Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er erfitt að
halda lífi í
kórónu-
veiruumræðunni
þegar önnur mál
yfirtaka sviðið.
Stríð eiga það sam-
eiginlegt að vera
ömurleg og það
sem Úkraínu hefur
verið skammtað sker sig helst
úr fyrir þá sök að vera í ömur-
legri kanti slíkra sendinga.
Jafnvel hliðargreinar stríðsins
banka nú óvænt á dyr þeirra
sem eiga þar enga aðild.
Þýskaland og önnur ríki ESB
eru ekki beintengd við stríðið
austur af þeim. En Pútín forseti
Rússlands lagði í gær lykkju á
leið sína í þá áttina og tilkynnti
að nú væri sú staða uppi að
hann kæmist ekki lengur hjá
því að skrúfa fyrir orkuflutning
til fyrrnefndra landa, þar sem
þau treystu sér ekki til að upp-
fylla gildandi skilyrði þeirra
viðskipta um að greiða fyrir
orkuna í rúblum eins og selj-
andinn hefði ákveðið.
Það er ekki eins og þetta sé
nóg. Því hver óvelkomni gest-
urinn af öðrum gerir Evrópu-
búum nú lífið leitt, í kjölfar
veirunnar, sem ESB réð verr
við en aðrir í upphafi atlögu
hennar, til að mynda varðandi
bóluefnin sællar minningar. Og
því næst hafa aðrar afleiðingar
stríðsins í Úkraínu birst í formi
illa viðráðanlegs
flóttamanna-
straums, sem ríkin
sem taka þurftu við
voru ekki viðbúin.
Og nú bætir verð-
bólgudraugurinn
gráu ofan á svart.
Það orð fór lengi
af Þýskalandi, eftir
að landið, enn klofið í tvennt,
náði sér fljótt eftir seinni styrj-
öldina, að þar hefði sjálft efna-
hagsundrið tryggt sér heimilis-
festi. Sigurvegarar þeirrar
styrjaldar með öðrum, eins og
Bretar, gengu í gegnum ára-
tuga efnahagslegar ógöngur á
meðan hagur landsins, sem tap-
að hafði tveimur heimsstyrj-
öldum, bókstaflega blómstraði
svo undrum sætti. En nú er öld-
in önnur og bæði vestan hafs í
Bandaríkjunum og í Þýskalandi
hafa menn skyndilega misst öll
tök á verðbólgunni svo draugur
hennar fer sínu fram.
Þekktir fræðimenn fjármála-
kerfanna stara sem þrumulosn-
ir og segja upphátt það sem áð-
ur hefði verið óhugsandi:
Evran, sem átti að fylgja í fót-
spor þýska marksins, dregur
nú dám af ítölsku lírunni, þegar
hún var og hét. Og samt heldur
Seðlabanki evrunnar áfram að
halda vöxtum um og undir núll-
inu og stundar stjórnlítil
skuldabréfakaup í stórum stíl,
eins og ekkert hafi breyst!
Verðbólgudraugur-
inn virðist eiga
næsta leik, í kjölfar
veirufárs, stríðs og
orkuvandræða sem
Pútín á lokaorð um}
Evran arftaki ítalskrar
líru, ekki þýsks marks!
Stefna þrenginga
í umferðar-
málum í Reykjavík
er til mikilla óþæg-
inda fyrir íbúana,
ekki aðeins í borg-
inni sjálfri heldur
einnig hjá öllum íbúum ná-
grannasveitarfélaganna og ann-
arra sem erindi eiga til höf-
uðborgarinnar. En þessi
óþægindi sem íbúarnir verða
fyrir eru ekki „aðeins“ huglæg.
Þetta er ekki bara spurning um
fyrir íbúana að láta sig hafa það
að þurfa á hverjum degi að sitja
nokkrum mínútum lengur fastir
í umferðinni, því að þessar tafir
kosta líka peninga.
Ragnar Árnason hagfræð-
ingur fjallaði um þetta í grein
hér í blaðinu í gær og vísaði þar
í úttekt á umfangi umferðartaf-
anna og kostnaði af þeim. Miðað
er við síðasta heila árið fyrir
kórónuveirufaraldurinn og nið-
urstaðan er sú að tafir nemi að
minnsta kosti 27 þúsund
klukkustundum á hverjum virk-
um degi en allt upp í 66 þúsund
stundir. Þetta eru sláandi tölur
og ekki síður krónutölurnar, því
að útreikningarnir sýna að
kostnaðurinn liggi
á bilinu 36 til 60
milljarðar króna,
og sé líklega nær
efri mörkunum, en
slíkir útreikningar
eru vitaskuld alltaf
háðir talsverðri óvissu.
Eins og Ragnar bendir einnig
á hefur lítið sem ekkert verið
gert til að bæta umferðar-
mannvirki á höfuðborgarsvæð-
inu þrátt fyrir verulega fjölgun
íbúa og bifreiða. Og það sem
meira er, stærsta sveitarfélagið
hafi „lagt í verulegan kostnað
við að torvelda umferð um
Reykjavík“.
Eins og Ragnar nefnir einnig
sýna þessar tölur að verulega
ábatasamt væri fyrir höfuð-
borgarbúa að fjárfesta í bætt-
um samgöngumannvirkjum. Og
það er dýrt að fjárfesta ekki, en
eins og hann bendir líka á þá er
vitaskuld dýrast að „leggja fé í
umferðarframkvæmdir sem
auka umferðartafir“. Þar koma
þrengingar gatna sem Reykja-
víkurborg hefur staðið fyrir upp
í hugann, en borgarlínan er auð-
vitað risavaxið dæmi um slík
áform.
Umferðartafir í höf-
uðborginni eru dýrar
en borgin eys fé í að
auka á vandann}
Skaðlegar framkvæmdir
F
æðuöryggi hefur verið sett ræki-
lega á dagskrá í opinberri um-
ræðu síðustu mánuði. Fyrst
vegna hækkana á áburðarverði
sem eiga sér vart sögulega hlið-
stæðu vegna orkuverðs í Evrópu síðasta
haust. Þá núna vegna innrásar Pútíns í Úkra-
ínu. Innrásin hefur sett alþjóðlega hrávöru-
markaði í uppnám og núna birtast okkur verð-
bólgutölur frá Evrópu sem eiga sér ekki
fordæmi á þessari öld. Tveggja stafa verð-
bólga er ekki lengur ómöguleg í Þýskalandi.
Eðlilega hefur þetta vakið umræðu um það
hver áhrifin kunni að verða hér á landi og
jafnvel hvort við munum fá öll þau aðföng sem
við þurfum. Það kann að vera að við verðum
brátt vör við einhverjar raskanir, verðhækk-
anir eða jafnvel breyttar uppskriftir. Það er
hins vegar ekkert sem bendir til þess á þessum tíma-
punkti að aðfangakeðjan rofni með þeim hætti að fæðu-
öryggi Íslendinga sé ógnað.
Hagkvæmni og öryggi
Um áratugaskeið höfum við Íslendingar byggt upp op-
ið hagkerfi þar sem við flytjum inn aðföng þaðan sem
þau eru ódýrust og notið þannig góðs af hnattvæðing-
unni.
Alþjóðavæðingin hefur haft í för með sér aukna hag-
kvæmni í mörgu tilliti en kannski á kostnað fæðuöryggis.
Það hefur verið ódýrara að flytja inn maís frá Úkraínu
heldur en að rækta bygg hér. Og það hefur verið ódýrara
að flytja inn áburð úr rússnesku gasi heldur en að fram-
leiða hann hér. Í þessum efnum þarf að ríkja eitthvert
skynsamlegt jafnvægi. Sé farin leið sjálfs-
þurftarbúskapar lendum við í vandræðum.
Meira að segja Finnar, sem hafa verið öðrum
þjóðum framar í að hafa þjóðaröryggi til hlið-
sjónar við ákvarðanatöku og sem hafa haldið í
sínar stóru korngeymslur og olíutanka,
reikna ekki með að geta verið sjálfum sér
nógir um allt í lengri tíma. Sú stofnun sem fer
með þjóðarvá og birgðahald situr á eignasafni
sem er u.þ.b. 1% af vergri landsframleiðslu
Finnlands og hefur byggst upp um áratugi.
Yfir þessi mál er nú farið á vettvangi þjóðar-
öryggisráðs hérlendis, þar sem sett verða
viðmið um birgðahald á mikilvægum aðföng-
um, eldsneyti, matvælum og lyfjum. Þau við-
mið þurfa að taka mið af þeim hættum sem
eru hér á landi.
Ákvarðanir hafa afleiðingar
Það hefur verið ákvörðun að byggja upp landbúnaðinn
á þennan hátt, á því að treysta á stöðugt framboð erlend-
is frá til þess að halda uppi framleiðslu á mikilvægum af-
urðum, ég nefni alifuglakjöt, svínakjöt og mjólk. Með því
að treysta á það að við fáum þau aðföng sem við þurfum
erlendis frá höfum við ákveðið að byggja ekki upp inn-
lenda kornrækt, ekki fjárfest í kynbótum eða öðrum
þeim innviðum sem til þarf. Þessu er hægt að breyta
þannig að innlend kornrækt leggi til aukið hlutfall þeirra
aðfanga sem þarf til þess að fæða Íslendinga. Til þess
þarf að setja rétta hvata í kerfið.
Með aukinni kornrækt eflum við fæðuöryggi.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Styrkjum fæðuöryggi á Íslandi
Höfundur er matvælaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
D
egli gæti orðið meira áber-
andi í skógrækt hérlendis
á næstu árum heldur en
verið hefur. Valdimar
Reynisson, skógræktarráðgjafi á
Vesturlandi, segir að tegundin vaxi
hratt og gefi af sér verðmætan við.
Hún þurfi hins vegar gott skjól fyrstu
árin og því þurfi að koma upp ein-
hverjum skógi áður en degliplöntur
séu gróðursettar. Hann segist fullviss
um að við réttar
aðstæður geti
degli verið
framtíðar-
trjátegund í skóg-
rækt á Íslandi.
Valdimar
fjallaði um mögu-
leika á notkun
deglis á fagráð-
stefnu skógrækt-
ar á Hótel Geysi í
vikunni. Góð þátt-
taka var í ráðstefnunni eða um 150
manns, en yfirskriftin var Skógrækt
2030 – Ábyrg græn framtíð.
Tegundin hefur ekki mikið verið
ræktuð hér á landi, en hana er þó að
finna í reitum á nokkrum stöðum. Sá
stærsti er á Hallormsstað og þar er
80 ára tré komið vel yfir 20 metra. Í
Skorradal er rúmlega 50 ára degli
komið í um 16 metra hæð. Tegundin
er önnur hæsta trjátegund í heimi og
getur við bestu aðstæður náð yfir 100
metra hæð.
Verðmætur og sterkur viður
Degli er barrtré upprunnið í
norðvesturhluta Norður-Ameríku.
Tegundin er skyldust lerki í gena-
samsetningu, en í útliti er tréð líkast
þin. Bollögunin er bein og jöfn, lítil
mjókkun, og hentar því vel fyrir sög-
unarmyllur. Tréð er mikið notað í
timburiðnaði og verðmætur og sterk-
ur viðurinn er Oregon Pine, sem
gjarnan hefur verið notaður í glugga
og hurðir, en einnig við skipasmíðar
svo dæmi séu nefnd.
Degli (Pseudotsuga meniesi)
hefur í gegnum tíðina gengið undir
ýmsum heitum hér á landi og oft ver-
ið kennt við Douglas. Líklega var
douglas-greni algengasta heitið, einn-
ig döglingsviður, jafnvel douglas-
fura. Nafnið degli er hins vegar rakið
til Axels Kristinssonar sagnfræðings
og mun hafa orðið til í umræðum á
Facebook, að sögn Valdimars.
Hann segir að ekki sé mikið
framleitt af plöntum til ræktunar hér-
lendis, en vonar að aukning verði í
þeim efnum á næstu árum. Tegundin
sé upplögð sem annarrar kynslóðar
tegund, til dæmis í reitum með þrosk-
aða skógarmold þar sem ræktun hafi
misfarist af einhverjum ástæðum.
Degli geti þá vaxið upp fyrstu árin í
skjóli trjáa sem skilin séu eftir við
grisjun og myndi nokkurs konar
skerm fyrir ungar plöntur deglis.
Tréð geti þá nýtt sér svepparót
örveruflóru sem komin sé af stað í
skógarbotninum.
Góður árangur í Skorradal
Í erindinu á fagráðstefnunni
sagði Valdimar frá árangri af gróður-
setningu með degli í Stálpastaðaskógi
í Skorradal. Þar féll talsvert af trjám í
stormi í mars 2015. Ákveðið var að
prófa að planta degli í einn af storm-
föllnu reitunum og fengust 1.880
plöntur frá Sólskógum.
Plöntunum var plantað haustið
2016 og árangurinn kom fljótlega í
ljós. Haustið eftir gróðursetningu
voru nánast engin afföll og plönturn-
ar litu vel út. 2019 voru plönturnar
farnar að sjást ágætlega og haustið
2021 voru stærstu trén komin í um
130 sentimetra hæð. Árssprotar síð-
asta árs voru kröftugir og um 40
sentimetra langir.
Á upprunasvæði deglis er yfir-
leitt hlýrra og sumrin lengri en hér á
landi. Eigi að síður þrífst tréð ágæt-
lega hér þegar það er komið á legg og
virðist þola íslenskar aðstæður og
vond veður. Svar Valdimars við
spurningunni um degli er því að það
geti til framtíðar og við réttar að-
stæður verið góð viðbót í nytja-
skógrækt á Íslandi. Gera þurfi ýmsar
prófanir áður, t.d. á þéttleika skerms
og hentugum kvæmum til ræktunar.
Gæti leyst lerki af hólmi
Á heimasíðu Skóræktarinnar er
tekið í sama streng í eftirfarandi
setningum um degli: „Þetta gæti ver-
ið framtíðartré í skógrækt á Íslandi
og mögulega leyst lerki af hólmi víða
þar sem lerki lætur undan síga vegna
hlýnunar. Tegundirnar eru ekki alls
óskyldar og degli þrífst væntanlega
vel í jarðvegi lerkiskóga.“
Degli gæti verið fram-
tíðartré í skógrækt
Ljósmynd/Valdimar
Skógrækt Jón Auðunn Bogason skógarvörður við degli í Stálpastaðaskógi.
Valdimar
Reynisson