Börn og menning - 2020, Blaðsíða 35
35Ólíkir krakkar í óvæntum aðstæðum – dagur í lífi skólasystkina
og sátt og hlakkar til að mæta aftur. Lýsingar á fyrsta
skóladeginum í framandi landi eru sagðar af miklu inn-
sæi og næmi, lesandinn getur auðveldlega sett sig í spor
Nadiru og skilið líðan hennar. Hér leika myndirnar
líka stórt hlutverk þar sem auðvelt er að skynja í gegn-
um þær hvernig Nadiru líður. Í upphafi sögunnar eru
svipbrigði hennar augljóslega lituð spenningi og kvíða
fyrir því sem er fram undan en eftir því sem á líður
taka áhugi og gleði yfir. Uppátækjasemi stelpnanna í
bekknum sem taka að sér að halda utan um hana fyrsta
daginn verður líka augljós á prakkaralegum svip þeirra
og má sjá hvernig Nadiru vex kjarkur eftir því sem hún
kynnist þeim betur.
Það var ekki ég!
Í bók tvö í seríunni, Geggjað ósanngjarnt!, segir frá
Bjarna Frey og vísar titillinn til þess að honum finn-
ist skuldinni oft skellt á sig, jafnvel þótt hann hafi
ekki komið nálægt því sem er verið að skammast yfir.
Þegar forstöðukonan í frístundinni vill að Bjarni taki
til eftir vin sinn sem er farinn heim reiðist hann og
eftir leiðinlegt óhapp rýkur hann út. Úti rekst hann á
Mika el bekkjarbróður sinn, sem felur sig bak við skúr
og í sameiningu ákveða þeir að fara að heimsækja pabba
Bjarna Freys í vinnuna. Þeir eru vissir um að enginn
muni sakna þeirra hvort eð er og að allir hljóti að verða
fegnir að losna við þá. Ekki líður á löngu þangað til
þeir félagarnir eru rammvilltir en hvorugur hefur áður
farið svona langt einn. Á sama tíma er hafin leit að þeim
á frístundaheimilinu og foreldrar þeirra og fleiri barna
taka þátt í leitinni. Þó að Bjarna Frey og Mikael sé hætt
að lítast á blikuna á tímabili fer allt á endanum vel og
þeir finnast áður en langt um líður, örlítið skelkaðir.
Líkt og í fyrri sögunni kallast myndirnar hér á við text-
ann og dýpka skilning lesandans, en þær sýna glögglega
hvernig sterkar tilfinningar ná yfirhöndinni hjá Bjarna
Frey þegar honum finnst að sér vegið. Myndirnar ná að
fanga fleira en svipbrigði og ein áhrifaríkasta myndin í
bókinni er af perlum sem fljúga um allt eftir að Bjarni
Freyr rekur sig í skólafélaga sem bíður með fullperlað
spjald eftir að láta strauja það. Tilfinningin að eyði-
leggja óvart fyrir öðrum það sem er búið að leggja mikla
vinnu í kemst vel til skila.
Áhugaverð orð í aðgengilegum texta
Bækurnar lýsa þannig á hversdagslegan hátt mjög ólík-
um dögum í lífi þessara tveggja ólíku nemenda í bekkn-
um. Þær eru einfaldar og auðskiljanlegar, á skýru máli
sem er kryddað skemmtilegum og óvenjulegum orðum.
Sem dæmi má taka orð eins og „prumpusamloka“ og
„sprengiprump“ sem eru óvenjuleg og fyndin í senn og
„drísill“, sem Bjarni Freyr útskýrir fyrir Mikael að sé
eins konar púki sem hann hafi fengið að mála hjá pabba
sínum. Textinn er þannig gerður aðgengilegur fyrir
ungan byrjanda í lestri og er laus við alla tilgerð. Persón-
urnar sem lesendur kynnast í þessum fyrstu tveimur
bókum eru skýrar og auðvelt að samsama sig þeim en
auk aðalpersónanna fáum við aðeins að kynnast öðrum
nemendum, svo sem Leonoru og Huldu, stelpunum
sem fá það hlutverk að hjálpa Nadiru að aðlagast og
Mikael sem virðist ekki síður lenda í vandræðum en
Bjarni Freyr.
Prumpusamloka og Geggjað ósanngjarnt! eru bækur
fyrir byrjendur í lestri þar sem fjallað er á raunsæislegan
hátt um aðstæður og tilfinningar sem margir ungir
lesendur kannast við. Reiði yfir ósanngirni og kvíði fyr-
ir hinu óþekkta eru tækluð af innsæi og skilningi og
skondnir atburðir inn á milli gefa sögunum létt yfir-
bragð. Eins og fram kom í upphafi má gera ráð fyrir að
fleiri bækur séu væntanlegar um bekkjarsystkini þeirra
Nadiru og Bjarna Freys og verður áhugavert að fylgjast
áfram með þessum vandaða og skemmtilega bókaflokki.
Höfundur er bókmennta- og bókasafns- og
upplýsingafræðingur