Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
Bandaríski leikarinn Bruce Willis
þarf að draga sig í hlé frá kvik-
myndaleik þar sem hann glímir við
málstol (aphasie), heilasjúkdóm
sem hefur áhrif á tal hans og mál-
skilning. Demi More, fyrrverandi
eiginkona Willis, sem og núverandi
eiginkona og börn þeirra, sendu
samtímis út tilkynningu á sam-
félagsmiðlinum þar sem þau greina
frá veikindum Willis og að vegna
þeirra þurfi hann að hætta að leika.
Bruce Willis, sem er 67 ára gam-
all, er hvað kunnastur fyrir að leika
lögreglumenn og hörkutól af ýmsu
tagi. Hann er þekktastur fyrir leik í
Die Hard-kvikmyndunum en lék
meðal annars einnig í Pulp Fiction
(1994) og The Sixth Sense (1999).
AFP/Angela Weiss
Hasarleikari Bruce Willis hefur leikið í um
120 kvikmyndum, auk sjónvarpsþátta.
Willis glímir við
málstol og hættir
Þau Silva Þórð-
ardóttir, Stein-
grímur Teague
og Daníel Friðrik
Böðvarsson
koma fram á tón-
leikum í Jazz-
klúbbnum Múl-
anum í
Björtuloftum
Hörpu í kvöld,
föstudag, kl. 20. „Tvær raddir, wur-
litzer-hljómborð og dempaður óm-
ur af píanói í næsta herbergi,“ segir
í tilkynningu en þetta er sagt upp-
leggið á plötu þeirra, More Than
You Know, sem kemur senn út.
Hljóðmyndin er sögð svipsterk,
jafnvel einkennileg, en efnisskráin
aftur á móti kunnugleg: þaulspil-
aðir standardar.
Þaulspilaðir stand-
ardar á Múlanum
Silva Þórðardóttir
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Þetta mun opna margar gáttir, en
ég sé þetta ekki aðeins sem stórt
tækifæri fyrir Graduale Nobili,
heldur er þetta líka ótrúlega mikil
viðurkenning fyrir íslenska kór-
tónlist og kórmenningu, þessi aukni
áhugi erlendis,“ segir Þorvaldur
Örn Davíðsson,
stjórnandi dömu-
kórsins Graduale
Nobili, en hann
skipa 24 konur á
aldrinum 18-32
ára. Nýútkomin
plata kórsins,
Vökuró, var gefin
út af útgáfuris-
anum Universal,
sem telst til stór-
viðburðar.
„Í þessu felst gríðarlega mikil út-
rás fyrir íslenska kórtónlist og mér
finnst áhugavert hversu mikið er
hlustað á íslenska kórtónlist í
Bandaríkjunum. Við sjáum það á
spilun, hvort sem er á youtube eða
spotify, að stór hluti fólks sem þar
hlustar á íslenska kórtónlist býr í
Bandaríkjunum,“ segir Þorvaldur
og bætir við að kórverkin séu vissu-
lega stórkostleg sem við eigum eftir
íslensk tónskáld.
„Einmitt þess vegna er svo gam-
an að fá að flytja þau, hvort sem það
eru eldri eða nýrri verk, og mér
finnst líka gaman að flytja nýjar út-
setningar á verkum sem ekki voru
upphaflega samin fyrir kór,“ segir
Þorvaldur sem kom að útsetningu
margra verka á nýju plötunni ásamt
því að eiga þar verk sjálfur. Á plöt-
unni Vökuró er að finna sextán lög,
bæði ný og sígild. Meðal þeirra tón-
skálda sem eiga verk á plötunni eru
Jórunn Viðar, Hugi Guðmundsson,
Þorkell Sigurbjörnsson og Sigurður
Sævarsson.
Staddur í fámenni á Ströndum
þegar hringt var frá New York
Þorvaldur segir að verkefnið hafi
átt sér langan aðdraganda og sér-
lega ánægjulegt að vera loks búinn
að koma plötunni út.
„Þetta á sér í raun allt upphaf í
því að ég og kórinn fórum á Hjalt-
eyri við Eyjafjörð árið 2019 og gerð-
um þar fimm tónlistarmyndbönd,
sem m.a. voru tekin upp í hljómmik-
illi síldarverksmiðjunni. Þetta var
skemmtileg ferð og gaman að geta
sýnt heiminum fallegt íslenskt um-
hverfi með þessum söng. Í fram-
haldinu hringdi í mig kona frá Uni-
versal og sagðist vera búin að sýna
myndböndin nokkrum aðilum í
fyrirtækinu og að einhugur væri um
að leita til okkar með samstarf og
útgáfu. Þegar ég fékk þetta óvænta
símtal frá New York var ég staddur
í Árneshreppi á Ströndum þar sem
ég dvaldi sumarlangt og það var sér-
lega skemmtilegt að vera á því
augnabliki í fámenninu þar á hjara
veraldar. Ég sagði auðvitað strax já
við þessu tilboði og var mjög spennt-
ur,“ segir Þorvaldur og bætir við að
samstarfið hafi verið gefandi og
skemmtilegt.
„Samstarfið gekk út á að kasta
boltum á milli, þau hjá Universal
komu með tillögur og ég kom með
tillögur á móti. Þessu var raðað
saman í mesta bróðerni. Mörg þess-
ara verka sem eru á diskinum hafa
komið út áður, en mörg eru í nýjum
útsetningum og útgáfum. Það kom
mér á óvart við að vinna með svona
risastóru útgáfufyrirtæki hvað þau
tóku mikið tillit til mín, ef það var
eitthvað sem mér leist ekki á og vildi
breyta, þá var það ekkert vandamál,
þarna var engin ofurstjórnun af
hálfu risans, heldur ríkti traust og
listrænt frelsi fyrir mig. Þau komu
hingað til Íslands tvö frá Universal,
þessi kona sem hafði hringt í mig og
maðurinn sem hafði fundið mynd-
böndin á netinu og dreift þeim með-
al starfsmanna. Það var virkilega
ánægjulegt að kynnast þeim sem
manneskjum og taka þátt í þessu
samstarfi.“
Elskar að traustið er algjört
Graduale Nobili-kórinn á sér yfir
tuttugu ára sögu, allt frá aldamótum
þegar hann var stofnaður af Jóni
Stefánssyni, organista í Langholts-
kirkju. Kórinn hefur getið sér gott
orð, gefið út margar plötur og sung-
ið á tónleikaferðalagi með Björk
Guðmundsdóttur. Kórinn hefur tek-
ið þátt í samstarfi með öðrum
heimsþekktum listamönnum, til
dæmis með hljómsveitinni Fleet
Foxes. Þorvaldur hefur stjórnað
kórnum frá því haustið 2017.
„Ég elska við þennan kór að
traustið er algjört. Sama hvað mér
dettur í hug að gera, til dæmis að
fara norður á Hjalteyri og taka upp
tónlist úti í frosti við mjög krefjandi
aðstæður, eða gefa út plötu í sam-
vinnu við Universal, þær segja alltaf
allar já stelpurnar í kórnum.“
Þorvaldur segir að auðvitað sé
hreyfing í þessum kór, eins og öðr-
um, þetta séu jú ungar konur.
„Sumar hætta og aðrar koma í
staðinn, margar úr Gradualekór
Langholtskirkju sem ég var líka að
stjórna á tímabili. Sumar hafa farið í
gegnum alla kórana í Langholts-
kirkju allt frá fimm ára aldri. Sumar
fara í frekara nám til útlanda, sem
er ánægjulegt. Kórinn er því í stöð-
ugri þróun.“
Graduale Nobili mun vera með út-
gáfutónleika 1. maí í Langholts-
kirkju þar sem platan verður flutt í
heild sinni.
Útrás fyrir íslenska kórtónlist
- Útgáfurisinn Universal gefur út plötu dömukórsins Graduale Nobili
- Fólkið hjá Universal heillaðist af söng í síldarverksmiðju á Hjalteyri
Söngur Þorvaldur stjórnar hér kórnum Graduale Nobili í hljómmikilli síldarverksmiðju á Hjalteyri við Eyjafjörð.
Þorvaldur Örn
Davíðsson
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
EMPIRE
VARIET Y
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
75%