Morgunblaðið - 01.04.2022, Síða 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hafnarfjörður Færanlegu stofurnar verða settar norðan við skólahúsið.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafn-
arfirði þarf ekki að fækka nemend-
um næsta vetur, eins og óttast var
um tíma. Hjallastefnan ætlar að út-
vega skólanum átta færanlegar
skólastofur, alls 142 fermetra, sem
koma m.a. í staðinn fyrir leiguhús-
næði sem ekki er lengur í boði. Stof-
urnar verða settar við norðurenda
skólahússins.
„Við erum komin vel á veg í sam-
vinnu við sveitarfélagið að leysa
þetta mál,“ segir Hildur Sæbjörg
Jónsdóttir, skólastjóri barnaskóla
Hjallastefnunnar í Hafnarfirði. Auk
þess að fá stöðuleyfi fyrir færanlegu
skólastofurnar er einnig verið að
ræða við sveitarfélagið um varanlega
framtíðarlausn fyrir skólann.
„Þetta þýðir að yngstu nemend-
urnir komast inn í leikskóla Hjalla-
stefnunnar samkvæmt áætlun í
haust og fimm ára börnin munu flytj-
ast yfir í húsnæði barnaskólans,“
sagði Hildur. Í barnaskóla Hjalla-
stefnunnar í Hafnarfirði er 1.-4.
bekkur og tveir bekkir í hverjum ár-
gangi. Grunnskólabörnin eru 86 tals-
ins í dag. Fimm ára nemendurnir eru
36 talsins, 19 drengir og 17 stúlkur.
Reiknað er með að fimm ára nem-
endurnir verði 44 á næsta skólaári.
Starfið með fimm ára börnunum er
leikskólastarf þótt það sé í húsnæði
með grunnskólanum.
Þrír barnaskólar starfa innan
Hjallastefnunnar og eiga þeir það
sameiginlegt að kenna fimm ára
nemendum í sama húsnæði og
grunnskólabörnum. Hildur sagði að
það hafi gefist mjög vel.
Átta færanlegar
kennslustofur
- Skóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Samþykkt nýafstaðins Kirkjuþings
um að fella niður gjaldskrá vegna
aukaverka presta var að ósk stjórnar
Prestafélags Íslands. Þetta segir
séra Arnaldur
Bárðarson kjara-
málafulltrúi fé-
lagsins.
„Nú er það
Prestafélag Ís-
lands sem setur
viðmiðunargjald-
skrá. Samningar
um kjaramál
presta heyra ekki
undir kirkjuþing
lengur, heldur
undir sérstaka kjaranefnd þjóðkirkj-
unnar,“ segir hann.
Arnaldur bendir á að með viðbót-
arsamningi ríkisins og þjóðkirkjunn-
ar hafi miklar breytingar orðið á
stöðu presta sem ekki séu lengur op-
inberir embættismenn heldur starfs-
menn á almennum vinnumarkaði.
Stjórn Prestafélagsins hafi látið
vinna lögfræðiálit um gjaldskrá
presta. Þar hafi komið fram að laga-
heimild Kirkjuþings til að setja slíka
gjaldskrá væri ekki til staðar og að
prestafélaginu væri heimilt að setja
viðmiðunargjaldskrá. Það hefur ver-
ið gert og byggir sú gjaldskrá á þeirri
sem kirkjuþing var að afnema.
Arnaldur segir að heimild presta
til greiðslna vegna aukaverka sé
tryggð í gildandi kjarasamningi
Prestafélags Íslands og þjóðkirkj-
unnar sem gildir frá 1. júní 2021 til
31. mars 2023. Hann segir að inn-
heimta greiðslna fyrir aukaverk
byggi á mjög gamalli hefð. Gjaldskrá
vegna þeirra hafi um áratugaskeið
verið ákvörðuð í dóms- og kirkju-
málaráðuneyti. „Það hefur verið vilji
presta að fá þessar greiðslur inn í
föst laun og hafa nokkrar tilraunir
verið gerðar af hálfu Prestafélags Ís-
lands til að svo megi verða en án ár-
angurs. Það hefur ekki skort á vilja
prestastéttar að fara úr þessu gamla
launakerfi en það getur hins vegar
ekki gerst bótalaust,“ segir hann.
Þrátt fyrir þessa breytingu eru
enn uppi raddir meðal presta um að
ekki skuli innheimt sérstök gjöld fyr-
ir aukaverkin, svo sem skírn, ferm-
ingu, hjónavígslu og útför. Komu
þær fram á undanförnum kirkju-
þingum. Var gjaldtakan sögð „frá-
hrindandi ásýnd kirkjulegrar þjón-
ustu“.
Prestafélagið hefur
sett eigin gjaldskrá
- Kirkjuþing felldi gjaldskrá fyrir prestsverk úr gildi
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Aukaverk Frá fermingu í Grafarvogskirkju. Ferming er ásamt skírn,
hjónavígslu og útför helsta aukaverk presta sem svo er nefnt.
Sr. Arnaldur
Bárðarson
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Gríptu til þinna ráða
Pantaðu tíma í
HEYRNAR
GREININGU
Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki
fást í vefverslun heyrn.is