Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
Vor í lofti Sólin er loksins farin að láta sjá sig og eflaust margir sem fagna því að þurfa ekki að dúða sig, eins og þessi unga kona sem skartaði léttum jakka á göngu um miðbæ Reykjavíkur í gær.
Eggert Jóhannesson
Íslenskir lífeyris-
sjóðir náðu efsta sæti í
alþjóðlegum sam-
anburði bandaríska
ráðgjafarfyrirtækisins
Mercer og samtakana
CFA Institute á lífeyr-
iskerfum 43 ríkja í öll-
um heimsálfum um
miðjan október 2021.
Slíkur samanburður
hefur verið birtur í
nokkur ár en Ísland tók þátt í fyrsta
sinn og var íslenska lífeyriskerfið í
efsta sæti og það eina sem fékk A í
einkunn ásamt lífeyriskerfum Hol-
lands og Danmerkur.
Megintilgangur íslenskra lífeyris-
sjóða er að greiða út lífeyri til sjóð-
félaga. Miklu máli skiptir að eignir
séu ávaxtaðar samkvæmt fjárfest-
ingastefnu þannig að hægt sé mæta
framtíðarskuldbindingum.
Samspil almannatrygginga og
lífeyrissjóða mikilvægt
Samkvæmt upplýsingum Lands-
samtaka lífeyrissjóða er raun-
ávöxtun lífeyrissjóða um 10,2% en
endanlegar ávöxtunartölur munu
birtast þegar ársreikningar fyrir
árið 2021 liggja fyrir. Hlutfall er-
lendra eigna var um 35% en hjá
samtryggingardeildum nokkurra líf-
eyrissjóða nú komið nálægt 45% en
þetta er lífeyrissjóðir með yngri
sjóðfélaga. Í lögum er kveðið á um
að tryggingavernd sé að lágmarki
56% af meðalævitekjum en það end-
urspeglar ekki allt lífeyriskerfið og
því mikilvægt að ná sátt um lág-
markstryggingavernd í lífeyriskerf-
inu í heild. Mikilvægt er að skoða
samspil kerfa almannatrygginga og
lífeyrissjóða. Mikilvægi samspils
séreignasparnaðar og samtrygg-
ingar hefur aukist verulega á undan-
förnum árum og því þarf að skoða
áhrif þess á lífeyriskerfið horft til
framtíðar. Íslenskir lífeyrissjóðir
þurfa að taka strategískar ákvarð-
anir varðandi áhættudreifingu með
auknum erlendum fjárfestingum en
þannig geta þeir flutt
áhættu yfir í önnur
hagkerfi til lengri tíma
og þannig náð fram
ásættanlegri áhættu-
dreifingu.
Á næstu árum má
búast við að fjárfest-
ingar muni verða að
stærstum hluta í er-
lendum verðbréfum
þannig að markmið um
fjárfestingarstefnu
verði að veruleika. Ís-
lenska lífeyriskerfið hefur vaxið mik-
ið á undanförnum árum og er ein af
mikilvægustu auðlindum Íslands.
Framsýni þeirra sem komu lífeyr-
iskerfinu af stað fyrir um fimm árta-
tugum hefur reynst mikið gæfuspor
fyrir alla landsmenn og mikilvægi
þess á flestum sviðum þjóðlífsins er
umtalsvert. Full sjóðsöfnun, hag-
stæð aldursdreifing og mikil at-
vinnuþátttaka eru mikilvægustu
styrkleikar íslenska lífeyriskerfisins.
Íslenska lífeyriskerfið byggist á
fullri sjóðsöfnun að stærstum hluta
en margar þjóðir eru með
gegnumstreymiskerfi þar sem treyst
er á framtíðarskatttekjur viðkom-
andi landa. Flestar stjórnir lífeyr-
issjóða eru valdar af hagsmuna-
aðilum atvinnurekenda og launþega.
Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel
við uppbyggingu lífeyrissjóðanna.
En eftir því sem stærð og umfang
lífeyriskerfisins hefur orðið meira
hafa kröfur á ýmsum sviðum aukist
verulega. Gerð er fagleg krafa til
þeirra sem virks fjárfestis og sem
lykilaðila sem fjármögnunaraðili á
flestum sviðum atvinnu- og þjóðlífs-
ins.
Í ljósi þeirrar ábyrgðar sem lögð
er á stjórnarmenn lífeyrissjóða verð-
ur að telja mikilvægt að þeir séu
samkeppnishæfir með sambærilega
umbun fyrir sín störf og t.a.m.
stjórnarmenn í bönkum og fjármála-
stofnunum. Miklu máli skiptir að líf-
eyrissjóðir hafi á að skipa sjálf-
stæðum hugsuðum með reynslu sem
skiptir máli. Fjölbreytni út frá
reynslu, kyni, aldri og skoðunum
skiptir máli þegar horft er til sam-
setningar stjórnar þannig að há-
marksárangur náist.
Valfrelsi í lífeyrismálum eykur
frelsi og sveigjanleika
Á næstu árum má búast við auknu
vali og frelsi í lífeyrissmálum þar
sem miklar breytingar á vinnumark-
aði munu leiða til nýrra lausna. Auk-
in samkeppni mun verða á milli líf-
eyrissjóða þar sem horft verður til
samkeppnishæfni og árangurs á
ýmsum sviðum. Góð þjónusta og val
á fjárfestingaleiðum og fjölbreyttar
lausnir hjá séreignasjóðum munu
mæta þörfum nýrra viðskiptavina og
mæta þeim miklu þjóðfélagsbreyt-
ingum og breytingum á vinnumark-
aði sem eru fram undan þegar horft
er framtíðar. Lífeyrissjóðir eru lang-
tímafjárfestar og horfa til lengri
tíma í fjárfestingum sínum og þess
vegna er áhættudreifing lykilatriði í
fjárfestingastefnu þeirra. Eigna-
samsetning skilar yfirleitt 99% af
árangri í ávöxtun yfir langan tíma.
Mikilvægi áhættudreifingar á önn-
ur hagkerfi gerir erlendar fjárfest-
ingar áhugaverðar sem fjárfesting-
arvalkost auk góðrar ávöxtunar yfir
langan tíma. Aukið valfrelsi sjóð-
félaga leiðir til meiri samkeppni og
betri árangurs til lengri tíma. Þess
vegna er mikilvægt að auka sveigj-
anleika og frelsi í lífeyrismálum til
að auka samkeppnishæfni, árangur
og þjónustu til sjóðfélaga.
Eftir Albert Þór
Jónsson
»Megintilgangur ís-
lenskra lífeyrissjóða
er að greiða út lífeyri til
sjóðfélaga. Miklu máli
skiptir að eignir séu
ávaxtaðar samkvæmt
fjárfestingastefnu þannig
að hægt sé mæta fram-
tíðarskuldbindingum.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur, MCF
í fjármálum fyrirtækja og með 30 ára
starfsreynslu á fjármálamarkaði.
Íslenskir lífeyrissjóðir framúrskar-
andi í alþjóðlegum samanburði
Ég kem af ætt
bænda og strandveiði-
sjómanna. Hlutskipti
mitt hefur aftur á móti
lengst af verið það að
sitja löngum stundum
yfir bókum, stefnum,
greinargerðum, laga-
og regluverki og um-
sögnum. En þrátt fyrir
allt er það mín sann-
færing að landbúnaður
er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi
og grundvöllur byggðar um landið og
á stóran þátt í því að tryggja fæðu- og
matvælaöryggi íslensku þjóðarinnar.
Út í óvissuna
Síðustu áratugina hefur fæðu-
öryggi hér á landi verið tryggt og
þótt því hafi ekki verið teflt í tvísýnu
sýndi efnahagshrunið 2008 að gjald-
eyrisskortur getur haft alvarleg áhrif
vegna þess hve Íslendingar eru háðir
innfluttri vöru, en árið 2008 voru
kornbirgðir í landinu aðeins til fárra
vikna. Eftir heimsfaraldur leggur at-
vinnugreinin enn á ný af stað út í
óvissuna. Óvissu um framboð og verð
á aðföngum. En þrátt fyrir útsjón-
arsemi bænda, sem hafa brugðist við
ástandinu m.a. með gerð áburð-
aráætlana og jarðvegssýnatökum, þá
vilja þeir sjá lausnir og um það verð-
ur rætt á Búnaðarþingi Bænda-
samtaka Íslands sem hefst í gær.
Fæðuöryggi í 13 ár
Á Búnaðarþingi fyrir 13 árum síð-
an ályktuðu bændur um fæðuöryggi
þjóðarinnar og í ár verður engin und-
antekning þar á. Hér á Íslandi þurfa
að vera til nægar birgðir af mat-
vælum til a.m.k. sex mánaða og skil-
greina þarf lágmarksbirgðir af mat-
vælum og aðföngum til
matvælaframleiðslu. Gera þarf við-
bragðs- og neyðaráætlun í samráði
við helstu birgja og matvælaframleið-
endur. Þá þarf að kortleggja og
leggja mat á mikilvæg svæði vegna
fæðuframleiðslu og vatnsöryggis og
huga að stefnumótun í landnýtingu til
matvælaframleiðslu
m.t.t. landkosta og rækt-
unarmöguleika.
Bændasamtökin hafa
talað fyrir því síðustu ár,
m.a. á tímum heimsfar-
aldurs, að mikilvægt sé
að marka stefnu um
hvernig tryggja megi
fæðuöryggi þjóðarinnar.
Nú virðist sem hljóm-
grunni hafi verið náð nú
þegar allir sem vettlingi
geta valdið og stór hluti
af tíma kjörinna fulltrúa og ráðherra
á Alþingi fer í umræður um fæðu-
öryggi þjóðarinnar.
Þættir sem stuðla
að fæðuöryggi
Í upphafi skyldi endinn skoða, því
það dugar ekki að einblína eingöngu
á fæðuöryggi og neyðarbirgðir án
þess að huga að innviðunum. Hér
þarf að horfa til atriða eins og inn-
lenda orkugjafa til að mæta orku-
þörfum og stuðla að rannsóknum og
nýsköpun í framleiðslu, geymslu og
vinnslu. Þá þarf að huga að flokkun
landbúnaðarlands sem er vel fallið til
ræktunar matvæla og fóðurs. Það er
knýjandi þörf á að viðhalda og efla
innlenda matvælaframleiðslu og aðra
ræktun og því er mikilvægt að slíku
landi sé ekki ráðstafað til annarra
nota, en töluverð samkeppni ríkir um
land. Sveitarfélögin hafa tækifæri til
að vernda gott ræktunarland við að-
alskipulagsgerð og sýna þar með
samstöðu í verki um að stuðla að
fæðuöryggi þjóðarinnar því að tæki-
færin til framtíðar liggja í landbúnaði
og matvælaframleiðslu.
Eftir Vigdísi
Häsler
»Bændasamtökin hafa
talað fyrir því síðustu
ár að mikilvægt sé að
marka stefnu um hvern-
ig tryggja megi fæðu-
öryggi þjóðarinnar.
Vigdís Häsler
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands.
Tækifærin til
framtíðar