Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 27

Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 27
tök á honum lengur. Hann er þarna með há kollvik, skarð á milli framtanna, sterklegur, herða- breiður, fallega klæddur og horfir á mig svolítið kíminn á svipinn. Hann er búinn að kaupa nýjustu bootlegplötu Dylans og er að sjóða ýsusporð fyrir hana Soffíu. Hann elskaði ketti. Og ég veit að hann var heimsins besti pabbi. Hlýr og góður og gat talað um tilfinningar. Alltaf til staðar. Hann var hugfanginn af því sem er öðruvísi eða hinsegin. Skrif hans eru tilraun til að rýma til fyr- ir þeim sem á einhvern hátt hafa verið útilokaðir, þeim sem eru á skjön. Í þeim tilgangi smíðaði hann orð eins og hinsegin fræði, kyngervi og kynusli og sögnina að hinsegja eða skjöna. Þetta voru snjallar þýðingar á splunkunýjum erlendum hugtökum. Hvað felst í því að hinsegja? Jú, í greininni „Ósegjanleg ást“ sem birtist í Skírni 1998 segir hann að fyrsta skrefið í hinsegin fræðum sé „að afhjúpa þá gagnkynhneigðu hug- myndafræði sem gegnsýrir öll svið menningar og fellir allt að sínu normi en útilokar það sem er öðruvísi“. Hann bendir á að útilok- unin eigi sér alltaf stað í nafni hins heilbrigða, náttúrulega, skynsam- lega eða almáttugs guðs. Við Geir urðum nánir vinir. Ég hafði efnt til sýningar á verkum Rósku í Nýló og gefið út bók um hana í samvinnu við Mál og menn- ingu. Ég fékk Geir til að ljúka trí- lógíunni með mér með bókum um Dag Sigurðarson og Megas. Þetta var um aldamótin síðustu. Um líkt leyti settum við ásamt Irmu Er- lingsdóttur af stað bókaröðina at- vik í samvinnu við Reykjavík- urAkademíuna. Við gáfum út tíu ritgerðasöfn í íslenskri þýðingu eftir heimspekinga og þjóðfélags- rýna á borð við Walter Benjamin, Susan Sontag, Jean Baudrillard, Marshall Mcluhan, Deleuze & Gu- attari og Pierre Bourdieu. Geir ritstýrði m.a. Baudrillardbókinni, skrifaði frábæran formála og gaf henni snjallt nafn, „Frá eftirlík- ingu til eyðimerkur“. Árið 2007 stofnuðum við bóka- forlagið Omdúrman og gáfum út fjórar bækur næstu fjögur árin. Um þetta leyti var heilsu Geirs farið að hraka en lengi vel vissi enginn hvað hrjáði hann. Þegar hann dó var hann í raun löngu far- inn. Ég sé hann samt ljóslifandi fyrir mér. Hann er búinn að gefa Soffíu ýsuna og er að hugsa um stelpurnar sínar, Grímu og Svan- hildi, sem honum þótti svo und- urvænt um. Og auðvitað Irmu, elsku Irmu, sem stóð alltaf með honum. Missir þeirra er mikill – og okkar allra. Hjálmar Sveinsson. Við kynntumst í Háskóla Ís- lands. Við vorum í kúrsi hjá Matt- híasi Viðari Sæmundssyni. Ungir menn með miklar hugmyndir. Saman mynduðum við þríeyki ásamt Elínu Báru Magnúsdóttur. Hugur okkar stefndi á dýpið í fræðunum. Foucault, Derrida, Kristeva, Freud, Lacan … Geir var alstaðar vel heima, hvar sem drepið var niður. Það var eins og hann hefði kynnt sér allar helstu fræðikenningar sem einhverju máli skiptu. En þetta voru ekki eintóm djúpmið. Við Geir og Ella Bára horfðum saman á Twin Peaks. Kíktum í Geirsbúð, á Fógetann, Gaukinn eða hvað krárnar nú hétu á þessum fyrstu árum bjórsins. Við Geir spiluðum saman badmin- ton. Og ég komst að því að Geir hannaði golfvelli í hjáverkum og hafði verið afreksmaður í þeirri íþrótt á sínum yngri árum en um það hafði hann fá orð. Stundum tók hann þó ímyndaða kylfu og sveiflaði henni létt, ef hann var að hugsa eitthvað spaklegt. Síðan skildi leiðir, eins og geng- ur, að námi loknu. Við héldum þó alltaf sambandi og fjölskyldur okkar tengdust traustum bönd- um. Ég fékk hann til að þýða nokkrar bækur, við urðum feður á sama ári, þau Irma komu í partí til okkar, við fórum í partí til þeirra, þau heimsóttu okkur til Brussel með dæturnar, við fengum íbúð- ina þeirra lánaða um helgi í París, Gríma var einn vetur hjá okkur í hesthúsi, við fórum saman norður á skíði með fjölskyldurnar, þau komu í kaffi til okkar á Siglufjörð einn fallegan sumardag. Fyrir tíu árum. Eftir að þau höfðu kvatt spurðu læknar sem voru líka gestkom- andi hjá okkur hvort það gæti ver- ið að Geir gengi ekki heill til skóg- ar. Þá var ekki vitað að neitt amaði að, nema hann kvartaði undan depurð um haustið þegar hann kom til mín í kaffi út á Bjart & Veröld. Nokkru síðar var hann greindur með heilabilunarsjúk- dóminn sem átti eftir að reynast honum óvinnandi vígi. Ég heimsótti Geir á Seltjörn þegar hann var nýkominn á þann góða stað. Það var ljóst að þar átti honum eftir að líða vel, í stóru her- bergi með bækurnar sínar; útsýn- ið fallegt. Við fórum í gönguferð um nesið í köldu vorveðri. Tveir menn sem höfðu kynnst þrjátíu árum fyrr á djúpmiðum fræðanna en líka átt saman margar gleði- stundir. Á milli okkar var þráður sem aldrei slitnaði. Og nú er minn gamli vinur kominn þangað sem svörin fást við hinstu rökum tilverunnar. Við Ragnheiður vottum Irmu, Grímu og Svanhildi okkar innileg- ustu samúð. Pétur Már Ólafsson. Fallinn er frá, langt fyrir aldur fram, einn af máttarstólpum ReykjavíkurAkademíunnar á upphafsárum hennar, Geir Svans- son bókmenntafræðingur, eftir langt og strangt stríð við skelfileg- an sjúkdóm. Á þessum fyrstu árum vissi ReykjavikurAkademían kannski ekki alveg enn hvað hún var eða vildi vera – jú, nokkrir sjálfstætt starfandi fræðimenn með sameig- inlega vinnuaðstöðu – en hvað var það, hvað fól það í sér, hvert var hlutverk og staða sjálfstætt starf- andi fræðimanna, gat Reykjavík- urAkademían orðið einhvers kon- ar akademískur suðupottur? Í stefnumótun og allri umræðu um þessi mál átti Geir Svansson stór- an hlut, ekki aðeins með orðum og orðræðu heldur einnig með verk- um sínum og gjörðum. Hægur og rólegur með sitt hlýja bros kom þessi myndarlegi maður eftir ganginum á fjórðu hæðinni í JL-húsinu þar sem ReykjavíkurAkademían hafði þá aðsetur; hann virtist jafnvel svolít- ið hlédrægur og lét lítið yfir sér, en skyndilega birtust tímamót- andi greinar í virtustu bók- menntatímaritum landsins, margra binda ritröð með greina- söfnum eftir merkustu hugsuði samtímans leit dagsins ljós og ungir bókmenntafræðinemar birt- ust hver af öðrum geislandi af ákefð og áhuga eftir kennslu Geirs í Háskóla Íslands um menningar- og hugmyndafræði í bókmenntum og samfélagi. Fljúgandi gáfur Geirs áttu ekki lítinn þátt í því að Reykjavíkur- Akademían náði fótfestu og varð það sem hún er, öflugt samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna sem hafa að markmiði að kryfja og skilgreina fortíð og samtíð, miðla og fræða um nýjar stefnur og strauma í mannlegu samfélagi og menningu þess og takast á við umrót og kreddur með skarpleik og djörfung að vopni. Síðustu árin sem Geir var í ReykjavíkurAkademíunni fór að koma í ljós að hann gekk ekki heill til skógar en þrátt fyrir þverrandi mátt, bæði líkamlega og andlega, hélt hann sínu hlýlega brosi og ljúfa viðmóti. ReykjavíkurAkademían vottar aðstandendum Geirs Svanssonar sína dýpstu samúð við fráfall hans. F.h. ReykjavíkurAkademíunn- ar, Ingunn Ásdísardóttir formaður. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 ✝ Ævar Sveins- son fæddist í Reykjavík 14. jan- úar 1936. Hann lést á líknardeild Land- spítala 20. desem- ber 2021. Foreldrar hans voru Málfríður Stefánsdóttir, f. 21. ágúst 1905, d. 20. desember 1992 og Sveinn Guðmunds- son, f. 13. febrúar 1897, d. 29. júlí 1964. Hálfsystir Ævars var Þóra Kristín Sveinsdóttir, f. 25. júlí 1925, d. 28. apríl 2015. Eftirlifandi eiginkona Ævars er Hildur Guðbrandsdóttir, f. 28. nóvember 1941, frá Siglu- firði. Foreldrar hennar voru Guðbrandur Magnússon, f. 24. ágúst 1907, d. 15. október 1994 og Anna Júlía Magnúsdóttir, f. 7. júlí 1920, d. 6. mars 2011. Börn þeirra eru: 1) Sigrún, f. 19. apríl 1958, gift Karli Her- manni Bridde, f. 21. júlí 1958. Börn þeirra eru: 1a) Hildur Fjóla, f. 12. júlí 1977 og hennar sonur er Karl Grétar Hlynsson, f. 2000. 1b) Hermann Hrafn, f. 22. febrúar 1983 og hans börn eru Sigrún Hrafnhildur, f. 2014 og Hákon Hrafn, f. 2017. 1c) 4) Viðar, f. 24. nóvember 1967, kvæntur S. Dagnýju Guð- jónsdóttur, f. 24. október 1978. Börn Viðars frá fyrra hjóna- bandi eru: 4a) Halldóra Birta, f. 23. júlí 1992, sambýlismaður er Skúli Pálmarsson, f. 1987 og þeirra börn eru Óðinn, f. 2017 og Ína Lóa, f. 2021. 4b) Egill Gauti, f. 25. nóvember 1996. Dóttir þeirra Dagnýjar er 4c) Íris Thelma, f. 2. apríl 2009, sonur Dagnýjar er Aron Berg- ur, f. 29. október 1999. Ævar fluttist með foreldrum sínum upp á Akranes 1940 og ólst þar upp. Hann átti og rak sjúkrabifreið fyrir Akranes og nærsveitir um nokkurra ára skeið. Hann flutti til Reykjavík- ur með fjölskyldu sína þegar faðir hans dó 1964, þá 28 ára gamall. Ævar var músíkalskur, spilaði á harmonikku og gítar. Hann var flinkur verkmaður og nam rafvirkjun hjá föður sínum. Hann starfaði við iðn sína og bílaviðgerðir en fjar- skiptaáhugi loddi alltaf við hann. Ævar rak bílaverkstæðið Höfðanaust í Höfðatúni 4, áður hafði hann starfað hjá Strætó, véladeild SÍS og bílaverkstæð- inu Vélverk. Ævar var jarðsunginn í kyrr- þey að eigin ósk 29. desember 2021. Hann verður jarðsettur í Sól- landi Fossvogi 1. apríl 2022. Karlotta, f. 12. mars 1987, sam- býlismaður er Arn- þór Haukdal Rún- arsson, f. 1980 og þeirra börn eru Óliver Örn, f. 2012 og Karólína, f. 2017. 2) Sveinn, f. 26. apríl 1960, kvænt- ur Sigríði Krist- jánsdóttur, f. 29. mars 1962. Börn þeirra eru: 2a) Kristján Örvar, f. 23. júní 1986, sambýliskona er Sunna Mjöll Sigurðardóttir, f. 1987. 2b) Æv- ar Sveinn, f. 26.september 1989, sambýliskona er Halldís H. Sævarsdóttir, f. 1988 og þeirra dóttir er Eydís Lea, f. 2016, dóttir Halldísar er Sara Lillý Hólmgeirsdóttir, f. 2008. 2c) Sigrún Tinna, f. 16. september 1994, sambýlismaður er Ólafur Orri Gunnlaugsson, f. 1993. 3) Gunnar, f. 15. mars 1962, kvæntur Steinunni I. Stef- ánsdóttur, f. 28. febrúar 1964. Dætur þeirra eru: 3a) Fríða Björk, f. 26. apríl 1991, sam- býlismaður er Douglas Troha, f. 1990. 3b) Anna Sigrún, f. 3. september 1999, sambýlismaður er Ísak Leó Kristjánsson, f. 2000. Í dag er faðir minn lagður til hinstu hvílu. Undanfarin ár hafa verið honum erfið sökum lang- vinnra veikinda og heyrnarleysis. Honum leið best í bláa stólnum sínum með heiminn í hendi sér og vildi hvergi annars staðar vera. Hann var mikill grúskari og hafði óskaplega mikinn áhuga á tækni og tækjum. Hann var mjög greiðvikinn og á árum áður þegar hann rak bif- reiðaverkstæði var gott að leita til hans með viðgerðir. Eins var hann sá sem hringt var í ef bíllinn var fastur í snjó eldsnemma að morgni eða bara fór ekki í gang. Hann var besti og viljugasti skutl- arinn í fjölskyldunni og veigraði sér ekki við að vakna um miðjar nætur og keyra fólk í flug eða sækja. Hann passaði og lék við barna- börnin þegar þau voru veik svo að úttauguð mamman kæmist í vinn- una. Hann var dýravinur og átti undir það síðasta lítinn yorka- hund sem hét Kústur og vék ekki frá honum. Kústur var eiginlega hundurinn hennar mömmu upp- runalega en einhvern veginn end- aði hann í fanginu á pabba. Hann er lagður til hinstu hvílu með pabba í dag. Pabbi var skáti og gekk um fjöll og firnindi á yngri árum. Hann naut þess að ferðast með ungu fjölskylduna um landið og þá var sko farið í landsferðalög með allt á toppnum og sérsaumað Ægis- tjald. Keypt mjólk af bændum í brúsa og fjölskyldan böðuð í lækj- um með Lux-sápu. Sem betur fer var pabbi með myndavéladellu og tók fullt af myndum á þessum ár- um sem nægja í gott „slideshow“. Eins var iðulega farið í sunnu- dagsbíltúr út fyrir bæinn, fundinn grasbali nálægt læk, breitt úr teppi og tekið upp kaffi og með því. Pabba þótti vænt um fjölskyld- una sína, sem er samhent, og naut þess að hafa barnaskarann í kringum sig. Við þökkum fyrir lífið og pöss- um hvert upp á annað. Sigrún. Elsku tengdafaðir minn og afi barnanna minna hann Ævar Sveinsson var nú enginn venjuleg- ur maður. Því kynntist ég fljótlega eftir að við Viðar duttum um hvort annað hér um árið. Ég gleymi því seint þegar Viðar bauð mér í fyrsta skipti á æskuheimili sitt á Vífilsgötunni. Hann renndi niður götuna og spurði mig, gettu í hvaða húsi mamma og pabbi búa? Ég vissi nú ekki margt en eitt hús í götunni skar sig úr, það var al- sett gervihnattadiskum líkt og maður væri kominn í heimsókn í ratsjárstöð. Þegar inn var komið sat konungur fjarstýringanna í stólnum sínum, fletti á milli ótal stöðva og þarna gat maður allar götur síðan gengið að honum vís- um. Hann var mikill fjölskyldumað- ur og barnavinur hinn mesti. Hann elskaði að láta dekra við sig, fá strok og láta barnabörnin vatnsgreiða sér um hárið. Hann hafði mikið dálæti á sínu yngsta afabarni Írisi Thelmu og spurði alltaf þegar hann kom í innlit til okkar og sú stutta var ekki á svæðinu: „Hvar er Lilla?“ Hann var jafnframt yfirreddari stórfjölskyldunnar og ófá skiptin sem hann snaraðist upp í Kor- ando-inn og þeysti af stað í björg- unarleiðangra hvort sem það var í kraftgalla og á keðjum eða á sand- ölum og stuttermabol. Hann kallaði mig alltaf pæjuna og sagði mér frá pæjunum sem hann hitti á sínum yngri árum, og svo glotti hann. En honum fannst nú stundum yfirferðin og gassa- gangurinn í mér minna á sína konu. Stundum fékk ég viðurnefn- ið sígönin eða þá að hann tók and- köf og spurði mig hvað verður það næst þegar ég bar hugmyndir mínar upp við hann. Hann var nú líka afskaplega sérlundaður og var nú lítið fyrir eitthvert kjaftæði. Hafði mjög sterkar skoðanir á hinum og þess- um málefnunum og var nú ekkert alltaf að fylgja fjöldanum í sínum skoðunum. Það sem kannski kvaldi hann var kvíðaröskun sem litaði svolítið huga hans á köflum. Sum hegðun var áráttu- og þrá- hyggjukennd. Hann var ekkert alltaf auðveldur við að eiga og það tók hressilega á að eiga við hann elsku karlinn í veikindum hans undir lokin. En aldrei varð okkur nú sund- urorða á þeim 16 árum sem við fylgdumst að í þessu lífi. Hann studdi mig og skildi á erfiðum tíma í mínu lífi og hughreysti mig. Hann var næmur á hluti, bæði þá sem við skynjum og þá sem þarfn- ast annarrar skynjunar. Hann hafði alla tíð brennandi áhuga á andlegum málefnum og var mjög fróður um það sem biði handan þessarar tilveru. Undir lok lífsins var hann orð- inn breyttur. Hann var orðinn frekar þreyttur, einangraður með mjög skerta heyrn og þrótturinn þverrandi. Þannig fór um sjóferð þá voru lokorð elsku tengdaföður míns. Eftir sitjum við í nýrri tilveru þar sem hans nýtur ekki lengur við, yfirreddarinn hefur kvatt þessa tilveru en kemur án efa við sögu á hverjum degi með ein- hverjum hætti. Því spor hans ristu svo djúpt og hann skipaði svo stór- an sess í lífi okkar að minningin um hann mun aldrei gleymast í hversdagslegu amstri. Takk fyrir okkar kynni, elsku Ævar. Dagný Guðjónsdóttir Elsku afi, þú fórst þínar eigin leiðir í lífinu. Þú gerðir hlutina al- veg eins og þér fannst best. Til hvers að kaupa t.d. þjófavarnar- kerfi þegar þú gast bara búið það til sjálfur úr girni og snúrusíma? Líkt og um væri að ræða atriði í bíómyndinni Home Alone. Og tím- inn sem þú varðir í að breyta bíln- um þínum svo hann gengi á stein- olíu í stað þess að kaupa bara minni og sparneytnari bíl. Það er líklegast þér að þakka hversu úr- ræðagóð ég er, eftir að hafa fylgst með þér fara eigin leiðir að öllu í lífinu og jú, ætli þrjóskan mín komi ekki ögn frá þér líka? Við brösuðum svo margt sam- an. Þú bjargaðir mér í gegnum erfiðustu tímana í grunnskóla, í gegnum mikið einelti og sóttir mig iðulega eftir skóla þegar ég hringdi í þig. Við vorum nefnilega bestu vinir og gátum spjallað um allt milli himins og jarðar. Mér fannst þú svo klár og ef ég hafði spurningu þá áttir þú alltaf ein- hver svör. Með þér leið mér best. Heima á Vífó var yfirleitt eldað „Ævar’s special“ eða smjörsteikt- ar rækjur með season all og þetta var með því betra sem ég fékk. Svo skelltum við okkur í sófann og horfðum á þýska harmonikkuleik- ara eða sjónvarpsmarkaðinn. Þeg- ar ég varð síðan ófrísk að fyrsta barninu mínu fékk ég mikla löng- un í þennan veislumat og það sem þú skelltir upp úr þegar ég sagði þér frá því. Þú kenndir mér allt sem ég veit um veðrið á SV-horninu. Þú hafðir gaman af því að rifja upp þínar fyrstu minningar á Akranesi þeg- ar húsið þitt varð óvart eina húsið sem lenti inni í kampi breska hers- ins 1940. Þú nefndir hvað þér hefði þótt dósamjólkin góð sem þeir komu með með sér og sýndir mér ýmislegt sem þeir skildu eftir sem þú svo tókst og varðveittir alveg til dagsins í dag. Þú sagði mér líka allt um flugvélar, þá helst hvað gæti mögulega farið úrskeiðis því þú vissir hvað ég var flughrædd og þér þótti það mjög fyndið. Við töluðum síðan oft um líf eft- ir dauðann, sumarlandið eins og þú kallaðir það. Þú trúðir því inni- lega að það væri til. Það var ekki úr lausu lofti gripið því að eigin sögn hafðir þú séð framliðna þeg- ar þú varst yngri. Ég kýs að trúa á lífið eftir dauðann líka því þá get ég ímyndað mér þig á betri stað núna, með Kúst litla í fanginu. Takk fyrir allt brasið afi. Takk fyrir að sækja mig þegar ég var einmana og vantaði vin. Takk fyrir öll landsferðalögin í hjólhýsinu. Takk fyrir að leyfa mér að greiða hárið þitt þangað til fötin þín urðu svo blaut að þú þurftir að skipta, takk fyrir að júmpa á rassinn þangað til ég sofnaði, takk fyrir að koma og fagna með mér mínum stærstu áföngum í lífinu, takk fyr- ir öll hlýju og mjúku faðmlögin, öll samtölin og að taka mér alltaf eins og ég var og er. Ég veit að þegar ég fer út í suðvestanáttina, heyri í flugvél, sé bíla, sé yorkshire ter- rier-hund eða heyri talað um rott- ur, haglabyssur eða steiktar rækjur þá mun ég hugsa til þín. Því þú lifir áfram í svo ótrúlega mörgu í kringum mig. Elsku afi, ég mun aldrei gleyma þér og ég mun verja restinni af mínu lífi í að halda minningunni um þig á lofti. Halldóra Birta. Ævar Sveinsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru CHARLOTTU VILBORGAR HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Ási fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Hilmar Halldórsson Helga Baldursdóttir Ástkær móðir mín, amma og systir okkar, GERÐUR BERNDSEN, sem lést laugardaginn 26. mars, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 4. apríl klukkan 15. Ragnheiður M. Kristjónsdóttir Andri Pétur Magnússon Þrúður Pálsdóttir Margrét Berndsen Sólveig Berndsen Jóhanna Sigríður Berndsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.