Morgunblaðið - 01.04.2022, Page 25
✝
Kjartan Blön-
dahl Magn-
ússon fæddist í
Reykjavík þann 12.
nóvember 1957.
Hann lést þann 22.
mars 2022.
Foreldrar hans
voru Magnús Blön-
dahl Kjartansson
og Fanney Ein-
arsdóttir. Systkini
Kjartans eru Ein-
ar, Sighvatur, Guðrún, Ása,
Margrét, Kjartan Jökull og Ind-
íana; Fanney, f. 1984, eig-
inmaður hennar er Gunn-
laugur, börn þeirra eru Erla
Karitas, Birta Karitas og Bjart-
ur Thor; Íris, f. 1992, maki
hennar er Arnar Freyr og sam-
an eiga þau lítinn dreng.
Kjartan var meistari í raf-
eindavirkjun, rak rafeindaverk-
stæði fyrri hluta ævi sinnar en
síðustu 25 árin starfaði hann
hjá Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins á verkstæði og við
ýmis tæknileg viðfangsefni.
Hann starfaði einnig með
Hjálparsveit skáta í Reykjavík
á yngri árum.
Útför Kjartans fer fram í
Grafarvogskirkju í dag, 1. apríl
2022, klukkan 13.
Arngrímur og
Friðbjörg.
Eftirlifandi eig-
inkona hans er Sig-
rún Erla Þorsteins-
dóttir. Kjartan og
Erla giftust í Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík þann 25. mars
árið 1978.
Börn þeirra eru;
Magnús, f. 1981,
eiginkona hans er
Sunna Ósk, börn þeirra eru
Elsku pabbi minn og besti vinur.
Frá því að ég man eftir mér
höfum við alltaf verið teymi í öllu
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur, sem barn naut ég þess að fá að
vera aðstoðarökumaðurinn í öll-
um þínum verkefnum með þínum
félögum í Hjálparsveit skáta í
Reykjavík og síðustu 20 árin þú
með mér og mínum vinum þar
sem þú hvattir okkur áfram og við
treystum á þig til að draga okkur
að landi þegar á móti blés.
Með þér var vel hægt að fram-
kvæma það sem annars virtist
óyfirstíganlegt, hvort sem var í
jeppaferðum, húsbyggingum eða
bílasmíðum og þurfti ekki að hafa
mörg orð á meðan þar sem við
skildum hvor annan. Það eru
þessi verkefni með þér og okkar
ævintýri sem hafa gert mig að
þeim sem ég er í dag og ég vona
að ég geti haldið áfram að hafa
þetta að leiðarljósi með mínum
börnum.
Ég mun alltaf sakna þín mikið
og á sama tíma er ég ævinlega
þakklátur fyrir allt brasið okkar.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Magnús.
Elsku pabbi var með litlu
stelpuna sína í ósýnilegu bandi í
gegnum allt lífið, ávallt tilbúinn
til þess að kippa í ef mig vantaði
góð ráð, aðstoð eða aukahendur.
Allt var ekkert mál og alltaf til
lausnir við öllu.
Hann breytti herbergjaskipan
í Hömrunum oftar en ég get talið
til þess að mæta þörfum yngstu
dekurrófunnar og gerði svo húsið
mitt að heimili þegar ég flutti yfir
í næstu götu.
Hann var síðasti maðurinn til
þess að fara að sofa ef ég var á
ferðinni því hann beið ávallt eftir
því að ég væri komin á leiðar-
enda, sama hversu langt ferða-
lagið var. Þetta eitt lýsir því
hversu vel hann passaði upp á
fólkið sitt.
Uppáhaldsstundirnar okkar
voru þegar við vorum öll fjöl-
skyldan saman. Oft var það í
óbyggðum og pabbi gerði allt sem
þurfti til þess að allir gætu verið
með. Hvort sem það var að keyra
margar ferðir fram og til baka til
þess að ferja fólkið sitt eða draga
hjólhýsið yfir ár og fjöll svo ólétt-
ar dætur, tengdadóttir og börn
gætu komið inn að pissa.
Pabbi vildi alltaf lána mér allt
þó svo að stundum skemmdust
hlutirnir, bílarnir eða tækin smá,
það var alltaf allt í lagi.
Ég mun sakna þín alla daga og
ætla á sama tíma að vanda mig
við að halda í allt það einstaka
sem þú kenndir mér. Þegar ég
lendi í vandræðum mun ég spyrja
mig spurningarinnar: Hvað
myndi pabbi gera? og þannig
hafa svör við mörgu í gegnum líf-
ið.
Ég verð litli risinn þinn að ei-
lífu og elska þig, elsku pabbi.
Íris Blöndahl Kjartansdóttir.
Elskulegur tengdafaðir minn
Kjartan, eða Kjarri eins og ég
kallaði hann, skilur eftir sig stórt
skarð sem erfitt verður að fylla.
Ég gleymi aldrei hversu góðar
viðtökurnar voru hjá honum og
Erlu þegar við Fanney vorum að
kynnast. Hann og öll fjölskyldan
tók mér opnum örmum frá fyrsta
degi.
Kjarri var mikil útivistarmað-
ur, þekkti landið eins og lófann á
sér og var duglegur að fræða mig
um það á okkar fjölmörgu ferðum
saman. Það var alveg sama hvert
var farið, ég man ekki eftir þeim
stað sem hann þekkti ekki eða
hafði ekki komið á áður.
En það þurfti líka að komast á
staðina sem sjaldan voru í alfara-
leið og þá var gott að hafa ein-
hvern með sér sem kunni að
bjarga sér. Mér er mjög minnis-
stætt þegar bíllinn minn bilaði
uppi á toppi Grímsfjalls og ekki
leit út fyrir að hann færi lengra,
en þá reyndist vel að hafa lausna-
miðaða uppfinningamanninn með
sér til að leysa málið og halda ferð
áfram um Vatnajökul. Ég veit
ekki hversu oft hann bjargaði
okkur félögunum til byggða eftir
bras eða bilanir á ferðum okkar. Í
aðdraganda jeppaferða þá var oft
rætt um hvort „Móðurskipið“
kæmi ekki örugglega með, en það
var Kjarri á sínum vel útbúna bíl,
fullur af verkfærum og varahlut-
um sem oftast komu að góðum
notum.
En það var ekki bara á ferða-
lögum sem Kjarri kenndi okkur
og hjálpaði. Hann var líka dugleg-
ur að hjálpa okkur fjölskyldunni í
okkar verkefnum t.d. að koma
þaki yfir höfuðið. Það var alltaf
ótrúlegur kraftur og útsjónar-
semi í honum þegar kom að því að
taka í gegn húsnæði og skapa gott
heimili. Hann hvatti okkur áfram
og oft var farið lengra í ákveðnum
atriðum eftir að hafa ráðfært sig
við Kjarra því hann gat fundið
leiðir sem gerðu ómögulega hluti
framkvæmanlega.
Elsku Kjarri, þín verður sárt
saknað.
Þinn vinur og tengdasonur,
Gunnlaugur Magnússon.
Afi var mjög góður í að smíða
jeppa og við ætluðum að smíða of-
ursúkku saman. Hann reddaði
öllu sem þurfti að redda og hann
hjálpaði með hvað sem er. Hann
elskaði að fara í útilegur í hjólhýs-
inu sínu með ömmu. Hann gerði
líka rosa góðan mat alltaf þegar
við komum í heimsókn. Ég á eftir
að sakna hans.
Margrét.
Afi var ótrúlega hæfileikaríkur
og góður. Hann vildi allt fyrir alla
gera. Hann hugsaði alltaf í lausn-
um og það voru engin vandamál. Í
byrjun árs 2022 fór ég í skíða-
ferðalag til Austurríkis. Eftir
ferðina endaði ég í sóttkví og síð-
an með Covid. Þá dvaldi ég hjá
ömmu og afa. Afi passaði vel upp
á að ég hefði allt til alls og dekraði
við mig eins og alltaf. Ég var varla
komin í Hamrana fyrr en afi var
búinn að græja sér svefnherbergi,
kósý stað til þess að borða, horfa á
sjónvarpið og meira að segja ofur
sprittbrúsa því honum fannst hin-
ir venjulegu ekki nógu góðir.
Hann var algjör meistarakokkur
og færði mér veislu inn í herbergi,
á bökkum sem hann hafði smíðað
sjálfur. Eitt kvöldið var ég að
læra inni í herbergi í rúminu mínu
þegar afi kemur inn. Hann horfði
á mig og sagði: „Þetta er nú ekki
hægt, þig vantar almennilegt
borð.“ Fór hann þá út og kom svo
aftur með tveggja metra langt
útileguborð. Síðan vantaði inn-
stungu við borðið svo hann náði í
nokkur verkfæri og græjaði inn-
stungu. En honum fannst ekki
nógu gott að ég væri að horfa í
tölvunni og þá þurfti bara að
græja sjónvarpið. Afi var alltaf að
græja fyrir okkur öll, en mér
finnst þessi saga segja mikið hver
hann var og að hann hefði fært
fjöll fyrir alla með ánægju, þótt
þau væru ekki einu sinni fyrir.
Elsku afi minn, allar skemmti-
legu minningarnar um þig geymi
ég í hjartanu mínu. Þín
Erla Karitas.
Það er að byrja að vora þann
22. mars og allt er bjartara, en þá
koma sorgarfréttir, kær vinur
Kjartan Blöndahl Magnússon eða
Kjarri í okkar huga er látinn,
langt fyrir aldur fram. Minningar
hrannast upp þegar sorgin birtist,
en við þökkum innilega þann góða
og skemmtilega tíma sem við átt-
um saman.
Það var mikil heppni að fá hann
og Erlu sem næstu nágranna
þegar við keyptum okkar fyrstu
íbúð og myndaðist góður vinskap-
ur á milli fjölskyldna. Það þurftu
allir að sýna samstöðu þegar við
tókum við íbúðum okkar þar sem
þær voru rétt rúmlega fokheldar
og varð það líklega til þess að
kynni hópsins sem þarna bjó urðu
sterkari. Kjarra var margt til lista
lagt, íbúðin var innréttuð og
fjallabílar smíðaðir, og kom það
vel í ljós hve handlaginn hann var.
Þetta litla samfélag okkar var
ómetanlegt og mikill samgangur
þar sem synir okkar urðu góðir
leikfélagar og máttu varla hvor af
öðrum sjá og heldur sú tenging
ennþá.
Kjarri var mikill útivistarmað-
ur og virtist skara fram úr í því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Nú síðustu árin stundaði hann
hjólreiðar af miklu kappi í viðbót
við allt annað. Sameiginlegt
áhugamál okkar voru ferðalög um
óbyggðir og voru margar fjalla-
ferðir farnar þar sem hálendið
var skoðað og notið þess að
spjalla við varðeld á kvöldin.
Þegar fjölskyldurnar stækk-
uðu og fluttu hélst góð tenging á
milli okkar þó að vegalengdir
væru meiri. Á þeim tíma fóru
börnin að æfa skíði og hittumst
við á skíðamótum og í fjallinu
reglulega. Í síðustu ferð okkar um
landið var heppnin með okkur og
hittum við fjölskylduna óvænt á
Siglufirði. Þar voru börn og
barnabörn með þeim og áttum við
dásamlegt kvöld með þeim þar
sem borðaður var góður matur og
mikið spjallað og hlegið.
Elsku Erla, Maggi, Fanney,
Íris og fjölskyldur, við sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur
á þessum erfiðu tímum.
Hrefna og Birgir.
Við fráfall náins vinar leggst
drungi og deyfð yfir í fyrstu en
þegar frá líður rifjast upp
skemmtilegar minningar sem
létta hugann.
Kjartan var drífandi dugnaðar-
forkur og stundum þótti honum
hægt ganga hjá mér, fæddum og
uppöldum í Hjólbörumerkinu.
Aldrei hafði hann þó orð á því, en
hjálpaði til við að ýta börunum, og
lét mér finnast að hann gerði það
sjálfum sér til skemmtunar. Í
fyrra sem nú er orðið hittiðfyrra
rifum við upp garðinn í G30. Held-
ur þóttu Kjarra afköstin lítil með
göfflum og skóflu. Hann skauzt
því í skúrinn og smíðaði plóg sem
við hengdum aftan í gamla Krúsa
og saman tættum við upp garðinn
á nóinu.
Oft skemmtum við okkur við að
elda saman, aldrei samkvæmt
uppskrift en oftar en ekki tókst
vel til. Eitt sinn lýsti ég New Or-
leans-eldamennsku fyrir Kjarra.
Þeim hluta sem gengur út á að
sverta fisk eða kjöt á gríðarlega
háum hita. Þegar okkur var boðið
í glerhúsið helgina á eftir hafði
hann smíðað búnað og stálplötu
sem við hituðum þar til hún var
rauðglóandi. Þegar steikinni var
brugðið á plötuna gaus upp þykk-
ur hvítur reykur, eins og nýr páfi
hefði verið kjörinn í Vatíkaninu.
Þá var gaman.
Kjartan var hófsmaður en naut
þess að smakka góð vín og oft
pældum við í þræði og hrygg, sér-
staklega í góðum Spánarvínum.
Hann var lykilmaður í hinni
virðulegu vöruvals- og gæðanefnd
Bers og stundum voru fundir
haldnir í glerhúsinu.
Hin fjögur fræknu, Fríða, Erla
og við strákarnir, fórum í ævin-
týraferð um Spán fyrir nokkrum
árum. Flugum til Alicante og ók-
um þaðan norður eftir, fyrst til
Cuenca, þorpsins sem hangir ut-
an í fjalli, og svo til Ribera del
Duero á heiðunum norðan Madr-
ídar. Kjarri gat ekki verið farþegi.
Við ætluðum að skipta akstrinum
á milli okkar en fljótlega kom
Erla að máli við mig, svo lítið bar
á, og spurði hvort það væri ekki í
lagi að Kjarri keyrði. Það varð úr.
Hann vílaði ekkert fyrir sér. Til
dæmis kippti hann gluggunum úr
rauða húsinu í Peñafiel til að það
færi betur um okkur í sólskininu á
litlu svölunum. Í Campo de Cript-
ana fékk hann mig til að leggja á
morgunverðarborðið úti á miðri
götu til að koma konunum á óvart.
Þar var reyndar lítil umferð.
Einu sinni játaði ég fyrir hon-
um að ég þyrði ekki að reyna að
gera við, af ótta við að valda óbæt-
anlegum skaða á því sem gera
þyrfti við. Svar hans og viðhorf er
óborganlegt og gæti hafa komið
úr Bókinni um veginn: „Ef við
skemmum eitthvað, þá gerum við
bara við það.“
Hafliði.
Mig langar að minnast Kjartans
Blöndahl með nokkrum orðum,
hann lést nýverið.
Ég kynntist Kjartani þegar ég
hóf störf hjá Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins (SHS) árið 2008, hann
hafði þá starfað þar í um áratug.
Á þeim árum sem við störfuðum
saman leitaði ég oft til Kjartans,
ekki síst þegar skipuleggja þurfti
einhverja viðburði s.s. útilegur,
hjóla/hlaupaferðir og ferðir á
Hvannadalshnúk svo eitthvað sé
nefnt. Alltaf tók Kjartan vel í allar
þær hugmyndir sem bornar voru
upp við hann, sumar misgáfulegar
og léttgeggjaðar en alltaf var hann
boðinn og búinn. Hann hafði mjög
gaman af því að koma með í marg-
ar þessar ferðir, oftar en ekki með
myndavélina sína meðferðis enda
afbragðs myndasmiður. Á ýmsu
gekk í þessum ferðum, en ekkert
var það sem Kjartan gat ekki lag-
að, gert og græjað og áfram gakk.
Betri ferða- eða líklega bras-
félaga var ekki hægt að hugsa sér.
Aldrei vandamál, bara lausnir á
þeim bænum. Ég þakka góðum
félaga samfylgd og samstarf á
liðnum árum. Ættingjum votta ég
mína innilegustu samúð.
Ágúst Guðmundsson,
slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamaður.
Í dag er kvaddur samferða-
maður minn til 24 ára, samstarfs-
maður og kær vinur, Kjartan
Blöndahl.
Eins og títt er þegar dauðinn
ber óvænt að dyrum er áfallið
mikið og erfitt að horfast í augu
við það. Manni finnst eins og
veruleikinn sé of óraunverulegur
til að geta verið staðreynd en svo
hellist hann yfir af fullum þunga
og söknuðurinn er sár.
Kjartan hóf störf hjá Slökkvi-
liði Reykjavíkur (síðar Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins) 1. júlí
1998, þá fertugur að aldri. Hann
var meistari í rafeindavirkjun og
kom í liðið með mikla þekkingu og
sérhæfingu á sviði tæknimála.
Hann starfaði framan af við tölvu-
og tæknimál liðsins, hélt m.a. ut-
an um öll síma- og fjarskiptamál.
Síðar tók hann við rekstri sk.
grímueftirlits, sem er óhætt að
segja að séu lungu starfseminnar,
því það sér um alla þjónustu við
reykköfunarbúnað liðsins.
Alls staðar þar sem Kjartan
kom við sögu lyfti hann grettis-
taki. Engin verkefni uxu honum í
augum og orðið vandamál var
ekki til í hans orðabók. Hann var
reddari, þúsundþjalasmiður og
uppfinningamaður og gekk yfir-
leitt skrefi lengra en ímyndunar-
afl okkar hinna náði. Svona mað-
ur er ómetanlegur starfskraftur,
en þeir eiginleikar sem Kjartan
bjó yfir þar að auki og vinnufélag-
arnir minnast hans mest fyrir
voru manngæskan og hjálpsemin.
Hann er okkur öllum örugglega
minnisstæðastur fyrir þá velvild,
hlýju og hjálpsemi sem hann
sýndi okkur öllum stundum.
Við sem störfuðum með Kjart-
ani nutum þessara eiginleika hans
bæði í starfi og leik. Hann var
m.a. drifkrafturinn á bak við
stofnun ferðafélags starfsmanna-
félagsins og prímus mótor í skipu-
lagningu útilega og hálendisferða
félagsins og liðsins. Þar kom Erla,
eiginkona Kjartans, líka sterk
inn. Þau tvö voru eitt og unnu
saman eins og smurð vél. Þessar
góðu minningar munu lifa meðal
starfsmanna.
Það voru forréttindi fyrir mig
að fá að kynnast Kjartani náið og
okkur Helgu, konuna mína, að
eignast vináttu hans og Erlu og
fjölskyldu þeirra. Fyrir það erum
við svo þakklát. Samtöl okkar
Kjartans í gegnum árin voru
mörg og löng og snerust oft um
starfið, hugmyndir, úrvinnslu,
lausnir og framtíðarsýn, en ekki
síður um fjölskyldur okkar, lífið
og tilveruna í öllum sínum mynd-
um. Þessi samtöl eru mér ofar-
lega í huga nú þegar ég kveð minn
kæra vin og eiga eftir að verða
ómetanlegar minningar um hann
um ókomna tíð.
Fyrir hönd okkar Helgu og
fjölskyldu, sem og samstarfsfólks
Kjartans hjá Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins, votta ég Erlu og
fjölskyldu þeirra Kjartans mína
dýpstu samúð.
Jón Viðar Matthíasson
slökkviliðsstjóri.
Kjartan Blöndahl
Magnússon
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi.
Mér þykir svo leiðinlegt
að þú fáir aldrei að sjá mig
keppa á nýju skíðunum sem
þú varst nýbúinn að gefa
mér.
Þinn
Kjartan Jökull.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022
✝
Snæbjörn
Gíslason fædd-
ist í Litla-
Lambhaga í
Skilmannahreppi
22. febrúar 1918.
Hann lést á Höfða,
hjúkrunar- og dval-
arheimili Akraness,
22. mars 2022.
Foreldrar Snæ-
bjarnar voru Þóra
Sigurðardóttir, f.
1880, d. 1956, og Gísli Gíslason,
bóndi í Litla-Lambhaga, f. 1874,
d. 1946.
Snæbjörn var næstyngstur í
hópi átta systkina en lifði þeirra
lengst, var jafnaldri fullveld-
isins og náði 104 ára aldri.
Systkini Snæbjarnar í ald-
ursröð voru: Sig-
urður, f. 1907, d.
1993, Margrét, f.
1909, d. 1969, Gísli,
f. 1910, d. 1969,
Jórunn, f. 1911, d.
1926, Þórður, f.
1914, d. 2012, Elísa,
f. 1917, d. 2013, og
Kristín, f. 1921, d.
2021.
Snæbjörn stund-
aði bústörf á æsku-
stöðvum sínum en lengst vann
hann við fiskvinnslu á Akranesi.
Hann bjó lengst af í Akurgerði
12 á Akranesi en flutti 95 ára á
Höfða.
Snæbjörn verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju í dag, 1. apríl
2022, og hefst athöfnin kl. 13.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju föðurbróður okkar, Snæ-
björn Gíslason.
Snæbjörn ólst upp í Litla-
Lambhaga í Skilmannahreppi í
nágrenni Akraness.
Sérhver maður mótast af um-
hverfi sínu og Snæbjörn átti sín
uppvaxtar- og mótunarár í hinni
íslensku bændamenningu, sem nú
hefur runnið sitt skeið, umvafinn
kærleiksríkum foreldrum og sam-
hentum systkinum. Hann var alla
tíð trúr uppruna sínum og unni
sögum, ljóðum og náttúru Ís-
lands.
Hin formlega skólaganga Snæ-
bjarnar var ekki löng, farskóli
starfaði í hreppnum í nokkrar vik-
ur á vetrum en lærdómurinn sem
hann nam af náttúrunni og lífinu
var ekki síðri en löng skólaganga.
Snæbjörn tók snemma þátt í
öllum bústörfum á æskuheimili
sínu og sinnti þeim þar til fjöl-
skyldan brá búi eftir andlát föður
hans. Þá flytur hann ásamt móður
sinni og systur í Akurgerði 12 á
Akranesi og bjó þar uns hann
flutti á hjúkrunar- og dvalar-
heimilið Höfða, árið 2013.
Fljótlega eftir að Snæbjörn
flyst út á Akraness fetar hann í
fótspor bræðra sinna og fer að
vinna hjá Haraldi Böðvarssyni og
Co. og vann hann þar lengstan
sinn starfsaldur.
Snæbjörn kvæntist ekki en
hélt heimili með Þórði bróður sín-
um og bjuggu þeir saman í Ak-
urgerðinu til margra áratuga. Við
systkinin bjuggum einnig í Akur-
gerðinu okkar fyrstu uppvaxtar-
ár og þá mynduðust bönd sem
alltaf héldu. Þeir bræður Snæ-
björn og Þórður voru samrýmdir
og sterk voru tengsl þeirra við
æskustöðvarnar. Þar höfðu þeir
nóg að sýsla meðfram fullri vinnu
og einnig eftir að starfslokum var
náð. Snæbjörn var laghentur
maður, bæði við smíðar og vélar,
hafði lært í skóla lífsins að treysta
á eigið hyggjuvit og þekkingu.
Snæbjörn ferðaðist talsvert um
landið á sumrum með bróður sín-
um, hann las mikið og var fróður
um landið og sögustaði.
Snæbjörn var vandaður mað-
ur, hógvær og lítillátur. Hann
hafði til að bera sömu mannkosti
og systkini hans sem voru einstök
hjálpsemi, greiðvikni og góðvild.
Nú kveðjum við hinn aldna öðling
með virðingu og innilegu þakk-
læti fyrir samfylgdina.
Sé ég fjöld af förnum dögum,
finn mér skylt að þakka að nýju
góðhug þinn og alúð alla,
endalausa tryggð og hlýju.
(Guðmundur Böðvarsson)
Þóra, Gísli og
Björgvin Ómar.
Snæbjörn Gíslason