Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 20

Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 ✝ Sigurjón I. Að- alsteinsson fæddist í Reykjavík 10. desember 1959. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 21. mars 2022. Foreldrar Sig- urjóns voru Jó- hanna Bára Sigurð- ardóttir, f. 17. mars 1935, og Aðalsteinn Bjarnfreðsson, f. 9. júní 1929, d. 9. apríl 2005. Eldri systir Sig- urjóns er Kolbrún, f. 16. ágúst 1956. ur þeirra eru: a) Guðrún Katrín, f. 17. ágúst 2010, og b) Sigríður Elma, f. 3. febrúar 2017. 3) Arna Rós, f. 11. maí 1990, gift Einari Marteinssyni, f. 22. apríl 1989, dætur þeirra eru: a) Áróra Ing- er, f. 2. janúar 2016, og b) Snæ- dís Lind, f. 24. ágúst 2018. Eftirlifandi eiginkona Sigur- jóns er Rungnapa Akapong og á hún tvö börn. Sigurjón var húsasmíðameist- ari að mennt. Starfaði hann að mestu við smíðar en um fjög- urra ára skeið starfaði hann sem umsjónamaður fasteigna á Sólheimum í Grímsnesi. Þá starfaði hann einnig um lengri tíma sem matsmaður fasteigna hjá Fasteignamati ríkisins. Útför Sigurjóns fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 1. apríl 2022, klukkan 10. Fyrri eiginkona Sigurjóns er Guð- rún Eggertsdóttir. Dætur þeirra eru: 1) Berglind Bára, f. 25. ágúst 1981, gift Atla Viðari Braga- syni, f. 20. sept- ember 1981, synir þeirra eru: a) Sig- urjón Bragi, f. 14. júlí 2006, b) Arnór Orri, f. 7. nóvember 2008, og c) Hrafnkell Ari, f. 15. maí 2015. 2) Bergdís Björk, f. 21. júní 1984, gift Sigurði Ágústi Einarssyni, f. 3. apríl 1981, dæt- Elsku pabbi. Nú hefurðu kvatt okkur alltof fljótt eftir skamm- vinn og erfið veikindi. Það er ekki einu sinni ár síðan þú fékkst fréttir um ólæknandi krabbamein og strax var ljóst að tíminn yrði ekki langur. Við gátum þó notið hans vel – okkur tókst meira að segja að fara saman í tvær utan- landsferðir og í aðra þeirra mættir þú óvænt, okkur til mik- illar ánægju. Fram á þitt síðasta var stutt í grínið og glensið. Það var einmitt þitt helsta einkenni. Afastrákarn- ir þínir hafa verið duglegir að rifja upp góðlátlega stríðnina, ærslin og sprellið. Það er gott að geta minnst þín og hlegið saman að fíflaganginum. Þú hefðir kunn- að að meta það. Við kveðjum þig með söknuði en þakklæti fyrir tímann okkar saman. Berglind Bára, Atli Viðar og synir. Elsku pabbi. Það sem við eigum eftir að sakna þín. Við áttum ansi margar góðar stundir saman. Alltaf varstu til staðar og tilbúinn að aðstoða. Við höfum rifjað upp ansi margar og skemmtilegar minn- ingar síðustu daga, þá sérstak- lega sögur af þér og stríðnispúk- anum sem þú hafðir að geyma. Enda munu stelpurnar mínar ávallt minnast þín sem afa sem var alltaf að stríða. Verst að þær hafi ekki fengið meiri tíma með þér. Ég vona að þér líði betur núna og við sjáumst síðar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín dóttir Arna Rós Sigurjónsdóttir. Elsku pabbi minn. Það er þyngra en tárum taki að sitja hér og skrifa þessi kveðjuorð til þín. Ég veit að þú myndir leggja áherslu á að minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman og það ætla ég að gera. Þú áttir alltaf gott með að sjá spaugi- legu hliðarnar á erfiðum aðstæð- um og létta andrúmsloftið þegar á þurfti að halda. Það veitir okkur mikinn styrk á þessum erfiðu tím- um. Ég er þakklát fyrir öll árin okk- ar saman, fyrir allan stuðninginn, alla aðstoðina og öll góðu ráðin. Takk fyrir allt grínið, allt gamanið og alla pabbabrandarana. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar, pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Þín dóttir, Bergdís Björk. Bróðir minn eina systkini mitt, Sigurjón Ingi Aðalsteinsson, hef- ur hafið sína hinstu ferð. Hann vildi ekki að við yrðum döpur, heldur vildi hann gleði og við reynum að vera glöð fyrir hann. Hann var ýmist kallaður Sig- urjón, Siggi eða þá Grjóni af töff- urunum í Breiðholtinu og svo Brói. Ég fékk hins vegar nafnið Brúnka og hann leyfði sér að stríða systur sinni með því, enda var hann gleðigjafi mikill og vildi sjá lífið leika við menn. Ég átti það til að stríða bróður minum með stelpu sem bjó hinum megin við okkur og sagði þá oft; Siggi og Anna, Siggi og Anna og var skömmuð fyrir það. Ég hætti þó ekki svo hann fór að reyna að finna út hvað hann gæti gert og viti menn, hann tók tússpenna og skrifaði á vegginn: Siggi og Anna og hjarta yfir og ör. Síðan beið hann eftir að mamma og pabbi kæmu heim. Nema hvað, ég var svo hundskömmuð að ég stríddi honum ekki framar en hann hló mikið og tísti í honum þegar ég þurfti að skrúbba vegginn. Það má því segja að 1. apríl passi vel nú þegar við minnumst hans fjölskyldan, vinir og sam- ferðarmenn því við sem þekktum hann vel vissum að 1. apríl var einn af uppáhaldsdögunum hans, sama var hjá föður okkar og frænda okkar, enda sé ég þá fyr- ir mér þrjá saman að tefla skák og hlæja að okkur hinum 1. apríl nema að nú í dag erum við sam- an komin til að láta hann vita að minning hans mun lifa meðal okkar því svo margs er að minn- ast og enginn getur tekið minn- ingarnar frá okkur. Siðfræðin var Bróa minum hugleikin, gildin og heiðarleikinn, hann mátti ekkert aumt sjá, en vildi að menn ynnu fyrir sínu, og ekki fór leti vel í hann, leti mannsinns ein af höfuðsyndunum sjö. Hann fyrirleit óstundvísi og oft hlógum við í gamansömum tón að öllu sem komið gat upp í stundvísi eða óstundvísi. Þú varst maður með mönnum, stóðst alltaf fast í fæturna, þú varst klett- urinn okkar. Brói minn, ég sakna þín sárt, þú ert brói minn, vinur minn og félagi. Þegar þú varst að vinna fyrir vestan vöknuðum við alltaf kl. 6, fengum okkur gott kaffi, þ.e.a.s. ég drakk mitt kaffi úr ítölsku könnunni minni en þú minn kæri komst með þína könnu því þar fékkst þú þitt kaffi, vá hvað við hlógum mikið og höfðum gaman. Það var alltaf svo sterkur systkinaþráður á milli okkar sem aldrei slitnaði, pólitík, sögur, ætt- in okkar, ástin og virðingin. Þar kom svo vel í ljós ást þín og um- hyggja fyrir dásamlegu dætrum þínum þremur Berglindi Báru, Bergdísi Björk og Örnu Rós sem eru hver annari duglegri og heið- arleikinn skín af þeim. Val þeirra á eiginmönnum og barnabörnin dugleg og hraust. Það gladdi þig meira en allt annað. Að vita að barnabörnin yrðu hvött til að ganga menntaveginn fór vel að hugsunum þínum. Fyrir fimm árum eftir nokkur ferðalög um heiminn, kynntir þú okkur fyrir ástinni þinni sem þú fannst í Tælandi henni Rung, þið áttuð þessi ár saman, dásamleg ár. Rung er snilldarkokkur og ávann sér hylli okkar allra fyrir hjartagæsku, hlýju og dugnað. Hún stóð vaktina ásamt dætrum þínum allt til hins síðasta. Þú fékkst afar fallegt andlát elsku Brói minn, það skipti mig miklu, undir söng Ellenar Kristjánsdótt- ur af plötu hennar Söknuður, lag- ið; Nú legg ég augun aftur, var ný byrjað í spilun. Þakka þér ást- in mín fyrir samfylgdina uppörv- unina, skammirnar, gleðina, og mest af öllu hláturinn, - og nú er 1. apríl. Guð blessi þig alltaf, sjáumst síðar. Við skulum ekki dæma daginn eftir uppskerunni, heldur fræj- unum sem við sáðum. Samúð mína sendi ég fjöl- skyldu, samferðamönnum og vin- um, njótum þess að vera saman í dag. Þín systir Kolbrún Aðalsteinsdóttir (Kolla). Síðustu daga höfum við fjöl- skyldan verið með sorg í hjarta eftir að þú kvaddir okkur, kæri Sigurjón. Þú hefðir átt að fá meiri tíma með okkur og hefðir átt að fá að sjá barnabörnin vaxa úr grasi. Og þú hefðir átt að fá tækifæri til að ferðast víðar um heiminn eins og þú hafðir svo gaman af. En örlögin eru stund- um grimm og því miður kom að þessari kveðjustund okkar núna. Í minningunni lifir mynd af öll- um góðu stundunum sem við átt- um saman. Það voru margar skemmtilegar heimsóknirnar sem við áttum til þín í Noregi og þá var mikið grillað og mikið keyrt um og skoðað og mikið rabbað um heima og geima. Flug og ferðalög voru alltaf skemmtileg umræðuefni sem þú hafðir mikla ástríðu fyrir og ófáar samræð- urnar sem við áttum um það efni. Eftir að þú fluttir aftur heim til Íslands þá varst þú boðinn og búinn við að hjálpa og leiðbeina okkur unga fólkinu við ýmsa smíðavinnu sem við vildum spreyta okkur á að framkvæma. Þú kenndir mér heilmikið í því hvernig á að vinna með hönd- unum og það var alltaf gott að leita til þín þegar maður þurfti góð ráð við það sem maður var að laga eða byggja upp á heim- ilinu. Það var gaman að fá að vinna með þér og fá að kynnast því hvernig þú framkvæmdir hluti sem smiður. Þú varst ótrú- lega snöggur að reikna hluti í huganum og varst röskur til verka þegar búið var að ákveða hvernig átti að hafa hlutina. Við unnum okkar síðasta verkefni saman við að byggja og klæða nýja inniveggi hjá okkur Berg- dísi síðastliðið haust og við að leggja parket á allt húsið hjá okkur. Það var dýrmætt að ná að vinna það verkefni saman. Þú sýndir alla tíð mikla um- hyggju fyrir barnabörnunum þínum. Það var alltaf mikið fjör og gleði þegar afi kom í heim- sókn. Það hefur verið fastur liður í mörg ár eftir áramót ár hvert að fara með stórfjölskyldunni í leikhúsferðina sem afi gefur í jólagjöf. Þessar minningar munu lifa með okkur sem eftir stönd- um. Hvíl í friði, kæri tengdapabbi. Sigurður Ágúst Einarsson. Elsku frændi minn, þá ert þú farinn frá okkur. Ég hef alltaf litið á þig sem stóra bróður minn. Ég mun alltaf minnast ferðalaga okkar saman og heim- sóknar minnar til þín í Noregi, þar áttum við ógleymanlegar stundir saman, og mikið mikið hlegið, þú varst alltaf svo hrekkj- óttur og skemmtilegur. Og ekki var leiðinlegt hjá okkur þremur, Kristjáni Hafsteini, mér og þér. Ég á eftir að sakna þín mikið og ekki gleyma þér, við erum svo skemmtilega skyldir, mæður okkar systur, og feður okkar bræður, því hef ég alltaf getað kallað þig bróður. Hvíl í friði elsku bróðir. Ásgeir Steindórsson. Sigurjón I. Aðalsteinsson ✝ Gréta Svan- hvít Jónsdóttir fæddist í Keflavík 15. maí 1942. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- nesja 16. mars 2022. Foreldrar hennar voru Jón Einar Bjarnason, f. 27.6. 1910, d. 30.11. 1982, og Kristín Þórðar- dóttir, f. 21.9. 1912, d. 27.3. 1988. Systkini Grétu eru Ragnar Birkir, Sigríður Erla (látin), Björg Birna (látin), Elí- as Símon (látinn), Þórður (lát- inn), Kristján Þór, Ásmundur, Einar og Borgar. Gréta bjó á Laufási í Sandgerði fyrsta ár- ið sitt, en þá brann heimili þeirra. Flutti þá fjölskyldan á Skálholt í Garði og var þar til Gréta var 9 ára þegar þau flytja til Keflavík- ur. Gréta veikist af berklum aðeins 12 ára og fer á Vífilsstaði, er þar í tæp þrjú ár og fermist þar. Þar unnu Júlíana Bjarnadóttir föð- ursystur hennar og Jóhann maður hennar og tóku þau hana undir sinn verndarvæng meðan hún dvaldist þar. Gréta kynnist Páli Ólafssyni 16 ára og hefja þau búskap á Brekkustíg í Njarðvíkunum og eignast tvær dætur, 1) Guðný Pálsdóttir, f. 1959, hún á tvo drengi með fyrrverandi sam- býlismanni, Sveini; a) Benedikt Hjalta, maki Erna Kristín, börn þeirra Hilmar Nökkvi og Ástrós Elsku mamma mín er dáin, búin að fá hvíldina. Mamma mín var frábær kona, góð, ljúf og fyndin, oft á kald- hæðinn hátt. Við mamma áttum alltaf gott samband og þegar ég átti fyrstu tvö börnin var ég mikið með þau á Syðri-Brú, sveitinni minni, þar sem mamma og pabbi bjuggu, stund- um fengu þau að vera lengur og mamma elskaði að fá að vera með þeim. Mamma var hjálpsöm og greiðvikin, vildi alltaf gefa öllum eitthvað og reyndi að létta undir með þeim sem minna máttu sín eins mikið og hún gat, talaði oft um að henni þætti svo leiðinlegt að geta ekki meira. Hún fylgdist vel með börnunum og barna- börnunum sínum, spurði alltaf út í alla og hvað þeir væru að gera. Hún var þrjósk og stóð á sínu og við tókumst stundum á, því ég er jafn þrjósk, en aldrei svo að yrðu leiðindi. Ég kveð þig elsku mamma mín, ég á eftir að sakna þín; er enn að taka upp símann til að hringja í þig og hugsa um að skreppa í Kefló og hitta þig. Ég veit að þú hefur það gott núna hjá Jóni Einari okkar sem þú elskaðir svo mikið, systrum þín- um, pabba og öllum hinum sem fóru í Sumarlandið á undan þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Þín dóttir, Svala Kristín. Gréta Svanhvít Jónsdóttir Gréta, frá fyrri samböndum á Benedikt; Sindra Pál, Birgi Svein, Tönju Sól, Hönnu Guð- nýju og Margréti Ýr b) Grétar Már. 2) Svala Kristín Pálsdóttir, f. 1960, maki Aðalsteinn Jörg- ensen, f. 1959, hún á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Randveri; a) Rannveig Kristín, eiginkona Heba Mar- en og tveir stjúpsynir, Viktor Nói og Daníel Darri. b) Jón Einar, d. 1917. c) Karen Ösp, á hún eina dóttur, Bríeti Svölu. Gréta fer sem ráðskona að Syðri Brú í Grímsnesi 1961 hjá Snæbirni Guðmundssyni, þá með Svölu tæplega eins árs og Guðný kemur svo tveimur árum seinna. Gréta og Guð- mundur Snæbjörnsson, d. 2012, fella hugi saman og gifta sig 1964 en skilja 1988, þau eiga fjögur börn; 1) Snæbjörn Guðmundsson, f. 1963, maki Jóhanna Vil- hjálmsdóttir, f. 1963, dætur þeirra a) Andrea Sif, maki Árni Már og synir þeirra Arn- ór Ingi, Tryggvi Hrafn og Hjalti Snær. b) Agnes Eir. 2) Rut Guðmundsdóttir, f. 1966, börn hennar með fyrr- verandi sambýlismanni, Geir; a) Guðmundur Árni, maki Anna Margrét og börn þeirra Viktor Breki og Júlía Rut. b) Þröstur, maki Auður og börn þeirra Ólafur og Diljá. 3) Dagný Sjöfn, f. 1971, maki Magnús Valgeirsson, f. 1968, börn þeirra; a) Ingunn Ósk, maki Davíð. b) Eva Björk, maki Tómas. c) Ragnheiður Lilja og kærasti Ísak. d) Alex Grétar. 4) Elín Björg, maki Friðrik K. Jónsson. Á hún tvö börn með fyrrverandi eigin- manni sínum, Maríönnu Líf og Nikulás Anthony. Gréta vann ýmis störf um ævina, t.d. á Hótel Selfossi í Víðinesi og Dvalarheimilinu Skjóli. Á meðan hún bjó á Syðri-Brú var hún með stóra fjölskyldu og voru systur hennar og bræður dugleg að heimsækja hana í sveitina. Hún tók einnig að sér fóst- urbörn. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hún Jóna Leifs- dóttir er fallin frá. Við hér á gamla vinnustaðnum henn- ar syrgjum hana en um leið varð- veitum við fallegar minningar um þann tíma sem við nutum samstarfs og samvinnu við hana. Á meðan Jóna var hérna hjá okk- ur var hún ákveðin kjölfesta. Hún var nákvæm, passaði upp á að menn skiluðu fylgiskjölum og allt væri skráð mjög nákvæmlega í bókhald- ið. Hún var með í kollinum hvað ætti að borga næsta mánuðinn og sagði aldrei nei við einhverju sem þurfti að gera þótt það væri utan hennar daglega verksviðs. Hún var alltaf í góðu skapi og bjó yfir miklu jafn- aðargeði jafnvel þegar mótlæti var í rekstrinum og á hana reyndi við að skipuleggja í hvaða röð unnt væri að greiða reikninga. Á vinnustað eins og þessum hafa auk þess unnið margir ólíkir karakterar með mis- munandi lífssýn. Það leiðir stundum til einhverra árekstra. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að hér vann Jóna Fríða Leifsdóttir ✝ Jóna Fríða Leifsdóttir, ávallt kölluð Nanna, fæddist 27. júní 1947. Hún lést 6. mars 2022. Útför Nönnu fór fram í kyrrþey. aldrei nokkur maður sem einhvern tímann var eitthvað í nöp við Jónu. Þannig mann- eskja var hún bara. Þegar Jóna ákvað að láta af störfum var það ákveðið áfall eftir 30 ár. Við skildum það hins vegar vel þótt við vissum að erfitt yrði að fá nýja Jónu. Það fór líka svo að erfiðlega gekk að finna réttu manneskjuna og tókst í raun ekki fyrr en kannski í þriðju tilraun. Það gerði það að verkum að það þurfti að hreinsa upp eftir misheppnuðu ráðningarnar okkar og Jóna var ætíð boðin og búin að hlaupa undir bagga með okkur og laga til eftir fyrstu eftirmenn hennar. Við erum auðvitað harmi slegin yfir að Jóna sé fallin frá en minn- umst hennar eingöngu með jákvæð- um og fallegum hætti. Minning hennar lifir með okkur eins og öðr- um samferðamönnum hennar og við munum alltaf bera til hennar hlýjan hug. Ég vil fyrir hönd okkar starfs- manna hjá Axis votta Birgi, börn- unum, barnabörnum og öðrum í fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Kveðja úr Axis, Eyjólfur Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.