Börn og menning - 2020, Page 36

Börn og menning - 2020, Page 36
Vampírur, vesen og annað tilfallandi Rut Guðnadóttir Vaka-Helgafell, 2020 Íslensku barnabókaverðlaunin eru með- al elstu bókmenntaverðlauna lands- ins en 25 ár eru liðin frá því fyrst var auglýst eftir handritum í samkeppnina. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður í tilefni sjötugsafmælis rithöfundarins góðkunna Ármanns Kr. Einarssonar en það var afmæl- isbarnið sjálft og fjölskylda hans sem stóð að sjóðnum ásamt bókaútgáfunni Vöku. Markmiðið var að „örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði íslensks úrvalsefnis fyrir æsku landsins“, eins kom fram í frétt Morgunblaðsins um fyrstu verðlaunabókina, Emil og Skunda eftir Guð- mund Ólafsson. Í dag standa Barnavinafélagið Sumargjöf og IBBY á Íslandi að sjóðnum ásamt fjölskyldu Ármanns og Vöku-Helgafelli, sem nú starfar innan vébanda bóka- útgáfunnar Forlagsins. Allir þessir aðilar eiga fulltrúa í dómnefndinni auk þess sem í henni sitja ævinlega tveir grunnskólanemar. Fyrirkomulag keppninnar hefur verið svo að segja óbreytt frá fyrstu tíð. Þátttakend- Verðlaunavampírur Guðrún Lára Pétursdóttir Bækur ur senda óútgefin og óbirt handrit að barna- eða unglingabókum inn undir dulnefnum en láta nafn sitt fylgja með í umslagi. Dómnefndin fjallar því um sög urnar án þess að vita hver skrifaði þær og þegar sigurhandritið hefur verið valið er eingöngu umslagið með nafni höfundar þess opnað, önnur handrit og höfundar falla í gleymskunnar dá. Í ár leyndist nafn Rutar Guðnadóttur í umslaginu góða og fékk hún því símtal frá dóm- nefndinni sem tilkynnti henni að saga hennar, Vampír- ur, vesen og annað tilfallandi, hefði sigrað samkeppnina en að þessu sinni var sérstaklega óskað eftir handritum að unglingabókum. Þetta er fyrsta skáldsaga Rutar í fullri lengd en hún hefur áður skrifað pistla og smá- sögur. Vinkonur á vampíruveiðum Vampírur, vesen og annað tilfallandi segir frá vinkon- unum Millu, Rakel og Lilju sem segja söguna til skiptis. Þær eru nýbyrjaðar í 8. bekk þegar óútskýrð veikindi taka að hrjá nemendur skólans. Millu þykir ýmislegt benda til þess að vampíra hafi hreiðrað um sig innan veggja unglingadeildarinnar og sé hægt og rólega að soga lífsorkuna úr krökkunum. Böndin berast að hin-

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.