Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 13

Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 Bæjarfulltrúar á Akureyri eru óánægðir með að Landsnet skuli hafa fallið frá áformum um jarðstreng í ná- grenni þéttbýlisins í aðalvalkosti vegna umhverfismats Blöndulínu 3 og hyggi á lagningu loftlínu alla leið að tengivirkinu á Rangárvöllum. Telja þeir að loftlína kunni að skerða mögu- leika til þróunar byggðarinnar og er í því sambandi bent á að bærinn sé landlítill. „Við erum auðvitað ákaflega ánægð með að verkefnið skuli vera komið svona langt og að nú hilli undir að byggðalínan verði styrkt. Akureyri og Eyjafjörður allur hefur lengi beðið eftir því að sjá fyrir endann á vinnunni. Hvað aðalvalkost Lands- nets áhrærir, þar sem gert er ráð fyr- ir loftlínu, er ljóst að við þurfum að eiga samtal við Landsnet um lausn,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, for- seti bæjarstjórnar, sem einnig á sæti í verkefnishópi sem settur var upp vegna umhverfismats Blöndulínu 3. Halla bendir í þessu sambandi á að Akureyri sé eina þéttbýlið á allri hringleið byggðalínunnar og að- alskipulag Akureyrar geri ráð fyrir að línan fari í jörðu frá Rangárvöllum að sveitarfélagamörkum. „Við búum við landþrengsli og í mínum huga er mik- ilvægt að möguleikar Akureyrar til vaxtar verði ekki skertir,“ segir hún. Nýtt hverfi er í undirbúningi, Móa- hverfi, sem er nyrst í bænum, fyrir ofan Síðuhverfi. Halla Björk segir að mikil eftirspurn sé eftir lóðum og á von á því að þær renni út. Einnig sé ákall í samfélaginu um að skipuleggja meira til framtíðar og við því verði að bregðast. Háspennulínan mun liggja skammt frá Móahverfi og skerða möguleika á frekari þróun byggð- arinnar á þessu svæði. Takmarkaðir möguleikar Halla segir að Akureyrarbær hafi óskað eftir því að fá samanburð Landsnets á þessum tveimur kostum, jarðstreng og loftlínu, og hvað hafi legið til grundvallar þess að ekki væri gert ráð fyrir jarðstreng innan þétt- býlismarka. Í umhverfismatsskýrslu Lands- nets kemur fram að af tæknilegum ástæðum séu takmarkaðir mögu- leikar til að hafa jarðstrengi í há- spenntu kerfi eins og Blöndulína 3 er hluti af og sérstaklega eins og að- stæður eru á því landsvæði. Tengist það einnig áformum um lagningu jarðstrengja út frá línunni, meðal annars streng til Dalvíkur. Ef lagðir verða jarðstrengskaflar í Blöndulínu 3 dregur það úr möguleikum á lagn- ingu slíkra jarðstrengja á lægri spennu. helgi@mbl.is Loftlína þrengir að Akureyri Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændur og aðrir landeigendur við væntanlega línuleið Blöndulínu 3 í Húnavatnssýslu og Skagafirði eru missáttir við nýjan aðalvalkost sem Landsnet leggur fram í umhverfis- matsskýrslu. Mikil andstaða var við fyrri áform um lagningu línu um Efri- byggð í Skagafirði en með nýjum áformum fer háspennulínan um land sem laust hefur verið við slík mann- virki. Háspennulínan á að fara frá Blöndustöð, þvert yfir Svartárdal norðan við bæinn Stafn, um Kiða- skarð og niður Mælifellsdal og þaðan eftir Skagafirði og þvert yfir fjörðinn og Héraðsvötn og síðan um Norður- árdal og áfram norður til Akureyrar. Sú jörð í Skagafirði sem verður fyrir einna mestum áhrifum af þessari legu línunnar er Starrastaðir í Lýtings- staðahreppi hinum forna. Línan mun liggja eftir endilangri jörðinni og tek- ur síðan sveigju austur af henni og yf- ir Svartá. Leggst illa í bóndann María Ingiríður Reykdal, bóndi og sálfræðingur á Starrastöðum, telur að fimm háspennumöstur verði á jörð- inni, hið minnsta. Þá muni línan blasa við í fjallinu beint fyrir ofan bæinn. Engar loftlínur eru nú á þessu svæði þannig að þetta verða ný mannvirki í landslaginu. Leggjast áformin illa í Maríu. „Öll þessi möstur munu rýra verðgildi jarðarinnar mjög mikið, hún verður óseljanleg,“ segir María. Dóttir henn- ar hefur byggt annað hús á jörðinni og tvær aðrar dætur hennar hafa áhuga á því sama. Þá eru sumarhús á jörðinni. Segir hún að línan geti haft áhrif á ýmis áform. María er með sauðfjárbú og rósa- rækt í gróðurhúsum. Línurnar hafi líklega ekki bein áhrif á reksturinn. „Hugmyndin var að fara meira út í ferðamennsku, til dæmis að byggja kaffihús við gróðurhúsin. Háspennu- línan mun væntanlega trufla upplifun ferðamanna af svæðinu. Þá er verið að byggja upp veiði í Svartá. Eitt mastrið á að vera á bakkanum, alveg við einn veiðistaðinn. Þar fyrir utan skemmir línan ásýnd Mælifellshnjúks sem er ein helsta náttúruperla Skaga- fjarðar,“ segir María. Verður að vera einhvers staðar Stafn í Svartárdal er sú jörð sem fær lengsta kafla Blöndulínu 3 yfir sig, verði svokölluð Kiðaskarðsleið niðurstaðan. Línan þverar dalinn norðan við bæinn en þar er hann nokkuð þröngur þannig að möstur í hlíðunum verða áberandi í landslag- inu. „Lagning þessarar línu hefur verið lengi á dagskrá. Enginn er hrifinn af því að fá þetta en ég verð þó að segja að einhvers staðar verður línan að vera,“ segir Sigursteinn Bjarnason, bóndi á Stafni. Hann segir að háspennulínan hafi engin áhrif á búskapinn og líf fólksins, önnur en útsýnið. Það breytist mikið þar sem línan liggi þvert yfir dalinn, rúmlega kílómetra utan við Stafn. Spurður um aðkomu sína að und- irbúningi verkefnisins segir Sigur- steinn að samskiptin við starfsmenn Landsnets hafi verið afskaplega góð. Þeir hafi vandað vel undirbúning á öllum stigum. Alltaf hafi verið boðað til funda og reglulega upplýst um hvað væri að gerast. Landsnet hafi fengið töluvert af ábendingum og far- ið talsvert eftir þeim. „Mér finnst þetta vera leyst með besta móti, úr því línan þarf að koma,“ segir Sigur- steinn. Háspennulína nemur nýtt land - Bóndi í Skagafirði segir að háspennulína muni rýra verðgildi jarðarinnar og gera hana óseljanlega - Bóndinn á Stafni í Svartárdal segir að úr því línan þurfti að koma sé útfærslan með besta móti Úr umhverfismatsskýrslu Landsnets Séð frá Starrastöðum. Blöndulína 3 mun liggja í hlíðinni fyrir ofan bæinn og skipta jörðinni upp. Sjónarhornið er frá bæjardyrum Starrastaða til vesturs. Línan er um einum kílómetra frá. Eigandinn er óánægður með áformin. Séð frá Stafni Háspennulínan þverar Svarárdal rúmlega kílómetra utan við bæinn. Sjónarhornið er til norðurs. Úr umhverfismatsskýrslu Landsnets Blöndulína 3 Léttbyggð röramöst- ur verða í línunni til Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.