945
hefur orðið meginbreyt-
ing á heimsmálum og þá
ekki síst að Kína hefur
orðið efnahagslegt veldi
til jafns við Bandaríkin
og vonandi samstarfs-
aðili.
Um getur verið að ræða fráhvarf
frá grundvallarreglum þess alþjóða-
samstarfs sem komst á eftir seinni
heimsstyrjöld. Það byggðist á lýðræð-
islegu neti samninga allra og þeim al-
þjóðarétti sem því fylgir. Þetta er að
sjálfsögðu meginatriði fyrir smáríki.
Hin stóra spurning hvað okkur varðar
er Evrópusamvinnan og afdrif hennar.
ESB hvílir á lagagrunni og stofnunum
sem fela í sér náið samstarf ef ekki
nokkurt framsal valds þátttakenda.
Hinu verður þó ekki breytt að vera
innan sameiginlegra landamæra ESB
er aukið öryggi. Þá er það einnig til
umræðu hvort sameiginleg mynt og
peningastefna ESB yrði ekki einnig til
ávinnings og öryggis.
Þótt varla verði sagt að aðkoma Ís-
lands að Evrópusamvinnunni hafi ver-
ið þrautalaus vegna landhelgisdeiln-
anna er staðan sú að við höfum áunnið
lagalegan rétt á fiskimiðunum. Í
menningarlegu og sögulegu tilliti á Ís-
land heldur ekki heima annars staðar
en í samstarfi Evrópuþjóða á því sviði.
Eftir Einar
Benediktsson »Um getur verið að
ræða fráhvarf frá
grundvallarreglum þess
alþjóðasamstarfs sem
komst á eftir seinni
heimsstyrjöld.
Einar Benediktsson
Höfundur er fyrrverandi
sendiherra.
Úkraínudeilan og alþjóðasamfélagið
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS