Börn og menning - 2020, Blaðsíða 5

Börn og menning - 2020, Blaðsíða 5
5Voru æsirnir geimfarar? Marvel-bændur sóttu innblástur í ýmsar áttir, þar á meðal í japanskar, hawaiiískar, mayaskar, inúítskar, keltneskar, grískar og norrænar goðsagnir. Þannig mega lesendur blaðanna búast við því að hitta fyrir Kukulkán (Maya), Izanagi (Japan), Amaterasu (Hawaii), Man- annán mac Lir (Írland), Helíos (Grikkland) og svo Þór, Óðin, Loka, Njörð og fjölda „gervigoða“ sem teiknarar og textasmiðir bjuggu til og skeyttu inn í „marvelsk- norræna“ goðafræði. Ása-Þór varð ein helsta ofurhetja Marvel-blaðanna og Loki Laufeyjarson meðal helstu ofuróþokka. Fyrst birtist Þór í blaði 1953, þá fúlskeggjaður, úfinn og kaf- loðinn á kroppinn, með loðfeld um sig miðjan og ann- an feld sem skikkju. Þegar hann var endurvakinn sem ofurhetja í eigin blaðaröð sem The Mighty Thor 1962 var annað upp á teningnum, því nú var hann kominn í almennilegan ofurhetjubúning, hornahjálmurinn vængjaður og skikkjan rauð og efnismikil. Á fimmta áratugnum komu út nokkur blöð myndasögu þar sem vísindamaður verður að eins konar arftaka Þórs, er lostinn eldingu og fær ofurkraft. Hann var rakaður og snyrtilega klipptur, klæddist lendarskýlu og skikkju og kollhúfu. Sú mynd sem dregin var upp af goðunum varð aftur á móti nokkuð önnur en sú sem við þekkjum úr nor- rænni goðafræði, því inntak í goðsögnum mannkyns er jafnan allt annað en það sem sjá má í ofurhetjusögum. Goðsögurnar eru um verur sem hafa mannlega galla Goðsögurnar eru um verur sem hafa mannlega galla en yfirnáttúrulegt afl (og stundum ofurmannlega galla). Veggskreyting við íþróttahús Garðabæjar.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.