Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 14
14 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 1. apríl 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.81 Sterlingspund 168.16 Kanadadalur 102.37 Dönsk króna 19.115 Norsk króna 14.751 Sænsk króna 13.739 Svissn. franki 137.94 Japanskt jen 1.0497 SDR 176.86 Evra 142.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.4378 Verðmæti ferðamanna á Íslandi er meira en í samanburðarlöndum og meðaltalsverðmæti hefur vaxið hraðar hér á landi en í samanburð- arlöndum. Í takti við sjávarútveginn „Gjaldeyrisverðmæti sjávaraf- urða var um 260 milljarðar í fyrra og ég vil benda á að þrátt fyrir svaka- leg afföll ferðaþjónustunnar sem hefur nánast verið lokuð í 18 mánuði var gjaldeyrisverðmæti hennar þó 204 milljarðar. Sem sýnir mikilvægi greinarinnar á sviði efnahagsmála,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Í skýrslunni er fjallað um þær breytingar sem orðið hafa á BAKSVIÐ Viktor Pétur Finnsson viktorpetur@mbl.is Þrír af hverjum fjórum starfsmönn- um ferðaþjónustunnar sem misstu vinnuna vegna heimsfaraldursins og hafa ekki verið ráðnir aftur í starf innan greinarinnar starfa í dag hjá hinu opinbera, sem takmarkar vöxt ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Samtaka ferða- þjónustunnar sem birt var í vikunni. Í skýrslunni er árið 2021 gert upp. Staða ferðaþjónustunnar hérlendis er borin saman við önnur lönd og stöðu ferðaþjónustunnar á alþjóða- vísu. Einnig er farið yfir breytingar á ferðaþjónustunni, hvernig hún er í dag samanborið við árið 2020 annars vegar, þar sem mikið var um tak- markanir og lokanir vegna farald- ursins, og hins vegar árið 2019 þar sem allt lék í lyndi. Metin eru áhrif ferðaþjónustunnar á aðra þætti ís- lensks samfélags, svo sem gjaldeyr- ismál, veitingaþjónustu og atvinnu- leysi. Viðspyrna ferðaþjónustunnar hef- ur farið vel af stað og tekur betur við sér en í löndunum í kringum okkur, að Svíþjóð undanskilinni. mannafla ferðaþjónustunnar sem átt hafa sér stað frá árinu 2019 og áhrif þess á samfélagið í heild. Ekki hægt að keppa við ríkið „Það áhugaverðasta sem við sáum þegar við fórum að bera saman og skoða tölur yfir starfsfólk sem hafði hætt að starfa í ferðaþjónustunni var hvert það hafði farið. Þá kemur fram að af 6.996 manns sem horfið hafa á braut úr geiranum hafa 5.227 farið að starfa hjá hinu opinbera. Það er nánast eins og allir Íslend- ingar sem hættu í ferðaþjónustu og misstu vinnuna hafi farið og starfað fyrir opinbera markaðinn. Þetta sýnir bara hvað ríkið sogar til sín fólk og ég ætla bara að segja að það skaðar samkeppnishæfni einkageir- ans á innanlandsmarkaði. Þetta eru ansi sláandi tölur,“ segir Jóhannes. Hann segir að þensla ríkisins hafi gífurleg afleidd áhrif á samfélagið, sem geti ekki verið jákvætt. „Ekki síst þegar menn para þetta saman við það að við gerð lífskjara- samninganna voru það sveitarfélög- in og ríkið sem leiddu launahækk- anirnar. Lægstu hækkanir hjá hinu opinbera voru hærri en hæstu hækkanir hjá einkamarkaðnum. Opinberi geirinn leiðir launahækk- anir auk augljósra sjónarmiða um starfsöryggi og fleira. Núna horfir maður á sérstaka þróun þar sem við þurfum að berjast við það að fá fólk til baka í ferðaþjónustuna, sem er ekkert sérstaklega auðvelt.“ Segir hann að þetta þýði að fyrir- tæki muni þurfa að leita annað að vinnuafli til þess að starfa í greininni og að öllum líkindum út fyrir land- steinana. Því verði að ráða fólk frá útlöndum til þess að manna öll störf- in sem upp á vantar og því mundi fylgja aukinn þrýstingur á húsnæð- ismarkaðinn. „Húsnæðismarkaðurinn er í köku út um allt land og vinnustaðir eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði fyrir starfsfólk sitt.“ Bjartsýni fram undan Jóhannes segir skýrsluna gefa til kynna að bjartsýni sé fram undan í ferðaþjónustunni. Það muni taka tvö til þrjú ár að að ná upp sömu eftir- spurn eftir Íslandi og var hér árin 2018 og 2019 en vandinn sé skortur á framboði til að anna eftirspurn- inni. „Við erum að glíma við vanda- mál á framboðshliðinni þar sem það er erfitt að fá fólk til starfa og erfitt að fá fólk frá útlöndum þar sem það er erfitt að finna fyrir það húsnæði. Þetta er allt erfitt í því samhengi að það lítur allt út fyrir að fólk vilji ferðast til landsins.“ Hann segir jákvætt að hingað til lands hafi meðaltalsverðmæti far- þega verið meira en annars staðar og Ísland hafi verið heppið að hing- að hafi komið margir Bandaríkja- menn. „Bandaríkjamenn eiga það til að eyða miklum peningum á landinu. Svo sáum við þá þróun í faraldrinum að þeir sem komu voru yfirleitt leng- ur á landinu og eyddu meiri pen- ingum en vanalega. Þeir sem voru svo að koma hingað voru ferðamenn sem höfðu efni á því að ferðast og gátu leyft sér frí frá vinnu til þess að ferðast og að eyða hluta ferðarinnar í sóttkví. Annað en á meginlandi Evrópu þar sem fólk gat keyrt á milli eða tekið lestir án þess að greiða há fargjöld eða eiga á hættu að vera sent í einangrun. Hið opinbera stærsta ógnin Morgunblaðið/Eggert Faraldurinn Gríðarlegur samdráttur varð í ferðaþjónustu í faraldrinum en nú eru störfin að koma til baka. - Langflest sem misstu vinnuna í ferðaþjónustunni í faraldrinum komin til starfa hjá hinu opinbera - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að keppa við hið opinbera um starfsfólk Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, til- kynnti í gær að stjórn hans hygðist losa um 180 milljónir tunna af olíu út á markaði á komandi sex mánuðum. Þær hafa verið bundnar í svokölluð- um öryggisforða ríkisins sem ætlað er að grípa til í aðstæðum þar sem röskun verður á olíuvinnslu eða -kaupum. Jafngildir ákvörðunin því að um ein milljón tunna komi á mark- aðinn úr þessari átt á degi hverjum næsta hálfa árið. Í tilkynningu sem forsetinn sendi frá sér samhliða ákvörðuninni sagði að gripið væri til þessara aðgerða til þess að lækka „sársaukafullt“ verð á eldsneytismarkaði sem væri farið að valda búsifjum á mörgum heimilum í landinu. Bætti hann því við að elds- neytisverð ætti ekki að vera háð duttlungum einræðisherra sem ákvæðu að lýsa yfir stríði. Greint var frá því í Financial Times í gær að ákvörðun Biden væri tekin í aðstæðum þar sem þrýstingur á for- setann færðist í aukana. Eldsneytis- verð hefur hækkað um 50% síðast- liðið ár og er nú í sögulegum hæðum. Forsetar Bandaríkjanna hafa áður gripið til þess að skrúfa frá öryggis- forða ríkisins en aldrei í þeim mæli sem nú hefur verið tilkynnt um. Sam- hliða ákvörðuninni skoraði Biden á olíuframleiðendur í Bandaríkjunum að herða á framleiðslu sinni og lét í það skína að álögur yrðu lagðar á þá framleiðendur sem ekki væru að nýta olíuframleiðsluleyfi sín á opinberu landi í Bandaríkjunum. Ákvörðun forsetans virðist hafa haft talsverð áhrif á heimsmarkaðsverð olíu. Þann- ig lækkaði Brent Norðursjávarolían um tæp 4,9% í gær. West Texas Intermediate-vísitalan fór hins vegar niður um tæp 6,5%. Forðinn Gangi áætlanir Bidens eftir munu olíubirgðir Bandaríkjanna minnka gríðarlega og hafa þá ekki verið minni frá árinu 1984. Biden skrúfar frá olíunni á tönkunum - Jafngildir þriðj- ungi öryggisforða Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.