Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 36

Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 Í Kling & Bang í Marshall-húsinu verður á morgun, laugardag, kl. 17 opnuð sýningin Three Rearrange- ments – A Commonality of Escape. Þar sýna Daníel Ágúst Ágústs- son (f. 1996), Pétur Magnússon (f. 1958), Pier Yves Larouche (f. 1988) og Richard Müller (f. 1988) glæný verk og umfangsmiklar innsetn- ingar sem eru unnin sérstaklega í salina. Í tilkynningu segir að á sýn- ingunni glitti „í sannleikann í lyg- inni. Listamennirnir vinna allir að verkum sem á einhvern hátt skekkja upplifun og tilfinningu okkar fyrir rýmum í víðum skiln- ingi, ásamt því að vinna náið með sýningarrýmið sjálft.“ Daníel Ágúst vinnur með umfangsmikla skúlptúra og innsetningar með að- ferðum og efnivið sem vísar í iðnað og arkítektúr. Verk hans reyna gjarnan á þekkingu áhorfandans á umhverfi sínu þar sem rýnt er í tengsl milli skilnings og skilnings- leysis. Að loknu námi hér á landi, á Ítal- íu og í Hollandi var Pétur lengi bú- settur í Amsterdam. Hann vinur gjarnan með ljósmyndir og skúlp- túr, oft lágmyndir og einkennast aðferðir hans oft af blöndu af stáls- míði og ljósmyndun. Pier Yves Larouch býr og starf- ar í Montreal. Verk hans birtast sem hljóðverk og innsetningar. Richard Müller býr og starfar í London og notast gjarnan við staf- ræna tækni í verkum sínum, oft og tíðum á vitlausan hátt, til að skapa hljóðverk, vídeó og innsetningar. Glæný verk fjögurra listamanna sýnd í sölum Kling & Bang Sýnandi Daníel Ágúst Ágústsson er einn fjögurra listamanna sem sýna ný verk. Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrir- lestrasal Þjóðar- bókhlöðu, 2. hæð, á morgun, laugardag. Hefst þingið klukkan 13.30 og lýkur 16.15. Yfirskrift þessa málþings félagsins er „Enn af nýjum rannsóknum sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld“ og erindin flytja fjórir sagn- fræðingar. Erindi Halldórs Baldurssonar, sagnfræðings og læknis, nefnist „Þegar fylgdarskipið fórst“; Sigríð- ur Sigurðardóttir, sagnfræðingur og lektor við Háskólann á Hólum, flytur erindið „Torf sem bygging- arefni á átjándu öld“; Guðrún Hild- ur Rosenkjær, sagnfræðingur og klæða- og kjólameistari hjá Ann- ríki, flytur erindið „Þjóðbúningar og skart – Prjónaðar gersemar og þarfaþing í fataeign Íslendinga á átjándu öld“; og Eiríkur Her- mannsson sagnfræðingur flytur loks erindið „Íslenskir Stokk- húsþrælar, 1805-1811, afdrif og ör- lög“. Fundarstjóri er Gunndís Eva Baldursdóttir sagnfræðinemi. Málþing félags um 18. aldar fræði Guðrún Hildur Rosenkjær VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er margt að mér, en ég er ekkert sérstaklega stjórnsamur. Mér finnst því ágætt að fylgjast ekki með æfingaferlinu fyrr en á loka- metrunum. Með því móti getur leik- hópurinn heldur ekki leitað of mikið til mín sem höfundar um að leysa einhver mál eins og einhver barba- mamma með sínar barbabrellur, heldur verða þau sjálf að finna sínar lausnir. Ég verð hins vegar með þeim síðustu tvær vikurnar og er mjög spenntur að sjá útkom- una,“ segir leik- skáldið Tyrfingur Tyrfingsson. Nýjasta leikrit hans, Sjö ævin- týri um skömm, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Tyrf- ingur var staddur í Hollandi, þar sem hann býr og starfar, þegar blaðamaður nái tali af honum fyrr í mánuðinum til að ræða verkið. Á vef Þjóðleikhússins er leikritinu lýst sem ósvífnum kabarett með kanamellum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Af lestri verksins að dæma er ljóst að þú gerir miklar kröfur til leikhópsins. „Þarna vinnur það með mér sem höfundur að ég er að upplagi gjör- samlega markalaus – hef hvorki innri né ytri mörk. Ég hef enga tæknilega kunnáttu og get sem dæmi ekki sett saman IKEA-mublu. Þannig að þegar leikhópurinn er að segja mér að einhverjar skiptingar séu vonlausar og engin leið að láta eitthvað gerast á sviðinu þá hafði ég ekki hugmyndaflugið til að vita að þetta væri svona vonlaust. Þetta er því ekki kvikindisskapur heldur skortur á þekkingu.“ „Ólst upp á Kleppi“ Nýjasta verk þitt á það sameigin- legt með fyrri verkum þínum að þú skrifar af ótrúlega djúpu innsæi um manneskjuna. Hefur þú stúderað sálarlíf mannsins sérstaklega til að geta skrifað af svo góðum skilningi? „Þetta er mjög góð spurning. Í raun kemst ég ekki hjá því að vera innan um geðveiki og lækningar við geðveiki af því ég ólst upp á Kleppi. Mamma mín var gerð að hjúkrunar- deildarstjóra á Kleppi þegar hún var mjög ung og mamma og pabbi voru svo blönk meðan þau voru að byggja í Kópavogi að við fengum inni í starfsmannabústöðum við Klepps- spítala. Mínar fyrstu minningar eru frá því þegar ég, ásamt Brynjari vini mínum, skrópaði á leikskólanum í öðrum starfsmannabústað þarna og við hlupum yfir á Klepp til að leita að mömmu. Þar tóku á móti okkur risa- stórir karlmenn í hópi sjúklinga sem tóku okkur upp á háhest og báru okkur upp á deild 13 þar sem mamma var að vinna,“ segir Tyrf- ingur og rifjar upp að nálægðin við Klepp hafi haft mikil áhrif á sig. Ein lykilpersóna nýja verksins er einmitt geðlæknir. Hvað kemur til? „Þegar ég byrjaði að skrifa verkið vissi ég fljótlega að ég vildi hafa geð- lækni í verkinu. Ég spurði einu sinni geðlækni sem ég vissi að hefði hjálp- að mörgum af hverju hann væri svona góður geðlæknir og hann svaraði: „Af því ég er svo geðveik- ur.“ Eftir að geðlæknir verksins var mættur á svæðið tók ég, til undir- búnings, viðtöl við nokkurn fjölda geðlækna og þerapista. Í kjölfarið fór ég að skoða og lesa skrif Marie- Louise von Franz, sem var sam- starfskona Carls Gustavs Jung. Hún rannsakaði sérstaklega ævintýri, en geðlækningar hefjast að svo mörgu leyti með Jung í ævintýrunum. Marie-Louise talaði til dæmis um það að ævintýrin væru spegill ofan í undirmeðvitund þjóðar. Ef við skoð- um ævintýri Íslands, sem er ný- lenduþjóð kúguð af Dönum, þá er ekkert skrýtið að óvættirnir séu fal- legt og fínt huldufólk, sem er dyntótt og andstyggilegt og enginn skilur neitt í en allir dýrka.“ Hversu mikilvægt er fyrir þig sem höfund að rannsaka viðfangsefni? „Ég held að ég geri það sífellt meira. Eftir því sem ég eldist hef ég sem höfundur sífellt minni áhuga á sjálfum mér – kannski sem betur fer. Þannig hef ég sífellt minni áhuga á minni sýn á heiminum og langar mun meira að heyra hvað heimurinn vill sjálfur um sig segja. Að því leyti fer ég að rannsaka meira og vilja vita meira og hverfa ofan í heima og fólk. Ég hef alltaf gert það en það hefur aukist með árunum.“ „Kúkaði aðeins í heyið“ Óhætt er að segja að nýjasta leik- rit þitt beri sterk höfundareinkenni t.d. þegar kemur að biksvörtum húmor. Það vekur athygli mína að amman úr stuttverkinu Skúrinn á sléttunni snýr aftur. Hvað veldur? „Amma dó fljótlega eftir að ég byrjaði að skrifa verkið og þannig rataði hún inn í það. Hún bara mætti, svona eins og geðlæknirinn, og kom sér fyrir inni í verkinu. Amma var töfrandi og mjög fyndin, en á sama tíma ákaflega langt leidd- ur alkóhólisti. Samskiptin í kringum alkóhólista verða eins og Frúin í Hamborg þar sem bannað er að segja já og nei, svart og hvítt. Þegar hún dó hvarf um leið sá ómeðvitaði ótti sem ég bar í samskiptum við hana og auðveldara varð að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Þegar ég var lítill skrifaði ég sögur sem pabbi faxaði til hennar í Bandaríkj- unum þar sem hún las þær fyrir vin- konur sínar, hinar kanamellurnar. Hún tók af mér það loforð að ég yrði að gera hana fræga. Henni fannst stuttverkið Skúrinn á sléttunni sem sett var upp 2013 of lítil uppfærsla sem gerði hana ekki nógu fræga. Kannski er ég bara enn og aftur að reyna að gera ömmu mína fræga, eins og ég lofaði sem barn,“ segir Tyrfingur og tekur fram að það hafi tekið hann tíma að skrifa verkið. „Ég var lengi að skrifa verkið,“ segir Tyrfingur og rifjar upp að þar hafi sorgarferlið í tengslum við ömmu hans haft áhrif. „Þar sem ég bý í Amsterdam var ég ekki við- staddur jarðarför hennar heldur fylgdist með henni á netinu. Ég kúk- aði aðeins í heyið með því að kveðja hana ekki almennilega, en vonandi getur verkið slegið aðeins á skömm- ina og samviskubitið.“ Ævintýra- og barnaþrá Þetta er fyrsta leikritið sem þú skrifar fyrir stóra svið. Hvaða áhrif hafði það á sköpunarferlið? „Þegar ég var að læra í London man ég að þar var snobbað mest fyr- ir verkum sem gerðust á einum stað á einum tíma, því það er erfiðast að skrifa slík verk. Þannig að ég var alltaf að sanna að ég gæti það. Nú er ég hins vegar búinn að skrifa svo- leiðis verk svo lengi að mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Eftir að hafa séð allar þessar ævintýralegu sýn- ingar á stóra sviðinu frá því ég var barn og farið með leikskólanum af Kleppi í heimsókn í Þjóðleikhúsið og séð hvernig Stóra sviðið snýst þá kveikti það einhverja ævintýra- og barnaþrá sem endurspeglast í verk- inu. Það er eitthvað bernskt við Stóra sviðið þar sem Soffía frænka hefur farið hamförum í Karde- mommubænum,“ segir Tyrfingur. Þá er væntanlega ekki amalegt að vera með tvær leikkonur í uppfærslu þinni sem leikið hafa Soffíu frænku, þ.e. Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur? „Einmitt, ein Soffía var ekki nóg. Við þurfum tvær og fengum,“ segir Tyrfingur og skellir upp úr. Þess má geta að í öðrum lykilhlutverkum eru Ilmur Kristjánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Eggert Þorleifsson. Skömmin er svo hverful Þú notar ævintýrin til að skilja manneskjuna en ert jafnframt að skoða skömmina sem fyrirbæri. Hvað er það við skömmina er heillar sem viðfangsefni? „Hversu hún er smitandi, bæði erfist og lærist af öðrum. Það er for- vitnilegt hvernig hún tengist líkam- anum, því þegar við skömmust okk- ar þá roðnum við yfirleitt. Skömmin er líka nátengd kynferðissviðinu og öllum öfuguggahætti. Þrátt fyrir að geta sem tilfinning valdið miklum skaða þá er hún líka nauðsynleg því hún heldur samfélaginu saman. Gall- inn við Pútín er að hann skammast sín ekki, því ef hann gerði það þá væri staðan ekki sú sem hún er í heimsmálunum,“ segir Tyrfingur og leggur áherslu á að markmiðið sé ekki að komast handan skammar- innar með sama hætti og markmiðið er með sektarkennd og hatur. „Guðbrandur Árni Ísberg sendi fyrir nokkrum árum frá sér frábæra bók sem heitir einfaldlega Skömmin. Hann talar um að semja frið við skömmina, en einkenni hennar er að hún kemur sér svo auðveldlega und- an. Um leið og við nefnum skömm- ina á nafn kemur hún sér undan. Hverfulleiki skammarinnar birtist líka í því að það sem við skömmumst okkar fyrir getur breyst í samhengi við það hvernig samfélagið og af- staða fólks breytist. Þannig gengur skömmin í tískubylgjum. Fyrir nokkrum áratugum skammaðist fólk sín fyrir að stunda of mikið kynlíf. Nú skammast það sín fyrir að stunda of lítið kynlíf. Tilfinningin er alltaf sú sama þó aðstæðurnar breytist, sem ætti að vera sönnunar- gagnið fyrir því hvað hún er hverful og við þyrftum ekki að taka hana svona alvarlega.“ Nú býrð þú og starfar í Amster- dam í Hollandi. Hvers vegna velur þú að búa erlendis þegar þú skrifar fyrir Íslendinga? „Ég upplifi sjálfan mig fyrst sem áhorfanda og svo sem höfund. Mér finnst því nauðsynlegt að vera stað- settur þannig að stutt sé að fara í leikhús og á leiklistarhátíðir. Þar sem ég er að skrifa fyrir Íslendinga þá finnst mér mikilvægt að ég sé að sjá aðra hluti en aðrir höfundar á Íslandi og fá annars konar inn- blástur. Við þetta bætist að mér finnst miklu auðveldara að elska Ísland úr fjarlægð með heilt Atlants- haf á milli. Það er eðlilegt að gagn- rýna samfélag, en úr fjarlægðinni finnst mér ég geta gert það af meiri ást – sem mér finnst mjög mikil- vægt,“ segir Tyrfingur að lokum. „Reyna að gera ömmu mína fræga“ - Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld - „Það er eðlilegt að gagnrýna samfélag, en úr fjarlægðinni finnst mér ég geta gert það af meiri ást“ Ljósmynd/Jorri Skömm „Skömmin er líka nátengd kynferðissviðinu og öllum öfuguggahætti,“ segir Tyrfingur Tyrfingsson. Tyrfingur Tyrfingsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.