Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
✝
Geir Svansson
fæddist í
Reykjavík 6. maí
1957. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Seltjörn á Sel-
tjarnarnesi 21.
mars 2022. For-
eldrar hans voru
hjónin Erna
Hreinsdóttir, f. 8.7.
1928, d. 30.11.
2013, og Svanur
Friðgeirsson, f. 9.11. 1927, d.
31.3. 2012.
Hann var kvæntur Irmu Jó-
hönnu Erlingsdóttur, prófessor
og forstöðumanni við Háskóla
Íslands, f. 14.2. 1968. Foreldrar
hennar voru Jóhanna J. Guðna-
dóttir, f. 14.11. 1937, d. 17.4.
2019, og Erling Garðar Jón-
asson, f. 24.6. 1935, d. 30.8. 2018.
Dætur þeirra eru Gríma Eir, f.
6.10. 1996, og Svanhildur Þóra,
f. 3.7. 2002. Systir Geirs er Guð-
rún Svansdóttir, f. 3.2. 1952.
Börn hennar og Sigurðar Svav-
arssonar, f. 14.1. 1954, d. 26.10.
2018, eru Svavar Sigurðarson, f.
6.2. 1975, og Erna Sigurð-
ardóttir, f. 21.4. 1977. Geir átti
heima í Langagerði 120 til 12
ára aldurs, en þá flutti fjöl-
spekingsins Jeans Baudrillard
inn í íslenska fræðiumræðu.
Hann starfaði jafnframt um
langt árabil sem bókmennta-
gagnrýnandi, bæði fyrir Morg-
unblaðið og RÚV. Hann var
framkvæmdastjóri Nýlista-
safnsins um tíma og ritstjóri vef-
ritsins Kistunnar. Hann ritstýrði
fjölda bóka, meðal annars At-
viksbókaröðinni og ritum um
listamennina Megas og Dag Sig-
urðarson ásamt Hjálmari
Sveinssyni. Geir þýddi fjölmarg-
ar bækur, bæði skáldsögur og
bækur almenns eðlis, og gaf út
fyrstu bækurnar sem voru birt-
ar á íslensku um golfíþróttina,
eina frumsamda og aðra í þýð-
ingu. Hann starfaði loks um
tíma hjá Hvíta húsinu og Þýð-
ingamiðstöð utanríkis-
ráðuneytisins. Hann var um
langt árabil meðal fremstu golf-
ara landsins, lék bæði með
landsliði unglinga og fullorð-
inna og keppti fyrir hönd Ís-
lands á þremur Evrópu-
meistaramótum á áttunda
áratug síðustu aldar. Þegar
keppnisferlinum lauk tók Geir,
um nokkurt skeið, virkan þátt í
starfsemi Golfsambands Íslands,
m.a. við hönnun golfvalla víða
um land.
Útför Geirs fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 1. apríl 2022, og
hefst athöfnin klukkan 15.
skyldan að Grund-
arlandi 1 í Reykja-
vík. Irma og Geir
hófu sinn búskap
við Lokastíg 20 en
fluttu síðan að
Bræðraborgarstíg
23a í Reykjavík.
Þau bjuggu einnig í
mörg ár í Frakk-
landi, fyrst í Mont-
pellier og síðan í
París. Að loknu
grunnskólanámi í Breiðagerðis-
skóla og Réttarholtsskóla stund-
aði Geir nám við Menntaskólann
við Hamrahlíð. Næst lá leiðin í
Háskóla Íslands þaðan sem hann
lauk gráðu í ensku og bók-
menntum. Hann nam einnig ís-
lenskar bókmenntir og almenna
bókmenntafræði á meistarastigi
bæði við Háskóla Íslands og San
Jose State University í Banda-
ríkjunum. Geir starfaði sem
kennari við Menntaskólann við
Hamrahlíð áður en hann gerðist
blaðamaður á Morgunblaðinu.
Hann kenndi við Háskóla Ís-
lands og í Listaháskólanum.
Hann birti meðal annars áhrifa-
mikil skrif um hinseginfræði,
Megas og átti stærstan þátt í að
flytja hugmyndir franska heim-
Hjartkær mágur okkar er lát-
inn langt fyrir aldur fram aðeins
64 ára. Við vorum unglingar þegar
þau Irma systir hófu sitt samband
og höfum því verið honum sam-
ferða á fjórða áratug. Þótt hann
hafi lengi glímt við óvæginn sjúk-
dóm og dauðinn verið honum líkn
er erfitt til þess að hugsa að sam-
verustundirnar verði ekki fleiri.
Við systkinin ólumst upp í
stórum systkinahópi, á heimili þar
sem nokkur börn til viðbótar voru
í varanlegu fóstri eða komu í
heimsóknir til lengri eða skemmri
tíma. Við gengum frjálslega um
eigur systkina okkar, útidyr að
heimilinu voru ólæstar og bílar
iðulega skildir eftir í gangi úti á
hlaði. Gestagangur og veisluhöld
fyrir þreytta ferðalanga að sunn-
an voru nánast daglegt brauð.
Bakgrunnur Geirs var annar.
Hann hafði ekki þurft að deila
dótinu sínum með öðrum og þótti
örugglega nóg um fyrirganginn
sem fylgdi okkur systkinum og
foreldrum Irmu. Við minnumst
þess þó ekki að hafa fengið að-
finnslur frá Geir enda kom hann
sínum sjónarmiðum iðulega að
með húmor, gæsku eða orðaleikj-
um. Tilviljun réð því að upphafs-
stafir á númerplötu frúarbíls
mömmu voru RÓ og eitt sinn þeg-
ar Geir sá hana keyra í hlað sagði
hann: „Þá færist róin yfir,“ en
meinti auðvitað hið gagnstæða.
Geir var einn helsti stuðnings-
maður okkar beggja. Hann bjó yf-
ir mikilli færni í samskiptum og
hafði einstaklega góða nærveru,
líka eftir að hann varð veikur.
Hann hvatti okkur áfram, las yfir
og leiðrétti textasmíð þegar birta
átti grein eða halda fyrirlestur.
Hann hafði einstakt lag á að setja
leiðsögn sína fram með hrósi og
aldrei fengum við ofanígjöf þótt
hann stæði okkur báðum miklu
framar á ritvellinum.
Við kveðjum mág okkar með
söknuði og erum honum þakklát
fyrir stuðninginn og allar
skemmtilegu minningarnar heima
á Bræðró og heiman. Mestur er
missir elsku Irmu, Grímu og
Svanhildar. Við munum vanda
okkur við að endurgjalda gæsk-
una, húmorinn og liðveisluna með
því að vera til staðar fyrir þær.
Jónas Garðar Erlingsson og
Rósa Guðrún Erlingsdóttir.
Vinur minn, Geir Svansson, er
fallinn frá eftir löng og erfið veik-
indi. Mér gengur treglega að orða
hugsanir og tilfinningar sem
sækja á mig. Vinátta okkar var
mér afar dýrmæt. Geir var ein-
staklega gefandi og næmur, hann
var hlýr, alltaf nálægur og nær-
andi, líka eftir að sjúkdómurinn
tók að herja á taugar hans. Skarp-
ur húmorinn stóðst sömuleiðis
álagið. Ég fékk að njóta hans
óspart en þurfti líka stundum að
þola afhjúpandi skensið, alltaf
skyldi hann hitta naglann á höf-
uðið. Ekkert var þó betra en ein-
mitt þetta himneska grín, eins og
þegar ég sá ekki út úr augum í
skilnaðarmóðunni. Illvígum sjúk-
dómnum tók hann með drjúgum
skammti af æðruleysi en best var í
þessari þungbæru baráttu að
heyra hann spauga með einkenn-
in. Stundum var gott að hjóla bara
í þau með honum. Verkstolið var
undursamlegur höggstaður. Og
raddleysið. Maður minn! Í síðustu
fyrirlestraferð okkar árið 2016, í
flugvél á leið til Toscana, heyri ég
auðvitað ekki orð af því sem Geir
segir, enda í ofanálag svo til
heyrnarlaus á öðru eyra. Ég bið
hann að tala hærra, eins og það sé
málið. Hvái ítrekað. Þetta kostaði
reyndar fokkputtann frá Geir, en
undirstrikaðan með stríðnislegu
glottinu sem lagði svo einkenn-
andi undir sig allt andlitið.
Fyrirlestrarnir voru ekki aðal-
málið í þessari ferð, frekar en
flestum hinum, nema hvað við
ræddum að venju fram og aftur
um sameiginleg áhugamál, bæk-
ur, bíó, myndlist og fræðin í allri
sinni dýrð. Þar kom maður aldrei
að tómum kofunum hjá Geir,
hvort sem samtalið leitaði inn í
meginstrauminn eða út á jaðarinn.
Geir var þó oftast með athyglina á
þeim sem ekki höfðu rödd, voru
útilokuð eða gleymd. Þar var vel
varið einstökum hæfileikum hans
til þess að greina, túlka, tengja og
draga fram það sem máli skiptir í
verkum listamanna, rithöfunda og
hugsuða. Skrif hans um hinseg-
infræði í Skírni árið 1998 ruddu
brautina fyrir nýjar rannsóknir á
sviði hinseginmenningar hér á
landi. Hinn frjói hugur naut sín í
lestri á verkum sem fáir hér höfðu
haft lykla að.
Fleiri heimar opnuðust mörg-
um í skrifum og kennslu Geirs.
Verk Williams S. Burroughs og
annarra bítskálda, einnig skyld-
leikaskálda þeirra hér heima eins
og Megasar – afbragð er til dæmis
grein Geirs frá 2006 um Megas og
ótímabæru bókmenntirnar – og
Dag Sigurðarson, hugmyndir jað-
arheimspekingsins Jeans Baud-
rillards sem varð okkar sameig-
inlega áhugamál og ástæða fyrir
fyrstu fyrirlestraferðinni árið
2006 á ráðstefnu við háskólann í
Swansea (nema hvað!) um franska
sýndarverufræðinginn.
Auðvitað voru þetta fyrst og
fremst golfferðir, en við kölluðum
þær fyrirlestraferðir því það
hljómaði betur. Ég vissi lítið af
golffrægð Geirs framan af. Við
vorum jú bókmenntamenn. Það
var það sem sameinaði okkur frá
byrjun ásamt vináttunni. Og golf
er ekki íþrótt fyrir bókmennta-
menn. Þetta var okkar einlæga
skoðun þar til við uppgötvuðum –
eða viðurkenndum – áhuga hvor
annars á þessari annars göfugu
iðju. Við töluðum samt alltaf um
flog ef aðrir heyrðu til – orðaleikir
voru standard praksís með Geir.
Við áttum ótal dýrðarstundir á
golfvellinum, bæði hér heima og
erlendis. Geir var auðvitað marg-
reyndur landsliðsmaður, golfvall-
arhönnuður og alfræðingur um
íþróttina, keppnismaður og ná-
kvæmnismaður í sveifluferlum
rétt eins og í óborganlegri orðfim-
inni. Ekkert kom mér á óvart með
Geir á golfvellinum. Þar gat hann
leyst hverja þraut, framkallað
högg sem ég annars taldi svo að
segja ómöguleg. Og þannig var
það líka í öðru sem við tókum okk-
ur fyrir hendur. Alltaf kom Geir
með eitthvað sem mér hafði ekki
dottið í hug.
Það glitrar á allar mínar minn-
ingar um Geir. Allar okkar stund-
ir voru mér ómetanlegar. Aldrei
bar skugga á. Vinnuferðir upp í
sumarbústað þar sem spjallpás-
urnar voru iðulega innihaldsríkari
en meginmál textans sem unnið
var að, ótal matarboð með kræs-
ingum a la Geirma, námskeið við
HÍ og bókaútgáfa um félaga okk-
ar McLuhan og Baudrillard,
ógleymanleg ferðalög innanlands
og utan, Vestfirðir, Snæfellsnes,
Flórens, Kaupmannahöfn, Sví-
þjóð, Wales. Og áfram mætti
halda. Ég nærist á góðum minn-
ingunum.
Hvernig skal orða ósegjanleg-
an missinn? Geir á skilið öll bestu
orðin. En þau renna mér úr greip-
um, því miður. Ég kveð minn
kæra vin með sárum söknuði.
Elsku Irma, Gríma og Svan-
hildur – þið vitið að þið eigið okkur
að.
Þröstur Helgason.
Elskulegur vinur minn, Geir
Svansson, kvaddi á vorjafndægri
og degi ljóðsins. Það er eitthvað
svo lýsandi fyrir þennan snjalla
þýðanda, bókmenntafræðing og
náttúruunnanda. Alltaf skyldi
hann hitta naglann á höfuðið, með
elegans og sprezzatura.
Það var líf og fjör á Bræðra-
borgarstígnum þegar ég kynntist
Geir á árunum fyrir aldamót, sem
ein af vinkonum Irmu úr MH.
Samheldnin og stórhugurinn ein-
kenndu þetta glæsilega par sem
var með puttana á púlsinum í mik-
ilvægustu málefnum samtímans.
Eitt það fyrsta sem ég tók eftir í
fari Geirs, sem þá þegar var mik-
ilsvirtur fræðimaður, var hve mik-
ill bakhjarl vinkonu minnar hann
var; hann dáði hana og vildi veg
hennar sem mestan. Ég gladdist
yfir því að sjá hvað þau voru mikl-
ir félagar í bókmenntunum, nátt-
úruverndinni, jafnréttismálunum
og listinni að lifa.
Mér fannst eins og þau vildu
gera heiminn betri saman og ég
get borið vitni um að það hafi
þeim tekist á margan hátt. Ég
man eftir þeim sem samhentum
eldhugum, með ljóshært yndis-
barn sem hékk á þeim eins og
kræklingur á kletti og hugsaði
með mér að í svona tryggðarsam-
bandi myndi ég vilja vera. Því
Geir var draumaprins, fyrst og
fremst vegna þess að hann hafði
þann fágæta eiginleika að í honum
fóru saman leiftrandi gáfur, list-
ræn hugsun og djúp kímni með
rætur í einlægri umhyggju fyrir
því mannlega. Hvað er stórfeng-
legra?
Það varð mín gæfa að leiðir
okkar skyldu liggja aftur saman,
fyrst í París og svo aftur hér
heima. Allar samverustundir með
Irmu og Geir voru gæðastundir
þar sem umhyggjan var undir-
staða allrar hugsunar. Það var
alltaf gleðilegt að fylgjast með
Geir njóta samvista við stelpurnar
sínar, í kátínu og kærleika. Það
var hans uppeldisaðferð. Hann
hélt uppi innihaldsríkum samtöl-
um við dætur sínar allar götur þar
til röddin brást honum. Feðginin
gengu iðulega gamla Vesturbæinn
þveran og endilangan í hrókasam-
ræðum, borðandi ís og alsæl sam-
an.
Það var sárt að sjá þennan
glæsilega bókmenntafræðing og
lífskúnstner sökkva inn í hliðar-
heim veikindanna þangað sem orð
okkar náðu mismörg, þaðan sem
orðin flúðu stundum óvænt með
augunum. Það sem eftir stendur
er sá kastali ástarinnar og andans
sem hann byggði með eiginkonu
sinni og dætrum og sem mun
skýla þeim um árabil og fram í
næstu kynslóðir. Við Philippe
þökkum dýrmætar samveru-
stundir með bestum vin og erum
þess alviss að hjartfólgnar minn-
ingar munu færa ástvinum þessa
einstaka manns hugsvölun og
styrk.
Guðrún Kristinsdóttir.
Í dag kveðjum við gamlan vin,
Geir Svansson, eftir harða og
langa baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Leiðir okkar lágu saman í
gegnum golfið, fyrst sem ungir
drengir í vallarstarfi hjá Golf-
klúbbi Reykjavíkur og seinna sem
liðsfélagar í klúbbliðinu og síðar í
unglinga- og karlalandsliði til
nokkurra ára. Vinátta okkar á
þessum árum var einstök og ætíð
stutt í gamanið. Þegar við vorum
14 ára vorum við með tjald uppi á
sjöundu braut í Grafarholtinu því
við nenntum ekki heim eftir vinnu
og nokkra golfhringi. Í þá daga
var lágmark að spila 36 holur á
dag, en auðveldara var að spila
upp á sjöundu holu, gista í tjaldinu
og síðan um morguninn spila til
baka upp í skála og vinna á vell-
inum. Uppátækin voru mörg og
eitt sinn ákváðum við að setja met
í bíóferðum og tókum fyrir á ein-
um sunnudegi sýningar klukkan
3, 5, 7, 9 og 11. Oft var tímasetn-
ingin tæp á milli kvikmyndahúsa
en Bronco-inn vel þaninn til að ná
í næsta kvikmyndahús. Flest
þessara kvikmyndahúsa eru löngu
horfin og kvikmyndirnar sem við
sóttum gleymdar í mínum minn-
ingum en uppátækið lifir. Eitt
sinn vorum við í hjólhýsi í Þrasta-
skógi, módel 1960 með engum
þægindum og tekið var að hausta.
Við útbjuggum okkur kolagrill úr
hlöðnu grjóti í vegkantinum en
kalt var í veðri og þar sem við lág-
um undir regnhlíf til að skýla okk-
ur fyrir skafrenningi þá kom
blossi og við héldum að þetta væri
elding, en kom reyndar frá bifreið
sem þar ók fram hjá og bílstjórinn
tók mynd af okkur. Hlógum við
mikið að þessu, en menn verða að
bjarga sér. Eitt sinn komstu í
heimsókn til okkar Fríðu í hús
tengdaforeldra minna á miðviku-
degi fyrir páska og fórst ekki til
baka fyrr en á páskadag, enda
stórt hús og margt fólk, mikið af
gleði og mat. Fékk þig reyndar til
að hringja í Ernu móður þína á
föstudaginn langa svo hún vissi
hvar þú varst enda hún víst búin
að leita að þér og ekki búið að
finna upp gemsann á þeim tíma.
Við sátum saman í stjórn Golf-
klúbbs Reykjavíkur um tíma en
þú haslaðir þér völl í fræðum golf-
vallahönnunar og hannaðir velli
víða á landinu og skrifaðir fyrstu
bókina um golf á Íslandi.
En lífið tekur beygjur og vin-
áttan dvínar, og lá leið þín frá golf-
inu í heim lista og menningar sem
þýðandi á fjölda bóka og kennari
við Háskólann svo eitthvað sé
nefnt. Leiðir okkar lágu ætíð
sjaldnar saman með árunum en
fyrir nokkrum misserum áttum
við góða stund saman á Jómfrúnni
með Björgvini Þorsteinssyni og
Sigurði Péturssyni. Ekki óraði
mig fyrir því að þetta yrði síðasta
samverustundin með ykkur þrem-
ur. En þið þrír eruð eflaust á góð-
um stað að spila golf og vonandi
laust pláss fyrir mig síðar sem
fjórða mann í hollið. Votta fjöl-
skyldu, ættingjum og vinum sam-
úðar.
Ragnar Ólafsson.
Geir Svansson var andríkur og
glettinn vinur. Við Geir náðum
einstaklega vel saman og vorum á
tímabili kallaðir „Gunnar og
Geir“, sem voru þekktir nafnar
okkar í stjórnmálum á 20. öld. Við
Geir vorum um tíma með göngu-
félag á vinnustaðnum okkar
ásamt Arnþóri Gunnarssyni og
fékk það nafnið GAGG. Tvenns
konar viðurkenningar voru veitt-
ar; atgeirinn fyrir að sýna dugnað
í göngunni og Gunnarinn fyrir að
komast þótt hægt færi.
Við störfuðum saman á Morg-
unblaðinu, í ReykjavíkurAka-
demíunni og Listaháskólanum og
vorum því nánir samstarfsmenn í
áratug og héldum svo góðu sam-
bandi eftir það. Á tímabili eftir
skilnað minn leigði ég íbúð í kjall-
aranum hjá Geir og Irmu og var
það verulega góður tími. Vinahóp-
urinn í kringum Geir og Irmu
hafði uppbyggjandi áhrif á mig og
útvíkkandi fyrir hugarstarfið.
Segja má að við höfum verið á
sömu blaðsíðu í bók lífsins hvað
áhugamál varðar. Sameiginleg
hugðarefni okkar Geirs voru á
sviði náttúruverndar, jafnréttis-,
mennta- og umhverfismála, kvik-
mynda, stjórnmála, bókmennta,
heimspeki og tónlistar þar sem við
vitnuðum grimmt í textagerð
Bobs Dylans. Okkur varð því aldr-
ei orða vant þegar við hittumst.
Sérlegt sameiginlegt áhugamál
okkar Geirs voru mynd- og texta-
greiningar í fjölmiðlum, auglýs-
ingum og kvikmyndum út frá
kynjafræði og nutum við þar góðr-
ar leiðsagnar Irmu, lífsförunautar
Geirs, og Rósu systur hennar. Ég
á þeim mikið að þakka hvað það
varðar.
Geir var aldrei eigingjarn, hann
gaf öðrum hlut í verkum sínum.
Hann bað mig að skrifa kafla í
bókina um Megas sem hann rit-
stýrði ásamt Hjálmari Sveinssyni,
hann fékk mig til kenna með sér
námskeið í Listaháskólanum,
Endurmenntun HÍ og Háskóla Ís-
lands. Ég man eftir góðri sam-
vinnu fyrir ráðstefnur, m.a. hjá
RIKK um karlmennsku og mark-
aðssetningu kynímynda.
Geir var sérlega næmur á
tungumálið og gat leikið sér að
orðunum, og samdi mörg snjöll
nýyrði (dæmi: skjönun). Hann
hafði kímnigáfu án hliðstæðu sem
yfirgaf hann aldrei þrátt fyrir að
veikindin gerðu tilraun til að nema
hana á brott. Hann færði til stafi
innan orða, breytti orðinu mis-
skilningur í skilmisingur og setti
sviga utan um stafi sem breytti
merkingunni: efnislegur varð efni
(s)legur og (ó)módernismi fékk
þýðingu í meðferð hans sem hug-
tak.
Geir var akademískur og leiftr-
andi í hugsun, en ef hægt væri að
kjarna aðferð Geirs við að glíma
við viðfangsefni sín mætti nota
hugtakið rísóm (rhizome) því hann
var næmur á margbreytileika og
óendanlega samtengingarmögu-
leika hugsunar, menningar og
tungumáls. Hann bjó yfir sjald-
gæfu innsæi og hafði gáfu að bæta
við þeirri þekkingu sem ímyndun-
araflið færði honum.
Friðbjörg, konan mín, fram-
kvæmdastjóri Hagþenkis, minnist
hans einnig af hlýhug og virðingu
en Geir var félagsmaður og um
tíma í viðurkenningarráði Hag-
þenkis þar sem fræðibækur hvers
árs eru grandskoðaðar.
Að lokum, en þó ekki að lokum,
eins og Jean Baudrillard gæti
skrifað í þýðingu Geirs: „Og restin
af lífi þínu verður að lífinu sjálfu.
Þetta er bara tálmynd endalok-
anna.“ Takk fyrir allt, hugur okk-
ar er hjá fjölskyldunni allri.
Gunnar Hersveinn.
Geir Svansson er farinn. Hann
fékk það hlutskipti að takast á við
hæggengan, óbærilegan hrörnun-
arsjúkdóm. Hvernig er hægt að
leggja það á nokkurn mann?
Hvernig er hægt leggja það á
nokkra fjölskyldu? En svo undar-
lega sem það hljómar þá birtist
hann mér einmitt núna. Þessi
hræðilegi sjúkdómur hefur engin
Geir Svansson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR,
Gnoðarvogi 68, Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
16. mars. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju.
Jón Kristján Johnsen
Hrólfur Sigurðsson Sigurlaug Mjöll Jónasdóttir
Lárus Kristján Johnsen
og barnabörn
Elskuleg amma og frænka okkar,
ODDNÝ SIGRÍÐUR GUÐNADÓTTIR,
Odda,
frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð
andaðist á Skjóli mánudaginn 28. mars.
Útförin fer fram í Fíladelfíukirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 6. apríl klukkan 11.
Fyrir hönd nánustu aðstandenda,
Ágúst Sigurður Björgvinsson