Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 29

Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 ✝ Kristinn Páll Einarsson fæddist í Reykjavík 27. apríl 1949. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 22. mars 2022. Foreldrar hans voru Einar Bjarni Þórarinsson, f. 1922 á Patreks- firði, d. 1979, og Anna Pálsdóttir, f. 1919 á Siglufirði, d. 2000. Sammæðra bróðir Kristins er Jóhann Kasper Kröyer Eg- ilsson, f. 1943. Samfeðra systkin eru Karl, f. 1944, d. 2019, og Erna, f. 1946. Alsystkin Kristins eru Elías Halldór, f. 1951, d. 2014, Guðmundína, f. 1955, og Halldóra, f. 1957. Kristinn giftist 12. apríl 1971 Sóleyju Guðmundsdóttur, f. 8. júlí 1950 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristins- flutningaskipum á árunum 1964-1972. Hann lauk far- mannaprófi 3. stigs frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1971. Kristinn hóf störf hjá Lög- reglunni í Reykjavík í maí 1972 og lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 1974. Kristinn og Sóley fluttust síðan búferlum til Akureyrar árið 1975 og hóf Kristinn störf hjá Lögreglunni á Akureyri 1. júní 1975. Jafnframt starfaði hann sem stýrimaður á ýmsum flutninga- og fiskiskip- um í sumar- og vetrarleyfum. Kristinn fór á eftirlaun árið 2014, 65 ára gamall, og hafði þá starfað sem lögreglumaður í 42 ár. Hann var einn af stofnendum Lögreglufélags Akureyrar og starfaði þar sem gjaldkeri, með- stjórnandi og formaður. Af öðr- um félagsstörfum þá sat hann í stjórn lánasjóðs Stýrimanna- skólans á námsárum sínum, var ritari Lyftingafélags Akureyrar á árunum 1979-1984 og starfaði í knattspyrnuráði Akureyrar ár- ið 1982. Kristinn verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 1. apríl 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. dóttir, f. 1908 á Kerhóli í Sölvadal í Eyjafirði, d. 2003, og Guðmundur Reynir Antonsson, f. 1921 á Akureyri, d. 1990. Börn Kristins og Sóleyjar eru: 1) Halldór Sveinn, f. 1971, giftur Guð- rúnu Karitas Bjarnadóttur, f. 1971. Börn þeirra eru a) Egill Fannar, f. 1993, b) Herdís Rún, f. 1995, c) Kári Steinn, f. 2005. 2) Kristinn Freyr, f. 1974. 3) Sig- ríður Ósk, f. 1976, í sambúð með Björgvini N. Ásgeirssyni, f. 1974. Börn þeirra eru a) Baldvin Freyr, f. 2000, b) Sóley María, f. 2007, c) Eva Júlía, f. 2009. 4) Davíð Már, f. 1986. Kristinn ólst upp í Reykjavík. Hann réði sig til sjós 15 ára gamall og starfaði á fiski- og Elskulegi faðir minn. Í dag kveð ég þig, í dag göngum við síðasta spölinn saman. Þú háðir erfiða og stranga bar- áttu við illvígan sjúkdóm sem tók sinn toll. Þrátt fyrir veikindi þín tókstu aðstæðum af miklu æðru- leysi, jákvæðni, kurteisi og varst alltaf með húmorinn nálægt. Undir lokin breyttir þú ekki út af vanan- um heldur hélst áfram að segja sögur og komst okkur systkinum og mömmu ansi oft til að hlæja þrátt fyrir að sjúkdómurinn þinn væri búin að ná yfirhöndinni. Þú vildir alls ekki að ég hefði áhyggjur af þér allt fram á síðasta dag enda kvartaðir þú aldrei, það lýsir per- sónu þinni best. Þú varst alltaf hraustur og hress á líkama og sál, hjólaðir um allan Akureyrarbæ þrátt fyrir veikindi þín. Þú elskaðir mest að ferðast til heitari landa, hitta börnin þín, barnabörn og tengdabörn fyrir sunnan á leið ykk- ar mömmu til útlanda. Þannig leið þér best. Orðheppinn varstu með eindæmum og áttum við það sam- eiginlegt að sjá spaugilegu hliðarn- ar á málum, alltaf stutt í grín og glens. Þú varst ekki mikið fyrir ves- en og óþarfa fyrirhöfn og einföldu hlutirnir voru yfirleitt valdir í stað þeirra flóknu. Þú hafðir mikinn áhuga á öllu því sem við systkinin vorum að fást við, hringdir oft í okkur spurðir og vildir fá að vita hvað væri næst. Eitt af því sem mér er efst í huga og mun sakna mikið elsku pabbi minn eru símtölin okkar sem við áttum á leið minni til vinnu vestur um haf. Þú hafðir mikinn áhuga á öllu sem tengdist vinnunni minni og vissir alltaf upp á hár hvar ég var stödd í heiminum. Þú varst bestur í að samgleðjast með mér og öðrum, varst góður hlustandi og hvattir mig alltaf áfram. Bráðgáfaður og góður faðir og afi sem skilur eftir sig stórt skarð hjá fjölskyldunni allri. Sorgin er mikil og söknuðurinn sár en lífið heldur áfram hjá okkur og ég veit að þú vildir að við lifðum því til fulls og það ætlum við svo sannarlega að gera. Við munum ávallt geyma minningarnar um þig í hjörtum okkar elsku besti pabbi minn. Hvíl í friði. Þín pabbastelpa, Sigríður Ósk Kristinsdóttir. Elsku pabbi lést eftir skamm- vinn veikindi á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri þann 22. mars síðastliðinn. Pabbi ólst upp í Reykjavík og ein- ungis 15 ára gamall byrjaði hann í millilandasiglingum sem mótuðu líf hans. Ég hef oft hugsað um hversu ævintýraleg ungdómsárin hans hafi verið í samanburði við aðra unglinga, fyrr eða síðar. Áhugi hans á sjónum og útlandinu fylgdu honum allt hans líf. Barneignir hjálpuðu eflaust til við það að hann sagði skilið við sjó- mennskuna og réði sig í lögregluna, fyrst í Reykjavík og síðan á Ak- ureyri þar sem hann starfaði lengst af. Sjómennskan togaði samt alltaf í hann og hann átti eftir að fara ófáa túrana þegar tækifæri gáfust, bæði til að afla aukatekna og til að svala ævintýraþránni. Hann var í lögreglunni í rúma fjóra áratugi og starfaði þar með mörgu góðu fólki. Manngæska er kannski orðið sem kemur upp í hugann við að lýsa pabba. Það fór honum vel að vera lögreglumaður, hann átti gott með að umgangast fólk í starfinu og þá kannski sér í lagi fólk sem hafði lent í einhvers- konar vandræðum í lífinu. Allir voru jafningjar hjá pabba. Pabbi var alltaf jákvæður, meira að segja þegar hann var orðinn veikur. Hann vildi ekki láta mikið hafa fyrir sér og setti aðra í fyrsta sæti. Núna er hann eflaust að hugsa með sér að það hafi nú verið óþarfi að standa í þessu jarðarfar- arumstangi fyrir hann í dag. Þeir sem þekktu pabba vita að hann sparaði ekki sögurnar og var spaugsamur, við sem sátum hjá honum undir það síðasta getum staðfest að hann hélt því áfram eins lengi og hann gat. Núna er hann ef- laust að segja einhverjar gaman- sögur í góðra vina hóp. Elsku pabbi minn, þakka þér fyrir að hafa verið góður faðir og afi. Þín verður sárt saknað en minningin lifir. Halldór Sveinn Kristinsson. Elsku Kiddi, það er með miklum söknuði sem ég kveð þig nú. Ekki aðeins varstu einstaklega góður og ástkær tengdafaðir heldur frábær vinur. Já ég er afar þakklátur fyrir þann vinskap sem með okkur myndaðist og við áttum öll þessi ár og mun geyma hann með mér. Ég á eftir að sakna samræðnanna okk- ar um hin ýmsu málefni sem við ræddum þegar við hittumst, allt frá sjómennsku og pólitík til heims- mála og stöðunnar í þjóðfélaginu hverju sinni. Já við gátum svo sannarlega farið á flug í þessum samræðum yfir nokkrum kaffiboll- um. Matur var eitt af þínum uppá- halds áhugamálum og þú neitaðir aldrei góðum mat. Góður hafra- grautur með „slettu“ af nýmjólk fékk þig til að brosa hringinn og ekki var það verra ef hægt var að fletta blaðinu á meðan. Þú varst einstaklega hlýr og hjartgóður maður sem ekkert aumt mátti sjá. Þú tókst utan um mann og faðm- aðir við öll tækifæri, hældir manni, samgladdist og vildir alltaf hjálpa til. Hjálpsemi þín átti sér heldur enga hliðstæðu og þú vildir allt fyr- ir alla gera, meira að segja svo að sumum fannst full nóg um. Ekki vildir þú að haft væri fyrir þér þeg- ar þú komst í heimsókn og gistir í herbergi 103. „Nei ekki vera að hafa fyrir karluglunni“ voru orð sem þú notaðir oft á meðan á heim- sóknum þínum stóð. Hins vegar lagðir þú þig alltaf fram við að að- stoða okkur heimilisfólkið og stundum svo mjög að kaffibollinn manns var horfinn inn í uppþvotta- vél ef maður brá sér frá eitt augna- blik, slík var hjálpsemi þín. Allir sem við þig könnuðust þekktu þína einstöku mannkosti. „Þetta er sómamaður“ voru orð sem þú not- aðir oft þegar þú talaðir um sam- ferðamenn þína enda talaðir þú vel um allt og alla. Þú hafðir líka ein- stakt lag á því að sjá spaugilegu hliðarnar á mönnum og málefnum sem urðu á vegi þínum á lífsleið- inni. Engan þekki ég betur sem hafði eins góðan frásagnarstíl og þú og gat maður hlegið og haft gaman af sögunum þínum sem þú hefur sagt okkur í öll þessi ár, sumar þeirra nokkrum sinnum, með öllum leikrænu tilburðunum. Það var líka í þínum karakter að segja frá því sem þú hafðir upplifað á æviskeiði þínu sem var ansi viðburðaríkt, áhugavert og stundum spreng- hlægilegt. Þú hafðir einstakan húmor og gast búið til góðan brandara, vísu eða stutt lag við minnsta tilefni. Þú hlúðir einstak- lega vel að börnunum þínum og varst í miklum samskiptum við þau bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þess fékk ég einnig að njóta enda hlúðir þú að tengdabörnum þínum jafnt á við þín eigin börn, slík var umhyggjusemi þín. Fyrir það er ég þér ævinlega þakklátur og á eftir að sakna mikið. Það er erfitt að koma því í orð því sem mig langar að segja um þig Kiddi. Það sem hér er hripað niður er bara brot af því sem mig langar að segja um þig, þær tilfinningar sem berast um í brjósti mér, en ég kem bara ekki í orð. Ég mun ávallt sakna þín Kiddi en minningarnar um þig munu lifa með okkur öllum og það læðist að mér sá grunur að sögur þínar verði sagðar um ókomna tíð. Hvíl í friði elsku Kiddi. Þinn vinur, þinn tengdasonur Björgvin Narfi Ásgeirsson. Ég minnist góðhjartaðs manns sem vildi öllum vel. Ég minnist myndarlegs manns með yfirvaraskegg, sem við fyrstu kynni minnti mig á Clouseau í Bleika pardusnum. Ég minnist glaðværs manns sem bar hag fólksins síns alltaf fyr- ir brjósti. Ég minnist afa sem var barna- börnunum hlýr og sýndi þeim ein- lægan áhuga. Ég minnist víðföruls manns sem hafði yndi af ferðalögum á suðlæg- ar slóðir. Ég minnist mikils sögumanns sem fór hamförum í frásögnum af fólki og atburðum. Ég minnist elskulegs tengdaföð- ur sem fór allt of snemma. Blessuð sé minning hans. Guðrún Karitas Bjarnadóttir. Sem ungur piltur þá kynntist ég Kidda Einars þegar ég fékk að mæta einstöku sinnum í fótbolta með löggunni, seint á mánudags- kvöldum í Skemmunni sálugu. Leiðir okkar lágu síðan saman þeg- ar ég hóf störf á D-vaktinni á haust- dögum 1988, rúmlega tvítugur og hann tæplega fertugur, en félagar urðum við fljótt. Þar var Kiddi að- stoðarvarðstjóri og áttum við eftir að eiga mörg ár saman í starfi og leik þar sem ýmislegt gekk á en ávallt voru okkur samskipti á létt- um og góðum nótum, innan vinn- unnar og ekki síður utan hennar. Að skilgreina Kidda á einhvern ákveðinn stað er erfitt en sannar- lega var hann veraldarvanur, flakk- ari og mikill sögumaður svo ekki sé meira sagt. Kiddi hafði á sínum yngri árum verið til sjós og siglt um flest heimsins höf og voru þær ófár stundirnar þegar hann vitnaði í hina ýmsu samferðamenn sína frá þeim tíma, sem flestir höfðu kostu- leg viðurnefni, og lýsti uppákomum og atvikum sem gátu ávallt kætt mann. Oftar en ekki fylgdi leikræn tjáning sögunum sem var ekki síð- ur hans sterka hlið. Flestar áttu nú sögurnar það sameiginlegt að hann hafði nú aðallega bara verið áhorf- andi en ekki þátttakandi og efuð- umst við nú stundum um það sann- leiksgildi en létum hann njóta vafans. Það að eiga slíkan samstarfs- mann og félaga eins og hann er ekkert sjálfgefið og var hann ávallt boðinn og búinn að bregðast við og þjónusta. Í félagsstarfi og skemmt- anahaldi okkar löggumanna lét hann sig ekki vanta og þá sérstak- lega ekki þegar árleg samskipti okkar voru í gangi við lögreglu- menn í Keflavík en þá hittumst við frá ólíkum landshornum, spiluðum fótbolta og tókum síðan létt skemmtanahald í kjölfarið. Ófár minningar standa eftir slíkar sam- komur sem hafa yljað manni um hjartarætur sl. ár og munu gera áfram. Þegar Kiddi lét af störfum í löggunni, 65 ára gamall, var hann á þeim stað að maður taldi hann eiga einhverja áratugi eftir og voru plön hans í takt við það. Hlutirnir breyt- ast fljótt sem ætti að ýta við okkur hinum að meta lífið og njóta þess, er á meðan er. Samúð mína vil ég votta Sóleyju, Halldóri, Kristni, Sigríði, Davíð og fjölskyldum þeirra en minningin lifir um góðan og skemmtilegan fé- laga sem fallinn er frá allt of snemma. Hvíl í friði gamli swinger. Hermann Karlsson. Kristinn Páll Einarsson minningarnar frá liðnum dögum, þær geymum við í hjartanu. Sam- gangur á milli heimila okkar á Fá- skrúðsfirði sem aldrei bar skugga á. Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. Agnar var mikill gleðigjafi og starfaði í mörgum félögum. Lions- klúbbur Fáskrúðsfjarðar, Leik- hópurinn Vera og kirkjukórinn nutu krafta hans. Einnig fóru eldri borgarar á Austurlandi margar ferðir undir hans stjórn. Hann var mikill AA-maður og hjálpaði mörgum á þeirri vegferð. Hann var mikill grallari og börn elskuðu hann. Ég sendi þér samúð mína því sálin sem núna dó svo lofsverð mun lengi sýna ljósið sem þarna bjó. Er lofum við ljósið bjarta á leið sem er stundum myrk þá þökkum við þessu hjarta sem þráði að veita styrk. Nú hjartað er hætt að tifa en hlý eru okkar tár því minningar munu lifa í meira en þúsund ár, (KH) Minning þín mun ávallt lifa í gegnum daga dimma og bjarta. Lífsklukkan mun þó áfram tifa líkt og þín hlýja í okkar hjarta. Samúðarkveðjur til Jónu okkar og allra barnanna þeirra. Guðný og Jón Árni. ✝ Þórir Sævar Maronsson fæddist á Siglufirði 15. janúar 1937. Hann lést á Sól- vangi í Hafnarfirði, 27. mars 2022. Foreldrar Þóris voru Maron Björns- son, f. 5.3. 1911, d. 30.10. 1993, og Þór- unn Fjóla Páls- dóttir, f. 7.2. 1916, d. 28.11. 1981. Þórir fluttist með foreldrum sínum og systkinum til Sandgerðis árið 1950. Þórir var elstur fimm alsystk- ina, sem eru í aldursröð: Björn Guðmar, Viggó Hómar, Helgi Brynjar og Margrét Dóróthea, hálfbróðir sammæðra var Páll Grétar Lárusson. Börn Þóris frá fyrra hjóna- bandi með Stellu Einarsdóttur eru Pálmar Örn, f. 1958, maki Margrét Þórhallsdóttir, f. 1964. Margrét Sigríður, f. 1961, maki Birgir Ingvarsson, f. 1961. Fóst- urdóttir Þóris og Stellu var Hrönn Guðjóns- dóttir, f. 1963, d. 2009. Eftirlifandi eig- inkona Þóris er Védís Elsa Krist- jánsdóttir, f. 23.8. 1942, börn hennar eru Elsa Dóróthea Gísladóttir, f. 1961, maki Jón Hrafn Hlöðversson, f. 1962, og Kristján Einar Gíslason, f. 1962, maki El- ísabet Auðardóttir, f. 1964. Afa- og ömmubörn eru 33. Þórir starfaði hjá Flug- málastjórn Íslands á Keflavík- urflugvelli sem verkstjóri og varðstjóri í flugafgreiðslu og flugumsjón. Frá árinu 1966 starf- aði Þórir hjá lögreglunni á Kefla- víkurflugvelli og síðar í Keflavík þar sem hann var yfirlög- regluþjónn frá 1985 til starfsloka 2002. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 1. apríl 2022, klukkan 15. Það mun hafa verið sumarið 1988 sem ég hitti hann tengdaföður minn fyrst. Var þá búinn að humma það fram af mér um hríð að heimsækja tengdaforeldra mína þar sem ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn til þess. Kannski ögn uggandi yfir því að hitta yfirvaldið, en Þórir var jú yf- irlögregluþjónn í Keflavík á þeim tíma. Fékk ég þá viðurnefnið hul- iðshjálmurinn hjá elskulegri tengdamóður minni. En svo ákvað ég að brjóta ísinn, og þiggja boð í stórveislu að hætti þeirra hjóna. Þar tók hann á móti mér með hlýj- um faðmi, forvitnislegu brosi, glettni og skemmtilegum tilsvör- um. Ég man það að veislugestir spiluðu Trivial Pursuit að veislu lokinni, sem við Þórir saman í liði unnum auðvitað. Þórir hafði ákaf- lega gaman af öllum framkvæmd- um, hvort sem um var að ræða stórar virkjanaframkvæmdir á vegum ríkisins, eða minni háttar byggingarframkvæmdir. Á þess- um tíma fluttu þau hjónin úr Sand- gerði í Hafnarfjörð, hvar þau hófu byggingu einbýlishúss. Aðstoðaði ég, húsasmiðurinn, hann auðvitað við það verk, þar sem við unnum oft saman fram eftir kvöldum. Þá fékk ég að kynnast sögumanninum Þóri sem sjaldan kláraði frásögn nema hnyttinn brandari fylgdi með í lokin. Þannig maður var hann. Hann hafði yndi af því að kynnast skemmtilegu fólki, og ekki fannst honum verra ef honum tókst að tengja ættir viðkomandi við Siglu- fjörð. Ég var oft vitni að því. Eitt sinn í hálendisferð hittum við fimm menn uppi við Öskju. Hann tók auðvitað upp spjall við þá, og á end- anum voru þrír þeirra orðnir Sigl- firðingar. „Fyrirgefðu ónæðið“ var alltaf það fyrsta sem hann sagði þegar hann hringdi í mig. Oft var tilefnið að fá álit á einhverju sem þá var merkilegt að gerast í þjóðlífinu. Hann hafði sterkar skoðanir á mál- um, og var ekki tilbúinn til að gefa þær eftir. Sérstaklega fannst hon- um mikilvægt að virkja fallvötnin, sem „streyma óvirkjuð til sjávar, engum til gagns“. Oft urðu slíkar samræður líflegar á mínu heimili þar sem ekki allir voru endilega sammála. Þórir var mikill fagur- keri á músík, og hafði yndi af klass- ískum söng. Síðustu góðu stundir okkar saman, um jólin, spilaði ég fyrir hann nokkur lög með Jussi Björling, einum af hans uppáhalds- söngvurum, svo hátt og lengi að aðrir heimilismeðlimir báðust vægðar. Hann var einnig afar áhugasamur um fiðlunám dóttur minnar og fylgdi henni á ófáa tón- leika hvar sem hann kom því við. Ég kveð kæran tengdaföður minn með þessum fáu orðum og votta að- standendum hans og vinum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Þóris Mar- onssonar. Jón Hrafn Hlöðversson. Fregnin um að Þórir Marons- son, fv. yfirlögregluþjónn í Kefla- vík, væri látinn vakti upp minning- ar frá starfi okkar innan lögreglunnar. Ég hóf störf í ríkis- lögreglunni á Keflavíkurflugvelli árið 1972 en þá hafði Þórir starfað þar síðan 1966. Árið 1974 urðu breytingar á lögregluumdæmum landsins og til varð embætti bæj- arfógetans í Keflavík, Njarðvík og Grindavík og sýslumannsins í Gull- bringusýslu. Við Þórir ásamt Kjartani Sigtryggssyni fluttumst frá Keflavíkurflugvelli til lögregl- unnar í Keflavík ásamt tveimur lög- reglumönnum úr Sandgerði, John Erl Kort Hill og Guðna Sigurðs- syni. Lögreglumönnum í Keflavík fjölgaði mikið við breytingarnar 1974 og til urðu fjórar fimm manna vaktir sem unnu tólf tíma í senn, dag- og næturvaktir. Auk vaktanna voru tveir rannsóknarlögreglu- menn, einn aðstoðaryfirlögreglu- þjónn og einn yfirlögregluþjónn. Þá var fimm manna lögreglulið í Grindavík. Þórir var bæði mjög fróður og skemmtilegur maður og hafði eina fallegustu rithönd sem ég hef séð. Hann var og góður námsmaður og dúxaði upp úr Lögregluskóla rík- isins árið 1966. Hann var mikill fé- lagsmálamaður og til marks um það var hann formaður Lögreglu- félags Suðurnesja, var í stjórn Landssambands lögreglumanna og sat í samninganefnd BSRB um ára- bil. Þórir var mikill tónlistarunnandi og hafði næmt eyra fyrir tónlist. Það brást ekki að hann gæti sagt til um hver söng og spilaði lagið fyrir hádegisfréttir í ríkisútvarpinu. Þórir var skipaður aðstoðaryfir- lögregluþjónn 1975 og síðan yfir- lögregluþjónn 1986, þegar Sig- tryggur Árnason yfirlögregluþjónn fór á eftirlaun. Ég minnist Þóris sem skemmtilegs, fræðandi og góðs drengs og votta Elsu, börnum hans og fjölskyldu innilegrar samúðar. Óskar Herbert Þórmunds- son, yfirlögregluþjónn á eftirlaunum. Þórir Sævar Maronsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.