Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 24

Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 ✝ Jóhann Gunnar Júlíusson fædd- ist í Keflavík 17. janúar 1970. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. mars 2022. Foreldrar hans eru Júlíus H. Gunn- arsson, f. 1949, og Ástríður H. Sig- urvinsdóttir, f. 1953. Systur Jóhanns eru Bergey Jóhanna, f. 1973, og Katrín Júlía, f. 1978. Jóhann gekk í hjónaband 2. júlí 2005 með Guðríði Þórs- dóttur, f. 17. janúar 1977, launa- fulltrúa hjá Isavia ohf. Foreldrar Húsagerðinni ehf. og fór þaðan á Keflavíkurflugvöll og starfaði við vopnaleit í flugvernd hjá Isavia ohf. Árið 2019 kvaddi hann flugstöðina eftir níu ár og hóf störf við viðhald og viðgerðir hjá Umhverfismiðstöð Reykja- nesbæjar. Jóhann var mikill áhugamað- ur um alls kyns íþróttir og sjálf- ur var hann meðlimur í Golf- klúbbi Suðurnesja frá 14 ára aldri. Hann stundaði skotveiði á árum áður og stangveiðin átti líka stóran sess hjá honum. Veiðigræjurnar og golfsettið voru alltaf með í för í fríum. Hann fylgdi sonunum á öll fót- boltamót og oft fór hann sem liðsstjóri eða fararstjóri fyrir Keflavíkurstrákana. Jóhann gekk til liðs við Frí- múrararegluna 2020. Útför Jóhanns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 1. apríl 2022, og hefst hún klukkan 12. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat hennar eru Þór Jónsson, f. 1941, og Elísabet Péturs- dóttir, f. 1948. Synir Jóhanns og Guðríðar eru Hall- dór Örn, f. 13. mars 2006, og Einar Logi, f. 27. júlí 2009. Jóhann gekk í Myllubakkaskóla og Holtaskóla í Kefla- vík. Hann fór á vinnumarkað þegar grunn- skólanámi lauk og hóf störf hjá Ramma hf. sem seinna varð Glugga- og hurðaverksmiðja Byko hf. Hann lauk sveinsprófi í smíðum frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Hann var í nokkur ár hjá Trésmiðju Ella Jóns ehf., Jóhann frændi og vinur er fallinn frá og er það okkur mikill missir. Við hjónin ákváðum að skrifa saman minningargrein en þar sem við erum stödd hvort í sinni heimsálfunni ákváðum við að byrja að skrifa hvort í sínu lagi og sameina svo í eina minn- ingargrein. Við drógum fram minningar sem við áttum ein og ákváðum því að kaflaskipta minningargreininni. Anna Birgitta: Ég kynntist Jóhanni þegar við vorum 5 ára gömul og ég nýkom- in inn í föðurfjölskylduna hans. Hann var einstaklega góður drengur sem vildi allt fyrir alla gera og mátti ekkert aumt sjá. Mikill gleðigjafi og hláturmildur með eindæmum. Ég minnist þess að við fórum í mánaðardvöl í sumarbúðir hjá nunnunum á Kirkjubæjar- klaustri ásamt Begga frænda, 8-9 ára gömul. Jóhann hafði ver- ið þarna sumarið áður og var mjög ánægður með sumarbúð- irnar en dvölin var erfið fyrir mig og ég hafði mikla heimþrá. Ekki var mikið farið út fyrir hús- ið eða garðinn hjá nunnunum þannig að mér fannst ég vera innilokuð hjá þeim. Þau börn sem voru með veiðistöng með sér máttu fara einu sinni í viku á bryggjuna í Stykkishólmi að veiða marhnúta. Ég var mjög leið þegar ég mátti ekki fara, en Jóhann var fljótur að redda því og fékk leyfi til að bjóða mér með gegn því að ég myndi nota veiði- stöngina með honum. Ég hafði ekki sérstaklega ánægju af því að veiða en mikið var gott að komast á bryggjuna með frænd- um mínum og ég var þeim alltaf þakklát fyrir það. Við Jóhann er- um jafnaldrar og fylgdumst að í skóla þó að við höfum aldrei ver- ið í sama bekk en tilheyrum hin- um rómaða 1970 árgangi í Kefla- vík. Ívar Valbergsson: Jóhann Gunnar Júlíusson Jói var einstakur og með ein- stakt jafnaðargeð. Hann var allt- af brosandi og glaður. Með mikla og hlýja útgeislun. Langar að deila með ykkur dæmi um það. Síðasta sumar, eftir að búið var að greina hann með fjórða stigs krabbamein í ristli, fór ég með honum og Einari syni hans í golf. Pælingin hjá mér var að reyna að létta áhyggjum af honum og styrkja hann, en það varð alveg öfugt, hann gaf meira af sér til mín en ég til hans. Þannig er honum sennilega best lýst. Hann glímdi við krabbameinið af ein- stakri hugarró, var allaf ákveð- inn í að sigra en á sama tíma var hann ekki hræddur við að deyja. Þannig má segja að í raun hafi hann verið sigurvegari, hvað það varðar. Við hjónin ásamt Jóhanni og Gurrý höfum fylgst að síðustu árin þar sem við fundum maka okkar á svipuðum tíma og eigum börn á svipuðum aldri. Við höfum því verið samferða í gegnum lífið auk þess að vera saman í gefandi félagsskap. Þín verður minnst kæri frændi og vinur um ókomna tíð. Við viljum færa Gurrý, Hall- dóri Erni, Einari Loga og öðrum í fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Anna Birgitta og Ívar. Setning Holtaskóla í Keflavík, haustið 1985, nemendur að mæta í skólann að loknu sumarleyfi, þetta er lokavetur 1970 árgangs- ins. Strákahópur sat við borð á sal skólans, nöfn nemenda eru lesin og sagt hver færi í hvaða bekk, vinir lentu fæstir í sama bekknum enda valið ólíkt, það saxaðist á hópinn. Þá erum við bara tveir eftir, sagði þessi rauð- hærði strákur. Þarna hófst okkar áratuga vinátta, sem aldrei féll skuggi á. Það var enginn einn sem átti hann Jóhann að vin og félaga. Traust, vinsemd og rækt- arsemi voru honum svo eðlislæg að ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því sjálfur. Eftir skóla voru strákar á golfvellinum í fótbolta eða einhverju bralli. En eitt var það sem hafði forgang, það var amma Júlla á Vatnsnes- vegi, ef eitthvað var að þá var brugðist skjótt við og launin voru bestu skonsur í heimi sem við fé- lagarnir gerðum hin bestu skil. En eitt var það sem ég öfund- aði Jóhann mikið af, það var þessi ósanngjarni afmælisdagur hans, 17. janúar! Hvað átti svona lagað að þýða og ég ekki fyrr en 4. desember, drengurinn kominn með bílpróf ári á undan, þvílíkt og annað eins, en ekki þurftum við vinirnir að örvænta, auðvitað vorum við þeir fyrstu í árgang- inum sem voru komnir á rúntinn og Jóhann undir stýri á gamla Plymouthinum hans Júlla. Svo líða árin, við tekur vinna og dag- legt amstur, við vinirnir ekkert að láta óþarfa skólagöngu flækj- ast fyrir, góð helgi byrjaði á föstudegi, farið í bæinn á KFC sem þá var nýlunda, bíó og síðan allar bílasölur borgarinnar skoð- aðar. Laugardagar fóru síðan í veiði sem síðar átti eftir að verða okkur vinunum uppspretta æv- intýra víða um landið, heppnari veiðimaður var ekki til, kom aldrei heim fisklaus, og ekki þótti Jóhanni leiðinlegt að hafa neta- gerðarmann sem veiðifélaga. Þegar allt var komið í flækju henti hann stönginni í mig til að greiða úr flækjunni, greip stöng- ina mína og að sjálfsögðu landaði hann einum á meðan hnútasér- fræðingurinn reyndi að standa undir nafni og þá var mínum manni skemmt. Og enn líða árin og þá brosti stærsta gæfusólin við Jóhanni þegar hann kynntist Gurrý sinni, mikið gæfuspor var stigið þegar gengið var í hjónaband og sam- heldni þeirra hjóna kom fljótt í ljós, mikil varð hamingjan þegar frumburðurinn Halldór kom í heiminn og síðar kom enn einn sólargeislinn inn í líf þeirra við fæðingu Einars. Betri faðir og eiginmaður var vandfundinn, alltaf til staðar, tilbúinn að styðja og styrkja sem fyrr. En lífið fer ekki alltaf á þann veginn sem við óskum, að kvöldi 12. mars sl. barst mér sú harma- fregn að Jóhann vinur minn hafi þurft að lúta í lægra haldi, eftir mjög svo hetjulega baráttu við meinið illlvíga sem á hann var lagt af svo óskiljanlegu miskunn- arleysi. Geislar vorsólar eru slokknað- ir í hjörtum okkar, en önnur skærari er risin og gerir nú sum- arlandið að enn betri stað en það var áður. Farðu í friði vinur minn kær, og hafðu bestu þakkir fyrir allt og allt. Elsku Gurrý, Halldór og Ein- ar, megi allar góðir vættir vaka yfir ykkur og styðja, missir ykk- ar er mikill. Sendi fjölskyldu og aðstand- endum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Ólafur Eggertsson. ✝ Örn Krist- insson fæddist í Reykjavík 28. des- ember 1953. Hann lést á líknardeild LSH í faðmi fjöl- skyldunnar þann 15. mars 2022. Örn var einka- sonur hjónanna Jórunnar J. Ósk- arsdóttur, f. 23. júní 1934, og Krist- ins N. Þórhallssonar, f. 18. nóv- ember 1936, d. 11. október 2013. Örn ólst upp í Reykjavík og bjó þar lengst af en síðustu 19 árin bjó hann í Kópavogi. Örn kvæntist Hafdísi Hafliða- dóttur 12. október 1974. Þau eignuðust tvö börn, Elínu Ýri, f. 4. desember 1976, sem er í sam- búð með Vilhelm P. Sævarssyni. Eldur Gabríel, f. 10. febrúar 2019. Örn lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla. Á árunum 1979 til 1987 bjó Örn í Danmörku ásamt fjöl- skyldu sinni. Þar stundaði hann nám í tækniskólanum í Árósum og Sönderborg, þaðan sem hann lauk sveinsprófi. Að námi loknu starfaði hann hjá tölvufyrirtæk- inu Heinex Data þar til fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands. Þegar heim kom hóf hann störf hjá Örtölvutækni og síðan Tölvulögnum, þaðan fór hann til Tæknivals þar sem hann starfaði í 10 ár. Síðustu 18 árin starfaði Örn sem sölu- og vörustjóri hjá Origo (áður Ný- herji). Hans sérsvið var tölvu- lagnir. Útförin fer fram frá Vídalíns- kirkju í dag, 1. apríl 2022, kl. 15. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Eiga þau Tinna Hrafn, f. 20. sept- ember 2016, og fyr- ir átti Elín Snorra Frey, f. 22. apríl 2010. Hlyn, f. 11. nóvember 1983, hann er í sambúð með Eydísi H. Jó- hannesdóttur og eiga þau einn son, Jökul Mána, f. 28. júlí 2016. Örn og Hafdís slitu samvistir 1991. Eftirlifandi sambýliskona Arnar er Geirlaug Ingibergs- dóttir, f. 1. október 1954. Þau hófu sambúð árið 1992. Hún á eina dóttur, Tinnu Maríu Ver- ret, f. 11. desember 1980. Henn- ar maður er Davíð M. Daní- elsson. Þeirra börn eru Ísabella Auðbjörg, f. 29. apríl 2010, og Elsku pabbi. Í dag munum við sjá fólkið kveðja þig sem þú komst við hjá í lífinu. Fólkið sem þekkti þig sem þennan karakter sem gustaði af, það fór ekki lítið fyrir þér og við höfum hlegið systkinin saman yfir öllum þeim minningum sem við höfum af þér, sem við deilum með þér og við vitum að þau eru mörg sem deila því með okkur að hafa slíkar minningar af þér. Smitandi dillandi hláturinn, bölvið og ragnið þitt, sögur þínar af þér og gjarnan óförum sem þú neitaðir alla tíð fyrir að væri vegna klaufsku þinnar. Klaufska okkar systkina væri vegna hafnfirska gensins okkar en ekki þinna sagðir þú ávallt. Þó var það nánast regla frekar en undantekning að þegar við systkinin vorum með þér í för, þá var það litríkt, eftirminnilegt og já, klaufska þín á stóran þátt í hversu eftirminnilegar þær minningar eru. Við sátum systkinin og hlustuð- um á sögur þinar, jafnvel þótt við hefðum heyrt þær margsinnis. Hlógum alltaf jafn mikið, skemmt- um okkur ávallt jafn vel. Sumar minningar geymum við meðal okkar þriggja og þær minn- ingar munum við systkinin halda áfram að ræða, hlæja að, brosa að og ylja okkur við. Þótt þú virtist oft vera þessi jaxl þá máttir þú ekkert aumt sjá. Við vitum að það er sagt um margt fólk, en sannarlega á það við þig. Þú spjallaðir við alla ketti sem urðu á vegi þínum og þekktir flest- alla ketti í hverfinu með nafni, þú gast ekki litið fram hjá slösuðum eða týndum dýrum. Þú kipptir þér ekki upp við að naut upp á nokkur hundruð kíló ákvað að nota þig sem klórustaur því það klæjaði jú. Þú dekraðir við hunda okkar systkina og þeir fengu að komast upp með allt. Frá þér höfum við þessa dýra- ást. Frá þér höfum við það að bera virðingu fyrir náttúrunni og fólki óháð því hversu líkt eða ólíkt það var okkur. Frá þér höfum við stóran hluta af því að geta gert grín að okkur sjálfum. Því þannig hafa þú og mamma verið og fyrir það erum við þakklát og stolt af. Þína seinustu nótt áttum við systkinin með þér.Við vöktum yfir þér, ræddum við þig um okkar minningar, tilburði þína, hláturinn, gustinn. Við héldum í höndina á þér og þegar við kvöddum þig um morg- uninn stóð eftir enn ein minningin sem við áttum með þér og meðal þeirra kærustu. Við munum segja sögurnar af þér um ókomna tíð, við munum deila þeim með börnum okkar sem fengu allt of stutt kynni af þér. Þú tókst pláss í lífinu með öllu þínu og því er skarðið stórt með brotthvarfi þínu. Það er erfitt að minnast þín í fáum orðum því ekki varstu maður fárra orða. Lífsþorsta þinn, frá- sagnargleði og sköpunargáfu eig- um við systkinin að svo stórum hluta með þér. Uppátækjasemi, ævintýra- þorsta og já, klaufsku þína, eigum við með þér. Því þótt margt gætum við ef- laust rakið til hafnfirska gensins sem þú vísaðir oft til, þá eigum við þetta frá þér. Þannig er það nú bara. Þín börn, Elín Ýr og Hlynur. Ég kynnist Erni í Tæknivali fyrir rúmlega 25 árum eins og svo mörgum öðrum sem eru mér kær- ir í tengslanetinu mínu í dag. Síð- ast þegar ég sá hann var hann að snæðingi á Vox. Við töluðumst við í síma fyrir mánuði eða hinn 14. febrúar sl. Það fór margt á milli okkar þá og þá var hann enn þá að sinna vinnunni sinni. Þegar ég spurði hann hvernig hann hefði það svaraði hann á hreinskilinn hátt að hann hefði það „drullu- skítt“ og allt væri að. Samt sagði hann það þannig að manni leið ekki illa. Svo tjáði hann mér nánar um veikindin, sem ég hafði því miður ekki vitneskju um, og sagði mér hvað hann væri að berjast við. All- an tímann í þessu símtali leið mér vel, eins og Örn var vanur að láta manni líða jafnvel þó að hann væri að bögga mann og skjóta á mann, og það sama átti við í þessu símtali. Þarna var hann heima hjá sér að vinna á sama tíma og hann var að berjast við veikindi sín. Hann sagði: „Hvað ætti ég að gera annað en að vinna? Á ég að hanga heima hjá mér og gera ekki neitt? Það er þá betra að vera að vinna og vera aðeins í samskiptum við fólk. Þá hef ég alla vega eitthvað að gera.“ Örn var einn af þessum mönn- um sem ég gat alltaf leitað til og verið opinn við varðandi mína van- þekkingu. Hann tók sér alltaf tíma til að útskýra hlutina þannig að ég skildi þá. Allt frá því að læra um muninn á venjulegum kapli og crossover-kapli, þarf ég Cat-6 eða ekki, hver er munurinn á Cat-6 og Cat-5e, hvað er þetta single mode/ multi mode á ljósleiðaranum? Hvert á ég að leita núna með all- ar þessar vitleysisspurningar sem ég var viss um að ég gæti alltaf spurt Örn að og fengið svör af virð- ingu og hreinskilni? Þegar ég sá tilkynninguna mánuði eftir spjall okkar upplifði ég það eins og mikill þekkingarbrunnur sem ég gat ávallt leitað í væri farinn, svona svipað og ég hefði ekki lengur að- gang að Google. Kæri Örn, þín er sárt saknað. Ég veit að þegar að því kemur, þá munt þú taka vel á móti mér. Þinn vinur og fyrrverandi vinnufélagi, Valgeir Ólafsson (Tækni-Valli). Fallinn er frá okkur ástkær vinnufélagi og vinur til rúmlega 20 ára. Dugnaðarforkur með einstak- an persónuleika og ótæmandi viskubrunn. Örn okkar var orðinn 68 ára og margir jafnaldrar hans því farnir að huga að starfslokum sínum eða þegar stimplað sig út úr vinnu. En það var okkar lukka að ástríða Arnar fyrir starfinu lét aldrei und- an og aldrei var slegið af, allt til loka. Hann var mættur á skrifstof- una fyrstur á morgnana og und- irbjó daginn fyrir vinnufélaga sína. Hann var ævinlega búinn að koma uppþvottavélinni af stað og hella upp á kaffi áður en nokkur annar mætti. Hann lagði sig fram við að láta okkur líða aðeins betur þegar við mættum til vinnu. Örn sinnti bæði vörustýringu og sölumennsku á breiðri vöruflóru netbúnaðar og skyldra hluta og var hann með eindæmum dugleg- ur að fylgjast með tækniþróun í bransanum og miðla henni áfram. Hann reyndar lagði aðra merk- ingu í orðið sölumennsku en marg- ir, því nær lagi væri að segja að Örn hafi veitt fjölda viðskiptavina persónulega ráðgjafarþjónustu í netmálum. Hann átti því mjög breiðan og fjölmennan hóp við- skiptavina sem treystu á hans þjónustu. Það átti reyndar líka við um okkur vinnufélagana sem leit- uðum alla daga ráða hjá honum. Ótal spurningar sem daglega komu upp, þar sem Örn einn hafði svarið. Ef hann var ekki við, þá var alltaf sjálfsagt að fá að hringja í hann og alltaf gaf hann sér tíma til að svara og ráðleggja. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá Erni. Okkur er í raun til efs að nokkur maður hafi haft viðlíka þekkingu á þessu sviði og ógern- ingur er að fylla það skarð sem hann skilur eftir sig. Örn var með sterka nærveru og mikill gleðigjafi. Það fór aldrei á milli mála ef hann var á svæðinu. Hann hafði frá mörgu að segja og lá aldrei á skoðunum sínum. Stór- skemmtilegur í alla staði. Örn tókst á við krabbameinið af miklu æðruleysi og gaf aldrei neitt eftir. Hann var alltaf á vaktinni, alltaf með símann og tölvuna sér við hlið þótt hann lægi á spítala. Má til dæmis nefna þegar upp kom flókið verkefni nú í febrúar sem þurfti brýnnar úrlausnar við. Símtal barst til söluráðgjafa sem svaraði viðkomandi að hann þyrfti að hringja í vin, því eins og oft áður var Örn sá eini sem gat leyst verk- efni á þessu flækjustigi. Örn svar- aði auðvitað símanum strax og þá liggjandi uppi á spítala. Hann ákvað að best væri að hann hringdi sjálfur beint í aðilann og þannig lauk hann málinu. Skömmu síðar dró hann skrúfjárnasettið upp úr töskunni og var farinn að laga raf- magnstengla á spítalanum sem voru að trufla hjúkrunarfræð- ingana. Þjónustulundin og áhugi fyrir því að leysa úr málum allra hvarf því aldrei hvernig sem stóð á hjá honum sjálfum. Hann var alla tíð tilbúinn að hjálpa til við að leysa vandamál annarra og á sama tíma gera lítið úr sínum eigin. Arfleifð hans og handbragð mun verða með okkur um ókomna tíð. Bless- uð sé minning hans. Fyrir hönd samstarfsfólks í Origo, Sveinn Orri Tryggvason. Örn Kristinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, langafi og bróðir, GUÐLAUGUR LISZT PÁLSSON, Ásbúð 76, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 22. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 4. apríl klukkan 13. Eyrún Magnúsdóttir Eiður Ottó Guðlaugsson Berglind Jónsdóttir Lilja Sigríður Guðlaugsdóttir Ásthildur Björk Guðlaugsd. Auðun Jakob Pálsson Bjarklind Aldís Guðlaugsd. Stefán Úlfarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.